Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 204. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						F
16
MÐVKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1998
41
Iþróttir
Iþróttir
Meistararnir aftur
komnir í toppsætið
- höfðu sætaskipti við KR eftir sigur á Fram í Eyjum
íslandsmeistarar Eyjamanna í
knattspyrnu höfðu sætaskipti við
KR-inga um efsta sætið þegar þeir
lögðu Fram, 2-0, á heimavelli í
gærkvöld. Eyjamenn þurftu ekki á
neinum stórleik að halda til að
knýja fram sigur og hafa þeir
reyndar oft í sumar leikið mun
betur. Sigurinn skipti þá auðvitað
öllu máli og var hann sanngjarn á
heildina litið.
Heimamenn voru mun beittari
framan af en gestirnir voru lengi í
gang. Ingi Sigurðsson var í tvigang
nærri því að skora í upphafi leiks-
ins en Framarar sluppu með
skrekkinn.
Framarar væru nærri því á 16.
mínútu að taka forystu þegar Jón
Sveinsson átti hörkuskot í stöngina
af 25 metra færi.
Aðeins þremur mínútum síðar
kom Sindri Grétarsson, sem leysti
Steingrím Jóhannesson af hólmi,
ÍBV yfir með ágætu marki.
Jón Kristján Sigurösson
skrifar frá Eyjum
Framarar hófu síðari hálfleikinn
af krafti, gerðust ágengir en sköp-
uðu sér ekki hættuleg tækifæri.
Eyjamenn færðust allir i aukana eft-
ir því sem á leikinn leið. ívar
Bjarklind kom sigrinum í örugga
höfn eftir að rangstöðutaktík Fram-
ara gekk ekki upp og eftirleikurinn
var ívari auðveldur.
Vörn ÍBV var sterkasti hlekkur
liðsins í leiknum. Zoran Miljkovic
var mjög traustur ásamt Hlyni Stef-
ánssyni.
Jón Sveinsson var áberandi best-
ur Framara. Ólafur Péturssonmark-
vörður átti einnig góðan leik.
„Ég er ekki rosalega ánægður
með leikinn sjálfan en stigin þrjú
skiptu þó öllu máli í þeirra baráttu
sem fram undan er. Það má ekkert
fara úrskeiðis því KR-ingar eru á
bullandi siglingu og gefa sinn hlut
ekki eftir. Það var markmið okar
fyrir mótið að verja titilinn og það
ætlum við okkur að gera. Við erum
komnir í efsta sætið og þar líður
okkur best. Leikirnir, sem við eig-
Eyjamenn fagna sigrinum eftir leikinn á móti Fram í búningsklefanum í gærkvöld. Þar með voru þeir búnir að
endurheimta efsta sætið á nýjan leik og var að vonum mikil kátína í herbúðum þeirra. Á innfeldu myndinni fagnar
einn áhangandi ÍBV ívari Bjarklind sem skoraði sfðara mark ÍBV í leiknum.                      DV-mynd Ómar
0  "V		
fé& * LANDSSÍMA		
KR        15  8  6	1	23-6   30
ÍBV       15 10  2	3	36-14  32
ÍA         15  8  4	3	24-17  28
Keflavík   15  7  3	5	17-21  24
Leiftur    15  6  3	6	18-17  21
Fram     15  4  4	7	16-18  16
Valur     15  3  6	6	21-28  15
ÍR        15  4  2	9	17-27  14
Grindavík  15  3  4	8	19-30  13
ÞrótturR.  15  3  4	8	22-35  13
16. umferöin hefst á laugardaginn með fjórum leikjum. Kl. 14 leika: Grindavik-ÍBV,   ÍR-Þróttur   og Leiftur-Keflavik og kl. 16 KR-ÍA. Á sunnudagskvöldið kl. 20 mætast svo Fram og Valur.		
Kjarabarátta hjá
körfuboltadómurum
- vilja 20 prósenta hækkun, félögin neita
Körfuboltadómarar eiga þessa dagana í kjaradeilu við félögin um
greiöslur fyrir komandi timabil. Talsvert ber á milli, samkvæmt heim-
ildum DV, því dðmarar vilja 20 prósenta hækkun en samninganefnd á
vegum félaganna hafnar þvi að hækka greiðslurnar.
