Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 íþróttir Formúla 1 - San Marinó-kappaksturinn um helgina: - Coulthard var 4 David Coulthard á McLaren vann fyrsta sigur sinn á árinu á Imola- kappakstursbrautinni í San Marinó í gær. Coulthard kom aðeins 4,5 sek. á undan Ferrari-ökumanninum Michael Schumacher í mark en bilið milli þeirra hafði lengst af verið um tuttugu sekúndur. Annar kom svo Eddie Irvine einnig á Ferrari en hann háði harða fyrsti ,5 sek. á undan Schumacher í markið haráttu við Jacques Villeneuve um síðasta verðlaunasætið alla keppnina. Finninn Mika Hakkinen, sem heldur forystu í stigakeppni ökumanna með 26 stig, féll úr keppni eftir vélarbilun og hefur þriggja stiga forskot á félaga sinn David Coulthard sem hefur 23 stig og þriðji er Schumacher með 20. Helstu úrslit í kappakstrinum í gær urðu þessi: 1. Coulthard ....McLaren-Mercedes 2. M. Schumacher...........Ferrari 3. Irvine .................Ferrari 4. Villeneuve . . Williams-Mecachrome 5. Frentzen .... Williams-Mecachrome 6. Alesi Sauber ..........Petronas 7. R. Schumacher............Jordan 8. Tuero Minardi..............Ford 9. Alesi ...................Arrows -ÓSG Barcelona meistari Spænska liðið Barcelona varð um helgina Evrópumeistari í handknattleik þriðja árið i röð. Barcelona sigraði Badel Zagreb í síðari leik liðanna í Zagreb, 22-28, en liðið hafði einnig unnið fyrri leikinn i Barcelona, 28-18. Glæsilegt tímabil er að baki hjá Barcelona því liðið vann allt sem í boði var, alla titla heima fyrir og svo Evrópukeppnina. Spænska liðið Caja Santander varð Evrópumeistari bikarhafa. eftir sigur á Dutenhofen. Nettel- stedt sigraöi í borgakeppninni, sigraöi Skövde 25-23 heima og 22-24 í Skövde. -JKS Tryggvi skoraði Þriðja umferðin í norsku knattspymunni fór fram í gær. Rosenborg gefur ekkert eftir og hefur fullt hús stiga. Tryggvi Guðmundsson skor- aði sigurmark Tromsö sem sigr- aði Viking. Ríkharður Daðason geröi skömmu áður jöfnunar- mark fyrir Viking. úrslit uröu sem hér segir. Bodö/Gllmt-Moss ...........2-2 Brann-Molde ...............2-2 Haugasund-Rosenborg.......(1-3 Sogndal-Strömsgodset.......2-2 Valur Fannar Glslason kom inn á hjá Strömsgodset. Stabæk-Kongsvinger.........2-1 Viking-Tromsö .............1-2 Ríkharður skoraði á 71. mín- útu en Tryggvi skoraði sigur- mark Tromsö á 76. mínútu. Rosenborg er með 9 stig, Molde 7 stig og síðan koma Bodö/Glimt, Stabæk og Moss öll með 6 stig. -JKS Pétur meiddist Pétur Marteinsson hjá Hammarby meiddist um miðjan fyrri hálfleikinn gegn Öster í sænsku knattspymunni í gær. Vamarleikur liðsins riðlaðist nokkuð við brotthvarf hans. Pét- ur Bjöm Jónsson var í byrjunar- liði Hammarby en var tekinn út af í hálfleik. Stefán Þórðarson lék með Öst- er allan leikinn og átti góðan leik. Úrslit í öðrum leikjum urðu Hacken-AIK, 1-1, og Halm- stad-Frölunda, 1-0. -JKS/EH Tap gegn Gríkkjum íslenska unglingalandsliðið í knattspymu, skipað leikmönn- um 18 ára og yngri, tapaði í gær fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Skotlandi. Grikkir sigraðu 2-0 og í sama riðli gerði Danir og Svíar jafn- tefli, 1-1. íslendingar mæta Sví- um á morgun. Enric Masip, fyrirliði Barcelona, hampar Evróputitlinum í Zagreb. Símamynd Reuter Helgi Jónas og Anna María best í körfu Helgi Jónas Guðfinnsson frá Grindavík og Anna María Sveins- dóttir frá Keflavik voru á fostudags- kvöld útnefnd leikmenn ársins í efstu deildum karla og kvenna í körfuknattleik á lokahófi KKÍ. Bald- ur Ólafsson úr KR var kjörinn efni- legasti leikmaður úrvalsdeildar karla og Guðrún Arna Sigurðar- dóttir úr ÍR efnilegust í 1. deild kvenna. í liö ársins í úrvalsdeild karla voru valdir eftirtaldir leikmenn. (Hve oft þeir hafa verið valdir er innan sviga.): Falur Harðarson, Keflavík (4), Helgi Jónas Guð- finnsson, Grindavík (2), Teitur Örlygs- son, Njarðvík (9), Sigfús Gizurarson, Haukum (2), og Friðrik Stefánsson KFÍ (1). Teitur var valinn í liðið í níunda skiptiö og