Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 2
N Fréttir MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 DV Sjávarútvegsráðuneytið neitaði erlendum frystitogara um afgreiðslu í Reykjavík í gær: Kemur í veg fýrir tug milljóna króna viðskipti - segir talsmaður Hampiðjunnar - ætluðum að verja 135 þúsund dollurum hér, segir skipstjórinn Sjávarútvegsráðuneytið neitaði í gær togaranum Heather Sea um leyfi til að koma inn í Reykjavíkur- höfn til að fá fyrirgreiðslu Hampiðj- unnar og fleiri þjónustufyrirtækja. Til stóð að kaupa m.a. risatroll til veiða á úthafskcúfa út af Reykjanes- hrygg. Heather Sea hafði beðið eftir afgreiðslu á ytri höfn Reykjavíkur frá því á föstudag og sigldi hann í burtu laust fyrir klukkan átta i gær- kvöldi þegar niðurstaða íslenskra stjórnvalda lá fyrir. Haraldur Árnason, talsmaður Hampiðjunnar, sagði í samtali við DV að þessi afstaða þýddi að fyrir- tækið tapaði um 20 milljóna króna viðskiptum vegna þessa tiltekna skips og gert hefði verið ráð fyrir að grundvöllur yrði fyrir afgreiðslu ís- lenskra þjónustufyrirtækja á fleiri skipum hér í sömu erindum. Því væru tugir og jafnvel hundruð millj- ónir króna að tapast með þessari af- stöðu íslenskra sfjórnvalda. „Við erum mjög reiðir. Við ætluð- um að kaupa hér veiðarfæri og ann- að fyrir 135 þúsund Bandaríkja- dali,“ sagði skipstjórinn á Heather Sea í samtali við DV skömmu fyrir brottför í gærkvöldi. Heather Sea er 1.907 brúttólestir að stærð og gerður út af hálfu fyrir- tækis í Seattle í Bandaríkjunum en er skráður á Marshalleyjum í Karí- bahafmu. Haraldur hjá Hampiðjunni sagði að staðið hefði til að afgreiða eitt troll í togarann nú og annað siðar. Björn Gunnarsson hjá Þorvaldi Jónssyni skipamiðlara hf. sagði í samtali við DV að skipinu hefði ver- ið neitað um afgreiðslu á grundvelli laga um ásókn erlendra fiskiskipa í Togarinn Heather Sea á ytri höfn Reykjavíkur í gærkvöldi skömmu fyrir brott- för um það leyti sem fyrir lá aö hann yrði ekki afgreiddur hér. DV-mynd/rt sameiginlega fiskistofna umhverfis koma í veg fyrir viðskipti," sagði ísland. „Þetta er ekkert annað en að Bjöm. Hann sagði þessa afstöðu undarlega með hliðsjón af veiðum íslendinga í Smugunni og við Flæm- ingjagrunn. Bjöm sagði jafnframt að auk viðskipta við Hampiðjuna hefði einnig átt að afgreiða olíu og kost um borð 1 togarann auk þess sem viðgerð var nauðsynleg á spil- búnaði. í tilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu segir að öðrum þjóðum en þeim sem náðu samkomulagi á aukafundi Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðiráðsins í London nýlega um skiptingu heildarafla á út- hafskarfa á Reykjaneshrygg sé ekki heimilt að leita hér hafnar - nema til þess að fá neyðarþjónustu. Lönd- un afla, kaup á vistum og þjónustu og mannaskipti sé þvi þessum skip- um óheimil. -Ótt Alþingi kemur aftur saman í dag Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskahlé. Nokkur stór átaka- mál bíða afgreiðslu Alþingis þennan mánuð sem það á eftir að starfa samkvæmt áætlun. Strax á morgun, fimmtudag, kem- ur eitt þessara mála á dagskrá en það er fyrsta umræða um fjár- magnstekjuskatt. Hin stórmálin sem bíða eru frumvörpin um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, stéttarfélög og vinnudeilur, at- vinnuleysistryggingasjóð, lífeyris- mál og flutning grunnskóla yfir tO sveitarfélaganna. -S.dór Tekinn með amfetamín Maður um þrítugt var handtek- inn í Reykjavík í gærkvöldi eftir að á honum fannst töluvert magn af fíkniefnum. Um er að ræða 12 til 14 grömm af amfetamíni. -sv Fjölmennur fundur austfirskra útvegsmanna var haldinn á Reyðarfirði í gær með þingmönnum Austurlands og Þor- steini Pálssyni sjávarútvegsráðherra. Tilefni fundarins var samkomulag ráðherrans við smábátasjómenn um stjórn- un veiða þeirra næstu árin. í ályktun fundarins segir m.a.: „Fundurinn telur að engin haldbær rök, né sanngirni, rétt- læti það hróplega ranglæti sem samkomulagið felur í sér.