Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						22
MANUDAGUR 16. JUNI 1997
íþróttir
r>v
Coca Cola bikarinn
Dalvlk-FH..............0-2
- Asmundur Haraldsson, J6n Gunn-
ar Gunnarsson.
ÍA 2&-ÍA.................2-3
Kári Steinn Reynisson, Pálmi Har-
aldsson - Steinar Adolfsson, Ólafur
Þórðarson, Haraldur Hinriksson.
Vfðir-Grindavlk...........0-1
- Ólafur Ingólfsson (vítaspyrna)
KR 23-Fram..............0-4
- Þorbjörn A. Sveinsson 2, Anton
Björn Markusson, Steinar Guðgeirs-
soa
Leiknir-ÍBV..............0-4
- Sigurvin Ólafsson 2, Steingrimur
Jóhannesson, Hermann Hreiðarsson.
Þróttur N-Þróttur R........&4
Þráinn Haraldsson 2, Marteinn Hilm-
arsson - Einar Örn Birgisson 2, Sig-
uröur Ragnar Eyjólfsson, Ingvar Óla-
son.
í R-Kena ví k.......e. framl. 1-2
Kristján Brooks - Eysteinn Hauks-
son, Jóhann Guðmundsson
Sindri-Breiöablik..........1-7
Stefán Arnaldsson - Kjartan Einars-
son 3, Bjarki Pétursson, ívar Sigur-
jónsson, Kjartan Antonsson, Þórhall-
ur Hinriksson.
Reynir S-Stjarnan.........0-2
- Ingólfur Ingðlfsson 2
Afturelding-Þór...........1-3
Águst Guömundsson - Páll Gíslason,
Hreinn Hringsson, Árni Þór Árna-
soa
HK-Leiftur...............1-4
Jón Þ. Stefánsson - Gunnar Már
Másson 4.
Fjölnir-KA...............0-7
- Höskuldur Þórðlfsson 2, Steingrím-
ur Eiösson 2, Dean Martin, Nobosja
Lovec, Slobodan Stefanovic.
Völsungur-Fylkir..........0-3
- Enes Cogic, Aðalsteinn Viglunds-
son, Erlendur Þór Gunnarsson.
Keflavfk 23-Valur .........0-2
- Hörður Magnússon, Sigurbjörn
Hreiðarsson.
KS-KR..................0-4
- Rikharður Daðason 2, Brynjar
Gunnarsson2.
Vfkingur-Skallagr ... e.framl 1-2
Sváfnir Glslason - Hjörtur Hjartar-
son, Valdimar K. Sigurðsson.
Coca Cola-bikarinn:
Mikil dramatík
í Neskaupsstað
Það var mikil dramatík í leik
Þróttar, Neskaupstað, og nafha
þeirra úr Reykjavík. Þegar 4
minútur voru til leiksloka benti
ekkert til annars en að heima-
menn væru að slá toppliðið í 1.
deild út úr keppninni. Staðan var
þá 3-1 en á hreint óskiljanlegan
hátt tókst Reykjavíkur- Þrótt-
urum að snúa leiknum sér í vil.
Þeir minnkuðu muninn í 3-2 þeg-
ar rúmar þrjár mínútur voru eft-
ir og skoruðu svo tvö síðustu
mörkin úr vítaspyrnum sem Ein-
ar Örn Birgisson framkvæmdi.
Gestirnir skoruðu fyrsta mark
leiksins strax á 2. mínútu en
heimamönnum, sem léku mjög
vel í þessum leik, tókst að skora
tvívegis fyrir leikhlé. Þeir bættu
við þriðja markinu í upphafi síð-
ari hálfleiks og þegar Lúðvík
Jónassyni, varnarmanni Þróttar,
R, var vikið af leikvelli í 15 mín-
útum fyrir leikslok vænkaðist
enn hagur heimamanna. En þá
fór að síga á ógæfuhliðina fyrir
heimamenn. Þráni Haraldssyni,
fyrirliða liðsins, var vikið af leik-
velli þegar 8 mínútur voru eftir
og við það hrundi leikur liðsins.
Reynsluleysi háði hinum ungu
leikmönnum Þróttar, N, á
lokakaflanum og varð hann að
hreinni mart^öð.
