Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 75. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						16
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
25 ?
Iþróttir
íþróttir
Seinni Júgóslav-
inn til KA
KA fékk í fyrradag til liös við
sig júgóslavneska knattspyrnu-
manninn Nebojsa Lovic en hann
leikur væntanlega með Akureyr-
arliðinu í 2. deildinni í sumar.
Lovic er 29 ára sóknarmaður og
kemur frá 1. deildar liðinu Nap-
redak. Áður hafði KA samið við
landa hans, Slobodan Stefanovic.
-VS
Macari refsaö?
Lou Macari, framkvæmda-
stjóri enska knattspyrnuliðsins
Stoke, á refsingu yfir höfði sér
eftir að hafa mótmælt hressilega
þegar Lárus Orri Sigurðsson var
rekinn af velli gegn Bradford á
mánudag.
Enskir fjölmiðlar eru sam-
mála um að það hafi verið mjög
strangur dómur að dæma víta-
spyrnu á Lárus Orra, en síðan
verið algerlega út í hött að sýna
honum rauða spjaldið.      -VS
Afmælinu spillt
Ferenc Puskas frá Ungverja-
landi, einn frægasti knatt-
spyrnumaður allra tíma, varð
sjötugur í gær. Af því tilefni léku
Ungverjar og Ástralir vináttu-
landsleik í Búdapest. Ástralir
spilltu afmælisfögnuðinum með
því að vinna heimamenn, 3-1.
Frakkar unnu Svía
Frakkar unnu Svía, 1-0, í vin-
áttulandsleik í París í gær. Youri
Djorkaeff skoraði sigurmarkið
úr vítaspyrnu. Þá unnu Irar
nauman sigur á Lettum, 1-0.
Chicago styrkist
Chicago, NBA-meistararnir í
körfubolta, sömdu í gær við Bri-
an Williams, fyrrum leikmann
LAClippers. Hann var skorinn
upp í haust og hefur ekkert spil-
að í vetur. Dennis Rodman og
Bill Wennington eru báðir úr
leik vegna meiðsla og Williams á
að fylla í skarðið.
Aðalfundur HK
Aðalfundur HKverður hald-
inn í Hákoni digra í Digranesi
fimmtudaginn 10. apríl og hefst
kl. 20.
Ferguson smeykur
Enska knattspyrnufélagið
Manchester United sendi í gær-
kvöldi leiguflugvél til Skopje í
Makedóniu til að sækja þá Roy
Keane og Denis Irwin. Þeir léku
þar með irska landsliðinu í gær
en Alex Ferguson, framkvæmda-
srjóri United, vildi fá þá heim
sem fyrst. Leiguvélin kostaði
United 3,3 milljónir króna.
Manchester United fær Derby
í heimsókn í úrvalsdeildinni á
laugardag og Ferguson er greini-
lega smeykur við þann leik eftir
að hafa náð naumlega jafntefli í
fyrri leik liðanna í vetur.
-vs
f kvöld
Körfubolti karla - lirslit:
Grindavík-Kefiavík (0-1).....20.00
Handbolti - landsleikur:
Ísland-Kína.........Selfoss 20.15
Handbolti kvenna - úrslit:
Haukar-Stjarnan (1-0).......20.00
Knattspyrna - Reykjavíkurmótiö:
KR-Valur  ................20.30
KSÁÁ-Ármann............20.30
Knattspyrna - Deildabikarinn:
Stjarnan-Afturelding .. . Hafh. 20.30
Breiðablik-Ægir ...........20.30
NBA-deildin í körfuknattleik í nótt:
Sigurgangan hjá
Phoenix heldur áfram
Úrslit leikja í NBA í nótt:           Eddie Jones skoraði 27 stig fyr-
Boston-Cleveland..........87-96     ir Lakers gegn Denver.
PhUadelphia-Toronto .......90-112      Karl Malone skoraði 23 stig fyr-
Charlotte-Atlanta...........95-84    ir Utah gegn Sacramento en Utah
Minnesota-New Jersey.......94-89    hafði 39 stiga forskot i leikhléi.
SA Spurs-Detroit...........92-99       Kevin Johnson skoraði 30 stig
Utah-Sacramento ..........118-87    fyrir Phoenix gegn Houston og
Phoenix-Houston ..........109-96    Wesley Persón 21 stig. Olajuwon
LA Lakers-Denver .........110-85    var með 33 stig fyrir Houston.
