Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1996, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI1996 27 DV Tölvudiskur um íslenska tungu Verkeöiisstjórn stjórnar Lýð- veldissjóðs og Námsgagnastofn- un undirrituðu hinn 8. maí sl. samning um að standa saman að gerð og útgáfu alfræðiverks með vinnutitlinum Alfræði íslenskr- ar tungu. Um er að ræða geisla- disk fyrir tölvur sem miðast er við að muni koma að notum í skólum, allt frá grunnskóla til háskóla. Viðfangsefni verksins verður íslensk tunga en skrifað- ar verða flettugreinar um fjöl- mörg atriðisorð úr öllum þeim fræðigreinum sem tunguna snerta, hvort sem fjallað er um hljóð, orð eða texta. Ljoö um reiði, sársauka og ást Út er komin ljóðabókin, í fjörutíu daga, eftir Þorgerði Sig- urðardóttur sem er starfandi myndlistarmaður. Bókin hefur að geyma 32 ljóð og fjórar lit- myndir hennar. Ljóðin og mynd- irnar eru frá sumri og hausti 1994 og er tilurð verksins skiln- aður eftir 28 ára hjónaband. Það lýsir reiði, sársauka og ást. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar en hún hefúr haldið fjölda einka- sýninga á grafíkverkum sínum heima og erlendis auk þess að taka þátt í samsýningum víða um heim. Höfundur gefur bókin út og er bókin til sölu i bóka- verslunum. Bjartur og frú Emilía til himna Út er komið tímaritið Bjartur og frú Emilía, fyrsta tölublað ársins 1996, og er það að þessu sinni tileinkað himnaríki. í tímaritinu leggja 12 skáld út af tíu til fimmtán heilögum orðum úr Jóhannesarguðspjalli hvert, auk þess sem Kristín Arngríms- dóttir var fengin til að teikna þrjátíu myndir úr himnaríki svo lyfta megi lesendum upp í enn hærri hæðir. Tímaritið fæst í áskrift auk þess sem það fæst einnig í bókaverslunum Máls og menningar og Eymundsson. Gönguleiðir Út er komin sjötta bókin í rit- röðinni Gönguleiðir á íslandi hjá útgáfufélaginu Víkingi. Höfund- urinn er Einar Þ. Guðjohnsen, einn þekktasti ferðafrömuður ís- lands, en hann lést á síðasta ári. Hann skildi eftir sig bók í hand- riti sem fjallar um svæðið fi'á Rauðasandi til ísafjarðardjúps og kemur h’ún nú samtímis út á íslensku, ensku og þýsku. Allar bækurnar eru litprentaðar og brotið er handhægt þannig að bækurnar fara vel í vasa. Frumsamdar smásögur í RÚV Fyrr á þessu ári auglýsti Rík- isútvarpið, rás 1, eftir frum- sömdum íslenskum smásögum til flutnings í sumardagskrá sinni. Alls bárust 225 smásögur og valdi þriggja manna dóm- nefnd 20 þeirra til flutnings. Sög- urnar eru frumfluttar á sunnu- dögum kl. 18.00 og endurteknar næsta fostudag kl. 10.15. Lesur sagnanna fer fram tímabilið 16. júní-1. september. Ljóð á landi og sjó Utgáfufélagið Dimma hefur gefið út bókina Ljóð á landi og sjó eftir álenska skáldið og sjó- manninn Karl-Erik Bergman. Bókin er úrval ljóða úr 7 bókum sem út komu á tímabilinu 1957-1993 en Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson valdi ljóðin og ís- lenskaöi þau. Karl-Erik Berg- man e.r meðal þekktustu höf- unda á Álandseyjum. í skáld- skap hans birtast hugleiðingar um lífið og tilveruna á sjó og landi og á margt þar eflaust er- indi við íslenska lesendur. -ggá Menning Pulp meö tónleika á íslandi: Spilum líklega með Damon Albarn - segir Russel Senior Pulp-piltur og spáir stuöi Pulp tryllir landann í kvöld, þriðjudaginn 2. júlí, í Laugardalshöll. Eins og alþjóð veit mun ein vin- sælasta sveit Breta trylla landann á tónleikum í Laugardcdshöll annað kvöld, þriðjudaginn 2. júlí. