Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1995, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1995 Menning 17 Glæsilegir tónleikar Þaö er vist ohætt að segja að sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið staðið til í íþróttahöll hins frækna KA-liðs á Akureyri en miðvikudaginn 12. apríl sl. Hátt á annaö þúsund manns streymdi prúðbúið á svæðið til þess að njóta lokatónleika Sinfóníuhljómsveitar Norður- lands á öðru starfsári sveitarinnar. Gleði og eftirvænt- ing leyndi sér ekki meðal fólks enda fullvíst að marg- ir hafa hlakkað til að hlusta á hina glæsilegu söngvara sem að þessu sinni voru gestir hljómsveitarinnar, þau Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Kristján Jóhannsson, en þetta voru fyrstu tónleikar hans á heimaslóðum í tæp- an áratug. Efnisskráin var heldur ekki af verri endan- um og innihélt margar af helstu perlum óperubók- menntanna. Tónleikamir hófust með forleik úr óperunni Carmen eftir Georges Bizet. Leikur hljómsveitarinnar var afar áferðarfallegur en nokkuð varkár og heíði ekki sakað að gæða hann meiri snerpu og tilfinningahita. Kristján Jóhannsson átti við veikindi að stríða síðustu dagana fyrir tónleikana og mátti greina það á varfærnislegum Tórílist Rósa Kristín Baldursdóttir flutningi hans á aríu Don José úr öðrum þætti sömu óperu. Það fer hins vegar ekki á milli mála að Kristján er stórkostlegur söngvari og var honum innilega fagn- að af áheyrendum. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöng- kona er annar glæsilegur fulltrúi sönglistarinnar og rödd hennar naut sín sérlega vel í aríunni „Je veux vivre“ úr Rómeó og Júlíu eftir Charles Gounod. „Capriccio sinfonico" eftir Giacomo Puccini var fal- lega leikið af hljómsveitinni, hljómurinn þéttur og góður og vel mótaðar hendingar en harpan hljómaði ekki nógu hreint og spillti það heildarsvip verksins, sérstaklega í byrjun. Fyrri hluta tónleikanna lauk með atriðum úr 1. þætti La Bohéme eftir Puccini. Hin þróttmikla rödd Kristjáns fyllti hvern krók og kima íþróttahallarinnar er hann söng tenóraríuna frægu „Che gelida manina", nei, það er engin tilviljun að ferill hans er jafn glæsilegur og raun ber vitni. Sigrún söng aríu Mimiar, „Mi chiamano Mimi“ afar vel. Rödd- in er falleg og söngtæknin feikigóö og síðast en ekki síst hefur söngkonan mikla útgeislun. Saman sungu þau Sigrún og Kristján svo dúettinn „0 soave Fanci- ulla“ við mikla hrifningu áheyrenda. Hljómsveitin, undir öruggri stjóm Guðmundar Óla Gunnarssonar, hóf síðari hluta tónleikanna með hinu undurfagra Intermezzo úr Cavalleria Rusticana eftir Pietro Mascagni og á eftir fylgdi afbragðsgóður söngur Kristjáns í aríu Andrea Chénier úr samnefndri óperu Umbertos Giordanos. Tónleikunum lauk með nokkr- um atriðum úr La Traviata eftir Giuseppe Verdi. For- leikur var um margt vel útfærður af hljómsveitinni og byijunin var beinlínis hrífandi vel leikin af strengj- unum. Og það var ekki annað að merkja en söngvararnir Kristján Jóhannsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir sungu sig inn í hjörtu áhorfenda. væru báðir í essinu sínu þegar þau fluttu dúett þeirra Alfredos og Violettu, „Un di felice". Söngur Sigrúnar í „Sempre hbera degg'io" var hreint út sagt stórkost- legur og lítils háttar mistök, sem urðu á þeim stað þar sem Alfredo heyrist syngja í fjarska við hörpuundir- leik, náðu ekki að skyggja á gleði áheyrenda sem klöppuðu flytjendum lof í lófa, m.a.s. í miðri aríunni! Stemningin var í hámarki þegar Kristján söng um hamingju Alfredos, „De miei bollenti spiriti" af mikl- um glæsibrag. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna eftir lokadúett söngvaranna og Kristján jók enn á gleði manna með því að setja upp gleraugu, stíga á stjórn- andapall og stjórna hljómsveitinni af mikilli röggsemi í aríunni „0 mio babbini caro“ úr Gianni Schicci eftir Puccini sem Sigrún söng eins og best verður gert. í kjölfarið fylgdi Hamraborgin sjálf, sungin af stórten- órnum og einn dúett úr La Traviata. Áheyrendur létu hrifningu sína óspart í ljós með því að standa á fætur, hrópa og klappa. Það er sannarlega ástæða til að óska Guðmundi Óla Gunnarssyni og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt þeim Kristjáni og Sigrúnu og öðrum aðstand- endum þessa merka listviðburðar til hamingju. í mannmergðinni á leiðinni út læddist ósjálfrátt að manni þessi hugsun: Hvenær verður hægt að bjóða listamönnum á borð við þessa upp á alvöru tónleika- hús hér á íslandi? Bridge Vetrarmitchell BSÍ Föstudagskvöldið 7. apríl var spilaður eins kvölds tölvureiknaður mitchell-tvímenningur með forgefnum spilum. 34 pör spiluðu 15 umferðir meö 2 spilum milli para. Meðalskor var 420 og hæstu pör í n-s uröu: 1. Guðjón Sigurjónsson-Helgi Bogason 538 2. Eggert Bergsson-Þórir Leifson 524 3. Guðlaugur Nielsen-Alfreð Kristjánsson 457 4. Haraldur Þ. Gunnlaugsson-Björn Þorláksson 453 5. Vilhjálmur Sigurðsson-Halla Bergþórsdóttr 448 - og hæsta skorið í a-v: 1. Guðrún Jóhannesdóttir-Bryndís Þorsteinsdóttir 529 2. Rúnar Hauksson-Bjöm Bjömsson 508 3. María Ásmundsdóttir-Steindór Ingimundarson 499 4. Óh Björn Gunnarsson-Valdimar Elíasson 494 5. Sigrún Jónsdóttir-Ingólfur Lihendahl 492 Vetrarmitchell er spilaður öll fostudagskvöld og byrjar spilamennska stundvíslega kl. 19.00. Spilaöir eru eins kvölds tölvureiknaðir mitchell-tvímenningar með for- gefnum spilum. Sphað verður fóstudaginn langa og mánudaginn annan í páskum og byrjar spilamennskan báða dagana kl. 19.00. Alhr spharar em velkomnir. Framköllun kr. 610 W. .■■■ilii MIÐBÆJARMYNDIR Lækjargötu 2 - s. 611530 Brosandi sumartUboð á íþróttagöUum Nú er sumarið innan seilingar. í tilefni þess bjóðum við tvöfalda bómullarfóðraða íþróttagalla á einstöku tilboðsverði. Margir litir. 2.990 ,- nr. 4, 6, 8, 10, 12 og 14 3.990,- nr. XS, S, M, L, XL, XXL, XXXL Aðrar tilvaldar sumar- gjafir á góðu verði Sumarjakkar barna Frá 2.890,- Sumarjakkar nr. S-XL Frá 3.780,- Alvöru fótboltar nr. 3,4 og 5 Frá 1.790,- Körfuboltar nr. 5 og 7 Frá 1.390,- SS% Staðgreiðslu- afsláttur Oplð SPORTVÖRUVERSLUNIN laugardaga CDJk DVA tllkl. 16.00 vr/UllA Póst- sendum Laugavegl 49 • Sími 12024.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.