Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 189. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
0ðtal
LAUGARDAGUR 22. AGUST 1998
Helgarblað DV í heimsókn hjá íslenskum knattspyrnuköppum í Lilleström í Noregi:
Betra á bekknum en heima
DV, Lilleström:
Er betra fyrir íslenskan knatt-
spyrnumann að sitja á bekknum í
útlöndum en að spila heitna? Betra
á bekknum. Það er einróma álit
Rúnars Kristinssonar og Heiðars
Helgusonar, knattspyrnukappa hjá
Lilleström i Noregi. Og þeir geta
svo sem trútt um talað því hvorug-
ur hefur mátt verma bekkinn í
sumar.
„Þetta er einstakt tækifæri til að
læra og þroskast sem knattspyrnu-
maður og til að kynnast nýjum
löndum og læra tungumál," segir
Heiðar sem varð liðsmaður Lil-
leström 1. janúar 1 ár og hefur vak-
ið verðskuldaða athygli í Noregi,
aðeins tvítugur og kom beint úr
annarri deildinni á íslandi.
„Fyrir Heiðar hefur þetta verið
alveg kjörin leið. Hann hefur lært
mikið hérna og ungir og efnilegir
strákar eiga miklu meiri mögu-
leika á að komast áfram ef þeir
leika í Noregi en á íslandi. Stðru
liðin 1 Evrópu fylgjast einfaldlega
betur með boltanum hér en á ís-
landi," segir Rúnar sem er eldri og
reyndari og kom til Lilleström frá
Svíþjóð í fyrra.
Tækífæri til að sjá heiminn
Þetta eru rökin fyrir því að
freista gæfunnar á völlunum í út-
löndum og hætta þá á að verða
bara að sirja á bekknum hjá ein-
hverju liði í Noregi. Á þessu verða
menn betri knattspyrnumenn;
auka möguleikana á að vekja at-
hygli stóru og ríku liðanna í Evr-
ópu og fá að sjá heiminn í kaup-
bæti.
Já, og ekki má gleyma laimun-
um. Þau eru auðvitað orsök þess
að ungir menn fara til útlanda og
gerast atvinnumenn í íþróttum.
Rúnar hristir bara höfuðið þegar
ég spyr hvað hann hafi í laun.
Laun eru einkamál og Rúnar segir
að hann þurfi ekki að kvarta. Heið-
ar kvartar ekki heldur vegna laun-
anna.
„Við höfum nóg fyrir okkur," er
svarið og það er staðreynd að
knattspyrnumenn í Noregi fá laun
eins og þeir væru í gððum stöðum
á íslenskum vinnumarkaði. Allt að
hálf milljón íslenskra króna á
mánuði. Það er taxtinn.
Smábæjarstemning
Lilleström er friðsæll smábær
rétt austan við Ósló og DV hefur
mælt sér mót við alla íslensku
„knattspyrnunýlenduna" í bænum
á litlu kaffihusi í miðbænum. Það
eru þau
Rúnar og Erna María
Jónsdóttir, kona hans,
og Heiðar og Eik
Gisladóttir, sam-
býliskona
hans. Erna
er    að
læra
innanhússhönnun en Eik vinnur í
líkamsrækt eins og hún gerði
heima. Minnstur i hópnum er svo
Rúnar Alex Rúnarsson, þriggja ára
leikskólapjakkur.
Lilleström hefur álíka stöðu
gagnvart Ósló eins og Mosfellsbær
gagnvart Reykjavík - úthverfi og
svembær sem samt vill standa á
eigin fótum og vera bær með bæj-
um. Frami i iþróttum er ein af leið-
um bæjarbúa til að undirstrika
sjálfstæði sitt. Þannig getur
Lilleström státað af knattspyrnu-
liði sem á fast sæti í norsku úrvals-
deildinni meðan stóribróðir í Ósló
á ekkert lið í fremstu röð.
Þetta þykir íbúum Lilleström
gott og þeir Rúnar og Heiðar geta
staðfest að stuðningur bæjarbúa
við liðið er ósvikinn og afdráttar-
laus. Liðið er stolt bæjarbúa.
