Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 60. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ks
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998
íþróttir
Franz Beckenbauer, forseti þýsku
meistaranna í Bayern Múnchen,
vandar sínum mönnum ekki kveðj-
urnar í viðtali við þýska þlaðið Bild
nú i vikunni.
Beckenbauer segir að landsliðsmenn
sínir séu ekki með hugann við deild-
arkeppnina heldur séu þeir fyrst og
fremst að hugsa um heimsmeistara-
keppnina sem fram fer í Frakklandi i
sumar. „Menn þora ekki í tæklingar
og eru hræddir við að meiðast," segir
Beckenbauer.
Mario Basler, Mehmet Scholl og
Thomas Sírunz allt leikmenn
Bayern Míinchen og þýska landsliðs-
ins, hafa verið sektaðir um 20.000
mörk hver, eða um 800.000 krónur is-
lenskar, fyrir að gagnrýna störf
Giovanni Trappatoni, þjálfara liðsins,
á opinberum vettvangi eftir leik
Bayern og Schalke um siðustu helgi
sem Bæjarar töpuðu, 1-0.
XJli Höness, framkvæmdastjóri Bay-
ern Miinchen, tðk þessa ákvörðun og
sagði að þremeningarnir hefðu brotið
samkomulag um að gagnrýna ekki
störf þjálfara, liðsskipan eða leik-
skipulag en tveir af leikmönnunum,
Scholl og Basler, voru á varamanna-
bekknum gegn Schalke um síðustu
helgi.
Trappatoni nýtur fulls trausts hjá
forráðamönnum Bayern þrátt fyrir
slakt gengi liðsins að undanförnu.
„Það er enginn betri en Trappatoni
og hann nýtur 100% stuðnings hjá
félaginu," segir Beckenbauer.
Bjórn    Dœhlie,
norski skíðagöngu-
kappinn sem hefur
borið höfuð og herð-
ar yfir aðra kepp-
endur í þessari
grein á undanförn-
um árum, hefur
ákveðið að keppa
eitt ár til viðbótar
en hann hugðist
á hilluna eftir þetta
ja skíðin
tímabil.
Argentína sigraði Búlgaríu, 2-0, i
vináttulandsleik í knattspyrnu í Bu-
enos Aires í fyrrinótt. Gabriel
Batistuta og Claudio Lopez skoruðu
mörkin en báðar þjóðir tefldu fram
sínum bestu leikmönnum.
íslandsmót  í  áhaldafimleikum
verður haldið í Laugardalshöllinni
um helgina. Mótið hefst klukkan
17.30 á morgun, föstudag, og verður
framhaldið á laugardag og sunnudag.
Hilmar Herbertsson, GR, sigraði í
karlaflokki á golfmóti Samvinnu-
ferða-Landsýnar sem haldið var á
Kanarieyjum á dögunum. Hilmar lék
á 72 höggum. Haraldur Sumarliða-
son, HGK, varð annar á 73 höggum og
Viktor Helgason, GV, þriðji á 74.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, G J, sigr-
aði í kvennaflokki á 76 höggum. Ása
Ásgrímsdóttir, GR, varð önnur á 78
höggum og Sigríður Hannesdóttir,
GHR, þriðja á 79.
FRÍ stendur fyrir A-stigs þjálfara-
námskeiðum fáist næg þátttaka.
20.-22. mars verður námskeið í
Reykjavík þar sem kennarar verða
Egill Eiðsson og Jón Sævar Þórðar-
son. 27.-29. mars verður svo nám-
skeið á Sauðárkróki undir hand-
leiðslu Gisla Sigurðssonar. Þátttöku
skal tUkynna til FRl í s. 568-5525 eða
á faxi 581-3686.
Úrslitakeppni 1. deildar kvenna í
körfuknattleik hefst á laugardaginn.
Keflavík mætir ÍS á heimavelli og KR
tekur á móti Grindavík. Liðin eigast
svo aftur við á mánudaginn á heima-
völlum þeirra liða sem spila á útivelli
á laugardaginn.
