Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 99. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						+-
18
FIMMTUDAGUR 2. MAI 1996
FIMMTUDAGUR 2. MAI 1996
31
íþróttir
íþróttir
Knattspyrna:
Bröndby vill
ekki frændann
Menn verða frægir fyrír ýmis-
legt í íþróttunum. Nú er frændi
George Weah hjá AC Milan kom-
inn í sviðsljósið og talið að
danskt félag muni semja við
hann innan skamms.
Forráðamenn Bröndby harð-
neituðu því í gær að hafa áhuga á
frændanum sem heitir Benmadi
Muhammed. Sjálfur hefur Weah,
knattspyrnumaður ársins í heim-
inum, mælt eindregið með
frænda sínum.      •     -SK
Asprilla fékk
vægan dóm
Dæmt hefur verið í máli sem
spannst eftir skrautleg viðskipti
Faustinos Asprillas í Newcastle
og Keiths Curles, fyrirliöa Man,
City, en þeim lenti tvívegis sam-
an í leik liðanna fyrir nokkrum
vikum.
Asprilla sló Curle með olnbog-
anum í andlitið og skallaði hann
síðan í höfuðið síðar í umrædd-
um leik. Þrátt fyrir þessa rudda-
legu framkomu var Asprilla að-
eins dæmdur í eins leiks bann og
gert að greiða um eina milljón
króna í sekt. Fannst mörgum að
Kólumbíumaðurinn slyppi ótrú-
lega vel frá málinu.       -SK
Brolin fer í
uppskurð
Svíinn Tomas Brolin endaði
veru sína hjá Leeds United á
tímabilinu eins og hann hóf
hana.
Brolin er farinn heim til Sví-
þjóðar þar sem hann verður skor-
inn upp vegna meiðsla á ökkla.
Fyrirhugað var að Brolin færi í
uppskurðinn eftir tímabilið en
Howard Wilkinson ákvað að
senda Brolin heim í gær. Svíinn
hefur ekkert getað frá því hann
kom til Leeds og er Wilkinson
kennt um getuleysi Svíans.
-SK
Dortmund fékk
stóran skell
Borussia Dortmund, toppliðið í
þýsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu, fékk heldur betur skell í
leik sínum gegn Karlsruhe.
Dortmund tapaöi 5-0 en heldur
efsta sætinu á markatölu þar sem
Bayern Munchen lék ekki. Úrslit
í öðrum leikjum í gær og fyrra-
kvöld:
Rostock-Freiburg............1-0
Uerdingen-Leverkusen........3-0
Schalke-Stuttgart............2-0
Dilsseldorf-St. Pauli..........2-0
Hamburger SV-Gladbach ...... 2-1
Köln-Frankfurt..............3-0
í» Dortmund og Bayerrn eru í
fyrsta og öðru sæti með 58 stig en
Gladbach vermir þriðja sætið
með 50 stig. Frankfurt er á barmi
falls í 2. deíld í fyrsta skipti eftir
skell í Köln í gær.      -SK/VS
Bebeto til Flamengo
Brasilíska knattspyrnufélagið
Flamengo festi í gær kaup á hin-
um snjalla Bebeto frá Deportivo
Coruna á Spáni. Bebeto leikur
við hlið Romarios, félaga síns úr
brasilíska landsliðinu, hjá Fla-
mengo.
Capello til Spánar
Fabio Capello hættir sem þjálf-
ari ítölsku meistaranna ACMil-
an í vor og tekur við spænska
stórliðinu Real Madrid.
Tyrkir sigruðu
Tyrkir, sem eru að búa sig
undir úrslitakeppni EM í knatt-
spyrnu, sigruðu Úkraínu, 3-2, í
vináttulandsleik í gær. Pólland
og Hvíta-Rússland skildu jöfh,
1-1.
-VS
Sænska knattspyrnan:
Arnór skoraði
fýrsta markið
- Örebro nýtti ekki tvö víti
DV Svíþjóð:
Arnór Guðjohnsen skoraði
fyrsta mark Örebro í úrvals-
deildinni á þessu tímabili þegar
liðið gerði jafhtefli, 1-1, við
Umeá á heimavelli í gær.
