Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 20 Tölvuleikir: Framhalds- leikir alls- ráðandi Ýmislegt er væntanlegt í tölvu- leikjaflórunni á næstunni. Einkum virðast það vera framhaldsleikimir sem mest framleiðsla er á núna. Hjá Megabúö Skífunnar eru væntanlegir bráðlega Tomb Raider 2, Crash Bandicoot 2, Pandemonium 2, Dark Forces 2 og Lands of Lore 2. Það nýjasta í PC-leikjunum er þó Outpost 2 frá Sierra. Einnig hefur Sierra náð dreifingarrétti á Blizzard sem framleiddi Warcraft 1&2 og Di- ablo. Einnig er væntanlegt frá Blizz- ard Starcraft, sem er eins konar geimútgáfa af WarCraft 2 og einnig aukaborð fyrir Diablo. Leikimir, þar sem maðin- getur gerst framkvæmdastjóri knatt- spyrnuliðs, hafa alltaf verið gríðar- lega vinsælir og þá helst Champ- ionship Manager 2. Nú er komin ný útgáfa af þeim leik, 97/98 enhanced. Sá leikur skartar ensku, ítölsku, spænsku, portúgölsku, þýsku og frönsku deildinni. Allt hefin- verið uppfært og nú geta menn ráðið hver tekur vítaspymur, aukaspymur og homspymur. Playstation-eigendur geta einnig glaðst yfir því að nú er að koma slíkur leikur fyrir þá. Sá heitir Premier Manager 98 og er frá Gremlin Interactive. Japis selur nú marga leiki fyrir Sega-leikjatölvumar. Þar eru knatt- spymuleikimir einnig í fararbroddi og sá sem nú er væntanlegur heitir Worldwide soccer 98. Einnig er væntanleg Sega-útgáfa af hinum vinsæla leik Quake. Af öðram Sega- leikjum má nefna kappakstursleik- inn Touring Car Championships, bardagaleikinn Dragon Force og síð- ast en ekki síst Jurassic Park sem byggist á samnefndri kvikmynd. Japis hefur einnig selt töluvert af leikjum frá Disney Interactive og eru fleiri leikir væntanlegir þaðan. Um þessar mundir er Hercules að koma í verslanir Japis og í næsta mánuði kemur leikrn- sem byggður er á ævintýrinu inn Aladdín. Sá leikur heitir Aladdin The Fate of Agrabah. -HI Hercules-leikurinn mun brátt sjást í verslunum Japis. Netverk: Pappírslaus viðskipti ryðja sér til rúms Netverk hefur verið frumkvöðull á sviði hugbúnaðar í pappírslausum viðskiptum (EDI) á íslandi. EDI felur í sér flutning á viðskiptagögnum á stöðluðu formi milli tölva. Kosturinn við EDI-formið er að allar tegundir tölvukerfa geta átt samskipti óháð hvaða hugbúnaður og stýrikerfi er notað. Til þess að hægt sé að notfæra sér EDIFACT-staðalinn þurfa að vera til staðar svokallaðir EDI-þýðarar og samskiptahugbúnaður (EDI- kerfi) og/eða X.400 pósthús. Netverk hefur sérhæft sig í þróun og sölu slíks bún- aðar. Nú þegar hafa nokkrir stórir aðilar í verslun tekið upp EDI. Þeir senda pantanir og taka á móti staðfestingu og reikningi pappírslaust. Meðal þeirra eru Sól, Bónus, Hagkaup, 10-11 verslanirnar og um 120 stór- ir og smáir heildsalar og framleiðendur. Vænta má að viðskiptabankarnir taki upp EDI-samskipti á þessu ári. Ferðir í tollinn óþarfar Sú stofnun sem hefur ver- ið brautryðjandi í EDI-sam- skiptum hér á landi er Emb- ætti Ríkistollstjóra. Með'upp- töku á EDI-staðlinum hefur hraðinn og öryggið apkist við tollafgreiðslu. Núnai tek- ur aðeins um 5-10 mín. að ganga frá tollpappírum. Ferð- ir í tollinn eru óþarfar lauk Viöskiptabankar verða bráöum meö pappírs- laus viöskipti. þess sem fyrirtæki, sem nota þessa tækni, fá gjaldfrest á öllum tollum og gjöldum í 1-2 mánuði