Tony Blair, forsætisráðherrra Bret-
lands, hitti Joao Havelange, forseta
Alþjóða knattspyrnusambandsins, á
fundi i Downing stræti í gær og þar
fylgdi hann vel á eftir umsókn Bret-
lands um að fá að halda úrslitakeppni
HM í knattspyrnu árið 2006.    -GH
I kvöld
Úrvalsdeildin f körfuknattleik:
¦jj Haukar-Grindavik..........20.00
TindastóU-Þór.............20.00
KR-Skallagrímur...........20.00
Keflavík-Akranes ..........20.00
ÍR-Njarðvik...............20.00
KFÍ-Valur................20.00
Úrslitakeppni l.'deUdar í körfubolta:
SnæfeU-lS................20.00
Chris Carr, leikmaöur Minnesota, sá hvítklæddi, lék vel með Minnesota gegn Golden State í nótt og skoraði 12 stig.
Golden State, sem lék á heimavelli, mátt sín llítils gegn fríksu liði Minnesota sem slgraðwi með 27 stiga mun.
Bandaríski körfuboltinn í nótt:
Lakers knúði
sigur i lokin
- Utah á góðu skriði og vann 8. leik í röð gegn Sacramento
Átta leikir voru háðir í nótt og    Ugauskas 18, Person 17 - Curry 16, HUl   17.
urðu úrslit eftirfarandi:              15.                                  LA  Lakers  átti  í  basli  með
Boston-Atlanta..........105-110    Detroit-Indiana ..........122-91    Portland en knúði fram sigur í síð-
Wlker 24, Mccarty 19 - Smith 26, Hender-    HUl 23, WUliamson 20 - Davis 15, S mits    asta leikhluta.
son 22.                             14, MUler 14.                          Minnesota rasskellti Golden State
Philadelphia-Washington .... 88-86    Utah-Sacramento...............    á útivelli. Það var strax i fyrsta leik-
Iverson 32, Ratliff 18 - Webber 34,    Malone 25, RusseU 17 - WUliamson 21.     hluta sem Minnesota gerði út um
Strickwland 18.                      Golden State-Minnesota____84-113    leikinn með frábærum varnarleik.
Charlotte-New York........85-78    MarshaU 17, Dampier 14 - Garnett 22,     Utah er á góðu skriði þessa dag-
Rice 22, Mason 21 - Houston 25, Johnson    MitcheU 17.                         ana og vann sinn 8. leik í röð. Utah
23.                                LA Lakers-Portland  ......121-107    tók vóldin í upphafi eftir eþað avar
Cleveland-MUlwaukee ......95-83    O'Neal 33, Fox 20 - WaUace 20, Sabonis   ekki aftur snúið.           -JKS
Deildabikarinn af stað
Deildabikarinn í knattspyrnu
hefst annað kvöld meö tveimur
leikjum. Leiknir úr Reykjavík tek-
ur á móti KR á Leiknisvelli klukk-
an 18.30 og Breiðablik mætir
Skagamönnum á Ásvöllum klukk-
an 20.30.
Á laugardag verða sjö leikir.
Haukar-Víkingur Reykjavík á As-
völlum kl. 11 og á sama tíma leika
Afturelding-Stjarnan á Leiknis-
velli.
Kl. 13 leika Grindavík-FH á Ás-
völlum og Reynir Sandgerði-Þrótt-
ur Reykjavík á Leiknisvelli.
Kl. 15 leika Selfoss-Keflavík á
Ásvöllum. Kl. 17 leika Fram-
Skallagrímur á Ásvöllum og Fjöln-
ir-ÍR á Leiknisvelli.
Á sunnudag verða háðir tveir
leikir. Víðir úr Garði og Valur
leika á Ásvöllum kl. 13 og á sama
stað kl. 15 leika Njarðvík og HK.
-JKS
Markahæstu leikmennirnir
í Nissan deildinni í handbolta -
1	Zoltan Belanyí	ÍBV	162/67
	Sigurður Sveinsson	HK	147/60
2	Ragnar Oskarsson	ÍR	136/33
4	Valdimar Grímsson	Stjarnan	132/34
5	Halldór Sigfússon	KA	111/58
	Oleg Titov	Fram	111/29
	Páll Þórólfsson	Aftureldlng	109/22
8	Rögnvaldur Johnsen	Viklngur	107/23
9	Daði Hafþórsson	Fram	101/13
10	Hilmar Þórlindsson	Stjarnan	98/7
11	Karim Yala	KA	93/33
12	Jón Kristjánsson	Valur	90/19
13	Halldór Ingólfsson	Haukar	89/10
	Gústaf Bjarnason	Haukar	87/27
15	Birgir Sigurösson	Vikingur	85/22 Í
16	Robertas Pauzudolis	IBV	85    1
17	Sigurpáll Árni Aðalsteinsson	Fram	83/1  |
18	Guðfinnur Kristmannsson	IBV	80/5  m
19	Hálfdán Þórðarson	FH	78
20	Davíð Ólafsson	Valur	76   1
li
w
LÁ

KÉ'Vr
ENGLAND
\>.JT—^-----------
Blackburn hefur lýst yfir áhuga að
kaupa Díon Dublin frá Coventry. Ef
álitlegt tUboð berst er Coventry jafn-
vel tUbúið að láta hann fara.