Dómarar fá 4900 krónur fyrir leik í úrvalsdeildinni og 8200 fyrir leik í
úrslitakeppninni og í undanúrslitum og úrslitum bikars. Þeir vilja að
greiðslurnar hækki í nálægt 6000 og 10.000 krónum. Félögin hafna þessu
og benda á að dómarar hafi fengið 20 prósenta hækkun á miðju síðasta
timabili en þá höfðu greiðslurnar verið 3900 og 6500 krónur.
Deilan hefur haft áhrif á Reykjanesmótið sem nú stendur yfir. Þar hafa
verið greiddar 2500 krónur á leik en dómarar vilja nú 3500 krónur. Flest
félaganna hafa svarað því með þvi aö láta réttindalausa menn dæma leik-
ina, þannig að verkefni dómara á undirbúningstímabilinu eru í lág-
marki. íslandsmótið hefst 1. október og ljóst að stórt vandamál blasir við,
takist ekki að ná sátt í málinu fyrir þann tíma.                  -VS
Guðjón Þórðarson í Bolton Evening News:
Arnar í mikilli framför
Enska blaðiö Bolton Evening
News hefur eftir Guðjóni Þórðar-
syni, landsliðsþjálfara íslands, að
Arnar Gunnlaugsson, leikmaður
Bolton, hafi allt til að bera til að ná
langt í ensku knattspyrnunni.
„Arnar hefur burði til að verða
frábær leikmaður. Hann lagði hart
að sér í landsleiknum við Frakka
og stóð sig vel. Hann hefur greini-
lega tekið miklum framförum eftir
að hann kom til liðs við Bolton.
Hæfileikarnir hafa verið fyrir
hendi, þetta var spurning um
sjálfstraustið sem virðist nú vera
að koma. Ég tók hann af velli í
landsleiknum vegna þess að við
vorum að verja eitt stig og ég þurfti
á líkamlega sterkari leikmanni að
halda á lokakafla leiksins," segir
Guðjón í samtali við blaðið.
Sagt er að Arnar hafi oft leikið
Christian Karembeu, leikmann
Real Madrid, grátt i Frakkaleikn-
um.
Arnar var boðaður á aukaæfingu
hjá Bolton strax á sunnudag ásamt
þremur öðrum landsliðsmönnum.
Colin Todd framkvæmdastjóri vildi
sjá ástand þeirra fyrir leikinn gegn
WBA í 1. deildinni sem fram fór í
gærkvöld.
-VS
um eftir, eru allir úrslitaleikir. Það
er núna í hendi okkar að klára þetta
dæmi og það ætlum við að gera,"
sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði
ÍBV, í samtali við DV eftir leikinn í
gærkvöld.
IBV
Fram
(1)2
(0)0
1-0 Sindri Grétarsson (19.) eftir
hornspyrnu Inga Sigurðssonar barst
boltinn til Hlyns sem kom honum til
Sindra sem skoraði af stuttu færi.
2-0 Ivar Bjarklind (81.) slapp inn
fyrir vörn Framara, lék á Ólaf í
markvörð og renndi boltanum í autt
markið.
Lið ÍBV: Gunnar Sigurðsson -
Hjalti Jóhannesson @, Zoran Milj-
kovic @, Hlynur Stefánsson @,
Guðni Rúnar Helgason - Steinar Guð-
geirsson, Ingi Sigurðsson (fvar
Bjarklind 77.), ívar Ingimarsson,
Kristinn Hafliöason @ - Sindri Grét-
arsson (Jens Paeslack 67.), Kristinn
Lárusson @ (Sinisa Zibljic 85.).
Liö Fram: Ólafur Pétursson @ -
Þorvaldur Ásgeirsson,, Ásgeir Hall-
dórsson, Sævar Guðjónsson, Þórir
Áskelsson - Anton Bjórn Markússon
(Eggert Stefánsson 87.), Baldur
Bjarnason (Daði Guðmundsson 82.),
Arnljótur Davíðsson @ (Freyr Karls-
son 70.), Jón Sveinsson @, Ásmund-
ur Arnarson - Kristófer Sigurgeirs-
son.
Markskot: ÍBV 9, Fram 9.
Horn: ÍBV 5, Fram 5.
Gul spjöld: MUikovic (ÍBV), Sæv-
ar (F), Anton (F).
Dómari: Guðmundur Stefán Mari-
asson, ágætur.
