Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1998, Blaðsíða 10
28 Suðurland *^r------- MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 JjV Gunnar Örn myndlistarmaður: Á andlegu ferðalagi Gunnar Öm fluttist í sveitina fyrir tólf árum og býr nú, að sögn, í mótíf- inu. Hann opnaði í byrjun mai Gallerí Kamb á bæ sínum og segist ætla að sýna þar það sem hann vill sjálfur sjá. Að vera í takt við tímann hefur löngum þótt nauðsynlegt fyrir lista- menn á hvaða sviði sem er, ekki hvað síst í myndlistinni þar sem vindar breytinga blása hvasst og reglulega. Vei þeim sem ekki láta berast með - þeir eru skildir eftir úti í kuldanum og koma að luktum dyrum í hlýjum sölum þeirra hlýðnu. Vissulega er hér fast kveðið að orði en það er þó stað- reynd að til eru listamenn sem ekki leggja höfuðáherslu á að gera eins og hinir og liða oft fyrir það - fara sínar eigin leiðir, svo notuð sé vel þekkt klisja. Gunnar Örn listmálari er lista- maður af þeim meiðinum sem fmnst mikilvægast að vera í takt við sjálfan sig. Gunnar treystir best sjálfum sér og sinni dómgreind til að kunna skil á því hvað sé - og hvað sé ekki - list. Hjá honum snýst myndlistin ekki um það hvað sé rétt og hvað sé rangt, hvað sé móðins og hvað ekki - heldur um það sem honum fmnst - hvernig honum líður - og hvernig hann tjáir sig. Það er hans list. Það er list. Gvrnnar Örn fluttist af mölinni að Kambi í Flóa fyrir tólf árum. Þar hef- ur hann síðan málað, sinnt bústörf- um: hænum, hestum og öndum; rækt- að garðinn sinn (þ.e. plantað trjám en lesendum er frjálst að lesa úr orðun- um dýpri merkingu) og nú síðast opn- að eitt stykki gallerí. Gallerí Kambur er til húsa í gömlu húsi á landareign Gunnars. Það var opnað 2. maí síðast- liðinn með sýningu Þórðar G. Valdi- marssonar, eða Kíkó Korriró eins og hann hefur oft kallað sig. Sýningin bar titilinn Myndir úr þjóðarsálinni og lauk 2. júní.. Kíkó Korriró „Þú mátt ekki kalla hann naívista," segir Gunnar þegar hann sýnir blaða- manni hinar mögnuðu myndir Kíkós og skýrir við og við út myndmálið sem er svo skemmtilega blátt áfram að við fyrstu sýn dylst það jafnvel í einfaldleika sinum og kemur áhorf- andanum í skilning um að stundum leiti hann langt yfir skammt í túlkun- um sínum. „Hann er einfari. Það er rétta orðið. Þórður er fæddur 1922 og hefur málað frá barnsaldri en mynd- irnar eru flestar nokkuð nýlegar. Hann hefur sýnt nokkrum sinnum áður og einn gagnrýnandi tók meira Sýnishorn af þvt sem Gunnar er aö fást við þessa stundina, myndir sem hann segir málaöar næstum ómeövitaö, flæði, knúiö af Hendrix í botni. „Sveitalífið veitir manni svigrúm til þess aö skapa sér sitt eigið mannlíf og rækta og hvolpurinn Snati sem lætur ekki sitt eftir liggja í listsköpun. Gallerí Kambur Gunnari eftir dóttur hans, Snæbjörgu. að segja svo djúpt í árinni að kalla sýningu hans fyrir um fimmtán árum „tímamót í íslenskri myndlistarsögu". Þannig að Kíkó Korriró á sína aðdá- endur.“ Meðal mynda Þórðar á sýningunni er myndaröð sem nefnd er Ásatrúar- list þar sem myndefnið er tákn úr ása- trú, sem er Þórði hugleikin, mynduð af samofnum búkum manna og dýra. Reðurinn er þar algeng sjón enda mik- ilvægt frjósemistákn í hinni fornu trú. Reyndar er nekt áberandi í mynd- um Þórðar þó að því fari fjarri að þær séu á nokkurn hátt klúrar. Þvert á móti gerir nektin mikið til þess að stuðla að og ýta undir einfaldleikann sem er svo áberandi og fallegur i verk- um hans. Þannig væri kvengerð á lit- ið heillandi ef hún væri í nærbuxum eða einhverjum öðrum spjörum og það sama má segja um fjöllin á sum- um myndunum - liggjandi karla sem rísa upp við dogg - sem og aðrar nátt- úrulíkingar Þórðar. Jafnvel spé- hræddasta fólk getur horft kinnroða- laust á myndir Þórðar einmitt af þvi að þær eru svo blátt áfram og eðlileg- ar. Þær geta ekki og mega ekki vera neitt öðruvisi. Alþjóðlegt gallerí Meðal titla á sýningunni eru m.a. Leyndardómsfullt landslag, Kvenleg- ur foss, Hinn rottulegi sonur kaupfé- lagsstjórans o.fl. I sýningarskrá segir Þórður um myndir sínar: „Þær eru tilraun til könnunar á undirvitund minni og viðleitni til að ná til stærri heildar af því tagi, sem sé eins konar reynslu- eða minningabanki kyn- stofns vors og allífsins, sem sá guð sem er veröldin sjálf.“ Gallerí Kambur er, þrátt fyrir ung- an aldur, að sögn Gunnars Arnar „al- þjóðlegt gailerí", þar sem stefnan er að sýna verk eftir listamenn af mörg- um þjóðernum og sá fyrsti raunar eig- inlega kominn með annan fótinn inn fyrir dyrnar. „Til að byrja með eru fyrirhugaðar tvær sýningar að jafnaði á ári, á vor- in og haustin. Nú í september mun Ólafur Elíasson myndlistarmaður sýna og síðan verða settar upp högg- myndir í garðinum fyrir framan gall- eríið. Hann er hugsaður sem högg- myndagarður, ölium opinn. Ég get blessunarlega leyft mér það að hafa mína hentisemi um það hveijir sýna hérna og fer fyrst og fremst eftir því sem ég vil sjálfur sjá. Ég kalla þetta reyndar alþjóðlegt gallerí því þó að hér verði ekki útlendingar í ár þá sýn- ir hér erlendur listamaður á næsta ári. Það voru meira að segja erlendir kollegar mínir sem kveiktu þessa hug- mynd hjá mér því að þeir töluðu margir um hversu frábært það gæti verið að sýna hérna. Ég tók þá á orð- HIO OPINBERA! nusti ISÍI nl 55E 5000 IAI1AI M f IfÍ cir ic IV Wlí NÝR HEIMUR Á NETINU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.