Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
Rómantískir
* ^
Rómantík er margslungið hugtak og menn ekki á einu
máli um hvernig beri að skilgreina það. Tilveran hitti að
máli þrjá karlmenn og lékforvitni á að vita hvað róman-
tík merkir í huga þeirra og hvernig þeir upplifa hana.
Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur:
Kynhvötin
- hreyfiafl mmantískrar ástar
karlmenn
í vor kom út bókin Menntun, ást og
sorg eftir Sigurð Gylfa Magnússon
sagnfræðing. Þar er líf 19. aldar
manna skoðað í ljósi persónulegra
heimilda með aðferðum einsögunnar.
Meðal annars er komið inn á ást og
rómantík.
„Á 19. öldinni er gjarnan talað um
tvenns konar nálgun á rómantík. Ann-
ars vegar að hún sé í sama farvegi og
við þekkjum, sem sagt sterk tilfinn-
ingaleg tenging tveggja einstaklinga.
Hins vegar hefur verið bent á að róm-
antíkin hafi verið mjög sterklega
bundin efnahag. Menn hafi ekki leyft
sér að nálgast rómantíska ást fyrr en
að uppfylltum ákveðnum efnahagsleg-
um skilyrðum," segir Sigurður Gylfi
Magnússon sagnfræðingur.
í bókinni Menntun, ást og sorg velt-
ir Sigurður Gylfi því fyrir sér hversu
mikið foreldrar hafi haft hönd í bagga
með makavalinu. Ljóst er að í efri
stéttunum höfðu þeir mikið um það að
segja. Eftir því sem neðar dró i þjóðfé-
lagsstiganum þurfti minna að hugsa
um gott makaval því lítið var til skipt-
anna. Alþýðan virðist þó sjálf hafa
sett á sig ákveðnar hömlur. Hún gerði
sér grein fyrir því að ef hún ætlaði að
koma ár sinni vel fyrir borð varð hún
að hemja ástina. „Með öðrum orðum
held ég að hin rómantíska ást hafi ver-
ið mjög skilyrt á 19. öld.“
Sigurður Gylfi segir kynhvötina
vera hreyfiafl hinnar rómantísku ást-
ar. „Á 19. öldinni voru greinilegar
hömlur á henni og stór hluti fólks var
kynferðislega óvirkur fram undir þrí-
tugt áður en hann fékk að gifta sig.
Það gerir 19. öldina svo áhugaverða í
þessu tilliti."
En hvemig er nútímaástin? Er hún
hömlulaus? Er það ekki bara ímynd
Ásgelr Kolbeinsson dagskrárgerðarmaður:
Nœring
kœrleikans
Rómantískir tónar hljóma á
öldum ljósvakans á sunnu-
dagskvöldum milli klukkan 22
og 1 á Bylgjunni. Sá sem þá
situr við hljóðnemann er dag-
skrárgerðarmaðurinn Ásgeir
Kolbeinsson. Hann lítur á
rómantíkina sem næringu
kærleikans. „Kærleikurinn
getur ekki lifað og dafnað
nema að fá næringu. Þessi
næring er rómantíkin. Þess
vegna er rómantík ekki væm-
in heldur aðeins mjög heil-
brigð þörf fyrir að viðhalda
kærleika," segir Ásgeir.
Að mati Ásgeirs skiptir
rómantíkin öllu máli. Hann stórefast
um að nokkur maður geti lifað án
þess að hafa svolitla rómantík innra
með sér. Rómantíkin sé hluti mann-
legra tilfinninga sem kvikni við
vissar kringumstæður.
„Ailir eiga sér einhverja róman-
tíska drauma og minningar. Þeir
sem eiga fáar rómantískar minning-
ar og hafa sjaldan upplifað virkilega
rómantík geta jafnvel verið enn
rómantískari en hinir vegna þess að
þeir geta látið sig dreyma róman-
tíska drauma og þróað þá í huga sér
áður en þeir rætast. Alltaf er eitt-
hvað sem kveikir í manni róman-
tískar kenndir, hvort sem maður er
harður nagli eða venjulegur, tilfinn-
ingasamur einstaklingur."
