Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 Fréttir Óvissa hvort loðnubræðsla Vestdalsmjöls verður áfram á Seyðisfirði: Spenningur víða fyrir að fá loðnubræðsluna - lóðir boðnar á Djúpavogi, Eskifirði og Húsavík - segir Pétur Kjartansson aðaleigandi Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að önnur sveitarfélög hafl borið víumar í fyrirtækið og Seyðisfjarð- arbær hafi boðið eiganda fyrirtækis- ins til viðræðna vegna umsóknar hans um nýja lóð undir reksturinn. „Fyrirtækið sótti um nýja lóð und- ir rekstur sinn og við óskuðum í framhaldi þess eftir viðræðum rnn það mál,“ segir Þorvaldur. Sú ákvörðun bæjarins að selja hlut sinn í fyrirtækinu vekur nokkra undrun í því ljósi að bærinn lagöi mikla áherslu á að koma rekstrinum á koppinn. Þorvaldur segir ástæðu þess að bærinn ákvað að selja sinn hlut í fyrirtækinu vera þá að óvissa sé um rekstur þess eftir að snjóflóðið skemmdi húsakost verksmiðjunnar. „Það ríkir mjög mikil óvissa um þennan rekstur og þar er um að ræða hvemig fer með bótatjón. Við fltum svo á að úr því sú staða kom upp að við gátum selt okkar hlut í verk- smiðjunni þá fannst okkur, með til- flti til ávöxtunar á þessu hlutafé, hárrétt að selja,“ segir Þorvaldur. -rt „Það flggur fyrir að það verður að flytja verksmiðjuna þaðan sem hún er og viö höfum ekki lóð enn þá á Seyðisfirði. Þetta er allt í skoðun en okkur hafa verið boðnar lóðir á Djúpavogi, Húsavík og Eskifirði," segir Pétur Kjartansson, fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Svans hf. sem á og rekur Vestdalsmjöl hf. á Seyðisfirði. Loðnuverksmiðja Vestdalsmjöls lenti í siyóflóði í fyrravetur þar sém miklar skemmdir urðu. Ekki er mögulegt aö byggja hana upp aftur á sama stað vegna snjóflóðahættunn- ar. Pétur Kjartansson keypti nýlega upp hlut Seyðisfjarðarbæjar í Vest- dalsmjöli og fer nú með um 80 pró- sent hlutafjár og getur því staðsett verksmiðjuna þar sem honum þykir best henta. „Það er klárlega spenningur fyrir því að fá verksmiöjuna. Það er ekki æskilegt að þurfa að láta hana standa þarna í vetur. Máflö snýst um það að ekki verður brætt i verksmiðjunni í vetur þegar snjóflóðahætta verð- ur,“ segir Pétur. Loðnuverksmiðja Vestdalsmjöls á Seyðisfirði stórskemmdist í snjóflóði í vetur. Nú er óljóst hvort verksmiðjan verður endurreist á Seyðisfirði og nokkur byggðarlög hafa sýnt áhuga á að fá hana til sín. DV-mynd Jóhann Hjá Vestdalsmjöli hafa starfað allt að 15 manns þegar vertíðin er í full- um gangi. Eftir þvi sem næst verður komist er um aö ræða 10 heilsárs- störf. Þama er því um verulega hags- muni að ræða fyrir lítið bæjarfélag. Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, sagði í samtali við DV: „Þama eru allmörg ársstörf og þetta er fltið byggöarlag. Það munar því verulega um að missa svona fyr- irtæki úr rekstri,“ segir Þorvaldur. Miðasölumál HM ’95: Halldór kærður til RLR Stuttar fréttir Kvótinn 80 milljarðar Heildarverðmæti úthlutaðs kvóta á næsta fiskveiðiári er um 80 milljarðar króna. Útgérðir í Reykjavík eru með mest verð- mæti í úthlutuðum kvóta, eða rúma 7 mifljarða. Viðskiptablaðiö greinir frá þessu. Bankamirgræða Afkoma viðskiptabanka og sparisjóða batnaði verulega á síð- asta ári, miðað við 2 ár þar á undan. I heildina varö 748 millj- óna króna hagnaður í fyrra af rekstri banka og sparisjóöa eftir skatt. RÚV greindi frá þessu. Þýskt-íslenskt verslunarráð verður sett á laggirnar í október. Skv. Viðskiptablaðinu hafa nú þegar 32 þýsk fyrirtæki og 29 is- lensk skráö sig sem stoftiendur. Nýsjónvarpsstöð? Góðar líkur eru á að ný sjón- varpsstöð, undir nafninu ís- lenska sjónvarpið, hefji rekstur eftir nokkrar vikur. Áformaö er að senda út á örbylgju á höfuð- borgarsvæðinu og selja myndefn- iö í áskrift í gegnum myndlykla. Sjónvarpið greindi frá þessu. Milljónír úr Smugunni Mánabergið frá Ólafsfirði er á leið heim úr Smugunni með tæp 340 tonn af frystum flökum. Afla- verðmætið er ura 80 milljónir. Skv. RÚV er þetta mesti affl ís- lensks skips í Smugunni sem frést hefur af á vertíðinni. SkrtaíHúnaþingi Bráðsmitandi veiruskitufarald- ur gengur í Húnaþingi. Skv. RÚV hefur nyt dottið úr kúm og er hætt við aö margir bændur fylfi ekki mjólkurkvótann sinn. Skógur kynntur Jafnaskarðsskógur víð Hreða- vatn var kynntur almenningi á dögimum sem útivistarsvæði. Sjónvarpiðgreindifrá. -kaa Framkvæmdanefnd heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik kæröi í gær Halldór Jóhannsson, umsjónarmann miðasölu keppninn- ar, á þeim forsendum að 20 milljónir króna úr uppgjörinu hefðu ekki skil- að sér. Samkomulag var um að Hall- dór leggði innkomu af miöasölunni inn á bankareikning og dæmið yrði gert upp að loknu mótinu. Halda nefndarmenn því fram að þetta hafi verið gert framan af en 20 milljónir króna séu enn ógreiddar. Nú er ljóst að bæjarstjórn Akur- „Að maður skuli vera sýknaður af nauðgunarákæru þar sem ekki hafi sést nógu miklir áverkar á fórnar- lambi sýnir algjört skilningsleysi dómsvalda á viðbrögðum einstakl- inga sem verða fyrir árás af þessum toga. Það er gert ráð fyrir að fómar- lamb sýni eðlileg viðbrögö við eins eyrar hyggst ekki standa skil á allt að 20 milljóna ábyrgð, sem bæjar- stjóm samþykkti, fyrr en Halldór hefur verið lýstur gjaldþrota. „Uppgjör að miðasölunni liggur nokkurn veginn fyrir og það er ljóst að miðar seldust fyrir aðeins um 100 milljónir króna. Halldór Jóhannsson skuldbatt sig í þessu dæmi og Akur- eyrarbær tók bæjarábyrgð upp á 20 mifljónir. Við komum ekki til með að þurfa að borga fyrr en Halldór hefur verið lýstur gjaldþrota og því er þetta ekki skuld hjá okkur, alla óeðlilegum aðstæðum og nauðgun- arárás er,“ ségir Áshildur Bragadótt- ir, starfskona Stígamóta. Eins og greint var frá í DV sl. laug- ardag var rúmlega tvítugur maður sýknaður fyrir Héraðsdómi af ákæm um að hafa nauðgað 19 ára stúlku í Reykjavík 18. febrúar sl. Maðurinn vega ekki ennþá. Þetta á eftir að koma betur í ljós næstu daga og ég vona eins og fleiri að þetta endi á farsælan hátt,“ sagöi Baldur Dýr- fjörð, bæjarlögmaður Akureyrar- bæjar, við DV í gær, aðspurður um miðasölumáflö á HM’95 og ábyrgöina sem Akureyrarbær tók. Eins og kom fram í viðtali við Hall- dór Jóhannsson í DV í gær voru for- sendur allt aðrar í upphafi þegar hann tók að sér miöasöluna heldur en síðan reyndist vera. Halldór mun vera að reyna að semja við ákveöna var ákærður fyrir að hafa þröngvað stúlkunni til holdlegs samræðis. í ljósi þess aö ákærði neitaöi ávallt að hafa beitt ofbeldi og stúlkan bar á sama veg og ótvíræö merki um of- beldi fundust hvorki á líkama henn- ar, fatnaði né á vettvangi þá var maðurinn sýknaður af ákærunni, en eins og hún var úr garði gerð komu aðrar sakir ekki til álita í máflnu. „Yfirleitt er það svo að maður ætlar sér að bregðast viö með ákveðnum hætti verði maður fyrir árás - beij- ast með kjafti og klóm. Staðreyndin er sú aö margar konur, sem leitað hafa til okkar, segja að þegar þær hafa komist í þessa aöstööu þá geti þær ekki sýnt þau viöbrögð sem telj- ast eðlileg viö svona aðstæður og þeim finnst þær þurfa aö sýna. Þegar ógnin stendur þeim svona nærri þá bregðast þeim cdlar varnir. Það hugs- ar enginn rökrétt undir kringum- stæðum sem þessum - óttinn og hræðslan taka öll völd,“ segir Áshild- ur. aöila, þ.á m. HSI, en heildaruppgjör mun væntanlega flggja fyrir á næstu dögum. „Það voru bundnar miklar vonir við þetta í upphafi og það voru fleiri en Halldór og Akureyringar sem voru bjartsýnir. Það er auðvitað allt- af umdeild ákvörðun þegar bæjar- stjóm tekur að sér ábyrgð sem þessa en ég held að það sé ekki vegið að okkur fyrir vikið. Margar forsendur brugðust í þessu öllu saman og við því er í sjálfu sér ekkert að gera,“ sagði Baldur. Hún segist óttast að sú þróun sé að eiga sér stað hjá dómstólum að augljósir og alvarlegir líkamlegir áverkar verði að vera til staðar hjá fómarlömbum nauðgunar til að hægt sé að sanna að afbrot hafi verið framið. Fyrir nokkmm árum settu Stíga- mótakonur fram hugmynd sem þær kölluðu öfuga sönnunarbyrði, það er að ákærðir nauðgarar þyrftu að sanna aö þeir hefðu ekki verið að verki, ólíkt því sem er í dag þar sem meint fómarlömb þurfi að sanna að þeim hafi verið nauögað. „Með því að benda á þessa leið vor- um við jafnframt að segja að til væru margar aðrar leiðir en endilega sú leið sem farin hefur verið. Við vorum í raun að biðja um að þessi mál væru skoðuö og endurmetin, hvort það væri mögulegt að sönnunarbyrðin lægi ekki eingöngu hjá þolanda. Hún eða hann - því við vitum aö körlum er líka nauðgað - er aðalvitni í eigin máfl.“ -pp Stígamótakonur um sýknudóm héraðsdóms í nauðgunarmáli: Algjört skilningsleysi dómsvalda - ekki til eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.