Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1998, Blaðsíða 10
Bítlarnir aldrei vinsælli Virgin-búöirnargerðu á dögunum könnun meö- al 200.000 viöskiptavina 1 Bretlandi og kom í Ijós að Bítlarnir eru enn vinsælasta hljömsveit í heimi. Spurt var um uppáhaldstónlistarmenn og uröu Bítlarnir langefstir en Bob Dylan kom í ööru sæti. Á eftir fýlgdu svo Pink Floyd, Oas- is, Davld Bowle, R.E.M., U2, Radiohead, Roll- ing Stones og Nirvana lenti f tíunda sæti. Einnig var spurt um uppáhaldsplötu og urðu Bítlarnir vinsælir þar líka. „Revolver", „Sgt. Pepper", „Hvíta albúmið" og „Abbey Road“ voru á topp 5 og aðeins „Nevermind" meö Nir- vana blandaði sér í toppbaráttuna, varð í fjóröa sæti. Sjötta vinsælasta platan var „Pet Sounds" með Beach Boys, þá komu „Autom- atic for the People" með R.E.M., „The Dark Side of the Moon" með Pink Floyd, „What's the Story Morning Glory?" með Oasis og „The Bends" með Radiohead hafnaði í tíunda sæti. Dire Straits fengu skammarverðlaunin, plata þeirra „Brothers in Arms" var kosin ofmetn- asta plata allra tfma. Rufus Wainwright lærði á píanó 6 ára, samdi kvikmynda- tónlist 14 ára og tekst það undraverða þegar hann er 24 ára, að vera fullorðinslegur án þess að vera leiðinlegur. Rufus Wainwright er 24 ára og nýbúinn að gefa út sólóplötu sem hann nefnir í höfuðið á sjálfum sér. Tónlist Rufusar hljómar þó engan veginn eins og plata 24 ára gamals manns, er fullorðinsleg án þess að vera leiðinleg. „Modem Standards" eða „Popera" eru nöfn sem heyrast í sambandi við tónlistina en Rufus er stuttur í spuna í útskýringunum: „Ég skilgreini tónlist mína sem skemmtun. Þú er þarna, ég er skemmtunin. Ég er hér til að þjóna þér.“ Rufus er sonur Loudon Wa- inwright III og Kate McGarrigle sem bæði eru kunnir lagahöfundar og söngvarar. Strákur ólst upp hjá mömmu í Montreal, fór að læra á píanó 6 ára, samdi lag í kvikmynd 14 ára og fékk Juno-tilnefningu ís1ensk NR. 289 1 l 1 S * 8 vikuna 10.9-17.9. 1998 Sæti Vikur LAG FLYÍJANDI 1 11 I DONTWANTTO MISS ATHING ..............AEROSMITH 2 6 ANOTHER ONE BITES TEH DUST......QUEEN/WYCLEF FEAT... 3 3 ENJOYTHE SILENCE .........................FAILURE 4 S TIME AFTERTIME...............................ONOJ 5 9 THEBOYISMINE.....................BRANDY & MONICA 6 2 SUBSTITUTE FOR LOVE.......................MADONNA 7 6 I BELONG TO YOU ......................LENNY KRAVITZ 8 8 IMMORTALITY...........................CELINE DION 9 8 INTERGALACTIC ........................BEASTIE BOYS 10 2 LUV ME, LUV ME......................SHAGGY & JANET 11 2 WALKING AFTERYOU .....................F00 FIGHTERS 12 11 COME WITH ME.....PUFF DADDY & JIMMY PAGE (GODZILLA) 13 1 WHATSITUKE...............................EVERLAST 14 6 VIVA FOREVER ..........................SPICEGIRLS 15 6 ALL’BOUTTHE MONEY............................MEJA 16 5 SÍLIKON ...............................SKÍTAMÓRALL 17 5 STRIPPED................................RAMMSTEIN 18 1 MILLENNIUM.......................ROBBIE WILLIAMS 19 10 REALGOODTIME ....................ALDA ÓLAFSDÓTTIR 20 6 LIFE .....................................DES’REE 21 3 LOOKING FOR LOVE............................KAREN RAMIREZ 22 8 ORGINAL.......................SÁLIN HANS JÓNS MÍNS 23 1 IF YOU COULD READ MY MIND ...........STARS ON 54 24 2 ONEWEEK ..........................BARENAKED LADIES 25 7 YOU’RE MY HEART, YOU’RE MY SOUL ...MODERN TALKING 26 2 IF YOU TOLERATE THIS YOUR...MANIC STREET PREACHERS 27 2 NO MATTER WHAT............................BOYZONE 28 6 ANGEL ...............................MASSIVE ATTACK 29 1 WHAT CAN I DO...............................CORRS 30 3 NEW KIND OF MEDICINE ...................ULTRA NATE 31 3 PURE MORNING .............................PLACEBO 32 4 STELPUR..................................