Grant Hill var frábær í liði    Phoenix vann þarna 7. leik sinn í
Detroit gegn SA Spurs, skoraði 31    röð og 10. sigurinn í 11 leikjum.
stig, hirti 11 fráköst og gaf 10     Glen Rice skoraði 28 stig fyrir
stoðsendingar. Þetta var 20. þrenn-    Charlotte gegn Atlanta.
an hjá honum á ferlinum.                                    -SK
Herdís styrkti HSI
DV, ísafirði:
Herdísi Egilsdóttur, ellilífeyris-
þega frá ísafirði, var klappað lof í
lófa fyrir leikinn. Hún hefur marg-
oft stutt HSÍ með hinum ýmsu gjöf-
um og fyrir leikinn í gær færði
hún HSÍ 10.000 krónur að gjöf.
Jón Freyr Egilsson úr Haukum
byrjaði inná í sínum fyrsta lands-
leik. Hann skoraði sitt fyrsta
landsliðsmark eftir 20 mínútna
leik og bætti við öðru 5 mínútum
siðar.
Reynir Þór Reynisson, Fram,
var að leika sinn þriðja landsleik.
Hann byrjaði inná og lék fyrri hálf-
leikinn.
Ólafur Stefánsson tók ekkert þátt
í leiknum vegna meiðsla í ökkla og
er tvisýnt um þátttöku hans í
leiknum á Selfossi í kvöld.
Kínverjarnir urðu skelfingu
lostnir við lendingu á fugvellinum
á Isafirði sídegis í gær. Flugvélin
lenti nokkuð harkalega og urðu
Kinverjarnir grænir í framan af
hræðslu.                   -GH
Platt gagnrýnir
- ekki sáttur við að vera úti í kuldanum
David Platt, leikmaður Arsenal
og margreyndur landsliðsmaður, er
ekki hress með Glen Hoddle, lands-
liðsþjálfara. Platt hefur ekki hlotið
náð fyrir augum Hoddles síðan
hann tók við liðinu af Terry Vena-
bles og Platt gagnrýnir Hoddle fyrir
að fá ekki skýringar hvers vegna
landsliðsferill hans virðist vera lið-
inn undir lok. Platt, sem er orðinn
þrítugur og hefur leikið 62 lands-
leiki fyrir England, var ekki valinn
í 25 manna landsliðshópinn fyrir
leikinn gegn Mexíkó þrátt fyrir að
marga menn vantaði sökum
meiðsla.
„Ég er auðvitað mjög vonsvikinn
eins og flestir myndu vera við þess-
ar kringumstæður. Ég hefði viljað
fá hringingu frá landsliðsþjálfaran-
um þar sem hann hefði gefið skýr-
ingu á því að hafa ekki valið mig en
i stað þess lét hann Arsene Wenger,
framkvæmdastjóra Arsenal, gera
það. Ég vona að að ég hafi ekki leik-
ið minn siðasta landsleik því ég hef,
eins og allir, löngun og metnað til
þess að spila með landsliðinu,"
sagði Platt i viðtali á Sky sport.
-GH
Sagt eftir leikinn:
„Þetta er svolitið
ryðgað hjá okkur"
DV, Isaíirði:
„Þeir voru snöggir og liprir en
við áttum. .ekki að hleypa þeim
svona inn í leikinn undir lokin. Það
er erfitt að spila á móti svona liðum.
Við höfum ekki æft saman lengi og
auðvitað er þetta svolitið ryðgað hjá
okkur," sagði Patrekur Jóhannes-
son við DV eftir leikinn á ísafirði
gærkvöld.
Toppa á réttum tíma fyrir
Japan
Þetta var ekkert sérstakur leik-
ur af okkar hálfu en ég hef engar
áhyggjur. Við unnum leikinn, það
var fyrir mestu og við ætlum okkur
að toppa á réttum tíma í Japan og
því er ágætt að vera ekkert að spila
glimrandi leiki núna," sagði Patrek-
ur Jóhannesson, besti leikmaður ís-
lands í leiknum.
„Ég fann mig bara mjög vel og
það var virkilega gaman að vera
þátttakandi í þessum leik, stemn-
ingin góð og gott hús á ísafirði.
