Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1998, Blaðsíða 41
JU"V LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 veiðivon Ráðstefna NASF í dag: íslenskar laxveiðiár Það er alltaf gaman þegar nýr einstaklingur kemur í heiminn GOÐ HUGMYND FfEÐIR fl F SER . . . . ftÐRfi ENN BETRI NYJfl OFLUGfl HEIMILISTOLVflN FRfl COMPflQ fl VERÐI FRfl KR. 121.900 . 6 mánafta i ... . i . w islandia krift fylgir mtemet M PRESARIO - slcer ( ">11111^1 uiö Nýja heimilistölvan frá Compaq, Presario, er ein öflugasta og fullkomnasta heimilistölva sem fáanleg er í dag. Auk alls búnaðar sem finna má í öðrum góðum heimilis- tölvum, svo sem öflugs mótalds fyrir Internetið og allt að 6,0Gb harðs disks, er hægt að fá Presario tölvuna með innbyggðu DVD drifi sem gerir notendum kleift að horfa á bíómyndir á skjánum í bestu hugsanlegu myndgæðum. Compaq Presario er tilbúin til notkunar beint úr kassanum. TAKMARKAÐ MAGN Presorio býður upp á ótal möguleika til vinnu og leiks ó heimilinu, m.a. að: • fara inn á Internetið • sjá bíómyndir (DVD) • færa heimilis- bókhaldið • læra heima • senda og fó tölvupóst • stunda bankaviðskipti ... og svo mætti enda- laust telja Gerðu þér ferð i Tæknival og kynntu þér eina fullkomnustu heimilistölvu sem markaðurinn hefur upp á að bjóða - á einstöku verði. Tæknival Skeifunni 17 • Sími 550 4000 • Opið virka daga 09:00.18:00 • laugardaga 10:00- 16:00 AKRANES - Tðlvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - Tölvutæki - 461 5000 • EGILSSTAÐIR - Tölvuþjónusta Austurlands - 470 1111 * HORNAFJÖRDUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 • HÚSAVlK - E.G. Jónasson - 464 1990 . iSAFJÖRDUR - Tðlvuþj. Snerpa • 4S6 3072 REYKJANESBÆR - Tðlvuvæömg - 421 4040 SAUDÁR KRÓKUR - Skagfirðingabúð - 455 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafeindaþj. • 482 3184 VESTMANNAEYJAR - Tðlvun - 481 1122 „Við munum halda ráðstefn- una í Háskólabíói i dag klukk- an þijú og eigum von á fjölda manna á hana. En íslenskar laxveiðiár verða í brennidepli,“ sagði Orri Vigfússon er við spurðum hann um ráðstefnuna í dag. „Ráðstefnustjórar verða þeir Steinar J. Lúðvíksson og Stefán Jón Hafstein. Umræðuefni eru virkjanir og umhverfissjónar- mið, skipulag við veiðiárnar og nýjar veiðibækur Veiðimála- stofnunar. Þeir sem flytja er- indi eru meðal annars Þor- steinn Hilmarsson, upplýsinga- fúlltrúi Landsvirkjunar, Ragn- ar Árnason prófessor, Sigurður Guðjónsson, forstöðumaður Veiðimálastofnunar, Bubbi Morthens, áhugamaður um stangaveiði og umhverfls- vemd, Bjarni Júlíusson, stjórn- armaður SVFR, Ingvi Hrafn Jónsson veiðiréttareigandi, Guðni Guðbergsson, fiskifræð- ingur Veiðimálastofnunar, og Þröstur Elliðason veiðileyfa- sali,“ sagði Orri enn fremur. Ástæða er til að hvetja veiði- menn til að fjölmenna á þessu ráðstefnu sem verður án efa mjög fróðleg. Einnig em forvitnilegar nýjar veiðibækur sem á að kynna fyrir veiðimönnum. Skotveiðifálag íslands 20 ára Það var hinn 16. mars 1978 að hald- inn var fundur um stofnun félags skotveiðimanna. Að boðun þessa und- irbúningsfundar stóðu nokkrir ein- staklingar, flestir starfandi við Haf- rannsóknastofnun í Reykjavík. Um svipað leyti var annar áhugamanna- hópur í sömu hugleiðingum og hafði fyrr á