vaxtalaust. Með nýlega samþykktum tollalög- um hefur verið tekið stórt skref í átt aö hraðari samskiptum og frá og með 1. janúar árið 2000 verður eimmgis hægt að tollafgreiða vöru með EDI- samskiptum. Er lagasetning þessi til marks um hvemig þessi viðskipta- máti er að ryðja sér til rúms. í dag em um 60 fyrirtæki tengd tollinum með EDI og er ljóst að þeim á eftir að fjölga hratt á næstu árum. Samskiptakerfi gegnum Inmarsat En Netverk er með fleira í boði. Þann 3. júní sl. tóku fjarskipti á sviði símasamskipta nýja stefnu og það af miklum krafti þegar vel heppnað flug- tak fjórða Inmarsat-3 gervihnattarins átti sér stað. Gervihnattasendingar ná nú yfir 98% jarðarkringlunnar og gera þar með einfóld og þægileg fjar- skipti að raunhæfum möguleika. Netverk hefur getið sér gott orð fyr- ir þróun og hönnun hugbúnaðar- lausna fyrir Inmarsat gervihnatta- og þjónustuaðila. Hingað til hefur ekki verið mögulegt að taka á móti eða senda skeyti um Inmarsat - A/B/C eða M á öðrum stafagerðum en sem finnast í ensku. Með samhæfðu átaki og íslensku hugviti sem byggist á þekkingu og reynslu af skeytakerfum hefur Netverk, fyrst i heimi, þróað lausn sem stuðlar að því að óhefð- bundin stafasett, þ.á m. íslensk og rússnesk, komast nú um Inmarsat- A/B/C og M óbrengluð. Netverk hefur einnig náð góðum ár- angri við að ná kostnaöi við skeyta- sendingar niður. Hingað til hefur ekki verið mögulegt með góðu móti að senda tölvupóst í gegnum gervihnött án þess að kostnaðurinn stígi upp úr öllu valdi. Meö nýjum hugbúnaði frá Netverk, sem felur í sér þjöppun, er hægt að ná niður kostnaði við send- ingar um allt að 50-60% ef send eru t.d. 60-70 skeyti mánaðarlega. Einnig er mögulegt aö senda skeyti um In- marsat C með þjöppuðu viðhengi, t.d. Word, Excel eða Powerpoint. Útgerðir í sambandi við skip sín Þessi hugbúnaöur gerir t.d. útgerð- um kleift að vera í stöðugu sambandi við skip hvar í heiminum sem þau kunna að vera. Upplýsingar eru send- ar og mótteknar sjálfvirkt eða hand- virkt frá skipum hvar sem þau em stödd. Hægt er að fylgjast með allri framvindu sendinga, t.d. hvort skeyti hafi verið móttekiö, lesið eða því eytt án þess að vera lesið eða það fallið í sendingu. Hugbúnaðurinn getur leit- að sjálfkrafa að ódýrustu leiðinni, t.d. NMT, GSM eða Inmarsat A/B/M eða C. Sjálfvirkur flutningur er möguleg- ur á öllum vinnsluupplýsingum, afla- tölum, bókhaldsgögnum, viðhaldsupp- lýsingum, pöntunum eða öðrum skyldum upplýsingum sem tengjast rekstri fyrirtækisins. Þessa sfundina er Útgerðarfélag Akureyringa fyrst íslenskra fyrir- tækja að prófa búnað frá Netverk um borð í skipum sinum. Netverk gerði fyrr á þessu ári samning við fjarskiptafyrirtæki kór- esku fyrirtækjasamsteypunnar Hy- undai um sölu á samskipta- og upplýs- ingakerfi. Fjarskiptabúnaðurinn var settur um borð í 85 af flutningaskip- um samsteypunnar og notaður til fjar- skipta við höfuðstöðvar í landi svo og á milli skipanna sjálfra. Kerfíð leysti þar með af hólmi um 10 ára gamalt og óskilvirkt fjarskiptakerfi af enskum uppruna. Einnig hefur Netverk hann- að samskiptakerfl fyrir aðila í Rúss- landi, Hong Kong, Noregi, Svíþjóð og Frakklandi. Þá hafa aðilar í Suður-Ameríku, þ.e. Chile og Argentínu, sýnt þessu kerfi mikinn áhuga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.