Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1995, Blaðsíða 4
24 MÁNUDAGUR 19. JÚNÍ 1995 fþróttir______________ Mjólkurbikarinn: Blikarsteinlágu fyrirValsstrákum Breiðablik féll fyrst 1. deildar liða út ur Mjólkurbikamum í knattspymu í gærkvöldi, steinlá þá fyrir sterku 23-ára liði Vals aö Hlíðarenda, 4-O. Kristinn Lárus- son, Davíð Garðarsson, Sigur- björn Hreiöarsson og Guðmund- ur Brynjólfsson skoruðu mörk Valsmanna sem tefldu fram stór- um hluta 1. deildar liðs síns. Þeir verða því með tvö lið i 16-liöa úrslítum keppninnar. Blikamir Kjartan Antonsson og Rastislav Lazorik vom báðir reknir af velii og verða því í banni gegn Keflavík í 1. deildinni á mið- vikudag. AuðvelthjáÍA ÍA vann auðveldan sigur á 23- ára liði Keflvíkinga, 1-3. Jóhann B. Guðmundsson skoraði reynd- ar fyrst fyrir heimamenn en Dej- an Stojic gerði 3 mörk fyrir ÍA og Alexander Högnason, Ólafur Þórðarson, Kári Steinn Reynis- son, Ólafur Adolfsson og kefl- vískur varnarmaður bættu við mörkum. Þrenna Ragnars Keflvíkingar léku sinn fyrsta leik undir stjóm nýrra þjálfara í gær og unnu 0-5 sigur á 23-ára liöi Breiðabiiks á Kópavogsvelli. Staðan f hálfleik var 0-2. Ragnar Margeirsson skoraði 3 mörk og Kjartan Einarsson 2. Bikar í kvöld ÍA-23 - Víkingur..........20.00 ÍBV-23-Fram............. 20.00 Selfoss - Fylkir..........20.00 KR-23 - Leiftur...........20.00 Sindri - Stjarnan.........20.00 Leiknir R. - Þór Ak.......20.00 Annað kvöld: Þór-23 - HK...............20.00 ------TWFWFW. DmumáiB Allt sem þú þarft að vita um Draumalið DV í síma 904-1500 39,90 mínútan • Lpplýsingar um stööu þins Draumaliðs • Staöa 30 efstu líðanna • Upplýsingar um verð eiitsiakraleikmanna • Staðfesting á f élagaskiphim Glæsilejg verðlaun eru í buði fyrir uestu „þjálfarana" Stigahæsii „þjálfari" hvers manaðarfær 15.000 kr. vöruútteki frá sportvöruversluninni Sportu, Laugavegi 49. Stigakfóti „þpffari" sumarsins faer að launum utanlandsferð fvTÍr tvo með Sauninnuferðum-Lancfeýii á teik. erfendis að verðmæti kr. WJ0O og vönrúttekt að verðmæti kr. 15.WW frá ÚtiKfi, Qæsíbæ. ÐrrnmU Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Grenivík - lögðu 4. deildar lið Magna, 1 -4 ar Einarsson bætti öðru marki viö á 34. mínútu og Zoran Ljubicic skor- aði, 0-3, á 41. mínútu. Aö auki áttu gestirnir stangarskot í fyrri hálf- leiknum og tvö mjög góð færi til að bæta viö mörkum. Grindvíkingar voru aðeins fjórar mínútur að skora gegn rokinu og þar var Ólafur Ingólfsson á ferðinni. Eft- ir það komust Magnamenn meira inn í leikinn en náðu ekki að skapa sér veruleg færi. Þeim tókst þó aö skora á 69. mínútu þegar Ingólfur Ásgeirs- son nýtti sér vamarmistök 1. deildar liðsins og potaði boltanum í markið af stuttu færi, 1-4. Þorsteinn Jónsson, Grenivíkurbú- inn í Grindavíkurliöinu, var yfir- burðamaður hjá gestunum og kunni greinilega vel við sig á sínum gamla heimavelli. Hjá Magna voru Sigur- björn Viðarsson og Gísli Úlfarsson bestu mennirnir. Ari Torfason, DV, Grenivík: Grindvíking- ar voru ekki í teljandi vand- ræðum á Grenivík í gær þegar þeir sigruðu 4. deildar lið Magna, 1-4, í Mjólkurbik- arnum. Þeir léku undan norðanstrekk- ingi í fyrri hálfleik og skoruðu þá þrjú mörk og bættu því fjórða við í upphafi síðari hálfleiks. Grindvíkingar sóttu látlaust í fyrri hálfleiknum og náöu að brjóta vörn Magna niður eftir 20 mínútur. Þá skoraði Tómas Ingi Tómasson. Grét- Þorsteinn Jónsson Þróttarar skoruðu níu suður með sjó Ægir Már Karason, DV, Suðumesjum: Þróttarar úr Reykjavík átfu ekki í miklum erfiöleikum með að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkur- bikarkeppninnar í gærkvöld. Þeir sóttu heim 4. deildar lið Golfklúbbs Grindavíkur og unnu stórsigur, 2-9. Þróttarar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik með fimm mörkum. Meira jafnræði var meö liðunum í seinni hálfleik, GG minnkaði