árinu sent frá sér tvíblöðung um tilgang og markmið með væntan- legum samtökum. Nokkrir rabbfundir með gamalreyndum skotveiðimönn- um vom haldnir og menn sammála um að áhugamenn um skotveiðar yrðu að snúa bökum saman. Þekking- ar- og skilningsleysi á þessu sporti tröllreið þjóðfélaginu og hjáróma raddir um blóðþyrsta veiðiníðinga Anægðir feðgar. áttu greiðan aðgang i íjölmiðla. Fagleg gagnrýni átti erfitt uppdráttar og áhugahópurinn var tvístraður um land allt. Eitthvað varð að gera og það fyrr en síðar. Undirbúningsfundur var haldinn fyrir sjálfan stofnfundinn en hann var haldinn 23. september 1978 í Árnagarði. Fyrsti formaður var kjörinn Sólmundur Einarsson. Aðal- starf félagsins varð strax gróskumikið og að baki því lágu margar vinnu- stundir og fundir. Sérstök SKOT- REYNAR-merki voru líka framleidd og einnig felulitaermamerki. Ekki hafði félagið lengi starfað þeg- ar menn fundu mikið óhagræði í því að vera alltaf í húsnæðishraki. Svo tókst samstarf með Ármönnum um að nýta saman húsnæði sem félagið átti á Skemmuvegi og hét aðstaðan Veiðisel. Þar hefur nú margt verið gert í gegn- um árin og margir fundir verið haldn- ir. Stærri og minni námskeið voru haldin í Veiðiseli, aðallega um gæsir, rjúpur, hreindýr og end- ur. Skotvopnanámskeið lögregl- unnar og Skotvís voru haldin fyrst 1990. Hefur verið haldinn göldi námskeiða sem hafa ver- ið fyrirmynd að skotvopnaleyf- isnámskeiðum lögregluemb- ætta víða um landsbyggðina. í dag hefur félagið yfir að ráða ágætis skrifstofuhúsnæði á Laugavegi 103. Þangað eru fé- lagsmenn ávallt velkomnir til að fræðast um starfsemi félags- ins en skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 13-17. Við stiklum á stóru í fróð- legri grein Sverris Sch. Tor- steinssonar í afmælisblaði SKOTVÍS sem kom út fyrir skömmu. Sverrir þekkir sög- una manna best. Fyrsta veiðisagan Við auglýstum eftir veiði- sögu í síðasta helgarblaði og hún lét ekki standa á sér því sú fyrsta er komin inn á borð hjá okkur. Veiðimenn fóru vestur á Strandir til veiða í sumar og ætluðu að dvelja við veiðiskap- inn í nokkra daga. Þeir voru búnir að redda sér veiðileyfum i heiðarvötnum á svæðinu en af þeim er nóg þar um slóðir. Komu þeir sér fyrir í tjallakofa rétt hjá einu vatninu og héldu síðan til veiða. En enginn ís- skápur var i kofanum svo þeir urðu að sefja matinn út í í læk og undir verönd. Héldu þeir nú til veiða og veiddu vel af vænum fiski og var síðan hald- ið þeim í kofa með kvöldinu til að snæða góðan kjötrétt. Þegar þeir áttu eftir 10-15 metra í kofann sáu þeir sér til mikillar hrellingar tófu með þrjá yrðlinga sem var að klára nestið þeirra, allt kjötið og pylsurnar. Vinirnir urðu því að borða silung- inn úr heiðarvatninu í allan mat í þrjá daga og „hugsa“ bara um steik- ina sem tófan át. En þeir voru fljótir í næstu sjoppu þegar þeir komu ofan af heiðinni til að kaupa sér kjötrétt. Skyldi nokkurn undra? -G. Bender m | - Wm cinuu • Y 'l Lí^. ■/0yf '..f-T-:* SjalfslivOisnoUU i UvyUjalu-sUjoxjivnií hauii I I. novcmbcr '.'Á' ék vosningaskrifstoltir ctu u | * % ' - t-itn,ii)sotV 1 l.unar^íuii Ki'pavosji >V’ Kcfbvíl;-' s. v'4 ' UU ' ',! i t -m siðafvs tv.kri . ’wfi?. wwwTKristjan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.