Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 117. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 1998
Rekinn af kjör-
stað
Á hjördag hægðist um í þeim
leöjuslag sem staðið hefur milli
D-listans og R-list-
ans í höfuðborg-
inni.     Helgi
Hjörvar, efsti
maður R-listans
og framkvæmda-
stjóri Blindrafé-
lagsins, notaði
tækifærið og
brá sér til
Garöabæjar. Þar
kom hann sér fyrir utan við kjör-
stað þeirra Garðbæinga og bauð
merki Blindrafélagsins. Nærvera
hans vakti óskipta athygli kjós-
enda og barst til eyrna Lárusi
Blöndal, kosningastjóra Sjálf-
stæðisfiokksins í bænum bláa. Sá
hafði engin umsvif og kærði
Helga til kjörstjörnar sem um-
svifalaust lét vísa honum af kjör-
stað og gott ef ekki úr bænum ...
Kartöflugarðarnir
Á Hvammstanga
var boðinn fram
Q-listinn sem sló í
gegn og fékk
nærri fjórðung at-
kvæða og tvo
menn. Ágúst
Frímann Jak-
obsson var efsti
maður fram-
boðsins sem var
kynnt sem sjálfstætt framboð
ungra eldhuga sem sumir vildu
reyndar kalla elskhuga. Elskhug-
arnir byrjuðu með slagorða-her-
ferð undir formerkjunum
„Heyrst hefur".
Þegar gömlu framboðin tóku
upp sömu aðferð gerðu eldhug-
arnir enn betur og spiluðu út
trompi sínu. Þeir buðust til að
stinga upp kartöflugarða fyrir at-
kvæði sem margir munu hafa
þegið. Þessu sáu gömlu framboð-
in ekki við enda þeir að sögn of
gamlir í slik verk ...
Afmæíi byltingar-
innar
í Austurríki hinu
nýja eru menn
mishressir með
kosningaúrslitin
þar sem Alþýðu-
bandalagið vann
mikinn sigur.
Stórsigur
Smára Geirs-
sonar og félaga
í Neskaupstað vek-
ur athygli og mikla undrun sums
staðar. Einn er þó sá Austfirðing-
ur sem ekki undrast. Emil
Thorarénsen, útgerðarstjóri og
bæjarfulltrúi á Eskifirði, varaði
við því á fundi um sameiningar-
mál í nóvember sl. að sameining
byggöarlaganna þriggja þýddi aö
kommarnir fengju Eskifjörð og
Reyðarfjörð sem afmælisgjöf á 80
ára aftnæli rússnesku byltingar-
innar...
Borgarstjóri og
Hrannar
Mál Hrannars
B. Arnarssonar
var það sem allt
snerist  um  á
seinni    hluta
kosningabarátt-
unnar í Reykja-
vík. Ingibjörg
Sólrún Gisla-
dóttir borgarstjóri
var  í kröppum dansi vegna
meintrar ðþægðar Hrannars. Af
þessu tilefni orti Jón Ingvar
Jónsson.
Hug sinn leyfist loks að tjá
landsins sonum,
á ýmsum körlum aumur sjá
eöa konum.
Hrannar fremst ífylking þá
fer aö vonum.
Borgarstjórinn allt sitt á
undir honum.
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is
Fréttir
Þrívegis taliö á Raufarhöfn:
G-listinn sigraði
með einu atkvæði
Dy Akureyri:
„Eg var alltaf viss um að við mynd-
um vinna, verkin sýna merkin og það
var skynsamlegt að fela okkur áfram-
haldandi stjórn sveitarfélagsins," seg-
ir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitar-
stjóri á Raufarhöfn, en úrslitin í kosn-
ingunum þar urðu þau jöfnustu á öllu
landinu.
Tveir listar voru í framboði, G-listi
Alþýðubandalags, sem fékk 118 at-
kvæði, og Raufarhafnarlistinn sem
fékk 117 atkvæði. Að þeim lista stóð
Ólafsfjörður:
Ekki sjálfgefið
með bæjarstjóra
DV, Akureyri:
„Við erum ekki farin að ræða við
bæjarstjórann um áframhaldandi störf
hans en komum til með að gera það. Ef
hann er inni á okkar málum varðandi
starfið þá reikna ég með að hann verði
endurráðinn en það er ekkert sjálfgef-
ið," segir Anna Maria Elíasdóttir, odd-
viti Sjálfstæðisflokksins í Ólafsfirði,
um hugsanlega endurráðningu Hálf-
dáns Kristjánssonar bæjarstjóra.
Tveir listar voru í kjöri á Ólafsfirði.
Listi sjálfstæðismanna og annarra
framfarasinnaðra fékk 4 bæjarfulltrúa
en Ólafsfjarðarlistinn, listi vinstri
manna og félagshyggjufólks, 3 bæjar-
fulltrúa. Sjálfstæðismenn voru í meiri-
hluta á síðasta kjörtimabili ásamt ein-
um bæjarfulltrua S-listans sem var
klofningsframboð úr Alþýðuflokki.
Það vekur óneitanlega nokkra athygli
Siglufjörður:
Meirihlutinn
fæddist strax
DV, Akureyri:
„Við erum yfirleitt ekki lengi að
því sem lítið er hér á Siglufirði," seg-
ir Skarphéðinn Guðmundsson, bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins á Siglu-
firði, en hann hefur myndað nýjan
meirihluta í bæjarstjórn með Sjálf-
stæðisflokknum.