bætti því metið sem hann og Guömundur Bragason deildu áður. í lið ársins í 1. deild kvenna voru vald- ir eftirtaldir leikmenn. (Hve oft þær hafa verið valdar er innan sviga): Erla Reyn- isdóttir, Keflavík (2), Alda Leif Jónsdótt- ir, ÍS (2), Guðbjörg Norðfjörð, KR (5), Anna María Sveinsdóttir, Keílavik (9), og Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík (1). Anna María var valin í niunda skipti og bætti eigiö met. Hún setti einnig met með þvi að vera valin besti leikmaður 1. deildar kvenna í fjórða skiptið á ferlinum en áöur var hún valin 1989, 1995 og 1996. Jón Sigurðsson, KR, var valinn þjálfari ársins i úrvalsdeild karla og Karl Jóns- son, ÍR, 11. deild kvenna. Þau David Bev- is úr KFÍ og Jennifer Boucek, Keflavik, voru valin bestu erlendu leikmennimir. í 1. deild karla var Birgir Mikaelsson, Snæfelli, valinn bæði besti leikmaður og besti þjálfari. Kristinn Óskarsson, Kefla- vik, var valinn besti dómarinn og Jón H. Eðvaldsson, Keflavík, sá efnilegasti. -ÓÓJ Helgi Jónas og Anna María, bestu leikmenn vetrarins, brostu sínu breiöasta. Fram sigraði Fýlki örugglega Fram sigraði Fylki á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöld, 3-1. Ámi Pétursson (2) og Baldur Bjarnason gerðu mörk Fram en Garðar Kjartansson skoraöi mark Fylkis. Víkingur og Valur gerðu jafntefli, 1-1. Marteinn Guðgeirsson skoraöi fyrir Víking en Sigurbjöm Hreiðarsson skoraði mark Vals. í deildabikamum vann Leiftur lið Þórs, 1-0. -SK David Couthard ók vel í San Marínó og uppskeran var eftir því. Hann vann fyrsta sigur sinn á árinu og ekki kæmi á óvart þótt þeir yrðu fleiri á næstunni. Símamynd Reuter Jordan bjargvættur Chicago gegn Nets Chicago Bulls lenti í vandræðum í fyrsta leiknum gegn New Jersey í úrslitakeppninni í NBA. Aö lokum hafði Chicago sig- urinn í framlengingu og getur þakkað Michael Jordan enn einn sigurinn. Hann lék geysilega vel og tryggði meisturunum sigurinn í framlengingu. Eitt er vist að liðið verður að leika betur en þetta ætli það sér aö verja titilinn. Úrslit í leikjum helgarinnar urðu þessi: Austurdeild: Miami-New York .... 94-79 (1-0) Hardaway 34, Murdock 16 - Johnson 21, Houston 17. Chicago-New Jersey . . 96-93 (1-0) Jordan 39, Pippen 24 - Gatling 24, Dou- glas 16. Indiana-Cleveland ... 92-86 (2-0) Miller 18, Davis 17 - Kemp 27, Ilgauskas 25. Charlotte-Atlanta .... 92-85 (2-0) Mason 25, Rice 24 - Henderspn 22, Smith 22. Vesturdeild: Seattle-Minnesota . . 108-83 (1-0) Baker 25, Payton 19 - Garmett 18, Peel- er 13. LA Lakers-Portland 104-102 (1-0) O’Neal 30, Bryant 15 - Rider 25, Wallace 18. Phoenix-San Antonio 108-101 (1-1) Mccloud 22, Mcdyess 21 - Robinson 23, Johnson 20. Utah-Houston........ 105-90 (1-1) Malone 29, Stockton 17 - Olajuwon 16, Drexler 14.- -JKS Norræna meistarakeppnin: Redbergslid sigraði en KA-menn í 5. sæti Sænska liðið Redbergslid fagnaði sigri á fyrstu norrænu meistara- keppninni í handknattleik sem lauk í Gautaborg í gær. Redbergslid lék gegn norska liðinu Runar í úrslita- leik keppninnar og fóru leikar þannig að Redbergslid sigraði með 22 mörkum gegn 21. í hálfleik var staðan 9-7 fyrir Svíana. Það vora Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson sem dæmdu úr- slitaleikinn og fórst það vel úr hendi. í leik um þriðja sætið sigraði GOG landa sína í Virum með 30 mörkum gegn 23. KA lenti i fimmta sæti eftir sigur á norska liðinu Vik- ing, 27-25. KA-menn fengu að laun- um 300 þúsund krónur. Valsmenn biðu hins vegar lægri hlut fyrir Drott um sjöunda sætið og varð því hlutskipti þeirra að hafha í neðsta sætinu. Valur fékk 150 þúsund krónur fyrir það sæti. -JKS Duranona skoraði sex mörk Niederswursbach sigraði Flensburg i þýska handboltanum um helgina, 25-27. Konráð Olavsson skoraði 2 mörk fyrir Niederswursbach. Róbert Duranona átti góöan leik með liði sínu, Eisenach, sem tapaði á heimavelli fyrir Kiel, 25-27. Duranona skoraði 6 mörk í leiknum. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.