Áhorfendur: Um 700.
Skilyrði: Völlurinn góður og gott
veður til knattspynuiðkana.
Maður lciksins: Zoran Milj-
kovic, ÍBV. Sýndi mjög góða bar-
áttu allan leikinn og var eins og
klettur f vörninni.
Steingrímur Jóhannesson missti af
fyrsta deildaleik ÍBV síðan í ágúst
1992. Hann hafði leikið 108 leiki 1 röð
með liðinu í efstu deild frá þeim tíma.
Ásgeir Halldórsson lék sinn fyrsta
leik í sumar með Fram en hann átti í
langvarandi meiðslum.
Fimm leikmenn úr úrvalsdeildinni I
knattspyrnu voru úrskurðaðir í eins
leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í
gær. Þetta er KR-ingarnir Sigurður
örn Jónsson og Sigþór Júlíusson,
Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ingvar
Ólason úr Þrótti og Valsmaðurinn
Stefán Ómarsson. Þeir leika því
ekki með liðum sínum um næstu
helgi.
Brann tryggöi sér sæti í undanúr-
slitum norsku bikarkeppninnar í
knattspyrnu í gær með því að vinna
stórsigur á Molde, 4-0. Ágúst Gylfa-
son lék allan tímann meö Brann en
Bjarka Gunnlaugssyni var skipt út
af á 57. mínútu. I undanúrslitunum
mætir Brann liði Rosenborg og Moss
liöi Stabæk.
Afoss lagði Strömsgodset, 3-1, I
norsku úrvalsdeildinni í gær. Hvorki
Óskar Hrafn Þorvaldsson né Valur
Fannar Gíslason léku með Ströms-
godset.
Breiðablik lagði Stjörnuna, 3-1, í úr-
valsdeild kvenna i knattspyrnu í gær.
Margrét Ólafsdóttir skoraði 2 mörk
fyrir Breiðablik og Kristrún Liija
Daðadóttir eitt en Erna Siguróar-
dóttir skoraði mark Stjörnunnar.
Þýska handknattleiksliðiö Gum-
mersbach er mjög illa statt fjárhags-
lega. Leikmenn liðsins hafa ekki
fengið greidd laun sín í marga mán-
uöi og félagið er á barmi gjaldþrots.
-GH
„ Við OMiiii meisi&tí
Olga Færseth, markadrottningin í úrvalsdeild kvenna, hampar íslandsmeistaratitlinum og með henni í fögnuðinum eftir leikinn eru, frá vinstri: Guðlaug Jónsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Helena Ólafsdóttir, fyrirliði, og Sigríður Pálsdóttir.
DV-mynd Brynjar Gauti
KR konur bestar
- íslandsmeistarar annað árið í röð eftir sigur á Val í hreinum úrslitaleik
KR vann Val með sigurmarki fyrir-
liða síns Helenu Ólafsdóttur í Frosta-
skjólinu í gær og tryggðu KR-konur
um leið áframhaldandi veru íslands-
bikarsins í bikarsafni KR-inga næsta
árið. Hver veit nema hann fái félags-
skap í vetur því KR er líka komið í
bikarúrslitin gegn Breiðabliki þar
sem þær hafa aldrei fagnað sigri áður.
KR spilaði mjög skynsamlega í
leiknum enda með vænlegri stöðu fyr-
ir leikinn því Valsstelpum dugði ekk-
ert annað en sigur í leiknum til að
næla í bikarinn. Þær spiluðu með 9
menn í vörn mestan hluta seinni hálf-
leiks og héldu marki sínu hreinu.
Leikurinn byrjaði ekki vel og ein-
kenni fyrri hálfleiks var mikil tauga-
spenna innan beggja liða. KR hafði þó
undirtökin og fékk flest þau færi sem
buðust en Valur komst þó næst því að
skora er Hjördís Símonardóttir átti
skot í slá beint úr aukaspyrnu á 33.
mínútu. Olga Færseth ásamt Guð-
rúnu Jónu Kristjánsdóttur stríddi
Valsstelpum stíft og stöðugt allan
hálfieikinn og það var í framhaldi af
góðu skoti Olgu sem Helena Ólafsdótt-
ir kom KR yfir og gerði stöðu Vals
þegar á reyndi allt of erfiða. Valsstelp-
ur vissu að til að eiga möguleika
máttu þær alls ekki fá á sig mark því
þá þurftu þær að skora tvö mörk til
að ná í bikarinn. Þær voru því nokk-
uð stuðaðar það sem eftir var hálf-
leiksins og Guðrún Jóna hefði allt
eins getað nánast tryggt sigur KR er
hún komst í gegn eftir einleik en góð-
ur markvörður Vals, Ragnheiður
Jónsdóttir, varði vel.