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri
Blackburn, segist vanta annan sókn-
djarfan leikmann. Hann er einnig
með Norðmanninn EgU Östenstad hjá
Southampton 1 sigtinu.
Alex  Ferguson,
stjóri Manchester
United, hefur feng-
ið þau skUaboð frá
forráðamönnum
PSV að Jaap Stam
sé ekki falur fyrir
minni pening en
15      mUljónir
punda. Stam, sem
var    útnefndur
knattspyrnumað-
ur ársins í HoUandi i vikunni, er
samnngsbundinn PSV tU ársins 2003.
Ferguson er með mörg járn i eldin-
um. Nýjustu fréttir herma að hann
hafi sett sig 1 samband við umboðs-
mann ítalska framherjans Francesco
Totti, sem leikur með Roma, með það
í huga að fá hann tU Old Trafford fyr-
ir næsta tímabU.
Menn bíða spenntir eftir þvi hvað
Terry Venables hyggst taka sér fyrir
hendur en þegar á hólminn kom varð
ekkert af áður auglýstum blaða-
mannafundi í fyrradag i höfuðstöðv-
um Crystal Palace.
Venables flaug nefnUega tU Madríd
og átti þar fund með forráðamönnum
Real Madrid sem hafa mikinn áhuga
á því að Venables verði næsti þjálfari
liðsins.
Patrick Berger er að öUum líkindum
á fórum frá Liverpool. Nokkur Uð
hafa áhuga á þessum Tékklendingi
sem ekki hefur náð að festa sig í sessi
á Anfield Road. Benfica er í hópi liða
sem vUja fá hann i sínar raðir.
___

Glasgow  Rangers
hefur samþykkt 3
miUjóna punda tUboð
frá Crystal Palace í
Paul Gascoigne en
það er undir Gassa
sjálfum komið hvort
hann vUl ganga í rað-
ir Palace.
Gascoigne ætlar að bíða eftir því
hvað Terry Venables gerir og verði
niðurstaðan sú að Venables taki við
stjórninni hjá Palace er mjög líklegt
að Gassi geri það líka.
Newcastle og Middlesbrough hafa
einnig áhuga á að fá Gascoigne í sín-
ar raöir og eru reiðubúin að yfirbjóða
Crystal Palace.
Bolton hefur augastað á argentinska
framherjanum Herman Crespo sem
leikur með Parma á ítalíu. Liði
Bolton hefur gengið Ula að skora
mörk og Colin Todd, stjóri Bolton,
vUl bæta úr því.
-JKS/GH
Blak:
Staða
unnar er góð  *
Stjörnumenn standa vel að vígi i
undanúrslitum íslandsmóts karla í
blaki eftir 2-3 sigur á Þrótti í Nes-    &
kaupstað í gærkvöld.
Þróttarar komust í 2-0, unnu
15-11 og 15-7. Garðbæingar jöfnuðu, ^
11-15 og 10-15, og unnu síðan loka-
hrinuna eftir harða baráttu, 13-15.
Þeir geta nú klárað dæmið á sínum
heimavelli en liðin mætast aftur í
Garðabæ næsta fimmtudag..
Þróttur úr Reykjavík vann ÍS af
öryggi í Hagaskóla, 3-0. Hrinurnar
enduðu 15-10, 15-6 og 15-10. Annar
leikur liðanna verður háður í
Hagaskóla á þriðjudaginn.     -VS
wt
KEILA
1. deild kvenna:
KeUuálfar-TryggðatröU .......0-8
Flakkarar-ÍR L .............8-0
Afturgöngur-Skutlurnar ......8-0
KeUusystur-KR.............6-2
Keflavik-Ernir..............8-0
Efstu Uð eftir 17 umferðir:
Flakkarar  .................124
Afturögngur................118
TryggðatröU................88
t
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40