Þetta var öðruvísi en að spila með
Haukunum. Ég er ágætlega sáttur
við mína frammistöðu. Ég átti ekki
von á að fá að byrja leikinn en það
var ánægjulegt að fá að spila svona
mikið og ekki skemmdi það fyrir að
vinna í sínum fyrsta landsleik,"
sagði Jón Freyr Egilsson, horna-
maðurinn knái úr Haukum, sem
stóð sig með mikilli prýði í sínum
fyrsta landsleik.
-GH
Kristinn vann svigið á Dalvík
FIS-mót í svigi karla og kvenna
í tenglsum við landsmótið á skíð-
um fór fram á Dalvík í gær. Þaö
átti upphaflega að fara fram á
Ólafsfirði en var flutt til Dalvíkur
vegna veðurs og færis á Ólafsfirði.
Kristinn Björnsson sigraði með
yfirburðum í svigi karla, kom
tveimur sekúndum á undan Herm-
an Schiestl frá Austurríki í mark.
í svigi kvenna sigraði Petra Ola-
mo frá Finnlandi eftir jafna keppni
við Brynju Þorsteinsdóttur. ' -biá
Konráö Olavsson sleppur hér inn úr horninu en kínverski markvöröurinn sá viö honum og varði. ísíiröingar lágu ekki á liði sínu og fjölmenntu á landsleikinn og
studdu þannig vel við bakið á íslenska liðinu. Stemningin var góð á pöllunum eins og myndin ber glöggt vitni um.                    Simamynd Hörður/fsafirði
Margt jákvætt en
slípa þarf ýmislegt
- íslendingar lögðu Kínverja, 27-24, að Torfnesi á ísafirði
DV, Isafirði:
íslendingar innbyrtu nokkuð örugg-
an sigur á Kínverjum 1 landsleik þjóð-
anna á Isafirði í gærkvöld en segja
má að íslenska liðið hafi þó lent í
óþarfa basli með gesti sína undir lok
leiksins. Kínverjarnir voru orðnir sex
mörkum undir i síðari hálfleik en
náðu að veita íslendingum harða
keppni þegar þeir minnkuðu muninn
í eitt mark þegar rúmar þrjár mínúrur
voru eftir. íslendingar áttu síðasta
orðið, skoruðu tvö mörk í röð á
lokamínútunum og sigruðu með
þriggja markamun.
íslendingar virtust ætla að kafsigla
Kínverjana strax í upphafi leiks. ís-
land  skoraði sjö mörk gegn einu  á
fyrstu 12 minútum og það var greini-
legt að mikil ferðaþreyta sat í kín-
verska liðinu enda kom það nánast
beint í leikinn. Kínverjarnir náðu þó
að rétta sinn hlut þegar leið á fyrri
hálfleikinn. íslendingar léku vörnina
framarlega í fyrri hálfleik sem gekk
ágætlega framan af en þegar líða tók
á fyrri hálfleikinn náðu Kínverjarnir
oft að leika í gegnum vörnina enda
sterkir í stöðunni maður á móti
manni. í síðari hálfleiknum bakkaði
íslenska liðið í 6:0 vörn og gekk sú
vörn betur en kínversku skytturnar
fengu þó oft óþarflega mikið næði til
að athafna sig. Kínverjarnir léku nær
allan leikinn mjög framstæða vörn
eins og tíðkast á meðal Asiuþjóða. Sú
vörn hefur oft hentað íslenska liðinu
illa. Sóknarleikurinn var stundum
nokkuð stirður en um leið og
boltalausu mennirnir komust á hreyf-
ingu opnaðist kínverska vörnin og
þeir Patrekur og Júlíus voru seigir að
finna smugur á henni.
Það voru margir jákvæðir punktar í
leik íslenska liðsins. Patrekur Jóhann-
esson og Júlíus Jónasson voru báðir
mjög ógnandi i skyttuhlutverkunum,
linumennirnir Geir og Róbert hreyf-
anlegir og iðnir við að opna leiðina
fyrir félaga sína og hornamennirnir
ágætlega virkir. Jón Freyr Egilsson
stóð sig vel í sínum fyrsta landsleik
og Gústaf Bjarnason skilaði sínu vel.