Á MÓTI SÓL 33 1 EVERYBODY GET UP ............................FIVE 34 9 DEEPER UNDERGROUND ....................JAMIROQUAI 35 4 MY FAVOURITE MISTAKE..................SHERYL CROW 36 11 DRINKING IN LA......................BRAN VAN 3000 37 2 WEEKENDER ..................................SELMA 38 6 SAINT JOE ON THE SCHOOL BUS......MARCY PLAYGROUND 39 3 LOVE UNLIMITED ...............FUN LOVEIN’CRIMINAL 40 1 LASTTHING ON MY MIND........................STEPS 3/9 28/8 1 1 4 3 7 7 6 10 2 5 10 - 9 25 12 11 5 4 21 - 22 - 8 6 lllYTT 3 2 11 14 20 20 17 30 ImýttI 18 18 15 13 27 27 26 28 llfÝTT 34 - 14 16 30 - 28 - 13 9 1MÝTTl 33 39 19 17 25 34 III Y T T 16 15 37 37 24 12 40 . - 23 8 32 32 | II Ý T T I Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 íslenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV. Hringt er f 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Einnig getur fálk hringt í sfma 550 0044 og tekiö þátt f vali listans. íslenskl listinn er frumfluttur á fimmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og er blrtur i hverjum föstudegi f DV. Listinn er Jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn er birtur, aö hluta, f textavarpi MTV sjónvarps- stöövarinnar. íslenski listinn tekur þátt f vali „World Chart“ sem framleiddur er af Radio Express f Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrdpullstann sem blrtur er f tdnlistarblaöinu Music & Media sem er rekiö af bandarfska tdnlistarblaöinu BiHboard. Yflrumijón me6 skoianakönnun: HaHdóra Hauksdóttir - Framkv*md könnunar: Markafisdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódö - Handrit, heimildaröflun og yfirumsjón me8 framlelislu: ívar Guðmundsson - Tarknistjórn og framleiðsla: Forsteinn Asoelrsson og FViinn Steinsson - Utsendingastjóm: Asgeir Kolbeinsson og Jóhann Jóhannsson • Kynnir f útvarpi: Ivar Guðmundsson (Grammy þeirra í Kanada) fyrir. Á unglingsárunum uppgötvaði hann óperuformið, drakk í sig hinar ýmsu óperur og ákvað að verða klassískur óperuhöfundur þegar hann yrði stór. Hann var sendur í skóla til New York og kom út úr skápnum á svipuðum tíma. Rufus fór aftur til Montreal, sneri sér í auknum mæli að því að spila á gít- ar - „af því það voru svo sjaldan pí- anó í partíum" - og ákvað að tak- marka sig ekki bara við klassíkina. „Allir sætu strákarnir voru í rokk- hljómsveitum,“ segir hann í gríni. Rufus sökkti sér í kafFihúsakúlt- úrinn í Montreal, samdi og lék lög og eins og hann segir sjálfur, „partied my ass off'. Á þessum tíma upplifði hann sig í gífurlegum vexti á sköpunarsviðinu. „Ég hékk í náttsloppnum allan daginn, illa þefjandi og samdi. Mömmu var al- veg sama eins lengi og ég var að semja lög.