Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Blaðsíða 34
42 tónlist LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 Topplag Loksins, loksins, loksins hafðist það hjá Tracy Chapman. Hún er loksins komin i toppsætið eftir að hin yndislega Emilíana Torrini hafði haldið því í fimm vikur. Núna getur Tracy Chapman brosað gegnum tárin enda kom- in á toppinn með lag sitt, Give Me One Reason. Hún hefur verið sjö vikur á lista með Give Me One Reason. Hástökkið írska hljómsveitin The Cran- berries gerir það gott þessa vik- una og á hástökk vikunnar. Hún geysist upp um sex sæti og ætlar sér kannski að ná topplaginu af henni Tracy Chapman. Hver veit ? ■''' Hæsta nýja lagið Núna kætast smámeyjar úti um allt land þar sem hjartaknúsar- amir og hetjumar í Bon Jovi heilla þær allar upp úr skónum með laginu Mrs Robinson. Það skýst alla leið upp í 9. sæti og það er engan bilbug á þeim að finna. Áhrifaríkt bann? Bresku hljómsveitinni Shed Seven hefur verið bannað að koma fram í Skandinavíu eftir skrautlega uppákomu eftir tón- leika í Ósló fyrr í sumar. Þar gengu liðsmenn sveitarinnar berserksgang í búningsherbergj- um vegna óánægju með aðstöð- una og þjónustuna. Lögðu þeir húsnæðið nánast í rúst að sögn tónleikahaldara sem hafa síðan fengið aðra tónleikahaldara til liðs við sig við að útiloka Shed Seven frá frekara tónleikahaldi í Skandinavíu. Einn liðsmanna Shed Seven tók fregninni um bannið létt og sagðist guðsfeginn að þurfa ekki að heimsækja þennan útnára aftur. Óheilla- tónleikar ÍHljómsveitin Oasis hélt á dögun- um heljarmikla tónleika í Skotlandi og tókust þeir að sögn geysilega vel þrátt fyrir að þrjú íslenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DV oq Coca-Cola á íslandi. Listinn erniðurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmd af markaðsdeild DVi hverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið af spilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 a sunnudögum í sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali “World Chart" sem framleiadur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. ■ | hörmuleg banaslys vörpuðu á þá skugga. Fyrir það fyrsta varð upp- hitunarhljómsveitin The Charlatans að hætta við þátttöku vegna fráfalls hljómborðsleikar- ans Rob Collins en hann beiö bana Íí bílslysi 23. júlí. Þá tókst ekki bet- ur til en svo við undirbúning tón- leikanna að vörubílstjóri beið bana er hann klemmdist milli vörubíls og lyftara og þriðja dauðs- fallið tengt tónleikunum átti sér stað þegar maður nokkur á leið á tónleikastað lenti í árekstri og lést. Smashing Pumpkins auglýsa Liðsmenn Smashing Pumpkins eru þessa dagana að leita sér að nýjum trommuleikara en sem kunnugt er ráku þeir Jimmy Chamberlain eftir að hann var handtekinn á dögunum vegna gruns um að hafa útvegað tón- leikahljómborðsleikara sveitar- innar banvænan skammt af heróíni. Talsmenn sveitarinnar segja ekkert hæft i fregnum um að Chad Smith, trommari Red Hot Chili Peppers, verði eftirmaður Chamberlains og segja að auglýst verði eftir nýjum tommara. Hrakfalla- bálkur Eins og við segjum frá annars stað- ar hér á síðunni fórst Rob Collins, hljómborðsleikari The Charlatans, í bílslysi fyrir nokkru. Collins var hálfgerður hrakfalla- bálkur því fyrir tæpum tveimur árum tók hann í einhverju bríaríi þátt í vopnuðu ráni sem mistókst og varð hann veskú að sitja marga mánuði í fangelsi fyrir vikið. Fé- lagar hans ákváðu að fyrirgefa honum syndimar og héldu stöðu hans innan sveitarinnar opinni á meðan hann sat inni. Ekki tók þó betra við þegar hann slapp út því hljómsveitin hugðist fara í tón- leikaferð til Bandaríkjanna en þarlend yfirvöld voru ekki á því að hleypa tukthúslimnum Collins inn í sína paradís og fyrir vikið fóru Ameríkudraumar hljóm- sveitarinnar meira og minna í vaskinn. Enn hefur ekki verið ráð- ið í stöðu Collins i The Charlatans en Martin Duffy, liðsmaður Primal Scream, hefur hlaupið í skarðið sem stendur. -SþS- Yfjrumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helqi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og Ivar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.