Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1996, Blaðsíða 26
26 tónlist LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 1996 13"V Topplag í síðustu viku náði lagið Sick and Tired með sænsku hljóm- sveitinni Cardigans fyrsta sæti íslenska listans. Þetta er annað lagið sem Cardigans eiga á ís- lenska listanum en i haust komst lagið Carneval inn á list- ann. Meðlimir hljómsveitarinn- ar eru mjög ungir en þeir urðu fyrst frægir í Japan og Bretlandi áður en þeir nutu hylli landa sinna. Hástökkið Hæsta nýja lag síðustu viku er með japanskri hljómsveit, Pizzicato Five, og heitir Happy Sad. Þau syngja bæði á ensku og japönsku. Um er að ræða sveit- ina sem fyrst söng lagið I sem Emiliana Torrini gerði frægt hér á landi. Hæsta nýja lagið Lagið Hook með hljómsveit- inni Blues Traveler er nýtt á list- anum núna en það var einnig á listanum fyrir jól. Hook er í 27. sæti þessa vikuna. Það er ekki oft að lög koma tvis var á listann. Það nær að koma aftur inn á list- ann vegna aukinnar útvarps- spilunar. ' , • Pilatus barinn Heldur er ástandið orðið bágt hjá Rob Pilatus, öðrum þokka- piltanna sem drógu dægurlaga- heiminn á asnaeyrunum hér um árið undir nafninu Milli Vanilli. Á dögunum var hann staðinn að því að brjótast inn i bíl í Los Angeles og illu heilli fyrir Pilat- us var það eigandi búsins sem sá til hans. Stökk hann til með barefli i hönd og bankaði „söngvarann" svo duglega að hann var spítalamatur á eftir. Ekki var þó um stórvægileg meiðsl að ræða og var Pilatusi stungið inn eftir saumaskap en síðan sleppt lausum gegn trygg- ingu. Beach Boys enn að Gömlu brýnin í Beach Boys hafa verið á ferð um Bretland að undanförnu rosknum poppur- um til mikillar ánægju. Ferðin varð þó hálfendaslepp því Brian Wilson gafst upp i miðjum klíð- um eins og svo oft áður og fór heim til Kaliforníu. Að sögn talsmanna sveitarinnar var þreytu um að kenna en Brian Wilson hefur verið sjúklingur um langt árabil og tiltölulega stutt síðan hann fór að koma fram á ný með hinum stranda- strákunum. íboði á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00 T C JLj hUÍ P 1\T Q T7 £j JL S í JLVi I L 1» >A|> viku u a 1 " U V I U ■ Uf O 1 | ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM r 4 I a if . M ...2. VIKA NR. 1... 1 1 5 4 | SICK AND TIRED CARDIGANS 2 2 4 5 ONEOFUS JOAN OSBORNE 3 3 6 5 1979 SMASHING PUMKINS o 7 9 3 | DON'T LOOK BACK IN ANGER OASIS O) 6 8 4 DON'T CRY SEAL 6 5 2 7 DISCO 2000 PULP G) 11 17 4 SPACEMAN BABYLON ZOO (3) 12 18 3 MINNING VALGERÐUR GUÐNADÓTTIR 9 9 11 5 TIME HOOTIE & THE BLOWFISH 10 10 10 7 | I THINK OF ANGELS KK & ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR GlD 15 12 4 | CANCION DEL MARIACHI LOS LOBOS & ANTONIO BANDERAS 12 4 1 9 | EARTHSONG MICHAEL JACKSON 13 8 7 3 | QUEER GARBAGE 14 14 13 9 | FATHER AND SON BOYZONE ... HÁSTÖKK VIKUNNAR... (js) 39 _ 2 HAPPYSAD PIZZICATO FIVE (16) 17 - 2 IF YOU WANNA PARTY MOLELLA & OUTHERE BROTHERS © 22 32 3 LET ME LIVE QUEEN 20 24 5 WONDERWALL MIKE FLOWERS POPS Qs) 26 - 2 GOT MY SELF TOGETHER BUCKETHEADS 20 18 20 11 EYES OF BLUE PAULCARRACK 21 13 3 7 BULLET WITH BUTTERFLY WINGS SMASHING PUMPKINS (5) 24 30 4 SOMETHIN' STUPID ALI CAMPBELL GD 30 - 2 SITTIN' UP IN MY ROOM BRANDY 24 16 21 7 I DON'T WANT TO BE A STAR CORONA s> 32 - 2 SPIRITS IN THE MATERIAL WORLD PATO BANTON & STING 26 36 _ 2 NEVER NEVER LOVE SIMPLY RED 1 ...NÝTTÁUSTA... 