Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ1995 Á toppnum Lagið A Girl Like You með breska söngvaranum Edwyn Collins lendir í toppsæti íslenska listans þessa vikuna. Lagið, sem er búið að vera í tvær vikur á list- anum, var í 7. sæti í síðustu viku. A Girl Like You nýtur vinsælda víðar en á íslandi en það var m.a. fjórða vinsælasta lagið í Bret- landi í síöustu viku. Edwyn Coll ins er ekki nýr í tónlistarbrans- anum því hann var áður í hljóm- sveitinni Orange Juice sem gerði það gott upp úr 1980. Margir hafa líkt Edwyn við ekki ófrægari menn en David Bowie. Nýtt Lagið Engu er að kvíða úr söng- leiknum Superstar, sem nú er verið að sýna í Borgarleikhúsinu við góðar undirtektir, kemur nýtt inn á listann þessa vikuna og lendir í 4. sæti. Það er söngkon- an Guðrún Gunnarsdóttir sem flytur lagið en hún fer með hlut- verk Maríu Magdalenu í söng- leiknum. Efnileg söngkona þar á ferð sem vonandi á eftir að heyr- ast meira frá. Hástökk Hástökk vikunnar er lagið Scatman’s World með söngvaran- um Scatman John. Lagið er búiö að vera í tvær vikur á listanum, var í 24. sæti í síðustu viku en er nú komið í 9. sæti. Lagið er af samnefndri plötu sem kom í verslanir hér á landi fyrir skömmu. Það veröur gaman að sjá hvort lagið, sem á nú kannski ekki upp á pallborðið hjá öllum, kemst ofar á listann næstu vik- urnar. Lengi lifir í gömlum glæðum Gömlu brýnin í Greatfúl Dead eru enn að gera allt vitlaust vest- anhafs þótt ætla mætti að aðdá- endur þeirra væru flestir komn- ir af léttasta skeiði. Þannig urðu þeir á dögunum að aflýsa öðrum tónleikum af tvenniun í Indiana eftir að aðdáendur höfðu gengið af göflunum á þeim fyrri. Varð að kalla til lögreglu og dugði ekkert minna en óeirðalögregla með hunda, táragas og tilheyrandi. Scott Wei- land sleppur Allar líkur eru á að Scott Wei- land, söngvari Stone Temple Pi- lots, sleppi við fangelsisvist þrátt fyrir að hafa verið tekinn með heróín og kókaín’í fórum sínum. Skýringuna er að hluta til að fmna í muninum á Jóni og Jóni poppstjömu en til að losna við dóm verður Weiland að gangast undir meðferð vegna eiturlyfja- fiknar af fúsum og frjálsum vilja. A SIJMU 14.00 v ) 8 j jf r G! III I TIM T¥ 11' 1 é> 11 i jl i 1111 n i\ ii, • i & 4i 3Ö.7. 95 “ 5.3. 95 ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á USTANUM TOPÍ* 4® G> 7 2 -1VIKANR. 1- A GIRL LIKE YOU EDWYN COLLINS 2 2 1 6 HOLD ME, THRILL ME, KISS ME, KILL ME U2 3 1 5 3 IT'S OH SO QUIET BJÖRK o> 1 — NÝTT Á LISTA — ENGU ER AÐ KVÍÐA ÚR SUPERSTAR NÝTT G> 10 - 2 BOOM BOOM BOOM OUTHERE BROTHERS 6 14 - 2 '74-'75 CONNELS 7 3 9 3 SÖNGUR HERÓDESAR ÚR SUPERSTAR 8 4 2 5 COME OUT AND PLAY OFFSPRING OL 24 2 ••• HÁSTÖKK VIKUNNAR ••• SCATMAN'S WORLD SCATMAN JOHN Cip) 17 19 5 l'LL BE THERE FOR YOU THE REMBRANTS 11 5 3 8 THIS AINT A LOVE SONG BON JOVI ra NÝTT 1 VILLIDÝR SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 13 6 8 5 I DONT BELIEVE YOU CIGARETTE Í14> 22 26 5 ALL IT TAKES HANNE BOEL 15 12 10 6 THINK OF YOU WHIGFIELD GS> NÝTT 1 WATERFALLS TLC 17 8 6 8 SÖKNUÐUR SIXTIES Cð> 20 21 3 SOMEWHERE SOMEHOW WET WET WET 19 9 4 7 END OF THE CENTURY BLUR (2Q) 21 - 2 IN THE SUMMERTIME SHAGGY d$ 22 (2> NÝTT 1 SAY IT AIN'T SO WEEZER 11 11 5 DECEIVED IN BLOOM 1 SEARCH FOR THE HERO M PEOPLE 24 15 13 5 FANNFERGI HUGANS SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 25 18 23 3 KORRIRÓ AGGI SLÆ & TAMLASVEITIN 26 1 SOMETHING FOR THE PAIN BON JOVI 27 16 17 6 IF YOU ONLY LET ME IN MN8 (3) 32 - 2 HUMAN NATURE MADONNA (2S> 1 BEST OF BYLTING 30 (3 19J 12 5 