Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 Neytendur Hvað á að smyrja bílinn Smurstöðvamar í verðkönnun- inni hér á síðunni mæltu undan- tekningarlaust með því að fólk léti smyrja bíla sína á 5 þúsund kíló- metra fresti. Margir era ósáttir við það og telja ekki þörf á að fara svo oft, sérstaklega ekki með nýlega bíla. Umboðin setja það einnig oft sem skilyrði fyrir ábyrgð á nýjum bílum að þeir séu smurðir og skoð- aðir hjá þeim með ákveðnu milli- bili, annars falli ábyrgðin úr gildi. Eigendur nýrra bifreiða borga þannig e.t.v. allt upp í 10 þúsund krónur fyrir slíka yfirferð í hvert skipti og er það að margra mati hálfgert peningaplokk. (Einnig eru dæmi um að bílar hafi fallið úr ábyrgð af því að ekki var sett í þá „orginal“-loftsía þegar skipt var um heldur önnur tegund!) En hvað þarf að smyrja bíla oft? Á 5 þús. km fresti „Ég mundi ekki segja að það væri of oft að smyrja bíl á 5 þúsund kíló- metra fresti. Bíllinn gengur alltaf eitthvað í lausagangi og þegar við erum búin að keyra 5 þúsund kíló- metra getum við þvi sagt að vélin sé búin að ganga sem svarar 2 þúsund kilómetrum í lausagangi því fólk stoppar óhjákvæmilega á ljósum og Bifreiðaeigendur velta því fyrir sér hversu oft þurfi aö smyrja bílinn. annað slíkt,“ sagði Snjólfur Fanndal Kristbergsson, eigandi Smurstöðvar Esso við Stórahjalla, en hann situr jafnframt í stjórn Bilgreinasam- bandsins. „Olíusíur eru nú orðnar litlar og gefnar upp fyrir hámark 10 þús. km og því skiptum við venjulega um olíu og síu. En svo eru til hágæðaolíur sem endast allt upp í 8 þúsund kíló- metra innanbæjar. Eigi hins vegar að aka milli Reykjavíkur og Akureyrar er alveg óhætt að keyra 30 þús. km á þeirri olíu og skipta bará um síuna á 10 þús. km fresti. Það sem fyrst og fremst eyðileggur olíuna er þessi kalda keyrsla innanbæjar, þ.e. að keyra með innsogið á. Þá fer óhjá- kvæmilega alltaf eitthvert eldsneyti niður með hringjunum, niður í pönnu og eyðileggur olíuna. Þess vegna mælum við oft með smurningu á 3 þús. km fresti hjá þeim sem keyra mjög lítið,“ sagði Snjólfur. -ingo Verðkönnun á smurningu: Allt að 23% verðmunur mjög misjafnt hvað er innifalið Það getur verið 23% verðmunur á því að láta smyrja sams konar bíl, allt eftir því við hvern er skipt. Þetta kom fram í verðkönnun á smurningu sem við gerðum hjá níu smurstöðvum í Reykjavík og nágrenni í gær. Það er þó mjög mismunandi hvað er inni- falið í verðinu, sumir yflrfara allan bílinn frá A-Ö en aðrir athuga bara olíuna og e.t.v. drifin. Þessi mismun- ur kemur ekki fram í könnuninni. Smurstöðvarnar voru: Bifreiða- þjónusta íslands í Garðabæ, Smur- stöðin Klöpp við Vegmúla, Smur- og þjónustustöðin við Geirsgötu, Gúmmívinnustofan við Réttarháls, Smurstöð HBS á Bíldshöfða, Smur- stöð Heklu, Smurstöðin Fosshálsi, Smurstöðin Pennzoil í Hafnarfirði og Smurstöð Esso við Stórahjalla. Við spurðum hvað það kostaði að smyrja Toyotu Corollu ’87 miðað við 3 lítra af venjulegri oliu, „original“ ol- íusiu og vinnu við verkið. Öll verð miðast við verðlistaverð, þ.e. ekki staðgreiðsluverð. Allir nema einn, Smurstöð Heklu, áttu original-síuna til og því miðast verðið hjá Heklu við Ph 28-35 síu. Sían var þ.a.l. ódýrust hjá Heklu á 420 krónur en kostaði á bilinu 759-1.190 kr. hjá hinum. Lægst hjá Pennzoil Smurstöðin Pennzoil bauð lægsta Verðmunur á smurningu Kr. 