mun- inn í 1-6 og 2-7 en Þróttarar tóku síðan völdin á nýjan leik. Tómas Ellert Tómasson skoraði fjögur af mörkum Þróttara, þar af þrjú í fyrri hálfleiknum. Hreiðar Bjarnason skoraði tvívegis og þeir Arnar Bjarnason, Heiðar Sigurjóns- son og Sigfús Kárason gerðu eitt mark hver. Fyrir GG skoruðu Rúnar Sigurjónsson og Páll V. Björnsson. Mín skoðun Bikarbull í gær hófst aðalkeppni Mjólkur- bikarkeppninnar í knattspyrnu. Nú eru 1. deildar liöin mætt til leiks ásamt sex efstu liðum 2. deildarinn- ar frá því í fyrra og samkvæmt keppnisfyrirkomulagi sem notað er í annað sinn leika þau á útivelli gegn þeim sextán liðum sem kom- ust í gegnum fyrstu tvær umferðir keppninnar. Þetta fyrirkomulag reyndist vel í fyrra og mörg „lítil“ félög fengu draumaleiki gegn stórveldunum. Valsmenn fóru austur á Djúpavog, KR til Vopnaíjarðar, ÍBV til Siglu- fjarðar, Breiöablik til Hveragerðis og FH i Mosfellsbæinn, svo dæmi séu tekin. í ár er annar og leiðinlegri blær yfir bikarkeppninni. Á óskiljanleg- an hátt komst breytingartillaga í gegnum síðasta ársþing KSÍ þar sem liðum var heimilaö aö senda tvö lið í keppnina, annað skipað leikmönnum undir 23 ára aldri, sem í þokkabót mætti styrkja með þremur eldri leikmönnum. Þarna var stigið stórt skref aft- urábak. í „gamla daga“ voru b-liöin með í bikarkeppninni en þeim var ýtt út fyrir aldarfjórðungi og við það lyftist keppnin á hærra plan. Ellefu 23-ára lið tóku þátt í bikar- keppninni í ár og sjö þeirra komust áfram í aðalkeppnina. í forkeppn- inni voru þetta sterk lið, skipuö mörgum 1. deildar leikmönnum, og voru yfirleitt oíjarlar liðannna úr neðri deildunum. Tvö slógu meira að segja út 2. deildar lið. Þegar í aðalkeppnina kemur eru 23-ára liðin mun veikari því þá má ekki nota sömu leikmenn og spila með aöalliöi félagsins í sömu um- ferð. Það er því varla einu sinni um sama liðið að ræða. Bikarkeppni hefur jafnan yfir sér þann „sjarma“ að litlu félögin fá þar tækifæri til aö spreyta sig gegn þeim stóru. Þaö er stór viðburður fyrir lítiö byggöarlag aö fá 1. deild- ar liö í heimsókn og slíkt vekur mikinn áhuga á umræddu svæði og stuðlar um leið að útbreiðslu og vinsældum íþróttarinnar. Á þetta var klippt aö verulegu leyti á síðasta ársþingi. Sjö lið úr neðri deildunum uröu af því tæki- færi aö fá stórleik á heimavelli í fyrstu umferð aðalkeppninnar. í staðinn eru fimm liö úr 1. deild og tvö úr 2. deild aö spila þessa dagana gegn 23-ára liðum - leiki sem vekja enga athygli eöa áhugá og þjóna engum tilgangi, aðeins hagsmun- um nokkurra félaga sem fá einn til tvo leiki á ári fyrir þá leikmenn sem ekki komast í aðalliöiö. Þeirra vandamál veröur aö leysa með öðr- um hætti en að eyðileggja bikar- keppnina. Víðir Sigurðsson Leifur Geir Hafsteinsson skoraði þrennu fyrir Eyjamenn á Eskifirói i gærkvöldi. Vatnsi -lentuundi Magnús jónasson, DV, Eskifirði: Eyjamenn fengu framan í sig kalda vatnsgusu í upphafi leiks gegn 4. deildar liði KVA á Eskifirði í gærkvöld. Það voru aðeins liönar fjórar mínútur af leiknum þegar Agnar Arnþórsson fékk boltann á miöjum vallarhelmingi ÍBV, lék að vítateig gestanna og skoraði með fallegu skoti í stöngina og inn, 1-0. En það dugði skammt því Eyjamenn stóðu uppi sem öruggir sigurvegarar, 1-6. Hörður Már Magnússon skoraði fyr- ir Vai á Fáskrúðsfirði. Valsme - 4. deildar lið KBS, Guðmundur B. Hafþórsson, DV, Fáskrúðsfirði: Valsmenn lentu í talsverðu basli meö 4. deildar lið KBS í Mjólkurbikarkeppn- inni í gær. Þeir sigruöu að lokum, 1-3, en lengi vel var varla hægt aö sjá hvort liðiö væri í 1. deild og hvort í 4. deild. Strax frá byrjun var baráttan mikil en Valsmenn voru þó sterkari og uppskáru fleiri færi. Strax á 7. mínútu áttu þeir skot í stöng og fimm mínútum síðar fengu þeir dauðafæri sem markvörður KBS, Amfmnur Bragason, varði mjög vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.