Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1997 Fréttir Sandkorn dv Bruni í íbúðarhúsi í Bolungarvík á páskadagsmorgun: Erum öreigar eftir þennan hræðilega atburð - segir Ólafur Benediktsson sem slapp naumlega úr eldinum ásamt 17 ára dóttur sinni íbuöarhúsið í Bolungarvík brann nánast til kaldra kola og aöeins útveggir og hluti af þakinu standa eftir. Dv-mynd H.Kr. „Tryggingarnar voru að tilkynna okkur að við fengjum aöeins mark- aðsverð ef við byggðum eða keypt- um á öðrum staö i bænum. Mark- aðsverð er ekki neitt neitt þannig aö það er ljóst að við erum öreigar eft- ir þennan hræðilega atburð. Ég get ekki séð hvernig þessi tryggingarfé- lög ætla að hjálpa fólki í nauð. Við eigum ekki neitt, ekki einu sinni föt til að vera í,“ segir Ólafur Bene- diktsson, slökkviliðsstjóri í Bolung- arvík, en hann og 17 ára dóttir hans sluppu naumlega út úr brennandi húsi í Bolungarvík að morgni páskadags. Húsið brann nánast til kaldra kola og aðeins útveggimir og hluti af þakinu standa eftir. Ólafur og fjölskylda hans misstu ailt í eldin- um, innbú og alla persónulega muni sem Ólafur segir að sé sárasti miss- irinn. „Við vitum að við erum heppin að vera á lífi og þökkum guði fyrir það. En það er svart fram undan eft- Önundarfjörður: Eldur í sveitabæ Eldur kviknaði í sveitabænum Hóli í Önundarfirði á páskadagsmorgun. Heimilisfólkið á bænum réð nið- urlögum eldsins áður en slökkvilið kom á vettvang. Skemmdir eru minni háttar af eldi og reyk en elds- upptök eru ekki að fullu kunn, að sögn lögreglunnar á ísafirði. - RR Reykjavík: Tveir handteknir vegna innbrota Tveir menn voru handteknir í gærmorgun vegna gruns um aöild að nokkrum innbrotum í höfuð- borginni um helgina. Mennimir voru handteknir sinn á hvorum bílnum í Grafar- vogi og í þeim fannst hluti af þýfi úr myndbandaleigu, söiutumi og bílum sem brotist hafði verið inn í um helgina. í kjölfar handtöku mannanna og yfirheyrslna yfir þeim fannst meirihluti þýfisins í gær. Máhð telst því upplýst. -RR ir þennan hræöilega atburð og að vita það síðan í framhaldinu að við erum öreigar og eigum ekkert. Við getum ekki hugsað okkur að byggja aftur upp á sama stað með þessar minningar að baki okkar þar sem við erum á snjóflóðahættusvæði. Sveit Antons Haraldssonar frá Akureyri fór með sigur af hólmi á Landsbankamótinu í sveitakeppni i bridge eftir harða keppni við sveit Landsbréfa. Sveit Antons var Spurning um sekúndur „Þetta var spuming um sekúndur en ekki mínútur. Við feðginin vor- um tvö heima en konan mín á næt- urvakt á sjúkrahúsinu. Ég vaknaði viö hvelli og vælið í brunaboðanum og þá var komin reykjarsvæla inn í skipuð Akureyringunum Antoni, Pétri Guðjónssyni, Sigurbirni Har- aldssyni, Magnúsi Magnússyni, Siglfirðingnum Steinari Jónssyni og Reykvíkingnum Jónasi P. Er- herbergi hjá mér. Eg þaut fram og inn í herbergi til dóttur minnar. Ég sá að það var eldur í millivegg milli stofu og eldhúss. Dóttir mín var vöknuð og ég sagði henni að fara í fót. Þegar ég sneri við og ætl- aði að ná i fot sjálfur var orðinn svartur reykjarmökkur um allt. Ég þreif í borð til að brjóta rúðu í glugga á herberginu. Það tókst í fimmtu eða sjöttu tilraun og við komumst út og rétt náðum andan- um. Ég var á nærbuxunum þegar ég komst yfir til nágrannanna og lét vita af eldinum. Það er lygilegt hve fljótt eldurinn braust út og húsið varð alelda á örskammri stundu," segir Ólafur. Slökkviliðið náði að verja næsta hús sem komið var í töluverða hættu vegna eldsins. Það tók slökkviliðið um hálftíma að ná tök- um á eldinum sem þá logaði um allt húsið. Upptök eldsins eru talin vera út frá sjónvarpi í stofu. sigur lingssyni. Spilaramir í sveit Antons eru allir að vinna sinn fyrsta íslands- meistaratitil í sveitakeppni, nema Steinar sem varð íslandsmeistari árið 1993. Sigurbjöm Haraldsson er yngsti Islandsmeistari frá upp- hafi, nýorðinn 18 ára gamall. Verð- ur það met sennilega seint slegið. Þegar 7 umferðum af 9 var lokið í úrslitakeppninni benti fátt annað til þess en að sveit Landsbréfa væri búin að tryggja sér fyrsta sæt- ið. Landsbréf höfðu þá 146 stig en sveit Antons 128 stig. í næstsíðustu