Markvarsla þeirra Reynis og Guð-
mundar var ekki nógu góð, Rúnar Sig-
tryggsson, Konráð Olavsson og Dagur
Sigurðsson náðu sér ekki á strik og
ekki náðist nægilega góð stemning
yfirhöfuð í liðinu. Leikurinn var fyrst
og fremst góður undirbúningur fyrir
keppnina stóru sem hefst í Japan í
næsta mánuði. Þangað til á margt eft-
ir að slípast í leik íslenska liðsins en
enginn ætti þó að örvænta því mikið
býr í landsliði Þorbjörns Jenssonar.
Kínverjar í mikilli framför í
handbolta
Kínverjar eru greinilega í mikilli
framför i íþróttinni. Þeir sýndu oft
mjög skemmtileg tilþrif í sókninni og
engum ætti að leiðast að sjá þá vel út-
hvílda í leiknum á Selfossi í kvöld.
-GH
Undankeppni HM í knattspyrnu:
Ovæntur sigur hjá Makedóníu
Tyrkir fögnuðu sigrinum á
Hollendingum vel og lengi í leikslok
í Istanbul i gærkvöldi. Mynd-Reuter
Makedónía setti heldur betur strik í
reikninginn í 8. riðli undankeppni HM
í knattspyrnu, riðli íslands, með því að
vinna íra, 3-2, í Skopje i gærkvöld.
Makedónía, sem áður hafði aðeins
unnið Liechtenstein og Kýpur í sex ára
landsleikjasögu sinni, er þar með í
öðru sæti riðilsins. Rúmenar eru með
fullt hús stiga, unnu Litháen í Vilnius
í gær, 0-1.
Næsti leikur íslands er einmitt gegn
Makedónlu i Skopje þann 7. júní og
ljóst er á þessum úrslitum að róðurinn
þar verður þungur.
Tyrkir skelltu Hollandi
Tyrkir komu heldur betur á óvart
með því að leggja Hollendinga, 1-0, í 7.
riðli. Hollendingar höfðu unnið alla
sína leiki og þeir fengu vítaspyrnu 4
mínútum fyrir leikslok. Clarence
Seedorf skaut yfir mark Tyrkja og
heimamenn fögnúðu sætum sigri.
Albanir fengu þrjár vítaspyrnur
Þjóðverjar lentu í miklum vandræð-
um með Albana þegar þjóðirnar léku á
„heimavelli" þeirra síðarnefndu í
Granada á Spáni. Albanir fengu þrjár
vitaspyrnur i leiknum og nýttu tvær
þeirra. Atidreas Köpke varði þá fyrstu.
Ulf Kirsten skoraði þrennu á 20 mínút-
um seint í leiknum og tryggði Þjóðverj-
um 2-3 sigur.
„Ég er stoltur af mínu liði og von-
andi hefur fólkið heima í Albaníu átt
góða stund á meðan það horfði á leik-
inn í sjónvarpi," sagði Hafizi Astrit,
þjálfari Albana.
Skotar komust í mjög góða stöðu á
toppi 4. riðlis með því að vinna Austur-
ríki, 2-0. Kevin Gallacher gerði bæði
mörkin.
Savo Milosevic tryggði Júgóslövum
sigur á Tékkum í Prag, 1-2, með marki
á lokasekúndunum.
Slóvenar náðu óvæntu jafntefli, 3-3,
þegar þeir sóttu granna sína í Króatíu
heim til Zagreb.
ítalir töpuðu sínum fyrstu stigum
þegar þeir gerðu markalaust jafntefli
við Pólverja í Chorzow. Pólverjar voru
nær sigri og ítalir virtust sáttir við að
halda einu stigi.                -VS
Steinar Ingimundarson knattspyrnumaður:
Tapaði
kærumáli
í Glasgow
Skoska blaðið Daily Recorá
skýrði frá þvl i gær að íslenski
knattspyrnumaðurinn Steinar
Ingimundarson hefði tapað kæru-
máli fyrir rétti í Glasgow.
Steinar kærði Tony Ashcroft,
leikmann skoska liðsins Pollock,
fyrir að kjálkabrjóta sig í apríl í
fyrra. Steinar lék þá með Víði úr
Garði gegn Pollock í æfingaferð í
Skotlandi.
Ashcroft var rekinn af velli fyr-
ir tiltækið og hlaut sex leikja
bann þó að um æfingaleik væri að
ræða.
Dómari leiksins bar vitni í mál-
ihu og sagðist hafa séð Ashcroft
skalla Steinar í andlitið og því vís-
að honum af velli.
í niðurstöðu dómsins sagði hins
vegar að ekki væri sannað að Ash-
croft hefði kjálkabrotið Steinar.