Arnór kom Örebro yfir á 63.
mínútu en nýliðarnir jöfhuðu
sex mínútum síðar.
Örebro nýtti ekki tvær víta-
spyrnur í leiknum, Lars Zett-
erlund skaut í þverslá og
Tommy Stahl fram hjá marki
Umeá. Örebro hefur þar með
fengið þrjár vítaspyrnur í
fyrstu þremur umferðunum og
ekki skorað úr neinni þeirra!
Helsingborg vann Degerfors,
4-1, og er efst með 9 stig eftir
þrjá leiki. Örebro er í fjórða
neðsta sætinu með 1 stig. Aðrir
leikir í 3. umferðinni eru í
kvöld.                -EH
UEFA-bikarinn:
Bayern stendur
vel að vígi
- vann fyrri leikinn við Bordeaux
Bayem Miinchen á góða
möguleika á sínum fyrsta Evr-
óputitli í knattspyrnu í 20 ár
eftir 2-0 sigur á Bordeaux frá
Frakklandi í fyrri úrslitaleik
liðanna um UEFA-bikarinn sem
fram fór í Munchen í gær.
Thomas Helmer kom Bayern
yfir á 35. minútu og Mehmet
Scholl bætti öðru við á 60. mín-
útu. Bordeaux var óheppið að
skora ekki í leiknum því liðið
sótti oft grimmt og Oliver
Kahn, markvörður Bayern,
bjargaði oft glæsilega.
Liðin mætast aftur í Bor-
deaux þann 15. maí.
-VS
Enska knattspyrnan:
Jafnt á Highbury
Arsenal og Liverpool gerðu   Ipswich-Huddersfield........2-1
markalaust jafhtefli í ensku úr-     Ipswich vann mjög mikilvæg-
valsdeildinni í gærkvöldi. Ars-   an sigur í gærkvöldi en gífur-
enal þarf þvi enn að berjast fyr-   lega hörð keppni verður í síð-
ir UEFA-sætinu í lokaumferö-   ustu umferð um hvaða þrjú lið
inni á. sunnudaginn.            fylgja Crystal Palace í auka-
Þorvaldur Örlygsson og félag-   keppnina um sæti í úrvalsdeild.
ar í Oldham björguðu sér frá   Þar er nú Stoke með 70 stig,
falli í 2. deild með 2-0 sigri gegn   Charlton  70,  Ipswich  68  og
Lárusi  Orra  Sigurðssyni  og   Leicester 68. Huddersfield er
félögum í Stoke í fyrradag. Önn-   með 63 stig og á ekki lengur
ur úrslit í 1. deild í gær og   móguleika.
fyrradag:                      Fallslagur  1.  deildar er á
Barnsley-W.B.A............l-l   milli Millwall, Portsmouth og
Charlton-Tranmere.........0-0   Watford en tvö þessara liða
Luton-Port Vale............3-2   fylgja Luton niður í 2. deild.
Reading-Wolves............3-0                        -VS
Heimsmeistaramótiö i íshokkí:
Tékkar og Rússar áfram
Tékkar og Rússar komust í
gær í undanúrslitin á heims-
meistaramótinu í íshokkí sem
nú stendur yfir í Vínarborg.
Tékkar sigruðu Þjóðverja, 6-1,
og Rússar lögðu ítali að velli,
5-2.
Tékkar mæta Bandaríkja-
mönnum sem sigruðu Svía í
fyrradag, 3-2. Rússar leika við
Kanadamenn sem lögðu Finna
að velli, 3-1.
-VS
Toni Kukoc og félagar í Chicago mæta New York í 2. umferö úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Chicago vann i nótt öruggan sigur á Miami og vann samanlagt, 3-0, og New York vann þriðja
sigur sinn á Cleveland. Fyrsti leikur Chicago og New York fer fram í Chicago á sunnudaginn.