Stökkpaliurútíheim
Við höldum áfram að tala um at-
vinnumennskuna í Noregi. Þeir
Runar og Heiðar hafa ekki orðið
fyrir vonbrigðum; félagið er traust
og gerir vel við sitt fólk og þeir eru
báðir fastamenn í liðinu. Stað-
reyndin.er engu að síður sú að
bara 6/af 12 íslenskum knatt-
spyrnurnönnum í Noregi hafa spil-
að reglulega í sumar. Hinir eru á
varamannabekknum og sumir
ekki einu sinni það. Og af nær 60
íslenskum atvinnumönnum í út-
löndum bíða flestir eftir að komast
að hjá sínum
liðum.
Rúnar Kristinsson og Heiðar Helguson ásamt konum sínum sem dvelja með peim í Lilleström. Erna María Jónsdótt-
ir, kona Rúnars, er að læra innanhússhönnun og Eik Gísladóttir, unnusta Heiðars, vinnur í líkamsrækt. DV-myndir GK
Heiðar Helguson
Kennir sig við móður sína „vegna
þess að hún á það skiliö eftir allan
stuðninginn i gegnum árin".
Aldur: 20 ára.
Maki: Eik Gísladóttir.
Fyrsta íþróttafélag:
Ungmennafélag Svarfdæla, UMFS.
Ferill: Kom í meistaraflokk UMFS
15 ára og lék f þriöju deild; Þróttur
f Reykjavík frá 1995 til ársloka
1997; Lilleström frá 1998.
„Það er auðvitað niðurdrepandi
að fá ekki að spila en þetta er
áhættan sem menn taka. Aðalat-
riðið er að trúa á sjálfan sig og að
mínu viti er sjálfsagt mál að taka
þessa áhættu og reyna að komast
áfram," segir Rúnar.
Auðtrúa þjálfarar
Rúnar gagnrýnir engu að síður
umboðsmennina sem hafa atvinnu
af að fmna efnilega knattspyrnu-
menn og koma þeim á framfæri í
útlöndum.
„Umboðsmennirnir eru oft mikl-
ir sölumenn og þeim tekst stund-
um að sannfæraþjálfarana um að
þessi eða hinn strákurinn sé
einmitt maðurinn sem vanti í lið-
ið. Svo kemur á daginn að svo er
ekki og það eina sem bíður er seta
á bekknum. Þjáifaramir eru líka
stundum of auðtrúa~~Tog^kítupa
menn
óséð,"
held-
Rúnar áfram.
Mörg lið i Noregi eiga líka í
vanda vegna þess að þau eru búin
að kaupa of marga leikmenn. í
nokkrum tilvikum eru muli 20 og
30 leikmenn á launum og Lil-
leström verður nú líka að selja
leikmenn vegna þess að útgjöldin
eru of mikil. Hvorki Rúnar né
Heiðar hafa þó heyrt að þeir séu á
sölulistanum.
Enskir njósnarar
Draumurinn er engu að síður að
komast áfram og fara til stærra
liðs en Lilleström. Og þá eru mögu-
leikarnir miklu meiri í Noregi en á
íslandi. Enskir þjálfarar eru tíðir
gestir á leikjum í Noregi og eftir
góða frammistöðu norska lands-
Uðsins á heimsmeistaramótinu í
Frakklandi hefur áhugi Englend-
inganna vaxið enn.
„LeikstíUinn hér í Noregi veldur
því að Englendingarnir hafa áhuga
á að fá leikmenn héðan. Þeir eru
að leita að ódýrum mönnum sem
eru vanir að spila sama boltann og
í Englandi," segir Heiðar og nú er
það svo að Norðmenn eru fjöl-
mennastir af útlendingum í ensku
knattspyrnunni.
Fyrir skömmu voru t.d. bæði Ge-
orge Graham og David Basset með-
al áhorfenda á leik LiTieström og
Rosenborg og það er ekkert leynd-
armál að þeir voru á höttunum eft-
ir nýjum leikmönnum. Og þeir
sáu bæði Rúnar og Heiðar sem
báðir líta á atvinnumennsk-
una í Noregi sem eins
konar    stökkpall
lengra út í heim.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56