Þá er sagt að Steinar hafi tjáð
réttinum að kjálkabrotið hafi
bundið enda á feril sinn hjá Víði.
Það er reyndar ekki rétt því hann
lék með liðinu síðasta sumar.
Ekki náðist i Steinar 1 gærkvöld
eða morgun þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir.
-VS
Eins og ég bjóst við
DV, Isafirði:
„Þeir spiluðu svona alveg eins og
ég bjóst við. Þeir spila eins og S-
Kóeruliðið, pressa vörnina fram og
þó Júlíus hafi leyst ágætlega stöð-
una sem Ólafur er vanur að spila í
var spilið svolítið stirðara fyrir vik-
ið. Við leystum þetta mun betur
þegar við spiluðum gegn Egyptum.
Þetta er hlutir sem við verðum að
æfa ef eitthvað kemur upp á með
Ólaf. Að vísu get ég stillt Bjarka
líka fyrir utan. Ég vissi að þessi
framarlega vörn sem ég beitti á þá í
fyrri hálfleik myndi ekki ganga sem
skyldi en ég vildi samt prófa hana.
6:0 vörnin gekk mun betur og hún
á betur við okkur. Hreyfimunstur
Kínverjanna er allt annað en okkar
og þess vegna er betra að vera með
múr fyrir framan heldur en að
lenda maður á móti manni. Við
hleyptum þeim óþarfalega nálægt
okkur þarna undir lokin enda vor-
um við svolitið komnir á kínversk-
an hraða á tímabili og það hentar
okkur ekki," sagði Þorbjörn Jens-
son.                        -GH
Sigur hjá Víkingum
Víkingur sigraði ÍR, 1-0, í A-deild
Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í
gærkvöldi. Tómas Ellert Tómasson
skoraði markið.
Staðan í A-deildinni:
Fram        3  3  0  0   9-2   9
Valur       2  110    4-1   4
KR         2   110    4-24
Víkingur     3  111    3-3   4
Fylkir       3  0  12    1-6   1
ÍR          3  0  0  3    2-90
Fjölnir sigraði Létti, 2-1, í B-
deildinni. Þorvaldur Logason gerði
bæði mörk Fjölnis en Rúnar Jóns-
son mark Léttis.
-VS
3-0, 3-1, 7-1, 7-4, 11-6, 13-11, (15-12).
16-12, 18-14, 21-17, 23-21, 25-24, 27-24.
Mörk íslands: Patrekur Jóhann-
esson 7/1, Júlíus Jónasson 6/2, Geir
Sveinsson 4, Gústaf Bjarnason 3, Jón
Freyr Egilsson 2, Dagur Sigurðsson 2,
Rúnar Sigtryggsson 1, Valgarð
Thoroddsen 1, Róbert Sighvatsson 1.
Varin skot: Reynir Þór Reynisson
7, Guömundur Hrafnkelsson 5.
Mörk Kina: Wang Xiding 6, Zhang
Jingmin 4/1, Song Gang 3, Wu Jian 3,
Yo Hongquan 2, Mo Zhujian 2, Ma
Haiyong 2, Guy Weidong 1, Yan Tao
1.
Varin skot: He Jun 13, Wang Bin
6/2.
Brottvísanir: ísland 0 mín, Kína 2
mín.
Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson
og Gunnar Kjartansson, dæmdu vel
Áhorfendur: Rífiega 900.
Maður leiksins: Patrekur
Jóhannesson, tslandi.
Blak kvenna:
ÍS vann
fyrsta úr-
slitaleikinn
ÍS vann öruggan sigur á
Víkingi, 3-1, í fyrsta úrslitaleik
liðanna um íslandsmeistaratitil
kvenna i blaki sem fram fór í
Austurbergi í gærkvöld.
ÍS vann fyrstu hrinuna, 15-9,
en Víkingur þá næstu, 17-15.
Eftir það var um einstefnu
Stúdína að ræða og þær unnu
tvívegis, 15-5 og 15-5, og leikinn
þar með. Annar leikur liðanna
verður í Víkinni annað kvöld en
þrjá sigra þarf til að verða
meistari.
-VS
Knattspyrnuþjálfari óskast
UMF. Einherji, Vopnafirði auglýsir eftir þjálfara
fyrir mfl. og yngri flokka félagsins.