Flokkarnir fengu 5 menn af 9 í bæj-
arstjórn og það tók ekki nema örfáar
klukkustundir fyrir fulltrúa flokk-
anna að komast að samkomulagi um
meirihlutasamstarf. Framsóknar-
flokkurinn lagði á það höfuðáherslu í
kosningabaráttunni að komið yrði á
fót atvinnumálanefnd í bænum og um
það mun hafa náðst samkomulag.
Skarphéðinn vildi hins vegar ekki
ræða málefnasamning nýja meirihlut-
ans fyrr en hann hefði verið kynntur
í bæjarstjórn.
Nýju meirihlutaflokkarnir voru
sammála um að ganga til samninga
við Guðmund Guðlaugsson bæjar-
stjóra um að hann starfaði áfram. -gk
Öf lug&ir meiri-
hluti i Skagafirði
DV, Akureyri:
Samningar hafa náðst milli Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um
meirihlutasamstarf í stjórn nýs sveit-
arfélags í Skagafirði. Óhætt er að segja
að sá meirihluti sé öflugur því hann er
með 9 bæjarfulltrúa af 11 sem sitja í
nýju sveitarstjórninni.
„Það er frágengið að við vinnum
saman en við eigum enn eftir að ganga
endanlega frá málemasamningi. Þetta
er mjög sterkur meirihluti sem hefur
allar forsendur til að vinna vel fyrir
þetta hérað," segir Herdís Sæmundar-
dóttir, oddviti Framsóknarflokksins.
Herdís segir ekki frágengið hver
verði sveitarstjóri. Gísli Gunnarsson,
oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði fyr-
ir kosningar að hann teldi eðlilegt að
rætt yrði við Snorra Björn Sigurðsson,
bæjarstjóra á Sauðárkróki, en Herdis
vildi ekki gefa upp afstöðu sína til þess
máls, sagði það óafgreitt.       -gk
að ekki skuli vera hreinar línur með
framtíð Hálfdáns sem bæjarstjóra
strax að kosningum loknum, enda er
hann yfirlýstur sjálfstæðismaður. -gk
fólk úr öllum flokkum og einnig var á
honum fólk sem hefur stutt Alþýðu-
bandalagið. Vegna þess hversu mjótt
var á mununum var þrítalið upp úr
kjörkössunum á Raufarhöfn en úrslit-
in stóðu.
Gunnlaugur A. Júliusson sveitar-
stjóri var í 3. sæti á lista Alþýðu-
bandalagsins og lagði því starfið að
veði en G-listinn á Raufarhöfh var
eini „hreini" listi Alþýðubandalagsins
á öllu landinu. í kosningunum fyrir
fjórum árum voru fjórir listar á Rauf-
arhöfn. G-listinn fékk þá 87 atkvæði
en hinir listarnir þrír samtals um 160
atkvæði. Úrshtin á Raufarhöfh nú
þýða að í fyrsta skipti í 53 ár situr
enginn framsóknarmaður í sveitar-
stjórn á Raufarhöfn.         -gk
_r-
JJrval
-960síðuráári-
fróðleikur og skemmtun
semlifirmánuðumog
árumsaman
*******************
*  Timaritid HEIMSMYND og BROADWAY kynna:  *
$ Fegurðarsamkeppni Islands J
t        sem haldin verbur á Broadway, föstudaginn 29. maí.
t                22 stúlkur taka þátt í keppnínni.                 ^L
i             SKEMMTIATRIÐI:            +
Yfírskrift keppninnar í ár er „Glamour" og skemmtiatribi öll í þeim anda.
_._.'.ll_________  I________l_  •______  £__________________  I_____  __*   _.'!__"„_.  ?  ___lf_l..i_____I  •___   '    -i
úrslitakvöldinu. Þær verba í Mary Sol babfötum, í tískusýningu í fötum frá
^-  Danspör frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru sýna Bai.room- og Latin dansa.  "^-
w_*    11____l _l  f.____    _ ••________.   n     ¦_¦___.<____   ______     i. _   ____«______  _           j_   ¦• ' e         ___!'
tónum vib undirleik Þóris Úlfarssonar. Hann mun svo koma aftur fram meb
^á  hinni ungu og skemmtilegu „ABBA" söngkonu, Huldu Gestdóttur. Hljómsveitin  -kC
Svartur ís skemmtir á dansleik til kl. 03:00.
Kynnar kvöldsins: Unnur Steinsson og Bjarni Ólafur Gubmundsson.
¦> ,
Vrf^Ji/
-**•—
1
A
A-
NÝJUNG í KEPPNINNI, NETSTÚLKA ÁRSINS!
Skobabu vefinn okkar. Hægt er ab kjósa Netstúlku ársins
í Fegurbarsamkeppni Islands og takib svo þátt
í LUKKU-LEIKNUM á Netinu. Fínir vinningar!
Slóbin er: www.broadway.is
Eftir.aldir adilar sryrkja Feguroarsamkeppni Íslands 1998:
BUHDSFWC
Tnknlval
COMfWX
Tfmarltlð
HEIMSMVNDl
gli&o
eralarvcgs
EffCO
i3Sj.fi. ,
FACE
KÚLTURA
M
Canon
HAXfPmmH
KARLK.   .
KARLSSONHEl
BRÖ^DWA^
HÓTEL fSLANDI
Miða- og borðapantanir ísíma 5331100.
Verð 5.900, matur os sýnins. 2.200, á skemmtiatribin oe keppnina.
Miöasala og
bpr&a-
pantanir:
Daglega frá
kl.13-17
á Broadway.
**************^

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40