EVERYBODY'S GOT TO LEARN SOMETIMES BABY D. NÝTT 1 AFTER THIS LOVE IS GORTE EDDIE MONEY (32> 34 - 2 NETFANGIN (REMIX) SÁLIN HANS JÓNS MÍNS (B 36 - 2 HOLD MY BODY TIGHT EAST 17 34 23 14 7 WHEREVER WOULD I BE D. SPRINGFIELD/D. HALL (35) (35) NÝTTí 1 KEEP ON MOVING BOB MARLEY NÝTTj 1 SHY GUY DIANA KING (32) (35> (39) 39 2 ALL I WANT EKIN NÝTTÍ NÝTT NÝTT 1 HERE FOR YOU FIREHOUSE 1 WHY DON'T YOU, WHY DON'T I ERIC GADD 1 A DAT IN YOUR LIFE MATT BIANCO Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Co/a á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DV i hverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 3Sára aföllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 a sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, I textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt í vali “World Chart" sem framleiddur er af Radip Express I Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. Yfirumsjón með skoöanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón meö framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnin Jón Axel Ólafsson Def Jam fær það óþvegið Chuck D, forystusauður hljóm- sveitarinnar Public Enemy, kom rækilega á óvart á dögunum þeg- ar hann úthúðaði opinberlega æðstu mönnum hljómplötufyrir- tækisins Def Jam, sem gefúr út plötm- Public Enemy. Kallaði hann þá drullusokka og annað þaðan af verra og sagðist eiga þá ósk heitasta að þeir losuðu sig undan samningi við þá þar sem þeir væru ekkert nema dragbít- ar á listrænan þroska sinn. í framhaldi af þessum ummælum er talið að dagar Public Enemy séu brátt á enda. Courtney Love í kýlingum Courtney Love heldur áfram að tryggja sér fasta umfjöllun í þessum dálkiun og að þessu sinni kemst hún í fréttir fyrir árás á Kathleen Hanna, söngkonu hljómsveitarinnar Bikini Kill. Þær stallsystur komu báðar fram á Lollapalooza tónleikum í Was- hington en eitthvað samdi þeim Ola og eftir að hafa sent hvor annarri tóninn létu þær hendur skipta og reyndist Hanna hafa betur því daginn eftir var Love ófær um að leika á gítarinn sinn vegna sáraumbúða á handlegg. Engu að síður hefúr Hanna kært Love fýrir líkamsárás þótt vöm- in hafi greinUega lukkast vel. Ég fer í fríið Sumarfri Marks Keds, gítar- leikara hljómsveitarinnar Sens- less Things, hefur sett ailt á ann- an endann, bæði fyrir Sensless Things og hljómsveitina The WUdehearts. Málið snýst um það að Keds er að hætta í Sensless Things og ætlar aö ganga tU liðs við The WUdehearts. Áttu býttin að eiga sér stað á Phoenix-tón- leikahátíðinni þar sem Keds ætl- aði fyrst að leika á kveðjutónleik- um með Sensless Things og því næst að leika á fyrstu tónleikum sínum með The WUdehearts. Að undanfomu hefur Keds verið á tónleikaferð með Sensless Things í Japan en ákvað svo að skeUa sér í frí og hefur ekkert heyrst tU hans síðan. Fyrir vikið hafa æf- ingar með The WUdehearts farið í vaskinn og fór svo að báðar hljómsveitimar neyddust tU að aflýsa þátttöku í Phoenix-tón- leikahátíðinni auk annarra tón- leika. Bassaleikari The Wilde- hearts hefur sagt að sumarfríið góða muni kosta Keds stöðu hans í hljómsveitinni. Plötufréttir Chuck D, liðsmaður Public Enemy, er með sólóplötu í smíöum og hefur hann látiö þau boð út ganga að platan sé væntanleg á markað í janúar á næsta ári. . . Tha FaU er hins vegar tUbúin meö nýja tvöfalda plötu sem inni- heldur nýlegar Mjómleikaupptök- ur . . . Og fregnir herma að hin gamalkunna sveit OMD sé komin í hljóðver eftir nokkurt hlé ... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.