“ Nú kom pabbinn til skjalanna. Hann var hrifinn af lögunum sem sonurinn hafði sett á spólu og sendi þau til vinar sins, Van Dyke til liartaiij-f Parks, sem er þekktur laga- og textahöfundur. Parks varð hrifmn líka og sendi spóluna áleiðis til Lenny Weronker, hljómplötumó- gúls, sem uppgötvaði m.a. Randy Newman, Lowell George og ijörulcillann Brian Wilson. „Mín viðbrögð voru: Hvernig getur 21 árs strákur samið þetta stöff?“ segir Lenny. „Þetta var ótrúlegt. En þeg- ar ég hitti hann sá ég strax að Ruf- us er maður sinnar kynslóðar. Samt er hann að gera hluti sem enginn annar af hans kynslóð er að gera og þess vegna held ég að aðrir tónlistarmenn fíli hann svona vel. Fólk eins og Michael Stipe, Chris Cornell (bassaleikari Hole) og Rickie Lee Jones er allt orðið að- dáendur hans.“ Rufus vann að plötunni í 2 ár. „Ég kláraði 56 lög og tók upp á 62 teip,“ skýrir hann frá, „í raun saug verkefnið allt blóð úr mér. En Lenny var sama hve lengi þetta drægist eins lengi og tónlistin yrði góð.“ Fyrir Rufus skipta gæði lag- anna öllu máli og það stendur upp úr, sama hvaða tíska ríkir á mark- aðstorginu. Hann vitnar í klassísk- an meistara máli sínu til stuðnings: „Beethoven sagði: „Það sem kem- ur frá hjartanu fer til hjartans” og hvort sem er verið að tala um klass- ískan höfund eða AC/DC, þá get- urðu ekki feikað það. Takmark mitt var að gera plötu sem hljómar eins og hún sé dýr, stór og góðsæt og ég er engan veginn að reyna að hljóma eins og ég komi af götunni. Ég er mikill 'aðdáandi Nat „King“ Cole, Frank Sinatra og Sarah Vaughn og þess tíma þegar plötur hljómuði eins og alvöru plötur." Auk þessa meistara eru áhrif frá Cole Porter og Kurt WeiU heyran- leg. Það sérstaka er bara að plata Rufusar hljómar ekki eins og stæl- ing, heldur eins og glæný tónlist með sterkum rótum. Strengjaút- setningar Van Dyke Parks eru sem strásykur og söngrödd Rufusar er veraldarvön, dapurleg á köflum en mjúk. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Rufus Wainwright ætti eftir að verða mörgum tónlistaráhuga- manninum ljós í rökkrinu. -glh plötudómar Gálan - Fyrsta persóna eintala: ★★’A gálan Grípandi, hefí og flippað niivi* itiwM íkiuj: Júlfus Guömundsson er Gálan og geröi þessa plötu algjörlega á eigin spýtur, söng og spilaöi á allt, hannaöi m.a.s umslagiö, sem hann heföi betur sleppt því það er klaufalega Ijótt og hall- ærislegt. Tónlistin er ögn gamaldags, hippískt rokk sem minnir á Trúbrot, Spilverk þjóöanna, Ný dönsk og svo auðvitað aðeins á Deep Jimi þar sem Július sat viö trommusettið hér áður fýrr. Hann syngur á svipað tannlausan hátt og Bjöm Jörundur en er þó alls ekki jafnrámur og kemst auðvitaö ekki undan þvf að minna dálft- ið á pabba gamla (Rúnar Júl.) þegar rokkand- inn heltekur hann sem mest. Það er ekki beint neitt sem kemur á óvart f lagagerð Júlíusar, þetta er ekki meðvituð út- víkkun á hefðbundinni dægurlagagerð heldur þægileg tóntekja úr varplandi rokksins. Út- setningarnar eru ágætar, skreytingar liprar (húrra fýrir Júlla að vera svona klár á mörg hljóöfæri!) og engin einhæfni f gangi þó Júlíus spili sjálfur á allt; svei mér þá bara ef það er ekki „band-fílíngur" f gangi stundum. Lögunum má skipta f þijá flokka; grfpandi, heff og flippað, en þó eru flest lögin blanda úr þessu þrennu, grfpandi og hefi popprokk með flippuðum innslögum. Gálan á það til að end- urtaka grípandi viðlögin fulloft sem flýtir fýrir að grfpandi verði að andstöðu sinni, þreyt- andi. „Ég er á kafi f ruglinu" og „Ef ég væri Guð“ eru t.d. lög sem maöur verður þreyttur á fljótt þó þau „gripi" fýrst. Þegar lögin eru meira hefi en gripandi má búast við mun lengri líftfma. „Dýrin mfn stór og smá", „Nostalgía" (sem minnir glettilega á teknóbandið Underworld!) og „Grímskviður" (þó hippiskt sóló „frfk-át" í endann sé öldruð hugmynd) finnst mér standa upp úr, flott, hefi og margslungin. 