Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 15. APRIL 1996
27
I>V
íþróttir
Deildarbikar
A-riðill:
ÍA        4  3  10  24-5  10
Stjarnan    4  3  10  21-7  10
Skallagr.    4  3  0  1   10-3   9
Ægir       4  10  3  5-11   3
BÍ         3  10  2   2-19  3
Selfoss     4  0  0  4   1-17  0
B-riðill:
FH        5  5  0  0  18-2  15
Valur     5  4  0  1   17-3  12
Völsungur  4  0  0  4   1-12   0
Dalvík     4  0  0  4   2-21   0
C-riðill:
ÍBV       4  4  0  0  16-1  12
lR         4  2  2  0  10-5   8
Haukar     4  112   2-7   4
TindastóII   4  11  2   4-11   4
HK        4  10  3   6-83
KA      -  4  1  0  3   3-9   3
D-riðill:
Fylkir      4  4  0  0   11-2  12
Leiítur     4  3  0  1  18-2   9
ÞrótturR.   4  21  1   12-6   7
ÞrótturN.   4  1  0  3  6-12   3
Höttur     4  10  3  4-18   3
Léttir      4  0  13   1-14   1
E-riðill:
Fram      3  3  0  0   7-2   9
Grindavík   3  2  10  10-5   7
VíkingurR.  4  2  0  2   3-3   6
Viðir      3  10  2   4-4   3
Grótta     3  10  2   4-8   3
Sindri      4  0  13   3-9   1
Friðill:
Breiðablik   4  4  0  0  24-2  12
LeiknirR.   4  3  0  1-7-5   9
Keflavík    4  2  0  2   9-5   6
ÞórAk.     4  2  0  2   8-86
ReynirS.   4  10  4   5-18  3
KS        4  0  0  4   3-18  0
ítalía
Úrslit í 1. deild:
Atalanta-Cagliari...........3-0
Bari-Cremonese............2-1
Inter-Padova..............8-2
Lazio-Parma..............2-1
Napoli-Milan ..............0-1
Piacenza-Torino  ...........1-0
Udinese-Fiorentina.........1-0
Viacenza-Roma............2-1
Juventus-Samdoria.........0-3
Staðan:
Milan     30 19  9  2  49-18  66
Juventus   30 17  6  7  51-30  57
Fiorentina  30 15  8  7  49-34  53
Inter  -    30 14  8  8  47-27  50
Lazio      30 14  7  9  57-34  49
Parma     30 13 10  7  39-28  49
Roma     30 13  9  8  40-30  48
Sampdoria  30 13  8  9  51-41  47
Viacenza   30 13  8  9  33-31  47
Udinese    30 10  7  13  35-11  37
Atalanta   30 10  6  14  34-45  36
Napoli     30  8 11  11  24-35  35
Cagliari    30  9  7  14  29-45  34
Piacenza   30  8  8  14  27-47  32
Bari      30  7  7  16  42-61  28
Cremonese 30  5 10  15  3548  25
Torinio    30  5 10  15  2642  25
Padova    30  6  3  21  37-68  21
Holland
Ajax sigraði Waalwijk, 1-0, í 1.
deild í gær. Ajax hefur 76 stig í
efsta sæti og PSV 71 stig í öðru
sæti. Feyenoord, sem er í þriöja
sæti með 54 stig, sigraði Denvet-
er, 0-3.
Club Brugge
meistari
í Belgiu
Club Brugge varð í gær
belgískur meistari þegar liðið
sigraði Lierse, 2-1. Anderlecht,
sem sigraði Standard, 2-1, getur
ekki náð ¦ Club Brugge þegar
þremur umferðum er ólokið í
deildinni.              -JKS
Valsmenn unnu góðan sigur á 2. deildar liði Völsungs á Ásvöllum á laugardaginn var. Arnljótur Davíðsson leikur hér
með knöttinn en hann skoraði eitt marka Valsmanna í leiknum. Valur vann síðan Dalvík í gær. DV-mynd GS
Deildabikarinn í knattspyrnu:
Fylkir, Blikar, IBV, FH
og Fram með fullt hús
Línur eru farnar að skýrast í
riðlakeppni deildabikarsins í knatt-
spyrnu. Um helgina fóru fram fjöl-
margir leikir.
Á föstudagskvöldið voru þrír
leikir. ÍR og Haukar gerðu jafntefli,
1-1. Arnar Valsson skoraði mark ÍR
og Brynjar Gestsson mark Hauka.