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 2.375 - miðaö við ákveðið dæmi, sjá texta - , ?45 2.853 2.860 2.910 2.551 2.565 2.575 2.621 * vft&munur isiim verðið á smumingunni, eða 2.375 kr. og þar er jafnframt veittur mesti stað- greiðsluafslátturinn (20%) sem þá dregst frá upphæðinni. Næst lægst var Smurstöð Heklu (2.551) sem að hluta til gæti skýrst af síunni (sjá ofar). Smurstöð Esso við Stórahjalla brauð þriðja lægsta verðið (2.565 kr.). Staðgreiðsluafsláttur var á bilinu 0-20% en algengast var 10%. -ingo 15 % afsláttur af yfírhöfnum og MP sokkabuxum á löngum laugardegi BARNASTÍGUR BRUM’S Q 1 SÍÐAN 1955 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461 Gæðaátak á smurstöðvum - tryggir fagmannleg vinnubrögð Bílgreinasambandið, FÍB, Bíliðnafélagið og öll olíufélögin hafa tekið höndum saman um gæðaátak á smurstöðvum til að bæta þjónustu stöðvanna. Þetta er gert meö því að auka þekkingu starfsmanna og stjómenda og bæta þar með ímynd smurstöðva sem virkra og virtra þjónustufyrirtækja. Að sögn Björns Péturssonar, sem sér um neytendaþjónustuna hjá FÍB, eru settar lágmarkskröfur um aðstöðu, þjálfun og þekkingu starfs- manna, gerð úttekt á húsnæði og tækjabúnaði og starfsmennirnir fara á sérstakt námskeið. Að þess- um skilyrðum fullnægt fær smur- stöðin gæðamerki sem táknar að þar sé veitt fagmannleg þjónusta í hæsta gæðaflokki. Merkið er grænn tígull með merki Bílgreinasam- bandsins í miðjunni. Enn sem komið er hafa einungis sex smurstöðvar fengið þennan gæðastimpil, en þær eru: Smurstöð Esso Stórahjalla 2, Smurstöðin í Garðabæ, Smurstöðin Vogar í Reykjavík, Smurstöð Heklu, Smur- stöð Reykjavíkurvegi 54 Hf., Bæjar- dekk i Mosfellsbæ og Smur- og hjól- barðaþjónusta Bjöms og Þórðar í Keflavík. -ingo Verðkönnun: Ódýrasta um- felgunin íslandsdekk í Dugguvogi buðu lægsta verð á umfelgun sam- kvæmt verðkönnun Samkeppnis- stofnunar en þar kostaði hún 2.600 kr. Fimm aðilar buðu um- felgun hins vegar á 2.800 kr. og voru það Vaka hf. á Eldshöfða, VDO hjólbarðaverkstæði á Suður- landsbraut, N.K. Svane hf. í Skeif- unni, Hjólbarðaverkstæðið Klöpp við Vegmúla og Hjá Krissa í Skeif- unni. Negld, sóluð dekk Ódýrustu negldu, sóluðu dekk- in af stærðinni 155/13 voru sam- kvæmt verðkönnuninni Hjá Krissa á 4.150 kr. en fengust einnig á 4.220 kr. hjá VDO á Suð- urlandsbraut og á 4.300 kr. hjá ER-þjónustunni. Ódýrustu negldu sóluðu dekkin af stærðinni 185/70/14 voru einnig Hjá Krissa á kr. 5.100 en fengust einnig á 5.179 kr. hjá VDO á Suðurlands- braut og á kr. 5.300 hjá ER-þjón- ustunni. Ónegld, sóluð dekk Ódýrustu ónegldu, sóluðu dekk- in af stærðinni 155/13 voru sam- kvæmt verðkönnuninni hjá Hjól- barðahöllinni í Fellsmúla á 3.080 kr. en fengust einnig á 3.270 kr. hjá VDO á Suðurlandsbraut og á 3.300 kr. Hjá Krissa. Ódýrustu ónegldu, sóluðu dekkin af stærð- inni 185/70/14 voru einnig í Hjól- barðahöllinni .á 4.080 kr. en feng- ust einnig á kr. 4.229 hjá VDO á Suðurlandsbraut og á kr. 4.250 Hjá Krissa. Ódýr jarðarber Hægt er að fá 250 g af hollensk- um jarðarberjum á 99 kr. í Hrað- búðum Esso í dag og næstu daga vegna óvenju hagstæðra inn- kaupa. Sams konar askja var áður á tilboði á 199 kr. Nabisco-vörurnar. Nýjar kextegundir Rolf Johansen & Company ehf. hefur hafið innflutning á hinu þekkta matvörumerki Nabisco. Nú þegar eru fáanlegar kexteg- undirnar Oreo (kremkex), Chips Ahoy (súkkulaðibitakex), Filipp- inos (súkkulaðikexhringir), Mar- bú Dorada (maríukex) og Marbú Fibra (gróft maríukex). Fleiri teg- undir verða svo fáanlegar innan skamms. Nýi bláberjaísinn frá Kjörís. Heimaís með bláberjum Kjörís hefur nú bætt bláberjaís í hóp hinna bragðtegundanna af Heimaís. Áður var boðið upp á vanillu-, súkkulaði- og appelsínu- ís sem að sögn forsvarsmanna Kjöríss hafa notið mikilla vin- sælda. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.