Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1995, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 Davíð Oddsson. Nær að skipta peningunum á milli sín „Ég held að verkfall muni ekki skapa nein fordæmi og þetta mun litlu breyta. Kennurum væri nær að taka þessar 500 milljónir sem þeir eiga í verkfallssjóði og skipta þeim á milli sín heldur en að brenna þær upp í verkfaUi. Þetta eru um 150 þúsund á mann,“ seg- ir Davíð Oddsson í DV. SH betra en að einangrast „... Við mátum það sterkara fyr- ir okkur að gefa eftir og halda meirihlutasamstarfinu áfram en að vera einangraöir og áhrifa- lausir í minnihluta í bæjarstjórn Ummæli með sömu niðurstöðu," segir Jak- ob Bjarnason, bæjarstjóri á Ak- ureyri, í DV. Fengu bara molana „Þetta eru vonbrigði fyrir mig og til lengri tíma fyrir Akureyringa, ég hefði viljað að þeir fengju allt brauðið okkar en ekki bara mol- ana af borði SH,“ segir Benedikt Sveinsson í DV. Aukasendiráð Jón Baldvins „Það sem þarna gerist er það að utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins vill hygla stuðn- ingsmanni sínum og gerir sér lít- ið fyrir og stofnar handa honum sérstakt aukasendiráð í Lon- don..,“ segir Páll Pétursson í Timanum. Af steinaldarstigi á fornaldarstig „... Menn höfðu tekið eftir ýms- um breytingum hjá fyrirtækinu á undanfomum árum, e.t.v. að það hafði færst af „steinaldarstigi" yfir á „fornaldarstig", og þótti ástæða til að minnast þess sér- staklega," skrifar Vilhjálmur Eg- ilsson um ÁTVR í DV. Kynningarfund- ur K-listans Kristileg stjórnmálahreyfing heldur kynningarfund á stefnu sinni á Hótel Borg við Austurvöll á morgun, kl. 14. AUir em vel- komnir. Menntun verslunarfólks Ný námskeið fyrir afgreiðslufólk í verslunum á vegum samstarfs- Fundir nefndar um menntun verslunar- fóiks. Fyrirmynd þessara nám- skeiða er sótt til Danmerkur þar sem unnið hefur verið öflugt menntunarstarf meðal verslun- arfólks. Námskeiðin skiptast i tvennt og nefnast Smásöluversl- un I og Námskeið fyrir starfsfólk í kjötdeildum verslana. Skráning fer fram hjá Verslunarmannafé- lagi Reykjavíkur. Kennarar á eftlrlaunum Félag kennara á eftirlaunum heldur skemmtifund í Kennara- húsinu við Laufásveg á morgun, kl. 14. Víða éljagangur Framan af degi verður suðlæg átt og slydduél um landiö sunnan- og vest- anvert en norðanlands og austan að Veðrið í dag mestu þurrt. Um og upp úr miðjum degi hvessir af vestri, fyrst sunnan- lands. Víða verður þá éljagangur, síst _ /=■ 2 / V# ' ' j- • - IJi f, . 1‘S r'U' l V ' I V - .. ■’ norðasutan- og austanlands. í nótt lægir og styttir upp að mestu. Hiti verður víðast á bilinu 0-4 stig framan af degi en síðan frystir víðast hvar. Á höfuborgarsvæðinu verður suð- austan kaldi og slydduél, en snýst í suðvestan og vestan hvassviðri með éljum síðdegis. Hiti 2-4 stig en frystir með kvöldinu. Sólarlag í Reykjavík: 17.21 I / / -/ } ) || - /?/ ” . ..._.Jt: Sólarupprás á morgun: 10.00 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.00 Árdegisflóð á morgun: 09.18 Heimild: Almanuk Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað 0 Akurnes rigning 2 Bergsstaðir skýjaö 2 Bolungarvík skúr 2 Keflavíkurflugvöllur skúrásíð. 