Ægir vann BÍ, 2-1, með mörkum frá
Kjartani Helgasyni og Emil Ásgeirs-
syni. Óskar Alfreðsson skoraði fyrir
BÍ. Leiftur gjörsigraði Hött, 0-6.
Gunnar Már Másson 3, Pétur Jóns-
son, Izudin Daði Dervic skoruðu
mörk Leifturs en eitt markanna var
sjálfsmark.
Þjálfarinn opnaði marka-
reikninginn
Á laugardag sigraði ÍBV lið KA,
4-1, og gerði Leifur Geir Hafsteins-
son gerði tvö af mörkum Eyja-
manna. Þór sigraði Reyni, 3-0, með
mörkum Bjarna Sveinbjörnssonar,
Davíðs Garðarssonar og Sveins
Pálssonar. Valsmenn lögðu Völs-
unga, 3-0. Sigþór Júlíusson, Arnljót-
ur Davíðsson og þjálfarinn Sigurður
Grétarsson gerði þriðja markið.
FH-ingar unnu Dalvíkinga, 3-0, í
Kaplakrika. Hörður Magnússon
skoraði tvö af mörkum FH-liðsins.
BÍ vann Selfoss, 2-0, og Leiknir
vann KS, 3-0.
Grótta sigraði Sindra með mörk-
um þeirra Ingólfs Gizurarson og
Óttars Eðvaldssonar.
Þróttur Reykjavík sigraði Hött,
7-1, Stjarnan vann Skallagrím, 2-1,
og Fylkir sigraði Þrótt úr Neskaup-
stað, 3-0, og skoraði Andri Mart-
einsson tvö af mörkum Fylkis.
Á sunnudag voru tíu leikir. ÍBV
sigraði HK, 3-0, með mörkum frá
Tryggva Guðmundssyni, Leifi Geir
Hafsteinssyni og Steingrími Jó-
hannessyni.
Þróttur úr Neskaupstað vann
stórsigur á Létti, 4-0. Stefán Fló-
ventsson, Ólafur Viggósson, Hlynur
Eiríksson og Vilberg Jónasson skor-
uðu fyrir Þrótt
Valsmenn skoruðu sex
Valur átti ekki í erfileikum með
Dalvíkinga og skoruðu á móti þeim
sex mörk gegn engu. Jón Þórðarson
skoraði þrjú mörk fyrir Val og þeir
Arnljótur Davíðsson, Salih Heimir
Porca og Geir Brynjólfsson eitt
hver.
Reynir vann KS, 3-2. Jónas G.
Jónasson skoraði tvö mörk fyrir
Reyni og Ari Gylfason eitt. Jóhann
Möller og Þorvaldur Guðbjörnsson
skoruðu fyrir KS.
Lúðvík Arnarsson skoraði bæði
mörk FH sem sigraði Völsung, 2-0.
Þór sigraði Leikni, 0-3. Örlygur
Helgason skoraði tvö fyrir Þór og
Davíð Garðarsson eitt.
Breiöablik sigraði Keflavík syðra,
1-2. Ragnar Margeirsson skoraði
fyrir Keflavík en þeir Kjartan Ein-
arsson og ívar Sigurjónsson
skourðu fyrir Blikana.
ÍR sigraði KA, 4-1. Arnar Þ. Vals-
son skoraði tvö mörk fyrir ÍR og
þeir Kristján Brokks og Guðjón Þor-
varðarson eitt hver.
Marteinn Guðgeirson gerði mark
Víkings í, 1-0, sigri á Sindra.
Skagamenn mörðu Ægi
í gærkvöldi unnu Skagamenn lið
Ægis, 1-2. Stefán Þórðarson og Har-
aldur Ingólfsson skoruðu fyrir Ak-
urnesinga en Emil Ásgeirsson skor-
aði mark Ægis.
-JKS
Fátt stöðvar Milan
- eftir að Juventus og Fiorentina töpuðu bæði
Eftir úrslit gærdagsins á ítalíu
getur fátt komið í veg fyrir sigur
Milan í deildinni. Milan sótti þrjú
stig til Napoli á en Fiorentina tap-
aði og það gerði Juventus einnig á
laugardag.
Milan lét sér nægja eitt mark á
útivelli gegn Napoli. Það var Pan-
ucci sem gerði markið á 13. mínútu
leiksins. Milan var betra liðið og lék
af öryggi.
Juventus lék Ula á heimavelli
gegn frísku liði Sampdoria. .
