Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
MANUDAGUR 30. JUNI1997
íþróttir
Tyson og
Holyfíeld
Lœknar ætla með lýtaaögerð að
reyna að græða bltann, sem Tyson
beit af Holyfield, í eyra hans aftur en
ræstingafólkið i hnefaleikahöllinni
fann hann á gólfinu þegar það mætti
til vinnu sinnar!
Þetta mjög svo sögulega skamm-
hlaup i toppstykkinu á Tyson
verður honum eflaust mjög dýrkeypt
því að hann fékk ekki greidda þá
rúmlega 2 milljarða sem hann átti að
fá eftir bardagann en það mál er í
nánari skoðun.
Tyson á jafnvel líka yfir höfði sér
keppnisbann eftir átökin um helgina
og þá er liklegt að ferill hans sé á
enda.
Holyfield verður ekki á fiæðiskeri
staddur á næsrunni því hann fékk
sína 2,5 muljarða greidda.
Eftir að dómarinn stöðvaði bardag-
ann urðu Tyson og hans lið alveg æf
og ætluðu að hjóla í Holyfield og fé-
laga en lögreglan og öryggisverðir
náðu að komast á milli.
Aöstoöarmenn Tysons létu öllum
illum látum líkt og hann sjálfur, létu
aðfinnslur áhorfenda fara í taugarnar
á sér og reyndu að lumbra á þehn
lika en voru stöðvaðir i tæka tíð.
Tyson og Holyfield sökuðu hvor
annan um gunguskap eftir bardagann
og voru kokhraustir, þó hvor á sinn
hátt.
„Ég held að þú sért hræddur. Ef þú
heldur að þú getir unnið mig þá
skaltu reyna að gera það með hönsk-
unum, þú fékkst tækifæri til þess en
af hverju beistu mig?" spurði
Holyfield, alveg bit, eftir allan at-
ganginn.
„Holyfield er ekki sá stríðsmaður
sem hann þykist vera. Hann fékk
skurö á eyrað en vildi ekki halda
áfram en ég er orðinn eineygður og
get haldiö áfram," sagði Tyson og
var ekki enn runnin reiðin.
Lane dómari var alveg harður á
sínu og viss i sinni sök. „Hversu oft á
eiginlega að láta bita mann. Það eru
nú takmörk fyrir öllu og þ.m.t. bitum.
Ég aðvaraöi Tyson eftir fyrra bitið en
hann beit aftur og slíkt gengur ekki."
Don King, hinn hárprúði umboðs-
maöur Tysons, sagðist ekki átta sig á
því af hverju hans maður var dæmd-
ur úr leik. „Ég verð að skoða þetta i
sjónvarpinu aftur."
Tyson mistókst þvi hrapallega að
verða fjórði boxarinn til að ná
heimsmeistaratitlinum í annarri
tilraun af manni sem vann hann
fyrst. Patterson, Ali og Holyfield hafa
hins vegar náð þvl.          -ÖB
• t
Arctic Open golfmótið:
Orn kunni vel viö sig a
gamla heimavellinum
- 140 kylfingar tóku þátt og þar af voru 40 erlendir
DV, Akureyri:
Örn Amarson úr Golfklúbbi
Reykjavíkur sigraði í Arctic Open
golfmótinu sem fram fór á Akureyri
um og fyrir helgina. Örn, sem er
Akureyringur og hefur lengst af
verið félagi í Golfklúbbi Akureyrar,
kunni greinilega vel við sig á gamla
heimavellinum sínum og þegar upp
var staðið var hann með 5 högga
betri útkomu en þeir sem voru i
næstu sætunum.
Nú tóku um 140 manns þátt í mót-
inu, þar af voru 40 erlendir kylfing-
ar sem komu víðs vegar að úr heim-
inum. Ekki er hægt að segja annað
en að veðrið hafl leikið við keppend-
ur, þeir fengu miðnætursól í báðum
hringjunum sem leiknir voru og
gleymdu sumir að einbeita sér að
golfinu á meðan á því stóð.
Örn Arnarson lék 36 holurnar á
72-74 höggum eða samtals 146 högg-
um og vann öruggan sigur. Þrír
urðu jafnir í næstu þremur sætum;
heimamaðurinn Birgir Haraldsson
og Bandaríkjamennirnir Rick Rem-
ers og Tyler Erickson, en Remers
komst í þann hóp með því að leika
tvær síðustu holurnar á þremur
höggum undir pari.
Þrír fóru í bráðabana um
verölaunasæti
Þessir þrír fóru í bráðabana um
verðlaunasæti og þá sigraði Birgir.
Hann hlaut því annað sætið, Rem-
ers þriðja og Erickson fjórða.
í keppninni með forgjöf sigraði
Allen Yeo Peng frá Singapúr en
hann var á því furðulega „skori",
125 höggum nettó. Tveir heima-
menn komu næstir, Hjalti Þórólfs-
son á 130 höggum og Ari Jón Bald-
ursson á 138.
-GK
Orn Anarsson lék vel á heimaslóðum í Arctic Open um helgina og sigraöi.