NBA-körfuboltinn:
Chicago og New York
eru komin áfram
- Portland jafnaði gegn Utah og Phoenix minnkaði muninn gegn Spurs
Chicago  Bulls  og  New  York   yfir Cleveland. Liðið náði mest 19   andstæðing sinn 3-0 í úrslitakeppn-   anna í fyrrinótt, 104-98, og staðan er
tryggðu sér í nótt sæti í 2. umferð   stiga forystu, 44-25, en leikmenn   inni.                          nú 2-1 fyrir Houston sem getur
úrslitakeppni NBA. Portland jafnaði   Cleveland neifuðu að gefast upp og     Lokatölur urðu 101-98 og það var   komist áfram með því að sigra
í 2-2 í einvígi sínu gegn Utah Jazz   náðu að jafna metin í 70-70 þegar   Horace Grant sem tryggði Orlando   Lakers í Houston í nótt.
og Phoenix náði að minnka muninn   tæpar 5 mínútur voru eftir. New   sigurinn með körfu 11 sekúndum     Hakeem Olajuwon átti stórleik og
í 2-1 gegn San Antonio Spurs. Úr-   York skoraði þá næstu 7 stig og seig   fyrir leikslok. „Ég veit að mínir   skoraði 30 stig fyrir Houston, Clyde
slitin í nótt:                     fram úr á ný.                    menn eru orðnir þreyttir og það var   Drexler 16 og Robert Horry 15.
New York-Cleveland  .. 81-76 (3-0)     Arvydas   Sabonis   og   Rod   gott að klára þetta í þremur leikjum   Elden Campbell skoraði 18 stig fyrir
Starks 22, Ewing 16 - Brandon 19,   Strickland voru mennirnir á bak   fyrst möguleiki var á því," sagði   Lakers og Cedric Caballos 16.
Majerle 16                      við  sigur  Portlands  gegn  Utah,   Brian Hill, þjálfari Orlando eftir     „Annað hvort hittum við ekki eða
Miami-Chicago.......91-112 (0-3)    Strickland með 27 stig og Sabonis   leikinn.                        misstum boltann klaufalega og þá
Mourning 30 - Jordan 26, Pippen   25, og honum tókst að halda Karli     Penny Hardaway var allt í öllu   skoruðu þeir alltaf. Það er annars
22.                            Malone  í  skefjum  enda  skoraði   hjá Orlando og skoraði 24 stig. Nick   dapurt að annað liðið skuli þurfa að
Portland-Utah........98-90 (2-2)   hann aðeins 15 stig. Portland hafði   Anderson skoraði 22 stig og Dennis   detta út úr keppninni," sagði Magic
Strickland  27,  Sabonis  25  -   undirtökin  og náði mest 19 stiga   Scott 18. Shaquille O'Neal hafði   Johnson eftir tap Lakers en Magic
Hornacek 30, Malone 15.            forskoti í síðari hálfleik.            frekar hægt um sig að þessu sinni   skoraði aðeins 7 stig og átti ekki
Phoenix-SA Spurs .....94-93 (1-2)     Stórleikur Dannys Mannings í   og skoraði aðeins 13 stig. „Penny   svar við grimmri vörn Houston.
Barkley 25, Manning 14 - Robin-   síðasta leikhlutanum færði Phoenix   gerði gæfumuninn fyrir okkur í
son 22, Elliot 20.                 öðru fremur sigur á SA Spurs.   þessum leik. Hann átti stórkostleg-   Seattle afram.
Chicago átti ekki í vandræðum   Manning skoraði þá 12 af 14 stigum   an leik i þriðja leikhluta þegar     AUt útlit er fyrir að Seattle fari
með að leggja Miami að velli þrátt   sínum í leiknum. Charles Barkley   O'Neal var á bekknum," sagði Hill   áfram í 8-liða úrslitin eftir sigur
fyrir að Michael Jordan hvíldi sig   tókst að skora 25 stig og komu þau   enn fremur.                     gegn Sacramento í fyrrinótt, 89-96.