Inter lék Padova sundur og sam- •
an á San Siro. Alls urðu mörkin árta
og hefðu þess vegna getað orðið
miku fleiri. Branca gerði þrjú
markanna og Ganz tvö. Paul Ince
kom boltanum einu sinni i netið.
Padova stefnir hraðbyri í 2. deild.
Inter hefúr á síðustu vikum rok-
ið upp töfluna og þakka menn það
Roy Hodgson sem tók við liðinu fyr-
ir áramót.
Margir voru ekki hlynntir þeirri
ráðningu en mótmæli þeirra hafa
nú verið kveðin í kútinn.
Torino virðist einnig stefha í 2.
deild. Ekkert gengur hjá liðinu og
nú beið það lægri hlut fyrir Pi-
acenza.
Poggi gerði vonir Fiorentina engu
þegar hann gerði eina markið fyrir
Udinese.
Bari vann þýðingarmikinn sigur
á Cremonese í miklum fallbaráttu-
leik.
-JKS
Vialli vill enda
ferilinn á Englandi
Gianluca Vialli hjá Juventus
sagði um helgina í viðtali við
ítalska blaðið Gazzetta della
Sport að hann gæti hugsað sér
að enda feril sinn á Englandi.
„London er stór og falleg borg
sem ég hef mikinn áhuga á. Þar
vildi ég gjarnan enda ferilinn
minn. Þar er félag sem er mikils
metið, Arsenal, og þar er félagi
minn, David Platt. Þar eru
einnig áhugaverð félög á borð
við Tottenham og Chesea," sagði
Vialli.
Rehhagel á förum
frá Bæjurum?
Þýsk blöð greindu frá því um
helgina að Otto Rehhagel myndi
sennilega stjórna sínum síðasta
leik með Bayern Munchen þann
18. maí. Leikmenn Bæjara eru
ekki ánægðir með störf hans.
þegar eru komnar sögusagnir á
kreik um að Franz Beckenbauer
hafi rætt við Trappatoni sem
þjálfaði liðið í fyrra.
ítalskir leikmenn
fresta verkfalli
Fyrirhuguðu verkfalli sem
ítalskir knattspyrnumenn höfðu
boðað um næstu helgi hefur ver-
ið frestað. Að sögn forráða-
manna liðanna í deildunum
komust menn að samkomulagi í
mikilvægum málum sem lúta að
leikmönnum. Þó er ekkert úti-
lokað að boðað verði verfall í
Aldridge tekur
víð Tranmere
Stjórn enska 1. deildar liðsins
Tranmere ákvað um helgina að
ráða John Aldridge í stöðu
spilandi framkvæmdastjóra
næstu tvö árin. John Aldridge
kom frá Real Sociedad 1991 og
hefur skorað 151 mark fyrir
Tranmere, þar af 26 á yfirstand-
andi tímabili. Aldridge tekur við
af John King.
Cantona verður
ekki valinn
Eric Cantona hjá Manchester
United verður ekki að svo
stöddu valinn í franska landslið-
ið fyrir Evrópumótið á Englandi
í sumar. Aime Jacques landsliðs-
þjálfari segir að franska liðið
hafi leikið mjög vel og því geri
hann ekki breytingar á því. Úr
því sem komið er verður Cant-
ona einungis valinn ef upp koma
meiðsli í liðinu.
Rush oröaöur við
Sheffield United
Ian Rush, framherji Liverpool,
sem fær frjálsa sölu í sumar, átti
um helgina viðræður við
Howard Kendall, framkvæmda-
stjóra Sheffield United. „Ég veit
að Kendall er frábær þjálfari en
ég held öllu opnu eins og er,"
sagði Ian Rush á Sky Sport í
gær,
Kanarnir á eftir
Peter Beardsley
Tvö félög í nýstofnari atvinnu-
mannadeild 1 Bandaríkjunum,
Jose Clash og New England, eru
á höttunum á eftir Peter Be-
ardsley hjá Newcastle. Englend-
ingar eru þjálfarar beggja lið-
anna, Frank Stapelton hjá Jose
Clash og Lawrice-Colloway New
England.
Forsvarsmaður deildarinnar
sagði að það yröi góð auglýsing
að fá Beardsley í deildina. Þess
má geta að deildin hefur fengið
fljúgandi byrjun, mun betri en
menn þorðu að vona. Uppselt
hefur verið á marga leiki og
nokkuð um þá fjallað í blöðum.
-JKS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28