Evrópumeistaramót golflandsliða á Irlandi:
Besti árangurinn hjá
íslensku liði til þessa
- Islendingar lentu í sjöunda sæti í liðakeppni
Island er komið í A-riðil á Evr-
ópumóti áhugamanna í golfí. ís-
lenska sveitin lenti í sjöunda sæti
en átta efstu þjóðirnar tryggði sér
sæti í A-riðlinum. Árangur ís-
lensku sveitarinnar er mun betri en
bjartsýnustu menn þorðu að vona
fyrir keppnina. Lengstum hafa ís-
lendingar leikið í B-riðli en eru
núna komnir í hóp bestu áhuga-
manna í Evrópu.
írar urðu í fyrsta sæti á 759 högg-
um, Skotar í öðru á 783 höggum,
Svíar þriðju á 784 höggum, Spán-
verjar fjórðu á 785 höggum, Þjóð-
verjar fimmtu á 793 höggum, Danir
sjöttu á 794 höggum, Islendingar sjö-
undu á 798 höggum og Hollendingar
áttundu á 800 höggum.
Sveitina skipuðu þeir Björgvin
Sigurbergsson, Björgvin Þorsteins-
son, Kristinn Bjarnason, Þorsteinn
Hallgrimsson, Þórður Ólafsson og
Örn Ævar Hjartarson. Þórður lék á
alls 155 höggum og Björgvin Sigur-
bergsson á 156 höggum.
í holukeppni beið íslenska sveit-
in lægri hlut fyrir Skotum, 5-2, og
í keppni um 5.-8. sætið tapaði ísland
fyrir Dönum, 4-3, og Þjóðverjum í
gær, 5-2, og lenti í áttunda sæti þeg-
ar upp var staðið.
-JKS
Urtökumót:
Birgir Leifur
í öðru sæti
í Vesterás
Birgir Leifur Hafþórsson, at-
vinnumaður í golfí, náði góðum
árangri á úrtökumóti fyrir síðari
hluta sænsku mótaraðarinnar.
Birgir Leifur lék síðasta hring-
inn í Vesterás á 68 höggum eða
á fjórum höggum undir pari
hans en alls lék hann á 215 högg-
um. Hann hafhaði í fyrsta til
öðru sæti sem verður að teljast
mjög góður árangur.
Þessi frammistaða Birgis
Leifs sýnir umfram allt að hann
er í góðu formi og til alls likleg-
ur í sumar.
-JKS
Tyson eins og óargadýr:
Hneyksli
- beit Holyfield í tvígang
Tyson hleypur á eftir Holyfield og hrindir honum eftir aö Holyfield víkur undan eftir seinna bitiö en Lane dómari
fylgist grannt meö gangi mála. Mike Tyson var líkt við óþroskaðan strákling í götubardaga í þessari sögulegu
viöureign.
Símamynd-Reuter
Viðureign Evanders Holyfields og
Mikes Tysons í hnefaleikum, sem
fram fór í Las Vegas aðfaranótt
sunnudags, var í meira lagi söguleg
og verður eflaust skrifuð stórum
stöfum á spjöld sögunnar. Það var
ekki vegna gæða bardagans, sem
allir höfðu beöið eftir, að áhorfend-
ur urðu forviða heldur vegna ótrú-
legrar framkomu Mikes Tysons í
hringnum. Þessi fyrrum heims-
meistari í þungavigt sýndi ótrúleg-
an hrottaskap í garð andstæðings
sins og gerði sér lítið fyrir og beit
hann í eyrað, ekki bara einu sinni
heldur tvisvar, svo að stórsá á
honum. Gifurlegur fjöldi áhuga-
manna um hnefaleika var búinn að
biða eftir þessari viðureign í langan
tíma og því vonbrigðin gífurleg þeg-
ar dómarinn stöðvaði bardagann og
dæmdi Tyson úr leik.
Bardaginn, sem varð tæpar þrjár
lotur, byrjaði nokkuð fjörlega þar
sem Holyfield virkaði sterkari og
náði  nokkrum  góðum  höggum.
Fljótlega fékk Tyson skurð á hægri
augabrún og kvartaði undan því við
dómarann að Holyfield hefði skallað
sig viljandi en dómarinn kvað það
allt eins hafa verið óviljandi og
dæmdi ekki stig af Holyfield. Við
þetta missti Tyson gjörsamlega
stjórn á skapi sinu og tók til þessara
furðulegu örþrifaráða sem lengi
verða í minnum höfð. Þegar bardag-
inn var stöðvaður stóðu stigin 29-26
Holyfield í vil.
„Þetta er eitthvað sem menn gera
þegar þeir eru hræddir og ég þakka
guði fyrir að hafa þó eitthvað af eyr-
anu á mér ennþá," sagði heims-
meistarinn Holyfield, svekktur með
gang mála, í lokin.
„Burt séð frá því hvað ég gerði þá
skallaði hann mig tvisvar. Hvað átti
ég að gera, ég er að berjast fyrir
ferli minum og hef tvö börn á fram-
færi," sagði Tyson sem sannaði það
nú endanlega að hann er hjálpar-
þurfi og hefur ekkert í hringinn að
gera á meðan svo er.        -ÖB
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
24-25
24-25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28