1 flippdeildinni eru svo „Sunnudagaskólalagið" og „Vögguvísa", ein- hvers konar barnalög á villigötum. Textarnir ISsialSööfeÉ eru upp og ofan, stundum sligaðir af þvinguðu rími en oftar allvel hnittnir. Með plötunni brýt- ur Júlíus ekki blað f fslenskri tónlistarsögu en hann er kominn sterkur á blað og er vel trú- andi til að gera enn betri hluti með vfðsýni og nýjum pælingum. Gunnar HJalmarsson Intense Presents Logical Progression Level 3: ★★★i Skyldueign Þegar Logical Progression kom út í byrjun árs 1996 opnaði hún augu almennings fyrir þvf sem kallast „intelligent" drum 'n’ bass en það er melódískt drum 'n' bass án söngs með miklum áhrifum úr electro-, ambient- og djasstónlist. Þaö var Good Looking útgáfa LTJ Bukems sem stóð fýrir þessari plötu en LTJ Bukem er einmitt guðfaðir þessarar tónlistar og hefur sjálfstætt útgáfufýrirtæki hans verið leiöandi f gerð henn- ar frá upphafi. Nú er ný Logical Progression plata orðinn árlegur viðburður hjá Good Looking og hefur hin rökrétta framför leitt okkur á „Level 3". Diskurinn er tvöfaldur og er sá fyrri live-upp- taka frá tónleikum hljómsveitarinnar Intense þann 18. desember sfðastliðinn í Brixton Academy í London. Trióið Intense, sem hefur veriö í fararbroddi í gerð þessarar tónlistar, hóf feril sinn hjá Rugged Vinyl útgáfunni árið 1993 en á sfðustu tveimur árum hefur það gefið út Cr- eative Source, Way Out og loks Good Looking. A þessum tónleikum fékk þaö til liðs við sig ýmsa tónlistarmenn og gefur það lögunum live- tilfinningu ofan á þann stil sem Intense er þekkt fyrir en honum má best lýsa sem mikilfenglegu (epísku) drum 'n' bass. Lögin átta eru öll mjög góð og erfitt að gera upp á milli þeirra en þó finnst mér lögin Afterlife, Good Times Bad og Wastelands best. Seinni diskurinn inniheldur níu lög frá mörg- um af helstu tónlistarmönnum Good Looking og eru þau öll góð eins og annað sem kemur frá þessari útgáfu. Þarna eru hins vegar ekki sígild lög eins og á fýrstu plötunni í seríunni heldur vönduð lög sem rúlla vel í gegn. Þó er upphaf- slag plötunnar, She Moves through meö Blu Mar Ten, fremst meðal jafningja og er þetta það besta sem hljómsveitin hefur gert fýrir Good Looking að mfnu mati. Þetta er svona dáleið- andi geimaldarsinfónía sem maður fær alger- lega á heilann. Einnig er electro-bræðingur Blame og Tayla I iögunum Alpha: 7 og Resolution frábær meðan Big Bud og 2 Bob Soundsystem sýna okkur hvernig á að gera framtíðarfunk með lögunum Freedom og Get High Fiona. Hin lögin eru góð en ekki eins eftir- minnileg. Þessi plata er f alla staði mjög góð og vönd- uð og skyldueign fyrir alla sem hafa áhuga á þessari tónlist eða góðri tónlist yfirleitt. Ég vil líka benda á fýrri tvo diskana í þessari seríu fyr- ir þá sem vilja kynna sér þessa tónlist betur, sérstaklega þann fýrsta. - Olafur Darrl Bjornsson 10 f Ó k U S 11. september 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.