27 N VTT HOOK BLUES TRAVELER 28 19 19 4 RIDIN' LOW L.A.D. & DARVY TRAYLOR 29 28 31 9 GOOD INTENTION TOAD THE WET SPROCKET 30 40 - 2 DON'T HIDE YOUR LOVE REMBRANTS 31 31 - 2 TELLME GROOVE THEORY 32 33 36 3 GET TOGETHER BIG MOUNTAIN HU NÝTT 1 LET'S PUSH IT NIGHTCRAWLERS 34 34 - 2 WORLD I KNOW COLLECTIVE SOUL 35 35 40 3 NAME GOO GOO DOLLS HH N YTT 1 LIVING ON A DREAM RIGHT SAID FRED I 37 i 21 14 6 EVERYBODY BE SOMEBODY RUFFNECK m N YTT 1 LET IT FLOW TONI BRAXTON l 39 | 27 27 6 HEY LOVER LL COOLJ m N ÝTT 1 CUMBERSOME SEVEN MARY THREE Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DV og Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmd af markaðsdeild DV i hverri viku. Fjöldi svarenda erá bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára aföllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi í DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandaríska tónlistarblaðinu Billboard. Gabrielle stungið inn Breska söngkonan Gabrielle var handtekin fyrir skemmstu í tengslum við morð á 59 ára göml- um manni í London. Lögreglan segir hana þó ekki grunaða um aðild að morðinu en hins vegar sé sambýlismaður hennar og stjúpsonur fórnarlambsins grun- aður um verknaðinn ásamt öðr- um. Smashing Pumpkins + Courtney Love? Heyrst hefur að Courtney Love og hljómsveitin Smashing Pump- kins hafi í hyggju að hljóðrita saman efni í náinni framtíð. Love dúkkaði upp á dögunum á tón- leikum Smashing Pumpkins í Los Angeles og dreif sig upp á svið áheyrendum til óblandinnar ánægju. Talsmenn Smashing Pumpkins segja að báðir aðilar hafi lýst yfir áhuga á samstarfi en óvíst er hvenær getur af því orðið. Fela Kuti fangelsaður Nígeríski tónlistarmaðurinn Fela Kuti var handtekinn á heim- ili sínu í Lagos í Nígeríu fyrir skemmstu og er að sögn lögfræð- ings hans grunaður um ólöglega meðferð eiturlyfja. Lögfræðing- urinn telur þá ásökun hreinasta yfirvarp því Kuti hefur lengi ver- ið þyrnir í augum herforingj- anna, sem stjórna Nígeríu, fyrir beinskeytta ádeilu á stjómarfar- ið í landinu. Og miðað við hvern- ig farið er með pólitíska andstæð- inga herforingjaklíkunnar óttast lögfræðingurinn hið versta. Plötufréttir Hljómsveitin Stereolab er að ljúka við frágang á nýrri plötu sem stendur til að komi út í næsta mánuði. Á gripurinn að heita Emperor Tomato Ketchup! . . .Gömlu rokkhundarnir 1 Status Quo hafa haft hægt um sig um nokkra hríð en lengi lifir í gömí- um glæðum og ný plata var að koma út en á henni er meðal ann- ars að finna nýja útgáfu af gamla Beach Boys laginu Fun Fun Fun og það eru engir aðrir en stranda- strákarnir sjálfir sem aðstoða Francis Rossi og félaga viö flutn- inginn. . . Og stórsveitin Sound- garden er langt komin með upp- tökur á nýrri plötu sem hefur vinnuheitið 1 Infamous Sports Biography... -SþS- Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og (var Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.