“ Þorsteinn og þingmennirnir harðneituðu þeim kröfum að frumvarp um stjórnun veiða smábáta verði dregið til baka. DV-mynd Emil Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. * Jj /Ve/ 2j r ö d d FOLKSINS 904-1600 Á að auka þorskkvótan? NIÐURSTAÐA 1 ■ Á að lögbinda 80 þús. kr. lágmarksiaun? J ö d d FÓLKSINS 904-1600 Blackpool-danskeppnin: Frábær íslenskra Blackpool-danskeppnin er oft kölluð óopinbert heimsmeistaramót sökum fjöldans af alþjóðlegum danspörum sem taka þar þátt. Keppnin stendur yfir frá mánudeg- inum 6. apríl til laugardagsins 13. apríl. Mánudaginn 8. apríl var keppt í cha-cha-cha fyrir börn yngri en 12 ára. Þar náði dansparið Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórs- dóttir sérlega góðum árangri og sigraði í þessum riðli. Einnig komust Guðni Rúnar Kristinsson og Helga Dögg Helgadóttir í undanúr- slit. 100 pör hófu keppni. Þriðjudaginn 9. april var keppt í sömbu í riðlum 12—16 ára. 211 dan- spör hófu keppni og á 8 klukku- stundum var skorið niöur í 7 para úrslit. í þeim úrslitum áttu íslend- ingar 3 danspör. Brynjar Þorleifs- son og Sesselja Sigurðardóttir stóðu uppi sem sigurvegarar, Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Haraldsdótt- ir urðu í 2. sæti og Benedikt Einars- árangur danspara Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir eru meðal keppenda f Blackpool-keppninni. DV-mynd TJ son og Berglind Ingvarsdóttir náðu 4. sæti. Sannarlega glæsilegur ár- angur. Einnig var keppt í cha-cha- cha og rúmbu í aldursflokknum 12-13 ára. Þar hófu 72 pör keppni. Snorri Engilbertsson og Doris Ósk Guðjónsdóttir náðu góðum árangri og lentu í 7. sæti í 8 para úrslitum. Stuttar fréttir Riða úr heymaurum Sigurður Sigurðarson yfir- dýralæknir og bandarískir vís- indamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að heymaurar geti valdið riðuveiki. Samkvæmt RÚV er þar með fundin skýring á því af hverju riða tekur sig upp aftur og aftur á sömu bæjum. Verkfall boðað Sjómannafélag Reykjavíkur hefur boðað verkfall á vélarvana skipi sem legið hefur í Vest- mannaeyjahöfn þar sem skip- verjar eru ekki í félaginu. RÚV greindi frá þessu. Sendifulltrúi óhultur Vegna frétta af átökum i höf- uðborg Líberíu vill Rauði kross íslands koma því á framfæri að sendifulltrúi félagsins, Ingvar Ásgeirsson, er ekki í hættu vegna átakanna. Mæling cndurtekin Endurtaka þarf mótefnamæl- ingu gegn alnæmisveirunni á 5- 600 blóðgjöfum sem komiö hafa til Ejórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri í vetur. Ástæðan er að mælingin, svokallað Abbott-próf, í öðrum löndum hefur ekki reynst áreiðanleg. Stöð 3 með fegurðina Stöð 3 hefur náð samningi við Ólaf Laufdal um einkarétt á beinni útsendingu frá úrslita- kvöldi Fegurðarsamkeppni ís- lands 24. maí nk. MTV-sjón- varpsstöðin hefúr sýnt keppn- inni áhuga. Varaforseti frá Kína Fyrsti varaforseti kinverska þingsins er í heimsókn á íslandi þessa dagana í boði Ólafs G. Ein í veislum Vegna óveðursins á Suður- landi um páskana eru dæmi um að fermingarböm hafi setið ein að veislu ásamt foreldrum sín- um. Þetta kom fram í Tímanum. Hagnaður hjá KS Kaupfélag Skagfiröinga, KS, hagnaðist um 20 milljónir króna á síðasta ári. Ef rekstur dótturfé- laga er tekinn með í reikninginn nam hagnaðurinn 135 milljónum króna,- -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.