umferð vann sveit Búlka stórsigur, 25-4, á sveit Landsbréfa á meðan sveit Antons vann Hjólbarðahöll- ina, 24-6. Sveitir Antons og Lands- bréfa mættust i lokaumferðinni og Antoni nægði jafntefli. Niðurstað- an var 16-14 sigur fyrir Anton og sigurinn var þeirra. Lokastaða efstu sveita varð þannig: 1. Anton Haraldsson 168 stig. 2. Landsbréf 164 3. VÍB 152 4. Samvinnuferðir-Landsýn 150 5. Eurocard 149,5 6. Búlki 137 Reiknaður var út árangur ein- stakra para í mótinu og voru Ein- ar Jónsson og Eiríkur Hjaltason i sveit Hjólbarðahallarinnar með bestan árangur, 17,41 stig að með- altali í 10 hálfleikjum. í öðru sæti vom Jón Baldursson-Sævar Þor- bjömsson (Landsbréf) með 17,22 stig (13 hálfl.) og Magnús Magnús- son-Pétur Guðjónsson með 17,18 í 14 hálfleikjum. -fs Verð ég límdur? Framganga starfsmanna í leik- skóla í Hafnarfirði sem sagt var frá á dögunum vakti mikla athygli, enda teljast það hvorki eölilegar né beinlínis viðteknar uppeldisaðferðir að líma fyrir munn barna, og límbönd eru reyndar notuö til allt annars. Sagan segir okkur hins vegar af ung- um dreng- hnokka sem var venju fremur erfiður við móður sína, svo erfiður að móðirin sá ástæðu til að hækka róminn og setja ofan í við þann stutta. Dreng- urinn virðist hafa gert sér grein fyrir þvi að hann hafði gengiö of langt, og hann hafði greinilega haft veður af „uppeldisaðferðunum" í Hafnarfirði því hann sneri sér að móður sinni eftir skammarlestur hennar og spurði hræddur á svip- inn: „Verð ég nokkuð límdur, mamma?" Þurfið að vakna Fararstjórar í skemmtiferðum íslendinga erlendis lenda i einu og öðru sem kallar á skjótar úrlausnir og er ekkí allt skemmtilegt við- fangs. Ferða- langur nokkur, sem kom ný- lega frá Kanarí- eyjmn, sagði sögu af því að nokkrir íslend- ingar, sem þar dvöldu fyrir skömmu, hefðu iðkað það að fara í golf á hverjum morgni en þeir voru reyndar óhressir með það hversu snemma þeim var úthlutað rástimum á morgnana. Gengu þeir á fund Kjart- ans L. Pálssonar, fararstjóra Sam- vinnuferða-Landsýnar, og vildu knýja á um breytingu. KKrtan, sem er sjóaður og sjaldan kjaftstopp, leit yfir sendinefhdina, virti menn fyrir sér og sagði svo: „Þið eruö nú orðn- ir svo gamlir greyin að þið þurfið hvort sem er að vakna til að pissa.“ Hvað var hann með? Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja á Akureyri, handlék einhverja pappíra af miklum krafti er hann mætti í viðtal á Stöð 2 á dögunum hjá þeim Páli Magnússyni og Ólafi Friðrikssyni. Pappírarnir komu reyndar ekki við sögu í út- sendingunni fyrr en viðtal- inu var lokið en þá sneri Þorsteinn Már sér að Páli og sagðist ekki hafa getað af- hent honum pappírana. Nú velta menn fyr- ir sér hvaða pappíra forstjórinn var með og hafa þær spumingar vaknað hvort hér hafi verið um að ræða hlutabréf í Samherja sem fréttastjórinn hafi átt að fá í beinni útsendingu. Góð ferð Það voru sagöar sögur um ótrú- legustu mjólkurflutninga frá Akur- eyri til Reykjavíkur í verkfallinu í síðustu viku, enda fór varla nokkur maður að norð- an án þess að vera hlaöinn þeirri nauðsyn sem mjólk óneitanlega er. Á ráðstefnu á Akureyri í síð- ustu viku um áfengis- og vímuefnanotk- un unglinga var rnættm- Þórarinn Tyrfingsson, formaður og yfirlæknir SÁÁ, sem hélt fróðlegt erindi eins og við mátti búast. Þórarinn byrjaði hins vegar fyrirlestiu- sinn á að segja ráðstefnugestum frá þvi að hann hefði gert óvenjugóða ferð til Akur- eyrar að þessu sinni, hann hefði komist í búð til að kaupa rjóma og hefði þannig getað bjargað ferming- arveislu sem til stóð innan fjöl- skyldunnar. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ) ÁKR. 10.000,00 1980-1.fl. 15.04.97 - 15.04.98 kr. 412.927,80 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 26. mars 1997. SEÐLABANKIÍSLANDS -RR Nýkrýndir íslandsmeistarar í sveitakeppni í bridge meö verölaun sín. Frá vinstri eru Jónas P. Erlingsson, Pétur Guö- jónsson, Anton Haraldsson, Magnús Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson og Steinar Jónsson. Dv-mynd is Landsbankamótið í sveitakeppni i bridge: Norðlenskur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.