Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Page 4
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 DV i8 %ón!ist Island 1.(6) 2.(1 ) 3. (-) 4. (5) 5. (- ) 6. ( 4 ) | 7.(2) 8. (14) 9. (7) 10.(11) 11. (Al) 12. (13) 13. (-) 14. (11) 15. ( 3 ) 16. ( 9 ) 17. (-) 18. (10) 19- (—) 20. (18) Spice Spice Girls Stoosh Skunk Anansie Forever Wu Tang Klang Falling into You Celine Dion Óskalög sjómanna Ýmsir Pottþétt 7 Ýmsir Dig Your Own Hole Chemical Brothers Paranoid and Sunburnt Skunk Anansie Colour + Shape Foo Fighters Romeo & Juliet Úr kvikmynd Live in Paris Celine Dion Pop U2 One Fierce Beer Coastcr Bloodhound Gang Homework Daft Punk The Score Fugees Tragic Kingdom No Doubt Ultra Depeche Mode In it for the Money Supergrass Best of Tchaikovsky Older George Michael London -lög- _- t 1. ( - ) MmmBop Hanson $ 2. (1 ) I Wanna Be the only One Eternal Featuring BeBe Winans t 3. (- ) Paranoid Android Radiohead | 4. ( 2 ) Time to Say Goodbye Sarah Brightrnan and Andrea Boc.. I 5. ( 4 ) Closer than Close Rosie Gaines | 6. ( 3 ) You're not Alone Olive t 7. ( 5 ) l'H Be there for You The Rembrandts | 8. ( 6 ) Lovefool The Cardigans t 9. (- ) Six Underground Sneaker Pimps t 10. (- ) Waltz away Dreaming Toby Bourke with George Michacl New York -lög- I 1. (1 ) Mmmbop Hanson t 2. ( 4 ) Return of the Mack Mark Morrison I 3. ( 3 ) Say You'll Be there Spice Girls I 4. ( 2 ) Hypnotize The Notorious B.I.G. t 5. ( 8 ) The Freshmen The Verve Pipe t 6. ( 7 ) I Belong to You Rome $ 7. ( 5 ) You Were Meant for Me Jewel # 8. (- ) G.H.E.T.T.O.U.T. Changing Faces t 9. ( - ) It's Your Love Tim McGraw t 10. (- ) Hard to Say l'm Sorry Az Yet Featuring Peter Cetera Bretland plötur og diskar t 1. ( - ) Open Road Gary Barlow t 2. (-) DoltYourself Seahorses | 3. ( 2 ) Spice Spice Girls $ 4. ( 1 ) Blood on the Dance Floor Michael Jackson t 5. ( -) Always on My Mind Elvis Presley t 6. (10) Romanza Andrea Bocelli t 7. ( -) Before the Rain Eternal t 8. ( -) Direction Reaction Creation The Jam | 9. ( 4 ) Republica Republica » 10. ( 5) White on Blonde Texas - Bandaríkin ----íJb- plötur og diskar | 1. (1 ) Spice Spice Girls | 2. ( 2 ) Butterfly Kisses Bob Carlisle t 3. (- ) I Got Next Krs-One | 4. (- ) l'm Bout It Soundtrack # 5. ( 3 ) Life after Death The Notorious B.I.G. | 6. ( 6 ) Middle of Nowhere Hanson | 7. ( 5 ) Carrying Your Love with Me George Strait | 8. ( 4 ) Share My World Mary J. Blige t 9. ( - ) Hourglass James Taylor 110. (- ) The Colour and the Shape m EaoJRflliteis,................... Plata ársins: Faith no More Það eru nú liðin 18 ár frá því að Roddy Bottum, Mike Bordin og Billy Gould komu fyrst saman til að stofna hljómsveitina Faith no More. Margt hef- ur breyst, jafnt innan hljómsveitarinnar sem utan. Faith no More er hljómsveit sem tekur endalausum breytingum en heldur sig samt alltaf við grunnhugmyndina. Spurningin hlýtur þá að vera: Hvaða grunnhugmynd leyfir slíkar breyt- ingar án þess að frá henni sé skeikað? Úr öllum áttum Lítum aðeins á þessa þrjá stofnendur Faith no More. Roddy Bottum er klassískt menntaður pí- anóleikari