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um Pulp sem hefur slegið allverulega í gegn og trónað á toppi metsölulista víða um heim. Það er mikill fengur í að fá að berja sveitina augum enda er hún þekkt fyrir líflega sviðsfram- komu og var valin besta tónleika- sveitin á síðustu Brit-verðlaunahá- tíð. Það orð hefur farið af þeim Pulp-piltum að þeir séu nokkuð villtir og hefur sá orðrómur einkum verið tengdur söngvara þeirra, Jar- vis, en sögur af uppátækjum hans hafa flogið viða um heim. Jarvis er aiveg klikk DV ræddi við einn meðlim hljóm- sveitarinnar, Russel Senior, til að heyra hvemig hljóðið væri í þeim pg hvað þeir hefðu í huga að bjóða íslendingum upp á. Russel sagði að þeir ætluðu að leggja sig alla fram til að tónleikarnir mættu vera sem eftirminnilegastir og bestir. Hann sagði að þeir væru þó búnir að læra að vera ekki með of miklar vænting- ar og of mikla tilhlökkun þar sem það sannaði sig að það væri greið leið til vonbrigða. Best væri að gera ekki of mikið úr málunum og þá kæmi venjulega mesta stuðið. Hann sagði Pulp hafa verið á fullu í tón- leikaferðum undanfarið og því hefði fylgt mikið fjör. En hvernig er að eiga við frægðina, er hún erfið? „Nei, í raun ekki. Samt væri gott að geta öðru hverju horfið inn í mann- fjöldann. Annars er þetta ekki svo mikið mál. Það er enginn sem neyð- ir mann til að vera í sviðsljósinu all- ar stundir og ef maður sleppir því að fara á heitu klúbbana þar sem maður þekkist þá er þetta ekkert mál. Annars hef ég heyrt að þetta sé vandamál sem ekki þekkist á ís- landi, þar fái maður alveg að vera í friði.“ Pulp, sem í upphafi hét fullu nafni Arabacus Pulp, er engan veg- inn ný af nálinni. Russel sagði að þeir hefðu verið að spila saman í 14 ár, voru þeir ekki bara krakkar þá? „Nei, í raun ekki,“ sagði hann og hló. „Við erum ekki jafn ungir og margir halda kannski." Meira um það vildi hann ekki gefa upp. Er Jarvis jafn mikill villingur og sagn- ir herma? „Já, því verður í raun ekki neitað að hann er þrælklikkað- ur!“ En hvað um aðra hljómsveitar- meðlimi, er sömu sögu að segja um þá? „Jah, ég veit nú ekki. Allavega held ég að við þjáumst ekki af neinni ýktri athyglisþörf." Michael Jackson er móðursjúkur Það vakti heimsathygli þegar Jar- vis lenti saman við Michael Jackson á síðustu Brit verðlaunahátíð. Margar sögusagnir voru á kreiki um hvað hefði gerst, en Michael Jackson gaf út harmrænar yfirlýs- ingar með tárin í augunum um sið- leysislega hegðun þar sem sagt var að siðferðiskennd hans og barna- kórsins sem söng með honum hefði verið djúpt særð! En hvað gerðist í raun og veru? „Þetta var ekki plan- að, þetta bara gerðist og í raun var þetta ekki svo mikið mál. Við vor- um bara að fylgjast með honum, mér fannst hann bara fyndinn en Jarvis var orðinn rosalega pirraður á honum. Við vorum búnir að vera þarna allt kvöldið og Jarvis var bú- inn að drekka töluvert þannig að þetta gerðist í raun bara óvart. Hann réðst ekki á nein börn eins og sum blöðin sögðu. Hann stökk bara upp á sviðið, öskraði nokkar vel valdar móðganir að Michael Jackson um perraskap hans og var síðan