síðasta  leikhlutann  vegna  bak-   öll í 2. og 3. leikhluta. Spurs fékk     „Ég var þreyttur en það var ekki     Staðan er 2-1 fyrir Seattle. Sam
meiðsla sem hann hlaut í öðrum   gullið tækifæri til að tryggja sér sig-   þess vegna sem ég hitti ekki úr 8   Perkins skoraði 17 stig fyrir Seattle,
leiknum.                       ur en tvö skot geiguðu hjá liðinu á   skotum af 9 í fyrri hálfleik," sagði   Detlef Schrempf 16 og Gary Payton
„Ég var mjög ánægður með að við   síðustu 10 sekúndunum.            O'Neal og var sáttur við lífið.        15. Mitch Richmond skoraði 24 stig
skyldum klára þetta og nú get ég     Orlando áfram                Allan Houston skoraði 33 stig fyr-   fyrir Sacramento og Olden Polynice
hvílt mig í þrjá daga og náð mér í     Orlando Magic komst í fyrrinótt   ir Detroit og Grant Hill 17.          18. „Þetta er ekki búið og það er
bakinu," sagði Jordan eftir leikinn   áfram í úrslitakeppni NBA. Orlando      ,                           mikil vinna fram undan í næsta
en Chicago mætir New York í   vann nauman sigur gegn Detroit Pi-   Goð staöa Houston            leik," sagði George Karl, þjálfari
næstu umferð.                   stons og samanlagt 3-0. Þetta er í     Houston náði góðri stöðu gegn   Seattle.
New York virtist ætla að valta   fyrsta skipti sem Orlando vinnur   Lakers með sigri í þriðja leik lið-                       -SK/GH
Deildabikarkeppnin í knattspyrnu:
Framarar skelltu Val
- fimm 1. deildar lið eftir í keppninni ásamt Fram
ÍA, ÍBV, Grindavík, Fylkir, Fram
og Breiðablik komust í gær í sex liða
úrslit deildabikarkeppninnar í
knattspyrnu. Fimm af leikjunum
sex fóru fram á grasvöllum, sem er
hreint ótrúlegt þann 1. maí, en
Reykjavíkurfélögin Fram og Valur
þurftu að leika á gervigrasvelli
Hauka í Hafnarfirði.
ÍA, ÍBV og Fram leika saman í
riðli í undanúrslitunum og í hinum
riðlinum eru Grindavík, Fylkir og
Breiðablik. Fyrstu leikirnir eru á
laugardag en þá mætast ÍA og ÍBV á
Akranesi og Grindavík og Fylkir í
Grindavík.
Tvö mörk Þórhalls
Fylkir vann Stjörnuna í líflegum
leik á nýjum grasvelli við Hofs-
staðaskóla í Garðabæ, 3-2. Ómar
Valdimarsson og Þórhallur Dan Jó-
hannsson komu Fylki í 2-0 en Valdi-
mar Kristófersson og Goran Micic
jöfhuðu. Þórhallur skoraði síðan
sigurmark Árbæinga.
Sumarliði með tvö
ÍBV vann Keflavík auðveldlega,
3-0, á grasvellinum við Helgafell í
Eyjum. Mörkin komu á 10 mínútna
kafla í fyrri hálfleik, Sumarliði
Árnason skoraði tvö þeirra og
Tryggvi Guðmundsson eift.
Sigurmark frá Ljubicic
Grindvíkingar sigruðu 2. deildar
lið FH, 1-0, á æfingasvæði FH-inga í
Kaplakrika. Zoran Ljubicic skoraði
sigurmarkið á 29. mínútu og Grind-
víkingar voru með undirtókin mest-
allan tímann.
Átta mörk í Kópavogi
Það voru skoruð 8 mörk á gras-
vellinum í Smárahvammi þegar
Breiðablik lenti i óvæntu basli með
ÍR. Staðan var 2-2 eftir venjulegan
leiktíma en Blikar náðu að sigra,
5-3, eftir framlengingu. Arnar Grét-
arsson skoraði 2 marka Breiðabliks,
Hreiðar Bjarnason, Kjartan Einars-
son og ívar Sigurjónsson eitt hver.
Guðjón Þorvarðarson, Brynjólfur
Bjarnason og Pálmi Guðmundsson
skoruðu fyrir ÍR-inga sem komust
þrisvar yfir í leiknum.
Stórsigur Skagamanna
ÍA fór merkilega létt með Leiftur
Taka Hoddle og Gullit
viö enska landslioinu?