sem hefur unun af hreinni popptónlist og gúmmífatnaði. Billy Gould er pönkari í grunn- eðli sínu og keyrir bassann áfram á þeim grunni. Mike Bordin er síðan margtakta trommari sem er á kafi í djassinum. Grunnhugmyndin? Hún var að taka alla þá ólíku þætti sem hver og einn bjó yfir inn í laga- smíðamar, líka þætti þeirra sem seinna gengu til liðs við sveitina. Ný plata Faith no More heitir Album of the Year er sjötta hljóðversplata sveitarinnar, sú fjórða með söngvaranum Mike Patton. Með því að taka þennan geggjaða söngvara og textasmið inn í sveitina hefur Faith no More aukið svo um munar á andstæður ólíkra þátta liðsmanna sinna. Patton lýsir sjálfum sér þannig að hann eigi meira sameiginlegt með snúnu fólki, ræsis- rónum og geðsjúklingum en hann eigi sameigin- legt með ákveðnum rokkstjörnum nútímans. Nýr gítarleikari Enn víkkar gmnnhugmyndin síðan út með komu nýs gítarleikara inn í hljómsveitina. Hann heitir John Hudson og er sagður viljugur til að prófa hvað sem er í tónlistinni. Hinir meðlimirn- ir hafa alla vega tekið honum opnum örmum og segja einstaka hæfileika hans njóta sin einstak- lega vel í þessu fjarskylda samsuðuhópi tónlistar- manna. Það skiptir allt máli í tónsköpun Faith no More. Patton virðist endalaust geta teygt rödd sem í fyrstu virtist ekki til mikils megnug. Gould og Bordin eru taktteymi sem á sér engan líkan í rokkheiminum. Samsuða þeirra kemur sífellt á óvart, hvort sem um er að ræða funk, pönk, rokk eða ballöður. Stundum er jafnvel hægt að dansa við tónlist þeirra (ef þú ert margliðaður, ert með sjötta skilningarvitið í lagi og hefur grætt í þig of- virkan gangráð). Á fleygiferð Allt frá byrjun hefur verið mikið umtal um hljómsveitina Faith no More. Þeir hafa verið poppuð topp 10 hljómsveit, gengiö allt of langt í tónleikahaldi, verið þungarokkstjömur, slegist, hætt og sæst. Á ferðalögum sínum hafa þeir tælt, hrætt og gengið fram af tónleikagestum sínum um allan heim. Hljómsveitin hefur aldrei hvikað frá grunnhug- mynd sinni. Samsuðan er málið. Tónlistarstefnur koma og fara. Faith no More tekur sitt lítið af hverju og heldur sínu striki, alveg sama hvað á þá reynir. Nýja platan reynir á þetta allt saman. Þeir segja kraftinn enn til staðar í bland við allt það sem datt i hug við gerð plötunnar. Svo er aldrei að vita hvað slíkum hópi manna dettur í hug. Dettm- þér eittthvað í hug? GBG Dylan kominn af sjúkrahúsi Boh Dylan er kominn af sjúkrahúsi. Hann þurfti að leggjast inn 25. maí sl. eftir skyndilega hjartabilun þegar hann var á tónleikaferð. Hjartasérfræðingar eru vongóðir um að hann muni ná sér á 4-6 vikum ef hann fer hægt í sakim- ar. Bob Dylan var léttur á sér þegar hann kom þó að hann viðurkenndi að hann hefði haldið að þetta væri hans síðasta. „Ég er mjög feginn aö mér líður miklu betur núna. Ég hélt ég myndi bráðum hitta Elvis,“ sagði hann. Þess má að lokum geta að þrátt fyrir veikindin stendur enn til að Bob fari í tónleikaferð um Bandaríkin með Ani DiFranco. Sú ferð hefst í byrjun ágústmánaðar. Wyclef stórorður Wyclef í Fugees hellti úr skálum reiði sinnar yfir þjófnaðinum á peningunum