Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MANUDAGUR 5. MAI1997
23
íþróttir
Kraftlyftingar:
Þrjú íslandsmet
sett á Akureyri
íslandsmótið í kraftlyftingum
fór fram á Akureyri um helgina
og voru sett þar þrjú íslandsmet
og tvö öldungamet. Kári Elísson
úr Reykjavík tvíbætti metið í
bekkpressu í 75 kg flokki. Kári
lyfti fyrst 185,5 kg og gerði síðan
enn betur skömmu síðar þegar
hann lyfti 190 kg.
Auðunn Jónsson setti íslands-
met í 125 kg flokki þegar hann
lyfti 250,5 kg í bekkpressu. Þá
setti ílosi Jónsson tvö öldunga-
met.
-JKS
Knattspyrna:
Þrír dæma í
Toto-keppninni
Þrír íslenskir dómarar hafa
fengið verkefni í Intertoto-
keppninni I sumar.
Eyjólfur Ólafsson dæmir leik
milli norsks og belgísks liðs í
Noregi.
Kristinn Jakobsson dæmir
leik milli dansks og hvítrúss-
nesks liðs í Danmörku.
Bragi Bergmann dæmir leik
milli sænsks og lettnesks liðs í
Svíþjóð.
Ekki liggur ljóst fyrir hvaða
lið eiga í hlut Línuverðir á leikj-
unum verða íslenskir.
Bragi Bergmann mun dæma
leik Noregs og írlands í Evrópu-
keppni unglingalandsliða á mið-
vikudag en þjóðirnar eru að
spila um sæti í úrslitakeppninni
á íslandi í sumar.
-VS
Strangari reglur
um markverði
Þegar íslandsmótið í knatt-
spyrnu hefst eftir tvær vikur
verða nokkrar nýjar reglur í
gildi og þær sem skipta mestu
máli varða markvörðinn.
Ekki má lengur gefa á mark-
vörð úr innkasti.
Leggja á áherslu á að mark-
vörður megi aðeins taka fjögur
skref með boltann. Þessi regla
hefur verið í gildi en oft horft
fram hjá henni.
Auk þess telst það leiktöf ef
markvörður heldur boltanum
lengur en í 5-6 sekúndur.
Þá hefur verið fært í lög að
markvörðurinn megi hreyfa sig
á marklínunni áður en víta-
spyrna er tekin. Hann hefur ekki
mátt það hingað til en á síðari
árum hefur ekki verið tekið
strangt á því þótt hann hreyfi sig
aðeins.
-VS
Skellur gegn
Tyrkjum
ísland tapaði fyrir Tyrklandi,
0-4, í Evrópukeppni drengja-
landsliða í knattspyrnu í Þýska-
landi á föstudaginn.
Þar með féll íslenska liðið úr
keppni en Tyrkland og Slóvakía
komust í 8 liða úrslitin. ísland
sigraði Slóveníu en það var ekki
nóg til að komast áfram.
-vs
Lárus Orri ann-
ar hjá Stoke
Lárus Orri Sigurðsson, fyrir-
liði enska knattspyrnuliðsins
Stoke City, varð annar í kjöri að-
dáenda liðsins á leikmanni árs-
ins. Aðdáendurnir greiddu at-
kvæði í gegnum heimasíðu
Stoke á Internetinu. Markaskor-
arinn Mike Sheron fékk flest at-
kvæði, Lárus Orri kom næstur
og þriðji varð Andrew Griffin.
-DVÓ/VS
Jóhann Guðjónsson hjá Aftureldingu:
Gerum lokatilraun
n
við Bjarka i kvold"
- höfum rætt lítillega við Skúla Gunnsteinsson
Afturelding hefur ekki enn
gengið frá ráðningu þjálfara fyrir
næsta tímabili en að sögn Jóhanns
Guðjónssonar, formanns hand-
knattleiksdeildarinnar, eru menn
að gera sér vonir um að gengið
verði frá ráðningu þjálfara í kvöld.
„Við höfum lítillega rætt við
Skúla Gunnsteinsson eins og
reyndar við fleiri menn. Það yrði
rosalega slæmt að missa Bjarka
Sigurðsson en við höfum alls ekki
misst vonina hvað hann varðar.
Við ætlum í kvöld þegar Bjarki
kemur heim með landsliðinu frá
Spáni að serjast niður og gera
lokatilraun með hann. Það yrði
gífurleg blóðtaka fyrir okkur ef
Bjarki yfirgefur okkur en við sjá-
um hvað setur. Hann hefur ekki
enn þá skrifað undir neinn samn-
ing hjá Drammen svo við eygjum
von áfram. í okkar huga er mjög
brýnt að fá þjálfaramálin á hreint
hið allra fyrsta og vonandi tekst
það í kvöld," sagði Jóhann Guð-
jónsson í spjalli við DV í gær.
Styrkjum okkur enn frekar
Jóhann var spurður út í leik-
mannamálin en Alexei Trufan og
Sigurjón Bjarnason eru farnir frá
liðinu.
„Fyrir utan þessa tvo leikmenn
veit ég ekki annað en að allir aðr-
ir verði áfram. Bjarki er að vísu
spurningarmerki þessa stundina.
Við stefnum að því að styrkja okk-
ur enn frekar og það er alls ekki
útilokaður möguleiki að fá útlend-
ing. Við ætlum að skoða þau mál
frá öllum hliðum," sagði Jóhann.