Ásgeir segir fólk alltaf vera að
leita að ást og virðingu. Rómantísk-
ar kvikmyndir snerti óneitanlega
ákveðnar taugar. „Það eru allt of
margir, og þá fyrst og fremst karl-
menn, sem vilja alls ekki viður-
kenna að þeim hafi þótt kvikmynd
Kolbeinsson dagskrárgeröarmaö-
sorgleg og að hún hafi haft tilfinn-
ingaleg áhrif á þá. Það er töff!
Reyndin er sú að sá sem getur ekki
sýnt tilfinningar á bágt. Það er
mannlegt að finna til með fólki og
þykja kvikmyndir þar af leiðandi
sorglegar. Margir áttu bágt með að
hemja sig á kvikmyndum eins og
Sleepless in Seattle og When a Man
Loves a Woman."
Sjálfur kveðst Ásgeir rómantískur
og segir að þeir sem hlusti á hann á
Bylgjunni á sunnudagskvöldum
kynnist í raun hans innri manni.
„Ég lít kannski ekki út fyrir að vera
þessi rómantíska týpa. Það kemur
fólki, sem hittir mig úti á götu, jafn-
vel á óvart að ég skuli vera þessi
„rómantíski í útvarpinu," eins og ég
læt stundum. Þetta er allt spurning
um tíma og rúm. Þegar ég er búinn
að dempa hjá mér ljósin og velja
flotta rómantíska tónlist líður mér
afskaplega vel og læt það hljóma út
til hlustenda."
-VÁ
Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur.
DV-mynd S
kvikmyndanna? „Rómantísk ást er
taumlaus tilfinning til annarrar per-
sónu, óháð öllum ytri aðstæðum.
Draga má í efa að hún sé raunveru-
lega til. Rómantík er í einhverjum
skilningi ímyndun. Bókmenntir, kvik-
myndir og tónlist geta ýtt undir slíka
hugaróra. Við lifum að nokkru leyti í
ímynduðum heimi en á 19. öldinni var
það miklu fremur blákaldur raun-
veruleikinn sem blasti við.“
Sigurður Gylfi telur sig hiklaust
vera rómantískan. „Ég upplifi róm-
antík þó ekki endilega i konfektmol-
um og kertaljósi heldur miklu fremur
í samkennd með annarri persónu.
Þegar ég næ að tengjast henni andlega
og líkamlega, til dæmis með upplestri
úr Alþingistíðindum!"
-VÁ
Ástarfrekja
og girnd
„Ingibjörg vann að útiverkum
hjá Rakel á Brekku um vorið og
svaf þá í hærri bænum. En er ég
kom heim á helgum svaf ég í rúmi
Ingibjargar en hún þá í öðru
rúmi. Er mér minnisstætt hvern-
ig hún lét þá vilja komast í rúm
tU mín. Var það eitt sinn að hún
klagaöi mig í áheym alls heimUis-
fólksins á Brekku og kvað mig
vera „líðilegan" að vilja ekki lofa
sér að sofa hjá mér og njóta blíðu
minnar, sem væri sitt „mesta
yndi“. Var mér órótt innanbrjóst
er Ingibjörg var að tala um þetta,
mænandi upp á mig við rekk-
justokkinn er ég var að afklæða
mig. HryUti mig ærið við að sofa
hjá Ingibjörgu, sökum hennar
voðalegu veiki, slagaveikinnar.
Auk þess var hún ófríð ákaflega,
andfúl og leiðinleg og var það
merkilegt, að mér fannst hún
aldrei leiðinlegri en þegar hún
hló. í stað þess að aðrir menn
verða engilfagrir ásýndum, sýnist
mér Ingibjörg verða djöfuUega
ljót.
