Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 Fréttir Aron Ágústsson skrifar úr fangelsinu: Hroðalegt að vera hér - segist saklaus Aron Ágústsson, 14 ára Islending- ur sem situr í fangelsi í Texas, hefur skrifað móður sinni og fósturfóður bréf úr fangelsinu. Af bréfinu að dæma virðist ljóst að Aron unir sér illa þar sem hann er. í bréflnu segir: „Það er hroðalegt að vera hér. Við fáum að fara á klósett tvisvar á dag og megum bara vera í fimm mínutur í hvort skipti. Ég er í klefa með 20 strákum, ég er krúnurakaður eins og allir hinir. Þegar við fórum fram á gang eigum við að ganga í einfaldri beinni röð og við verðum að horfa niður, okkur er bannað að horfa upp. Okkur er bannað að tala saman. Sama er í matsalnum, þar má ekki tala saman og viö fáum aðeins fimm mínútur til að borða. Ég heyrði að tveir strákar hefðu svipt sig lífi. Á kvöldin þegar við eigum að fara að sofa er okkur bannað að tala saman. Við verðum að liggja þegjandi þar til við sofnum. Mamma og pabbi, ég elska ykkur. Ég gerði þetta ekki.“ Móðursystir Arons segir að ekki hafi tekist að fá endurrit af dómn- um þar sem það kosti 4.500 dollara, sem eru nærri 300 þúsund krónur. -sme Tvö mikilvæg vitni í Vegasmálinu í héraðsdómi: Segja ákærðu hafa slegið og sparkað - í höfuð Sigurðar Sigurmundssonar sem lést af völdum áverka Sigurbjörn Arnarson mætir í dómsalinn f gær. DV-mynd E.ÓI. Sverrir Þór Einarsson á leið í dómsalinn í fylgd fangavarðar. DV-mynd E.ÓI. í gær lauk aðalyflrheyrslum og málflutningi i Héraðsdómi Reykja- víkur í hinu svokallaða Vegasmáli. Sakborningarnir tveir, Sverrir Þór Einarsson, 35 ára, og Sigurþór Arnarson, 25 ára, hafa verið ákærð- ir fyrir stórfeUda likamsárás sem leiddi tU dauða Sigurðar Sigur- mundssonar, 26 ára Eyrbekkings, á skemmtistaðnum Vegas aðfaranótt þriðjudagsins 13. maí sl. Sverrir er ákærður fyrir að hafa veitt Sigurði þungt högg aftanvert á höfuðið þannig að hann féU í gólfið og rotaðist. Sigurþóri er geflð að sök að hafa sparkað í höfuð Sigurðar þar sem hann lá á gólfmu. Sakborn- ingamir neita báðir sakargiftum og bera sakir hvor á annan. Aðalyfirheyrslur í málinu fóru fram 15. ágúst sl. en ekki gátu öU vitnin mætt þá. Því var framhald í gær og fimm vitni voru þá leidd fyr- ir dóminn. Tvö mikUvæg vitni fyrir saksóknara komu fram. Bæði vitnin tóku þátt í átökum þeim sem urðu á Vegas umrædda nótt. Sá Sigurþór sparka Annað vitnið, vinur Sigurðar heitins, segist hafa séð Sigurþór sparka í höfuð Sigurðar sem lá þá á gólfinu. Björn Helgason saksóknari spurði vitnið hvort hann væri 100 prósent öruggur að það hefði verið Sigurþór sem sparkaði og vitnið svaraði því játandi. Vitnið sagði enn fremur að Sigurður hefði legið í hnipri á hliðinni þegar hann fékk sparkið í aftanvert höfuðið. Vitnið sagðist síðan hafa tekið þátt í átök- um, m.a. við Sverri. Vitnið sagðist ekki hafa séð Sverri ráðast á Sigurð. Hilmar Ingimundarson, verjandi Sigurþórs, spurði vitnið hvort það hefði verið ölvað og það svaraði: „Já, dálítið, en ekki mikið.“ Sá Sverri slá Annað mikilvægt vitni, sem var með sakbomingum á Vegas um- rædda nótt, virtist hafa misst minn- ið í upphafi yfirheyrslna í gærmorg- un. Vitnið sagðist lítið sem ekkert muna eftir atburðum. „Ég efast um að vitnið sé að segja satt,“ sagði Bjöm saksóknari og las vitnisburð þess í lögregluskýrslu sem tekin var daginn eftir atburðinn. Þar lýsti vitnið því yfir að Svem- ir hefði slegið Sigurð þannig að hann féll i gólfið og rotaðist. Þá fékk vitnið dálítið af minninu aftur, jánkaði og sagði þetta rétt. Aðspurð- ur um hvar höggið hefði komið á líkama Sigurðar svaraði vitnið: „Það kom ofarlega á Sigurð en ná- kvæmlega hvar man ég ekki.