sem komu inn fyrir tónleika sem sveitin hélt í Port-au- Prince á Haítí. DV sagði frá þessum þjófnaði í síðustu viku. „Við viljum aðeins vita hver ber ábyrgð á þessu,“ sagði Wyclef í sam- tali við MTV-sjónvarpsstöð- ina. „Fólkið á Haítí er ekki heimskt. Það veit að Fugees stakk ekki peningunum í eigin vasa því það veit að við vorum að gera þetta í góðgerðarskyni. Við eram brjáluð yfir þessu. Þegar ég kem heim til New York mun ég hringja út og gefa þeim tvær vikur til að koma fram með peningana. Mér þætti afskaplega leiðinlegt að fara þangað og ná í þá sjálfur. Ef allt annað bregst mun ég gera það.“ Courtney Love selur húsið Courtney Love hefur selt húsið í Seattle sem hún og Kurt Cobain bjuggu saman í. Hún setti auglýs- ingu í Seattle Times og nokkrum dögum seinna keypti ónefnd fjöl- skylda, sem býr í Seattle, húsið. Húsið var selt á 3 milljónir dollara (rúmlega 210 milljónir ísl. kr.). Þess má geta að fyrirtæki í Minneapolis, sem selur ýmsa minjagripi um rokk- stjömur, segist hafa til sölu skeiðina sem Kurt Conain er sagður hafa not- að við heróínneyslu sína. Skeiðin er seld á 350.000 krónur. Radiohead með nýtt myndband Carl Perkins á sjúkrahús Þegar ein gamalreynd rokk- stjarna útskrifast af sjúkrahúsi leggst önnur inn. Carl Perkins, sem sló 1 gegn með laginu Blue Suede Shoes árið 1956 (gcif það út á undan Presley) var lagður inn á Memphis- sjúkrahúsið nýlega til þess að hægt væri að rannsaka stíflu í slagæð á hálsi. Að sögn Reuters-fréttastofunnar líður hon- um betur nú og er að jafna sig en illa leit út með hann á tímabili. Radiohead hefur hingað til verið með mjög frumleg mynd- bönd og nú er eitt þeirra komið út. Myndbönd þeirra við lögin Fake Plastic Trees og High and Dry vöktu mikla athygli og nú er komið mynd- band við lagið Paranoid Android. Líklega verður aðeins hægt að sjá myndbandið á MTV þangað til plata þeirra, O.K. Computer, kemur út síðar í mánuðinum. Rokk- stokk ’97 Hljómsveitakeppnin Rokk- stokk verður haldin í Reykja- nesbæ 11.-12. júlí. Keppnin mun fara fram víðs vegar um bæinn, bæði fostudag og laug- ardag. Bestu hljómsveitimar komast á geisladisk sem verður gefinn út eftir keppnina. Glæsi- leg verðlaim em í boði. Má þar nefna að besta hljómsveitin fær utanlandsferð í verðlaun á hljómleikahátíð. Besti trommu- leikarinn, bassaleikarinn, gít- arleikarinn, hljómborðsleikar- inn og söngvarinn fá sérstök verðlaun og auk þess verður frumlegasta hljómsveitin valin. Skráning í keppnina stendur nú yfir og þurfa þátttökutil- kynningar að hafa borist til fé- lagsmiðstöðvarinnar Ungó, pósthólf 396, 230 Keflavík, fyrir 15. júní nk. Einnig er hægt að skrá sig í síma 421-4222, 897- 5354 (Nonni) og 421-3933 (Kiddi). Þátttökugjald er 1000 kr. fyrir hvem hljómsveitarmann. Keppendur þurfa að senda með þátttökutilkynningunni spólu með þremur frumsömdum lög- um, auk myndar af hljómsveit- inni. Hljómsveitin má ekki hafa gefið út geisladisk áður. Ald- urstakmark í keppninni er 16 ár. Nánari upplýsingar er hægt að fá á Netinu á slóðinni http://www.ok.is/rokkstokk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.