Upplýsingar í síma 473-1108, 473-1256 og 473-1344
		
;£Í)UNDANKEPPMHM		
1.	riöill:	
Bosnía-Grikkland ....		.....0-1
0-1 Franceskos (74.)		
Króatía-Slóvenía.....		.....3-3
1-0 Prosinecki (33.), 2-0 Boban (43.),		
2-1 Gliha (45.),	3-1 Boban (60.), 3-2	
Gliha (65.), 3-3 Gliha (67.)		
Grikkland  5	3  1  1	8-3  10
Danmörk   3	2  10	5-2   7
Króatía     4	1  3  0	9-6   6
Bosnía     4	1  0  3	3-9   3
Slóvenía    4	0  13	4-9   1
2.	riöill:	
Pólland-ítalía		0-0
ítalía      5	4  10	8-1   13
England    4	3  0  1	7-2   9
Pólland    3	1  1   1	3-3   4
Georgía    2	0  0  2	0-3   0
Moldavía   4	0  0  4	2-11  0
3.	rioill:	
		____1-2
0-1 Litmanen (25.), 0-2 Paatelainen		
(66.), 1-2 Soleymanov (80.)		
Noregur    3	3  0   0	9-0   9
Ungverjal.   3	2  0   1	4-3   6
Finnland   3	10   2	4-5   3
Sviss      3	10  2	3-4   3
Azerbaijan  4	10   3	2-10   3
4.	riöill:	
		____2-0
1-0 Gallacher (24.), 2-0 Gallacher (77.)		
Skotland    6	4  2   0	7-0   14
Austurríki  4	2  1   1	3-3    7
Svíþjóð     4	2  0  2	7^   6
Eistland    4	1  1   2	1-3   4
Hv.Rússland 4	1  1   2	3-7   4
Lettland    4	0  13	3-7    1
5. riöill:
Búlgarfa-Kýpur...........4-1
1-0 Borimirov (2.), 2-0 Kostadinov
(36.), 3-0 Kostadinov (45.), 3-1 Okkas
(61.), 4-1 Yordanov (66.)
ísraej      5  3  11   7-4  10
Búlgaría    4  3  0  1  10-5   9
Rússland    4  2  2  0  10-2   8
Kýpur      5  113   5-12  4
Lúxemborg  4  0  0  4   1-10  0
6. riöill:
Tékkland-Júgóslavia.......1-2
0-1 Mijatovic (28.), 1-1 Bejbl (75.), 1-2
Milosevic (90.)
Spánn      6  5  10  19-3   16
Júgðslavía  6  5  0  1  20-5   15
Slóvakía    5  4  0  1  14-5   12
Tékkland   4  112   7-3   4
Færeyjar   5  0  0  5   5-22  0
Malta      6  0  0  6   0-27  0
7. riöill:
Tyrkland-Holland .........1-0
1-0 Hakan Sukur (52.)
Holland     5  4  0  1  17-3   12
Belgía      4  3  0  1   7-5   9
Tyrkland   4  2  11   9-2   7
Wales      6  2  13  14-12   7
San Marino  5  0  0  5   0-25  0
8. riöill:
Makedónía-írland.........3-2
0-1 McLoughlin (8.), 1-1 Stojkovski
(29.), 2-1 Stojkovski (44.), 3-1 Hristov
(60.), 3-2 Kelly (78.)
Litháen-Rúmenia..........0-1
0-1 Moldovan (75.)
Rúmenla    5  5  0  0  19-0   15
Makedónía  6  3  12  18-10  10
Irlahd      4  2  11  10-3   7
Litháen     4  2  0  2   4-5   6
ísland      4  0  2  2   1-7   2
Liechtenst.  5  0  0  5   2-29  0
9. riöill:
Úkralna-Norður-frland .....2-1
1-0 Kosovski (3.), 1-1 Dowie (15.), 2-1
Shevchenko (71.)
Albanla-Þýskaland  ........2-3
1-0 Kola (61.), 1-1 Kirsten (64.), 1-2
Kirsten (80.), 1-3 Kirsten (84.), 2-3
Kola (90.)
Úkraína    5  4  0  1   6-3  12
Portúgal    6  2  3  1   5-2   9
Þýskaland   4  2  2  0   9-4   8
N.írland    6  13  2   5-5   6
Armenía    4  0  3  1   3-7   3
Albanía    5  0  14   3-10  1
t
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40