„Ég hef nú ekki lent í öðru eins á
mínum langa ferh. Við vorum al-
gjörlega með leikinn í okkar hönd-
um og Reykjavikur-Þróttararnir
voru hreinlega hættir áður en
ósköpin dundu yfir. Við vorum
miklu betri aðilinn í 80 rnínútur.
Það voru þrír 16 ára strákar í byrj-
unarUðinu hjá okkur og það lék
mjög vel en því miður tókst okkur
ekki að ljúka þessu eins og við hefð-
um fyllilega átt skilið," sagði Guð-
jón Guðmundsson, þjálfari og leik-
maður Þróttar, N, við DV.   -GH
Erfitt hja Kef lavik
- vann þó sterkt liö ÍR, 1-2, eftir framlengingu
Það þurfti framlengingu til að fá
fram úrslit í leik ÍR og Keflavíkur í
bikarkeppninni en hann fór fram á
ÍR-velli á laugardag.
„Við bjuggumst alltaf við þessari
baráttu frá ÍR-ingum því félagið hef-
ur á að skipa góðum srrákum. Þetta
er nú bikarleikur svo það má alltaf
svo sem búast við 120 mínútna leik
en aðalatriðið er að vinna og það
tókst og við erum þar með komnir í
16-liða úrslitin," sagði Gunnar
Oddsson, þjálfari Keflavikurliðsins.
ÍR-liðið mætti mjög ákveðið til
þessa leiks og ekkert var gefið eftir.
Ekkert mark hafoi verið skorað þeg-
ar venjulegum leiktíma lauk enda
hafði leikurinn verið nokkuð jafh
og hefðu ÍR-ingar með smáheppni
.alveg eins getað  sigrað. í fyrri
hluta framlengingarinnar braut
varnarmaður ÍR á Hauki Guðnasyni
innan teigs og var vítaspyrna dæmd
umsvifalaust será Eysteinn Hauks-
son skoraði úr áf öryggi. í síðari
hluta framlengingarinnar juku Suð-
urnesjamenn forystuna í 0-2, með
glæsilegu skallamarki Jóhanns
Guðmundssonar sem átti frábæran
leikkafla undir lokin.
ÍR-ingum tókst að minnka mun-
inn skömmu síðar með fallegu
marki Kristjáns Brooks eftir góða
aukaspyrnu inn fyrir vörn Keflavík-
inga. Þetta hleypti miklu kappi í
leikmenn lR og voru þeir hárs-
breidd frá því að jafha undir lokin.
ÍR-liðið barðist vel og sýndi að
það er kannski minni munur á lið-
um úrvalsdeildar og 1. deildar en
menn halda. Kristján Halldórsson
stóð upp úr í vörninni og einnig
varði Ólafur Þór eins og berserkur.
í framlinunni ógnaði Kristján
Brooks mjög mikið ásamt Guðjóni
Þorvarðarsyni. Arnljótur Davíðsson
kom inn sem varamaður og sýndi
góð tilþrif í fyrsta leik sinum með
ÍR en úthald skortir enn þá.
Keflavik teflir fram mjög sterku
og jöfhu liði, þó svo að einbeiting-
una hafi skort svolítið að þessu
sinni. Ólafur Gottskálksson varði af
mikilli snilld enda markvörður á
heimsmælikvarða og mikið hefði
verið fróðlegt að sjá þá Gunnar
Oddsson og hinn tekniska og fljóta
Jóhann Guðmundsson I leiknum
gegn Litháen á dögunum.   -Hson
Gunnar Már
sá um HK-inga
Gunnar Már Másson, fyrirliði
Leifturs, sá um að koma Ólafs-
firðingum í 16-liða úrslit í bikar-
keppninni í gær. Gunnar skoraði
öll mörk Leifturs þegar liðið
lagði topplið 2. deildar, HK, að
velli á Kópavogsvelli, 1-4.
Gunnar nýtti færi sín mjög vel
því hann fékk fjögur slík og
skoraði úr þeim öllum. HK átti
marga ágæta kafla og framan af
leik var munurinn ekki sjáanleg-
ur á liðunum en hann kom betur
í ljós þegar á leið.