3 klst. Kirkjubæjarklaustur þokaí grennd 3 Raufarhöfn léttskýjað 2 Reykjavík rigning 3 StórhöfSi þokumóða 5 Bergen rigning 2 Helsinkj léttskýjað -3 Kaupmannahöfn léttskýjað -2 Stokkhólmur léttskýjað -5 Þórshöfn skúr 7 Amsterdam skýjað 4 Berlín léttskýjað -2 Feneyjar þokumóða 0 Frankfurt hálfskýjað -1 Glasgow rign. á síð. klst. 9 Hamborg léttskýjað -1 London alskýjað 8 LosAngeles heiðskírt 17 MaUorca léttskýjað 6 Montreal heiðskírt -13 New York skýjaö -5 Nice heiðskírt 6 Orlando heiðskírt 11 París skýjað 3 Róm þokumóða 1 Gísli Marteinn Baldursson, formaður Vöku: alltaf verið í „Þegar Vaka var stofnuð 1935 sagði í stefnuskránni að Vaka berð- ist gegn hvers kyns öfgum til hægri og vinstri og við höfum haldið okk- ur við þessa stefnu en auðvitað hefur baráttan á þessura sextíu árum einkennst af baráttu fyrir hagsmunum stúdenta í stóru og smáu,“ segir Gísli Marteinn Bald- ursson, formaður Vöku, félags lýö- ræöissinnaðra stúdenta, en um Maður dagsins Gísli Marteinn Baldursson. þessar mundir heldur Vaka upp á sextíu ára afmælið. „ Við erum ekki með neina félagaskrá en það má reikna með að það séu um eítt hundrað virkir stúdentar í Vöku en allir lýðræðissinnaöir stúdentar eru i raun félagar í Vöku. Aðspurður um pólitiska stefnu, sagði Baldur: „Það er ekki hægt að neita því aö það hefur loðað við okkur að vera póltísk hreyfing en tengslin voru meira áður fyrr við hægri öflin. Ástæðan fyrir pólítík- inni er kannski helst sú að and- stæðingar okkar kenna sig við fé- lagshyggju þannig að þeir stúdent- ar sem telja sig ekki geta fylgt þeirri stefnu hljóta að koma til okkar. En við bjóðum alla stúdenta velkomna til okkar hvar sem þeir standa i flokki, svo framarlega sem þeir eru sammála stefnumálum Vöku.“ Gísli sagði að í tilefni afmælisins væri búið að vera heilmikiö í gangi þessa vikuna. „Viö bytjuðum á mánudaginn á því að gefa háskóla- stúdentum vöfflur og gos í anddyri aðalbyggingarinnar. Þar ávarpaði rektor okkur og háskólakórinn söng. Við höfum verið með fundi og menningarkvöld og búnir aö fá ýmsa gesti til okkar. í kvöld er svo afmælisins minnst með hátíðar- kvöldverði og dansleik í Þjóðleik- húskjaflaranum.“ Starfsemi Vöku er mikil þessa dagana enda stúdentakosningar í lok febrúar og sagði Baidur að starfiö í vetur hefði miðast viö að vinna að ákveðnum málefnum, þeim leiðum sem best væri að fara í málefnum lánasjóðsins og fleira. „Við erum á hverjura degi allt árið um kring að skoða hvaða leiöir eru bestar tíl að hagsmunum stúdenta verði sem best borgið. Nú leggjum við áherslu á aö Háskólinn fari aö verða víðsýnni og fari að opna sig betur fyrir þjóðfélaginu og at- vinnulífinu og að Háskólinn horfi til annarra aðila en ríkisins um fjárvcitingar til starfseminnar." Baldur er nemi í stjórnmálafræði og á unnustu sem heitir Vala Ág- ústa Káradóttir. Hann sagði að að- aláhugamál sín snerust aö félags- störfum. „íþróttir eru einnig áhugamál ásamt því að hafa sam- neyti við vini mína.