Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Page 10
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 ilV 24 tónlist ----- ísland — plötur ogdiskar- | 1. (1 ) Spice World Spice Girls | 2. ( 2 ) Quarashi Quarashi | 3. ( 3 ) Sigga Sigga Beinteins t 4. ( 5 ) Trúir þú á engla? Bubbi | 5. ( 3 ) Best of Eros Ramazotti | 6. ( 6 ) Abba Babb Dr. Gunni § 7. ( 4 ) 1987-1997 Nýdönsk t 8. (10) Homogenic Björk t 9. (11) Portishead Portishead | 10. ( 7 ) Pottþótt 9 Ýmsir I 11. ( 5 ) Pottþétt Rokk Ýmsir t 12. ( 8 ) Lof mór að falla Maus t 13. ( 9 ) Urban Hymns The Verve t 14. (17) Central Magnetizm Subterranean t 15. (-) Bergmál hins liðna Ellý og Vilhjálmur || 16.(14) Pottþótt ást Ymsir t 17. (15) OK Cornputer Radiohead t 18. (Al) Spice Spico Girls t 19. ( - ) Mín fláa veröld Megas t 20. (—) Bros Geirmundur \ London ----- -Jög- I 1.(1) Barbie Girl Aqua Í Z ( 2 ) Tom Natalie Imbruglia t 3. (- ) Never Ever AllSaints ( 4. ( 3 ) Tell him Barbra Streisand & Celine Dion t 5. (- ) I Wiil Como to You Hanson t 6. (-) You Sexy Thing Hot Chocolate i 7. ( 5 ) Something About.../Candle in the... Elton John t 8. (- ) Help the Agod Pulp | 9. (-) Better Day Ocean Colour Scono | 10. ( 4 ) Spico Up Your Life Spice Girls NewYork p | 1.(1) Candle in the Wind 1997 Elton John t 2. ( 2 ) You Make Me Wanna... Usher | 3. ( 3 ) How Do I Live Leann Rimes t 4. ( 5 ) All Cried out Allure Featuring 112 t 5. ( 8 ) My Body LSG ) 6. ( 6 ) My Love Is the SHHHI Somothin' for the People | 7. ( 4 ) 4 Seasons of Loneliness Boyz II Men t 8. ( 7 ) Tubthumbing Chumba Wamba t 9. ( 9 ) The One I Gave My Heart to Aaliyah t 10. (— ) Foel So Good 1.....Masi • .. '......... ^ Bretland —-=plöturogdiskar- J 1. { 1 ) Spicoworld Spice Girls | Z ( 2 ) Urban Hymns The Verve t 3. ( 3 ) Greatest Hits Eternal | 4. ( 4) Paint the Sky with Stars Enya t 5. ( -) Like You Do...The Best of Lighting Seeds t 6. ( 8 ) White On Blondo Texas | 7. ( 6 ) Lennon Legend - The Very Best of John Lennon | 8. ( 5 ) Postcards From Heaven Lighthouse Family t 9. ( -) Backstreet's Back Backstreot Boys | 10. ( 7 ) Quoon Rocks Queen Bandaríkin —plötur og diskar —— 11 1. (1 ) Harlem World Mase t 2. ( — ) Come On Over Shania Twain t 3. (- ) In My Lifetime Jay-Z t 4. (- ) The 18th Letter Rakim | 5. (2 ) You Light Up My Life Loann Rimes t 6. ( 8 ) Tubthumber Chumba Wamba | 7. ( 4 ) Butterfly Mariah Carey t 8. (- ) Spiceworld Spice Girls | 9. ( 6 ) Tho Danco Floetwood Mac $10. ( 7 ) Aquarium Aqua Það má segja að upphaf Green Day hafi verið þegar faðir Billie Armstrongs, söngvara og gítar- leikara sveitarinnar, gaf honum bláan rafmagnsgít- ar á tíunda afmælisdeginum og dð stuttu seinna. í gagnfræðaskóla hitti Billie síðan Mike Dimt bassaleikara. Þeir félagar stofnuðu sveitina Sweet Children nokkrum árum seinna og gáfu út eina plötu sem þeir seldu mestmegnis sjálfir. Þeir fluttu síðan frá smábænum Rodeo í Kalifomíu þar sem þeir ólust upp og kalla reyndar skítapleis enn þann dag í dag. Ferðinni var heitið til Berkeley. Þar djömmuðu þeir með ýmsum sveitum en hugurinn var ætið bundinn viö eigin hljómsveit. Þeir vora búnir að finna nafn sem var til komið úr bamaþættinum Sesame Street en þar var orða- tiltækið Green Day notað um letidag og vísar kannski til hassneyslu þeirra félaga á þessum árum. Þeir ákváðu síðan að innlima trommarann John Kiffmayer í sveitina og leita sér að plötu- samningi. Heista pönkútgáfufyrirtæki Berkeleys, Lookout! Records, var ekkert yfir sig hrifið og reyndi að losna við drengina með því að senda þá 250 kíló- metra leið norður á bóginn í hrörlegan kofa til að flytja fyrir sig nokkur lög. Billie og Mike ákváðu að láta ekki deigan síga og mættu i kalsaveðri i kof- ann þar sem allt var læst og ekkert rafmagn að finna. Eftir að þeir félagar höfðu brotist inn og lappað upp á gamla ljósavél neyddist erindreki út- gáfufyrirtækisins loks til að hlusta á þá og varð yfir sig hrifinn! Trommarinn fékk nóg! Billie hætti í menntaskóla nokkrum dögiun