Seinni hálfleikur var að mestu eign
Valsliðsins en örlítið meiri áræðni
upp við markið vantaði til að þær
næðu að skapa sér eitthvað að ráði.
Þær eru taplið kvöldins en í margra
augum þó sigurvegarar sumarsins og
örugglega verðandi sigurvegarar
framtíðarinnar.
KR var með illviðráðanlegt lið í
sumar og á bikarinn skilinn. Krafa
um meiri meistarabrag í þessum leik
er þó hávær enda hugsuöu KR-konur
aðeins um að halda sínum hlut. Sókn-
arleikurinn sem hafði skilað 59 marki
í 13 leikjum var hvergi sjáanlegur að
þessu sinni.
„Ég tók við góðu búi er við byrjuð-
um í október og það var bara að halda
utan um hlutina, við stefhdum á báða
titlana, fyrsti titillinn er nú í höfh og
við stefhum að sjálfsögðu á að ná hin-
um lika en leyfum okkur að fagna
þessum í nokkra daga. Þefta var rosa-
legt stress en við náðum að skora á
móti vindinum og þá þurftu þær að
skora tvö mörk og það var bara of
mikið fyrir þær," sagði Arna Stein-
sen, þjálfari KR. Helena Ólafsdóttir,
fyrirliði KR, skoraði eflaust eftir-
minnilegasta mark sitt er hún tryggði
liði sínu titilinn. „Ég bjóst nú ekki við
að gera það en þrátt fyrir að vera pot-
mark er það eitt það sætasta. Við
vissum að við yrðum að vera á undan
að skora því þá fór öll pressa af okk-
ur og yfir á þær sem þurftu að skora
2 mörk. Nú verður ekki aftur snúið og
nú ætlum við að taka allt og vinna
bikarinn lika".
„Ef við hefðum byrjað leikinn eins
og við byrjuðum seinni hálfleikinn
hefðum viö getað gert þetta auðveld-
ara fyrir okkur. í seinni hálfleik þéttu
þær vörnina sína mikið og þá var
mjög erfitt að skora," sagði íris Ey-
steinsdóttir, leikmaður Vals.
„Fyrsta markið breytti leiknum,
við þurftum að skora tvö og þær gátu
spilað meiri varnarbolta. Þetta var
góður leikur og við getum þrátt fyrir
úrshtin borið höfuðið hátt. Við erum
með ungt lið sem á eftir að komast í
spor KR-liðsins hér í kvöld, spurning-
in er bara hvenær," sagði Ólafur Þór
Guðbjartsson, þjálfari Vals.    -ÓÓJ
1-0 Helena Ólafsdóttir (38.) fylgdi
eftir skoti Olgu Færseth utan teigs
sem Olga fékk eftir mistök í vörn
Vals og skoraði af markteig.
Lið KR: Sigríöur Pálsdóttir - Elín
Jóna Þorsteinsdóttir, Guörún Gunn-
arsdóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir,
Olga Einarsdóttir - Guðlaug Jóns-
dóttir (Sigurlín Jðnsdóttir 88.), Guð-
rún Jóna Kristjánsdóttir, Edda Garð-
arsdóttir, Kristbjörg Ingadóttir
(Embla Grétarsdóttir 78.) - Olga Fær-
seth, Helena Ólafsdóttir.
Lið Vals: Ragnheiður Jónsdóttir -
Erla Sigurbjartsdóttir (Erna Erlends-
dóttir 76.) , íris B. Eysteinsdóttir,
Soffla Ásmundsdóttir (Elísabet Gunn-
arsadóttir 85.), Rðsa Steinþórsdóttir -
Hjördís Simonardðttir (Katrln Heiða
Jónsdóttir 86.), Laufey Ólafsdóttir,
Hildur Guðjónsdóttir, Rakel Loga-
dóttir - Berþóra Laxdal, Ásgerður
Ingibergsdóttir.