Mikla sálarþraut og bölvun get-
ur ástarfrekja og girnd eins kven-
manns gert að verkum. Seinni
hluta þessa dags bjó ég rúm
handa mér, vUdi ég framvegis
njóta ánægju þeirrar, að sofa
einn.“
Þessi hundrað ára gamla frá-
sögn er dæmi um óróman-
tíska gimd. Hún er úr dagbók
Magnúsar Hj. Magnússonar
(f. 1873), sem var fátækur
lausamaður. Frásögnin birt-
ist 1 bók Sigurðar Gylfa
Magnússonar, Menntun, ást
og sorg.
Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur:
Þjóðernisrómantíkin
enn aö verki
í huga Sveins Yngva EgUssonar
bókmenntafræðings er rómantíkin
fyrst og fremst nafn á ákveðnu menn-
ingarfyrirbæri á 19. öld. „Ég á við bók-
mennta- og listastefnuna sem köUuð
er rómantík. Þetta er heiUandi tímabU
í bókmenntum heimsins, ekki síst í
bókmenntum Norður-Evrópu og ís-
lands, sem ég þekki best tU,“ segir
Sveinn Yngvi.
Hugtakið rómantík er reyndar ekki
vandræðalaust í þessu samhengi.
Fræðimönnum hefur ekki gengið sem
best að skUgreina það í eitt skipti fyr-
ir öU. „Þó þykjast þeir sjá sameiginleg
einkenni á bókmenntum ólíkra landa
á þessu tímaskeiði sem meðal annars
lýsir sér í upphafningu á hinu ein-
staka, skáldsins sjálfs. Því fylgir líka
meiri krafa um frumleika en áður.
Skáldskapurinn á að tjá emstaka upp-
lifun enda er hugmyndin um skáldið
sem sniUing eða séní til orðin á þess-
um tíma.“
Rómantíkin er sem sagt mikil ein-
staklingshyggja. „Þó má ekki gleyma
því að rómantísk skáld höfðu yfirleitt
mikinn áhuga á náttúrunni. Kvæði
þeirra bera vott um sterkan samhljóm
manns og umhverfis. Náttúran er jafn-
vel dýrkuð eins og guð.“
Sveinn Yngvi segir marga hafa að-
hyllst eins konar lífheildarhyggju og
álitið aUa skapaða hluti eina lifandi
heild, „mann og náttúru aUt hvað er“,
Þetta hafi auðvitað myndað mótvægi
við aUa einstaklingshyggjuna.
„Náttúru- og lífheildarhyggja róm-
antikurinnar á auðvitað brýnt erindi
við okkur sem nú lifum. Pólitískar
áherslur rómantíkurinnar eru „græn-
ar“, eins og það heitir víst í þjóðmála-
umræðunni. En það er annað ein-
kenni á rómantíkinni sem birtist
skýrt hér á landi og í Norður-Evrópu
á 19. öld. Það er hin svokaUaða þjóð-
ernisrómantík. Fjölnismenn og fleiri
voru mjög hrifnir af íslenskri fornöld
og tóku hana að mörgu leyti sér til
fyrirmyndar. Þeir vildu endurreisa
Alþingi eins og það hafði verið að
fomu og dustuðu rykið af menningar-
arfi miðalda. Um leið er þetta ættjarð-
arrómantík. Fjölnismenn reyndu að
opna augu íslendinga fyrir fegurð
landsins sem þeir byggja. íslenskt
landslag og menningararfurinn renna
í eitt í skrifum þeirra."
Þjóðernisróman-
tíkin hefur lifað
góðu lifi langt
fram eftir þess-
ari öld og það
er fyrst á sið-
ustu áratug-
um sem
menn eru
farnir að
skoða
hana gagnrýnum augum.
„Svo er auðvitað um hina róman-
tíkina að ræða - þá rómantík sem
maður sér í kvikmyndum og kaffiaug-
lýsingum. Hugguleg, ástleitin og
stemningsfull rómantík, lýst með
kertaljósum. Sjálfur er ég nokkuð
rómantískur maður í kertaljósaskiln-
ingnum en mér finnst gamla róman-
tíkin bara enn meira spennandi. Ekki
síst þjóðernisróman-
tíkin, sem ég held
að sé enn að
verki í okkur
íslendingum."
-VÁ