stuggað strax í burtu af örygg- isvörðum. Það var aldrei nein ástæða til að gera stórmál úr öllu saman en Jackson liðið þurfti að blása þetta upp til að láta Pulp líta illa út en á endanum held ég að þetta hafi frekar verið okkur til góðs. Þetta var allt bara móðursýki í Jackson-genginu og algjör óþarfi að gera stórmál úr þessu, algjört of- sóknaræði. Það fyndna er að flest- um fannst þetta bara sniðugt." Hvað er áhugaverðast við með- limi Pulp? „Ég veit það varla, okkur finnst góðir sveppir, ætli það sé ekki það markverðasta við okkur.“ Russell sagði að Pulp ætlaði að slá botninn í hljómleikahald með ís- landsferðinni. Þeir væru búnir að fara út um alla Evrópu, ætla síðan að halda tvenna eða þrenna hljóm- leika í Englandi og fara svo í frí frá þessari plötu. Hér er Russel að sjálf- sögðu að tala um breiðskífuna Different Class sem er nýjasta og vinsælasta plata hljómsveitarinnar til þessa. Sá orðrómur gengur fjöllum hærra að Damon Albarn, hin eina og sanna söngspíra Blur, sem fór héðan á laugardagsmorgun, yrði sennilega samferða þeim til lands- ins og tæki lagið með þeim. Aö- spurður um þetta sagði Russel að hann teldi það mjög líklegt þótt ekk- ert væri endanlega ákveðið. „Það er enginn rígur á milli allra þessara bresku banda,“ sagði Russel. „Okk- ur kemur öllum ágætlega saman og fólk verður að passa sig á því að trúa ekki öllu sem það heyrir." Með það kvaddi Russel enda er mikill undirbúningur að baki svona tónleikaferðum. Þaö er full ástæða til að benda fólki að missa ekki af tækifærinu til að upplifa tónleika með Pulp, enda ekki um neinn smá- viðburð að ræða. Miðar rokseljast, svo munið að tryggja ykkur aðgang í tíma. -ggá Aðstandendur verksins Ef ég væri gullfiskur. Aftari röð frá vinstri: Rósa G. Þórsdóttir, Eggert Þorleifsson, Kjartan Guðjónsson, Þórhallur Gunnarsson, Sigurður Karlsson, Pétur Einarsson, Elfar Bjarnason og Helga Stefánsdótt- ir. Fremri röð: Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Eiíasdóttir, Árni Ibsen og Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir. Ef ég væri gullfiskur - nýr íslenskur farsi Nú er orðið ljóst að næsta leikár hjá Leikfélagi Reykjavíkur muni hefjast á nýju íslensku verki eftir Árna Ibsen, Ef ég væri gullfiskur, en æfingar hafa staðið yfir nú í vor á verkinu. Ef ég væri gullfiskur flallar á gamansaman hátt um „stór- fjölskylduna" í íslenskum samtfma og er farsi að frönskum hætti en með íslensku inntaki. Þar er beitt viðteknu formi 19. aldar farsans sem Georges Feydeau fullkomnaði og er enn með öruggu lífsmarki. í seinni tíð hafa menn lítt reynt að halda lífi í þessari grein leikritunn- ar og sker Ámi Ibsen sig úr hópi ís- lenskra leikskálda en hann hefur nær eingöngu beint sjónum sinum aö þessu listformi. Skemmst er að minnast leikrita hans, Himnaríki- geðklofans, gamanleiks sem gekk fyrir fullu húsi allan síðasta vetur hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu Her- móði og Háðvör og gerði víðreist á leiklistarhátíðir víða um Evrópu, og Fiska á þurru landi en verkið var sýnt í Hafnarfirði 1993. Auk þess hefur Ámi samið og þýtt fjölda ann- arra leikrita. í leikhópnum eru margir nýir leikarar sem koma til liðs við Leikfélag Reykjavíkur í þessu verki. -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.