Markskot: KR 15, Valur 10.
Horn: KR 3, Valur 8.
Gul spjöld: engin
Dómari: Eyjólfur Ólafsson.
Ahorfendur: Um 300
Skilyrði: Kaldur vindur á annaö
markið en völlurinn ágætur.
Maður leiksins: Helena Ólafs-
dóttir, KR. Fyrirliðinn sá um að
tryggja titilinn í vesturbæinn ann-
að árið 1 röð.
Ratliff til IA?
DV, Akranesi:
UrvalsdeildarUÖ IA er að leita sér að
sterkum bandarískum körfuknattleiks-
manni fyrir komandi tímabil. Jesse
Ratliff, sem lék með Þórsurum á Akureyri
í fyrravetur, er þar efstur á blaði, en
einnig hafa Skagamenn reynt að ná í Ron-
ald Bayliss, sem lék með þeim fyrir tveim-
ur árum.
Lijah Perkins, enski risinn sem var til
reynslu hjá ÍA, stóð ekki undir vænting-
um í Valsmótinu á dögunum. Hann er nú
kominn til reynslu hjá KR.
Talsverðar líkur voru á að Grindvíking-
urinn Unndór Sigurðsson gengi til liðs við
ÍA. Hann ristarbrotnaði á dögunum og
verður frá keppni í nokkrar vikur, og þar
með verður sennilega ekkert af því að
hann fari á Skagann.             -DVÓ
Sá sjötti á 8 árum
Þrátt fyrir að hafa ekki haft
hendur á sjálfum íslandsbikarn-
um í þetta skiptið var Ásthildur
Helgadóttir, sem er farin út í
nára til Bandaríkjanna, að vinna
sinn 6. íslandsmeistaratitil á síð-
ustu 8 árum. Hún hefur unnið 4
með Breiðabliki (1991, '92, '95 og
'96) og tvisvar með KR (1993 og
'98). Hin 2 árin 1994 og '97 var
hún síðan í 2. sæti. „Við söknuð-
um Ásthildar enda hún góður
leikmaður en voru bara enn stað-
ráðnari í að þjappa okkur saman
og vinna titilinn fyrir hana,"
sagði Arna Steinsen þjálfari KR
um fjarveru Ásthildar.    -ÓÓJ
„Alla leið í ár"
- hjá Rögnu Lóu
Ragna Lóa Stefánsdóttir, aðstoðarþjálf-
ari og leikmaður hjá KR, missti af sigur-
hátíð sinna stelpna í fyrra sökum fót-
brots en nú fékk hún að vera með alla
leið til enda.
„Það er alveg frábært að fá að taka þátt
í þessu og vera með alla leið til enda. Ég
skrapp heim í leikinn enda farin út til
Englands. Leikurinn var erfiður en ég
held að það hafi aldrei verið spurning
um að KR væri með besta liðið í ár.
Okkur dugði jafntefli og því ákváðum
við að detta í vörn og halda okkar hlut.
Við tökum næsta leik með stæl og þá
munu KR-ingar sýna hvað þeir geta,"
sagði Ragna Lóa eftir leik.       -ÓÓJ
Iþróttir einnig á bls. 42
Arna Steinsen, þjálfari KR, er hér lengst til vinstri í sigurvímu ásamt
stelpunum sínum úr KR.                        DV-mynd Brynjar Gauti
Mí ÚRVALSD. KV.
L>ŒE_-------------------------
Lokastaðan 1998:
KR
Valur
14 13
14 12
Breiðablik  14  9
ÍBV
Stjarnan
ÍA
14 6
14 5
14  2
60-7   39
50-13  36
31-12  29
33-34  20
28-28  17
20-35   9
Haukar
14  2  1  11  &49
Fjölnir    14  2  0 12  5-55  6
Markahæstar sumarið 1998:
Olga Færseth, KR ............23
Ásgeröur Ingibergsdóttir, Val ... 16
Laufey Ólafsdóttir, Val ........15
Helena Ólafsdóttir, KR.........12
Kristrún L. Daðadóttir, Breiðab. . 11
Ásthildur Helgadóttir, KR......10
Iris Sæmundsdóttir, ÍBV.......10
Grindavík tekur sæti Fjölnis í deild-
inni og Haukar mæta ÍBA í auka-
leikjum um úrvalsdeildarsæti.
t
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56