- röflið í fjölmiðlum ekki annað en sannleikurinn sjálfur
Glenn Hoddle, framkvæmdastjóri
enska liðsins Chelsea, sagði fyrir
nokkrum dögum að það væri bara
röfl í fjölmiðlum að hann væri hugs-
anlega að taka við landsliðinu. í dag
er þessi sami Hoddle að íhuga tilboð
frá enska knattspyrnusambandinu
og mun svara því á næstu dögum
hvort hann treystir sér í starfið.
„Það er margt sem ég þarf að
hugsa um þessa dagana og ég þarf
að taka margar ákvarðanir. Ég hef
hins vegar ekki gert upp hug minn
enn þá," sagði Hoddle í gær.
Hoddle er 38 ára gamall og ef
hann tekur við af Terry Venables
verður hann yngsti landsliðsþjálfari
Englendinga frá upphafi. Talið er
líklegt að Hollendingurinn Ruud
Gullit verði aðstoöarmaður Hoddles
ef hann tekur starfið að sér.
Forráðamenn Chelsea eru ekki
mjög hrifnir yfir vinnubrögðum
enska knattspyrnusambandsins í
málinu. Ken Bates, stjórnarformað-
ur Chelsea, sagði í gær að það væru
forkastanleg vinnubrögð hjá sam-
bandinu að hafa fyrst samband við
Hoddle og svo Chelsea. Þessu ætti,
ef farið væri eftir settum reglum,
auðvitað að vera öfugt farið.
Bates er mikill stuðningsmaður
Hoddles og hefur boðið honum um
45 milljónir króna í árslaun ef hann
verður áfram hjá Chelsea. Það er
því ekki skrítið að Hoddle þurfi
tíma til að hugsa sig um og ihuga
tilboðið frá enska knattspyrnusam-
bandinu sém hannfékk í hendur í
fyrradag, þrátt fyrir alit „röflið" og
allan „hugarburðinn''íi fjölmiðlum
síðustu dagana. Hoddle mun svara
tilboöinu í þessári-yiku.
Þegar er farið að ræða um
eftirmanh Hoddies hjá Chelsea og
þar er nafh George Graham, fyrrum
stjóra Arsenal, efst á blaði. Hann er
sem stendur í banni eftir að upp
komst að hann hafði þegið ólöglegar
greiðslur.
-SK
Anna María
og Teitur leik-
menn ársins
Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík og
Teitur Örlygsson úr Njarðvík voru útnefhd
leikmenn ársins í meistaraflokkum kvenna og
karla á lokahófi KKÍ í fyrrakvöld.
Skagamenn sigruðu tvöfalt í kjörinu um
bestu nýliðana því Bjarni Magnússon var val-
inn í karlaflokki og Sóley Sigurþórsdóttir í
kvennaflokki. Jason Williford, Haukum, og
Betsy Harris, Breiðabliki, voru valin bestu
útlendingarnir.
Birgir Guðbjörnsson, Breiðabliki, var út-
nefndur þjálfari ársins í úrvalsdeildinni og
Suzette Sargeant, Njarðvík, i 1. deild kvenna.
Kristinn Óskarsson var útnefhdur dómari
ársins og Sigmundur Már Herbertsson efhi-
legasti dómarinn.
Anna María Sveinsclóttir og Teitur Örlygsson
með verðlaunagripi sína í lokahófinu í fyrra-
kvöld.              DV-mynd Brynjar Gauti
á æfmgasvæði sínu á Akranesi, 6-2.
Bjarki Pétursson og Mihajlo
Bibercic skoruðu 2 mörk hvor fyrir
ÍA og Bjarni Guðjónsson og Ólafur
Þórðarson eitt hvor. Rastislav
Lazorik og Daði Dervic svöruðu fyr-
ir Leiftur. Staðan var 3-1 í hálfleik.
Þorbjörn skoraði og var
rekinn út af
Fram er eina 2. deildar liðið sem
eftir er í keppninni en Framarar
lögðu Valsmenn, 1-0, í framlengd-
um leik í Hafharfirði. Þorbjörn Atli
Sveinsson skoraði sigurmarkið
beint úr aukaspyrnu þegar 6 mínút-
ur voru eftir af framlengingunni en
var síðan rekinn af leikvelli rétt á
eftir.