-JKS
Körfuknattleikur:
Vallejo áfram
með ÍR-inga
Úrvalsdeildarlið ÍR í körfuknattleik hefur komist að samkomulagi við
Antonio Vallejo um aö hann verði áfram þjálfari liðsins. Almenn ánægja var
með störf hans á síðasta tímabili og var lögð þung áhersla að hann yrði
áfram með liðið.
Vallejo mun enn fremur hafa yfirumsjón með þjálfun á yngri flokkum fé-
lagsins.
Karl meö kvennaliöiö
Um helgina var einnig gengið frá ráðn-
ingu á þjálfara hjá kvennaliði félagsins.
Karl Jónsson var ráðinn í það starf en
hann hefur meðal annars verið þjálfari
hjá Snæfelli í Stykkishólmi.       -JKS
Bjarki Sigurösson fer aö ðllum
Ifkindum til Drammen en Aftur-
elding hefur þó ekki gefiö upp
alla von um aö halda honum.
Deildabikarinn í knattspyrnu:
Stórveldin eru
fallin úr keppni
- Arnar Hrafn sökkti Skagamönnum með fjórum mörkum
Stórveldin ÍA og KR féllu á föstu-
dagskvöldið út úr deildabikarnum í
knattspyrnu. Bæði eiga reyndar
einn leik eftir, í kvöld, en komast
ekki í undanúrslit mótsins.
Breiðablik og Grindavík eru hins
vegar komin áfram og Valsmenn
eru nánast öruggir. Leiftur og ÍBV
leika hreinan úrslitaleik um fjóröa
undanúrslitasætið í kvöld og dugir
ÍBV jafntefli.
Valsmenn unnu stórsigur á þre-
földum meisturum síðasta- árs,
Skagamönnum, 4-0, á malarvelli
sínum að Hlíðarenda. Arnar Hrafn
Jóhannsson, 19 ára unglingalands-
liðsmaður sem Valur fékk frá Vík-
ingi í vetur, gerði sér lítið fyrir og
skoraði öll fjögur mörkin.
Valur hefur 4 stig, FH 1 og ÍA
ekkert. ÍA og FH leika í kvöld og FH
þarf að vinna með minnst fjórum
mörkum til að komast áfram á
kostnað Vals. Það verður að teljast
harla ólíklegur möguleiki.
Grasleikur í Grindavík
Grindvíkingar náðu fyrsta gras-
leik tímabilsins þegar þeir lögðu
KR-inga, 1-0, á æfingasvæði sínu.
Sinisa „Keli" Kekic skoraði sigur-
markið strax á upphafsmínútunum.
Grindavík er með 6 stig en KR og
Skallagrímur ekkert.
Leiftur vann Stjörnuna
Leiftur vann Stjörnuna, 2-0, á
malarvellinum í Garðabæ. Gunnar
Már Másson og Júlíus Tryggvason
skoruðu mörkin. Þeir Gunnar Már
og Hermann Arason hjá Stjörnunni
fengu báðir að líta rauða spjaldið.
ÍBV og Leiftur eru með 3 stig
hvort en Srjarnan ekkert.
Blikar lögöu Fram
Breiðablik sigraði Fram, 3-2, á
malarvellinum í Vallargerði. Sævar
Pétursson, Kjartan Einarsson og
Bjarki Pétursson skoruðu fyrir
Blika en Ágúst Ólafsson og Anton
Björn Markússon fyrir Framara.
Breiðablik er með 6 stig en Fram
og Fylkir ekkert.
Fjórir leikir í kvöld
Milliriðlakeppninni lýkur í kvöld
með fjórum leikjum. ÍA og FH leika
á Akranesi, KR og Skallagrímur á
KR-vellinum og Leiftur mætir ÍBV á
grasvellinum við Helgafell í Eyjum.
Þessir leikir hefjast kl. 19. Fram og
Fylkir leika síðan á gervigrasinu í
Laugardal kl. 20.
Undanúrslitin verða leikin á
fimmtudag. Þá leikur Breiðablik við
Val (eða FH) og Grindavík mætir
ÍBV eða Leiftri.       -ÆMK/VS
Breiðablik og KR
Breiðablik og KR tryggðu sér í
gær sæti í undanúrslitum deilda-
bikars kvenna í knattspyrnu
með auðveldum sigrum.
A-riðill:
Breiöablik-Valur............8-2
Breiðablik 2 2 0 0 13-3 6
Valur     2  10  1  10-10  3
ÍBV       2  0  114-81
Haukar    2  0  11   5-11  1
B-riðiU:
Reynir S.-ÍA ...............1-3
KR-Stjarnan...............5-1
KR       2  2  0  0  20-1   6
ÍA        2  110   5-34
Stjarnan 2 0 11 3-7 1
ReynirS.   2  0  0  2   1-18  0
-VS
Stórsigur Þróttar
Þróttur vann Leikni, 6-1, i
lokaleik B-deildar Reykjavíkur-
mótsins í knattspyrnu á laugar-
daginn. Þessi lið höfnuðu í
tveimur efstu sætum deildarinn-
ar og spila því úrslitaleik um
sæti í A-deildinni næsta laugar-
dag. Lokastaðan í B-deild varð
þannig:
ÞrótturR. 5 5 0 0 34-7 15
LeiknirR. 5 4 0 1 17-7 12
flölnir     5  3  0  2  16-«   9
Léttir     5  2  0  3   9-13  6
Ánnann 5 10 4 7-28 3
KSÁA     5  0  0  5   3-23  0
-VS
t
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28