“ Myndgátan Lausn gátu nr. 1136: Kemur ekJd til greina evÞon-*- l| ......I' //2)7- •ey t>OR— Nordurlanda- mótið í keilu Þessa dagana fer fram Norður- landamótið i keilu í Keiluhöllinni í Reykjavík og_ verður því fram haldið í dag. Á þessu móti eru geysisterkir einstakiingar og sterk liö og eru flestir á því að i liðakeppninni standi slagurinn á milli Svia og Finna. Heldur hafa íslensku keppendurair farið hall- oka hingað til á þessu móti enda er keilan sem keppnisiþrótt ekki gömul hér á landi þótt fjöldi manns stundi keilu reglulega. Það er þó full ástæða til að hvetja fólk til að fara og fylgjast með því besta á Noröurlöndura í þessari íþrótt í Keiluhöllinni og ekki skemmir það fyrir að aögangur er ókeypis. Einn leikur fer fram í 2. deiid karla í handboltanum í kvöld. í Framhúsinu eigast við Fram og ÍBV og hefst leikurinn kl. 20. Um helgina verður svo bikarúrslita- leikurinn í handbolta milli Vals ogKA. Skák Lokaumferð Skákþings Reykjavíkur 1995 verður tefld í kvöld í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Þröstur Þórhallsson og Arnar E. Gunn- arsson geta einir orðið Reykjavíkur- meistarar. Þröstur hefur hlotið 9 vinn- inga af 10 mögulegum og nægir jafntefli í síðustu skákinni - Amar hefur vinningi minna. Þessi stutta skák var tefld í 10. umferð. Torfi Leósson hafði hvítt gegn Flóka Ingvarssyni: 1. e4 e5 2. Rc3 Rf6 3. f4 exf4? 4. e5 Rg8 5. Rf3 d6 6. Bc4 Bg4 7. 0-0 (7. De2! gefur hvítum betra) Rc6 8. exd6 Bxd6 9. d3 Rge7? og hvítur á leik: i m áái 4ili 41 Jl ii ©a ■M sfiá A & H AW A B C D 2* E F G H 10. Bxf7 +! Kf8? Úr öskunni í eldinn en ef - Kxf7 11. Rg5+ Kg8 12. Dxg4 o.s.frv. 11. Bb3 Rd4? 12. Rxd4! Bxdl 13. Re6 + Ke8 14. Rxd8 og svartur gafst upp. Bridge Síðasta miðvikudag hófst aðalsveita- keppni BR og þátttakan í þvi móti er geysimikil, 35 sveitir. Spilað er með nýju fyrirkomulagi; fyrst er spiluð Monrad forkeppni, tveir 16-spila leikir á kvöldi, en síðan tekur við keppni þar sem sveit- um er raðað í riðla eftir árangri. Spiluð eru handgefin spil í Monrad-keppninni og hér er eitt Jjörugt sem kom upp í leik sveita Roche og Sigmundar Stefánssonar. Sagnir gJngu þannig í opnum sal, norður gjafari og AV á hættu: ♦ K8753 V G9 ♦ 10 + KG1065 * Á ♦ 942 V ÁD103 ♦ 876532 N V A S ♦ DG106 V -- ♦ KG94 + ÁD943 V K876542 ♦ ÁD 872 Norður Austur Suður Vestur 2* 3f 3* 4f Pass Pass 4* 5f Pass 6f P/h Opnun norðurs var tartan-sagnvenja, undirmálsopnun sem lofaði 5 spöðum og 4+ spilum í láglit. Suðri gafst kostur á að passa fjögur hjörtu út en hver getur láð honum að halda áfram á spilin því ólíklegt má teljast að slemma standi á hendur AV. En slemman er óhnekkjandi á aðeins 19 punkta og austur var sár- svekktur út í sjálfan sig, annars vegar fyrir að halda sögnum opnum og hins vegar fyrir að segja ekki 6 spaða. í lokuð- um sal hófust sagnir á sama hátt en end- uðu öðruvísi: Norður Austur Suður Vestur 24 3t 44 5¥ Pass Pass 5* 6» 6* Dobl pAl Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Þama var það norður sem tók af skarið og sagði 6 spaða án þess að vita hvort 6 hjörtu stæðu yfirleitt hjá AV. Ólíklegt er að félagi hans í austur hefði sagt 6 spaða yfir 6 hjörtum. Fórnin var 500 niður og sveit Roche græddi 14 impa á þessu spili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.