-DÓ/ÞoGu/VS
Mulamuhic
leikur með HK
Bosníumaðurinn Alen Mulamu-
hic er genginn til liðs við 3. deildar
lið HK í knattspyrnu og leikur með
því í sumar.
Mulamuhic er 25 ára sóknarmað-
ur og hefur leikið með ÍRsíðustu
árin og þar á undan með Haukum.
-VS
Sýnt beint á
Stöð 3 í kvöld
Margir bíða spenntir eftir leik
Newcastle og Nottingham Forest í
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
í kvöld. Newcastle þarf á sigri að
halda í einvíginu við Manchester
United um meistaratitilinn.
Leikurinn verður sýndur í beinni
útsendingu á Stöð 3 og hefst útsend-
ingin kl. 18.45.
-SK
Shaq var og
er öskuillur
Shaquille O'Neal, miðherji Or-
lando Magic, er öskuillur yfir
þeirri meðferð sem hann fær hjá
andstæðingunum í NBA-deild-
inni og svo hefur raunar lengi
verið.
O'Neal kvartaði hástöfum eftir
sigur Orlando gegn Detroit í
fyrrinótt: „Það er stanslaust ver-
ið að brjóta á mér en dómararnir
dæma bara aldrei. Eftir 80 leiki á
tímabilinu er ég alveg undrandi á
því hvað ég fæ lítið af vítaskot-
um, Það hefur ekkert breyst,"
segir O'Neal sem hefur lengi
haldið því fram að andstæðingar
hans hafi komist upp með gróf
brot á honum.
„Það er ekki til í dæminu að
Mark West geti ýft mér eins og
hann gerði allan leiMnn nema að
nota til þess tvær hendur og ýta
með þeim á bakið á mér," sagði
O'Neal.
-SK
Golf:
Sigurjón náði
tíunda sæti
Sigurjón Arnarsson, kylfingur
í GR, heldur áfram að keppa á
Tommy Armour mótaröð at-
vinnumanna í golfi á Florída.
Á þremur mótum undanfarið
náöi hann bestum árangri í eins
dags móti sem fram fór á Heat-
hrow-vellinum. Þar lék Sigurjón
á 71 höggi, einu höggi undir pari
vallarins, og hafhaöi í 10. sæti af
95 keppendum.
Sigurjón varð síðan í 20. sæti
af 70 keppendum á Harbour Hills
og lék á 74 hóggum. Loks keppti
Sigurjón á Ridgewood Lakes vell-
inum á þriggja daga móti og lék á
80, 72 og 70 höggum og varð I 35.
sæti af 92 keppendum.
-SK
Frjálsar íþróttir:
Jón Arnar
f remstur í
Skagafirði
DV, Fljótum:
Jón Arnar Magnússon, tug-
þrautarmaður í Tindastóli á
Sauðárkróki, var á dögunum út-
nefndur íþróttamaður ársins í
Skagafirði.
Útnefningin var tilkynnt á árs-
þingi      Ungmennasambands
Skagafjarðar um síðustu helgi. Á
þinginu voru einnig heiðraðir
þeir íþróttamenn sambandsins
sem settu 10 héraðsmet eða fleiri
á síðasta ári. Þeir voru þessir:
Jón Arnar Magnússon, Birgir Óli
Sigmundsson, Bjöm Margeirs-
son, Theódór Karlsson og Þórunn
Erlingsdótfir. Enn fremur voru
veitt verðlaun stigahæstu ein-
staklingum á grunnskólamóti
vetrarins. Þeir voru: Þórunn Er-
lingsdóttir, 988 stig, Helgi
Traustason, 960 stig, og Ólafur
Margeirsson, 870 stig.
-ÖÞ
Jafht hjá Brann
Brann gerði 1-1 jafntefli gegn
Viking í norsku 1. deildinni í
knattspyrnu í gær. Birkir Krist-
insson og Ágúst Gylfason áttu
báðir góðan leik með Brann sem
er í 7. sæti með 5 stig eftir þrjá
leiki. Strömgodset gerði einnig
1-1 jafhtefli þegar liðið sótti
Bodö/Glimt heim, Marko
Tanasíc lagði upp mark
Strömgodset. Lilleström er efst
en liðið vann stórsigur á Kongs-
vinger, 1-5.          -DÓ/GH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48