“ Nýtt vitni, fangi á Litla-Hrauni, kom fyrir dóminn þrátt fyrir mót- mæli Hilmars Ingimundarsonar, verjanda Sigurþórs. Vitnið sagði að Sigurþór hefði sagt sér fyrir hálfum mánuði á íþróttavelli fangelsisins að hann hefði sparkað í höfuð Sig- urðar á Vegas umrædda nótt. Ekki kallaö á Danann Danskur ríkisborgari, sem var gestur á Vegas umrædda nótt, hefur ekki borið vitni fyrir dómi. Hilmar, verjandi Sigurþórs, krafðist þess að Daninn yrði fenginn til landsins til að bera vitni. Björn saksókn- ari og Páll Arn- ór Pálsson mót- mæltu því og töldu ekki ástæðu til þar sem Daninn hefði ekki getað greint frá því í lögregluskýrslu hver réðst á Sig- urð. Hilmar minnti þó á að Daninn hefði lýst því yfir í skýrslunni að Sigurð- ur hefði fallið og skollið harkalega með hnakkann í gólfið. „Þetta er mjög mikilvægt atriði í málinu,“ sagði Hilmar. Dómarar tóku sér stutt hlé en ákváðu síðan að ekki væri þörf á að kalla Danann fyrir og því gat málflutningur hafist. Sakborningum var boðið að tala. Sverrir sagði: „Ég held algerlega fram sakleysi mínu. Ég sló ekki Sig- urð.“ Sigurþór sagðist aldrei hafa talað við fangann sem bar vitni. Bera hvor á annan Björn saksóknari sagði í mál- flutningi sínum að sakborningar bæru sakir hvor á annan. Hann rakti framburð Sverris sem sagðist hafa séð Sigurþór sparka í höfuð Sigurðar, sem lá á gólfinu, og siðan séð leikræna tilburði Sigurþórs þar sem hann sýndi sparkið. Björn lýsti framburði Sigurþórs sem segist hafa heyrt Sverri tjá sig um hvem- ig hann steinrotaði manninn. Björn minnti á framburð fjögurra vitna sem sögðust hafa séð Sverri slá Sigurð í gólfið og eitt vitni, auk Sverris, sem séð hefði Sigurþór sparka í höfuð Sigurðar. Bjöm sagði að ljóst væri að i krufningarskýrslu kæmi fram að heilaskúmsblæðing hefði valdið dauða Sigurðar og áverkar vegna höggs væm langlík- legasta skýringin á því. Bjöm sagði að högg og spörk ákærðu hefðu valdið dauða Sigurðar og því yrði að sakfella báða. Margt gagnrýnt Verjendur sakbominganna kröfð- ust að sjálfsögðu báðir sýknu. Páll Arnór, verjandi Sverris, gagnrýndi rannsóknina sem hann taldi hafa verið ábótavant. Fyrsta lögreglu- skýrsla, sem tekin hafi verið af vitn- um á staðnum, hafi t.d. verið mjög röng. Páll Amór sagði að einn áverki væri nefndur í krufningar- skýrslu en samt stæði í ákæm að annar sakbominga hefði slegið Sig- urð í höfuðið og hinn sparkað í höf- uð hans. Páll Amór sagði að ákær- an stæðist ekki því engar öruggar sannanir væru fyrir því hver og hvað olli áverk- anum sem dró Sigurð til dauða. Hilmar, verj- andi Sigurþórs, sagðist ekki skilja hvernig ákæravaldið ætl- aði að sanna sök á skjólstæðing sinn. Ekkert hefði fundist á skóm Sigurþórs eftir rannsókn, hvorki blóð eða hár. Hann sagði einnig að krufning- arskýrsla gæti ekki leitt augljóslega í ljós hvað olli áverkanum á Sig- urði. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari og meðdómarar hans eiga allerfitt verkefni fyrir höndum að kveða upp dóm í málinu. Þrátt fyrir að vitnin tvö í gær hafi styrkt mál ákæra- valdsins þá er málið að mörgu leyti þvælið og ýmis atriði frekar óljós. Stuttar fréttir Biðst afsókunar Gunnlaugur M. Sigmundsson, al- þingismaður Framsóknarflokks á Vestfjörðum, ætlar að biðja kjósend- ur sina afsökunar á hlutafélagavæð- ingu ríkisbankanna. Hún sé slæm því menn með litla rekstrarþekkingu hafi staðið að málum. RÚV sagði frá. TRÍF kyrrsett Super Puma þyrla Landhelgis- gæslunnar hefur verið kyrrsett með- an kannaðar eru orsakir nýlegs slyss á norskri þyrlu sömu gerðar. Stöð 2 sagði frá. Kvótí á hreyfingu Fiskikvóti fyrir 15 milljarða hefúr flust til Norðlendinga undanfarinn áratug. Minnst af þessum kvóta hef- ur komið frá Vestfjörðum. Sjónvarp- ið sagði frá. 600 milljóna virði Sementsverksmiðja ríkisins er tal- in 600 milijóna króna virði. Heimild er til að selja fiórðungshlut 1 verk- smiðjunni. RÚV sagði frá. Guggunni flaggað út Togaranum Guðbjörgu frá ísa- firði, nýjasta togara íslendinga, hef- ur verið flaggað út. Skipið er nú gert út frá Bremerhaven í Þýskalandi. RÚV sagði frá 12% upp í útgjöldin Tekjur Sinfóniuhljómsveitar ís- lands standa undir aðeins 12% af rekstrarútgjöldum hljómsveitai'inn- ar þótt fóstum áskrifendum hafi fjölgað verulega. Sjónvarpið sagði frá. -SÁ Róbert Róbertsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.