Gunnar skoraði þrívegis á síð-
ustu 20 minútunum í fyrri hálf-
leik og bætti því fjórða við 20
mínútum fyrir leikslok en síðan
lagaði Jón Þ. Stefánsson stöðuna
fyrir HK þegar hann skoraði eft-
ir fallegt mark eftir laglega send-
ingu Þórhalls Víkingssonar.
-VS

..liktl-
Dæmigerö mynd úr leik ÍR og Keflavik þar sem toppliðio í úrvalsdeildinni, Keflavík, átti í hinum mestu vandræöum meö Breiöhyltinga. Á innfelldu
myndunum er Siguröur Björgvinsson, annar af þjálfurum Keflvíkinga, ao svekkja sig yfir leik manna sinna af varamannabekknum.   DV-mynd Hilmar Pór
Asmundur
byrjaði vel
FH-ingar heimsóttu Dalvík-
inga í annað sinn á skömmum
tíma. Á dögunum skildu liðin
jöfn, 2-2, í 1. deildinni, þar sem
heimamenn höfðu heppnina með
sér, en á laugardaginn unnu FH-
ingar verðskuldaðan sigur, 0-2,
og verða því í pottinum í dag
þegar dregið verður til 16-liða úr-
slitanna.
Staðan var markalaus í hálf-
leik en í upphafi þess síðari
skoraði Ásmundur Haraldsson
mark fyrir FH-inga í fyrsta leik
sínum fyrir félagið en hann gekk
til liðs við Hafharfjarðarliðið frá
KR á dögunum. Eftir markið
áttu FH-ingar mörg góö tækifæri
til að bæta við mörkum en mark-
vörður Dalvíkinga var í miklum
ham. Hann kom hins vegar eng-
um vörnum við þegar varamað-
urinn, Jón Gunnar Gunnarsson,
bætti við öðru marki FH og þar
við sat:                -GH
KR hafði betur
í snjókomunni
íSiglufirði
Haraldur Haraldsson, nýráðinn
þjálfari KR, stjórnaði mönnum
sinum til sigurs í fyrsta leik sinum
sem þjálfari þegar KR lagði KS, 0-4,
í snjókomunni í Siglufirði í gær-
kvöld. Staðan í hálfleik var 0-2.
Eins og við var að búast réðu
KR-ingar ferðinni á malarvellinum
gegn 3. deildar liði heimamarma
sem börðust vel allan tímann. Að-
stæður til knattspyrnuiðkunar voru
ekki beinf^glæsilegar, hríðarveður
og 2-3 stiga hiti.
Ríkharður Daðason kom KR-ing-
um á bragðið strax á 5. minútu og
Brynjar Gunnarsson bætti við öðru
á 38. mínútu. KS-ingar áttu ágæt
skyndiupphlaup í fyrri hálfleiknum
og úr einu þeirra björguðu KR-ing-
ar á marklínunni.
KR-ingar réðu svo ferðinni í
síðari hálfleik og bættu við tveim-
ur mörkum og voru markaskor-
ararnh þeir sömu og í þeim fyrri.
Ríkharður skoraði á 65. mínútu og
Brynjar innsiglaði sigur vesturbæj-
arliðsins 5 mínútum fyrir leikslok.
KR-ingar sýndu svo sem engan
glansleik  enda  voru   aðstæður
erfiðar fyrir knattspyrnumennina.
ÖÞ/GH
Bikarmeist-
ararnir áfram
Bikarmeistarar Skagamanna
tryggðu sér sæti í 16-liða úrslit-
unum og kom það engum á óvart
því meistararnir mættu eigin U-
23 ára liði.
„Gömlu mennirnir" gerðu út
um leikinn í fyrri hálfleik en þá
skoruðu þeir þrjú mörk en fengu
færi til að skora mun fleiri
mörk.
„Kjúklingarnir"      mættu
grimmari til leiks í þeim síðari
og tókst að skora í tvígang um
hálfleikinn miðjan en nær
komust þeir ekki.
Framlengt í Víkinni
Skallagrímur hafði betur gegn
Víkingum, 1-2, á Víkingsvelli.
Staðan efth venjulegan leiktíma
var 1-1, en Borgnesingar tryggðu
sér sigurinn með marki Valdi-
mars K. Sigurðssonar úr víta-
spyrnu undir lok framlengingar-
innar.
-GH
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28