áður en debut plata sveitarinnar kom út og einbeitti sér að þvi að skipuleggja tónleikafór hennar en hún kom fram á ails 45 stöðum. Eftir túrinn var trommarinn búinn að fá nóg og hætti. Eigandi Lookout!, Larry Livermore, benti þeim á undrabamið Frank Edwin Wright III. sem tólf ára gamall hafði spilað tímabundið með sveit Livermore, The Lookouts. Livermore var fljótur að endurskíra drenginn því nafni sem hann ber enn í dag sem sviðsnafh, Tre Cool. Nú var endanleg skip- an sveitarinnar komin. Næsta plata sveitarinnar, Kerplunk, kom út 1991 og vinsældir voru töluverðar. Sveitin var í sjö mánuði á tónleikaferðalagi eftir útkomu Kerplunk. Green Day bjó þó enn við harðan kost, t.d. óku þeir félagar til Kanada í þröngum bíl og héldu á hljóð- færunum í fanginu! Árið 1993 gerði sveitin samning við útgáfufyrir- tækið Reprisal Records og vora reyndar gagnrýnd- ir fyrir að selja sig stærra merki! 1994 kom svo platan Dookie sem kom sveitinni endanlega á topp- inn. Lögin Basketcase og Longwiew af plötunni komust nánast í fyrsta sæti á mörgum listum og eftir að Green Day kom fram á Woodstock II tón- leikunum seldist platan í tveimur milljómnn ein- taka. Árið 1995 byrjaði vel fyrir sveitina sem sendi frá sér lagið When I Come around og toppaði lista á nýjan leik. MTV hafði nú tekið sérstöku ástfóstri við Green Day og sýndi í tima og ótíma myndbönd við lög sveitarinnar. Lagið Basketcase var einnig útnefnt til Grammy-verðlauna og meðlimir Green Day útnefndir sem bestu tónlistarmenn ársins 1994. En kannski má best merkja vinsældir sveitar- innar þegar hljómsveitin Creedle gaf út lagið I’ts Not Cool to Like Green Day Anymore. Green Day gaf út plötuna Imsomniac í septem- ber 1995 sem naut töluverðra vinsælda og nú ný- verið kom út platan Nimrod en lagið Hitchin’A Ride hefur gert það gott að undanfómu. Annað lag á plötunni, A King For A Day, fjallar á sérstakan máta um dragdrottningar en eins og venjulega era textar Green Day undirfurðulegir og ekkert verið að skafa utan af hlutunum. -ps - hlaðið á nýjan leik Sólarganga Eitt alskemmtilegasta lagið sem hljómar í útvarpinu um þessar mundir er lag með hljómsveitinni Smash Mouth. Lagið heitir Walking on the Sun og minnir mjög á það sem meistari Beck Hanson hefur verið að fást við. Hljómsveitin Smash Mouth er bandarísk og er inni á ska-punk línunni líkt og hljómsveitin No Doubt. Smash Mouth eru pönkarar sem hafa ekki mikla trú lengur á drungalegu og þunglyndislegu pönkrokki. „Þó textamir geti verið bitrir má tónlistin vera hress og fyndin," segir Kevin Coleman, trommari sveitarinnar. Lagið Ner- vous in the Ailey kom hljómsveit- inni á kortið þegar útvarpsstöð nokkur í San Francisco fór að spila það á fullu. í kjölfarið fylgdi svo útgáfusamningur og loks gull- plata. í Bretlandi er mikill áhugi fyrir sveitinni enda er Bretland þar sem pönkið varð til. Til stendur að hljómsveitin komi fram í Top of the Pops sjón- varpsþættinum á næstunni. Með- limir sveitarinnar eru miklir Bítla- og Stones-aðdáendur og hlakka mjög til að koma til London. -JAJ Nú er komin út sjöunda breiðskífa hljómsveitarinnar Metallica. Þetta er seinni hluti plötunnar Load í þeim skilningi að lögin á þeirri nýju vora tekin upp á sama tíma og lögin á Load. Upphaflega átti Load að vera tvöfold en meðlimir Metallica vora hrifnari af þeirri hugmynd að geta gert tvær plötur úr sama uppptöku- ferlinu og geta svo borið þær saman. Upptökur hófust í maí árið 1995 og næstu sex mánuðina voru Metallica svo í byrjun árs 1996 að sú ákvörðun var tekin að skipta plötunni upp í tvær heilsteyptar einingar. „Við vild- um reyna að gera tvær plötur sem þó gætu staðið einar og sér. Ekki plötu a og plötu b,“ sagði Lars Ulrich, trommari sveitarinnar, um þessa ákvörðun. Sem fyrr er það upptöku- stjórinn, Bob Rock, sem er við takk- ana í upptökum Metallica og í hljóð- verinu lögðust menn á eitt við að halda í þetta eina rétta Metallica Metallica

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.