Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 12
Jólatónlelkar X-lns og Fókuss verða i Bíó- borglnnl á miðvikudagskvöldiö. Þar verður hellingur af hljóm- sveitum og lista- mönnum eins og til dæmis Bellatrix, Botnleðja, Ensími, Unun, Súrefni, Jón Atli, Þossi, Hallgrím- ur Helga og Mikael Torfa. Miðar eru seldir á www.visir.is og þeir kosta 977 krónur. Elf-19 og Skýjum ofar ætla að standa fyrir samkomu á Bíóbarnum á sunnudaginn. Þar munu DJ Addi, Eldar, Reynir spila drum & bass og experimental breakbeat-tóna. Skemmtunin hefst klukkan nlu. Vegamót. DJ Jól verður I kvöld en DJ Herb Legowitz á morgun. Ellen Kristjáns verður i Kaffileikhúsinu á morgun ásamt fjölda góðra tónlistarmanna. Tónlist Ellenar, sem er bóhemlsk blanda af beatnik, swing og seiðmögnuðum blues, hefst með Ijúfum nótum klukkan ellefu. Hinir einu og sönnu Svensen & Hallfunkel halda uppi brjálaðri stemningu alla helgina á Gullöldlnni. Lágmenningunni verðurgert hátt undir höfði á Astró I kvöld, svona svipað og á 22 fyrir viku. Tvíhöfði segir lágkúrulega brandara, Hallgrim- ur Helga les upp úr bók sinni og líka þeir Mik- ki Torfa og Jón Atli auk þess að vera með ein- hverjar lágkúrulegar uppákomur. Rúnar Þór verður á Rauöa Ijónínu í kvöld og annað kvöld. Rúnar Júl verður hins vegar á Péturs-pöbbn- um um helgina. Klúbburinn. „Ladles Night" I kvöld. Húsið verður opnað klukkan ellefu og þá verður tek- ið á móti gestum með drykkjunum HIV og Veirunni. ítölsku folarnir Carlos og Antonio dansa erótískt, DJ Gummi Gonzalez verður í aðalsalnum og Pétur Örn trúþador á prívatinu. Stjómin veröur I Lelkhúskjallaranum i kvöld og annað kvöld. Gaukur á Stöng. í kvöld verður útgáfuteiti með Spírabræörum og á eftir tekur Sól Dögg við. Sól Dögg ætlar líka að vera á Gauknum annað kvöld en á sunnu- dags- og mánudags- kvöld leika Andrea Gylfa og Blúsmenn hennar. Þriðjudagskvöldið verður tónleika- kvöld undir yfirskriftinni Stefnumót. íslensk raftónlist verður I öndvegi höfð og Sjón og Baldur Baldursson kynna samvinnuverkefnið sitt Kanildúfur. Biogen leikur lifandi tilrauna- kennda electrotónlist og Early Groovers kynn- ir fyrstu breiðskífu sína. i aðalsal Kringlukrárinnar leikur hljómsveitin í hvítum sokkum alla helgina. Vlöar Jónsson verður þarna líka og eftir helgi tekur Gunnar Páll við. Hljómsvelt Gelrmundar Valtýssonar leikur i kvöld I Naustkjallaranum en DJ Skugga-Bald- ur spilar á morgun. Hitt húsiö verður meö síödegistónleika í dag klukkan fimm. Hljómsveltin Unun verður á sviöinu og það kostar ekkert inn. Jón Moller verður á Fjörukránnl um helgina og leikur jólalög af fingrum fram fyrir matargesti. Svo verða jólalegar víkingaveislur I Fjörugarð- inum. Grand Hótel v/Slgtún. Gunnar Páll verður á sínum staö um hlegina meö dægurlaga- perlurnar sínar. KOS klikkar ekki og leikur á Næturgalanum í kvöld og annað kvöld. Kaffl Reykjavík býöur upp á hljómsveitina 8- vlllt I kvöld og annað kvöld. Á sunnudags- kvöldið mæta svo Ruth Reglnalds og Blrglr Birgls en á mánudags- og þriðjudagskvöld ætl- ar hann James aö halda uppi stuöinu. Á Fógetanum verður Flörlngurlnn um helgina en á sunnudagskvöldiö ætlar hljómsveitin Sesslon að flytja írska tónlist, órafmagnað. I kvöld og annað kvöld ætlar Bjarnl Tryggva að trylla lýðinn á irsku kránni Dubllner. Um sunnudagskvöldið sjá svo þeir Dan Cassldy og Kenny Loga. í kvöld veröur hinn sívinsæli ABBA söngflokk- ur á Broadway og á eftir þeim ætla Land og synlr að halda uppi gleði I aðalsal hússins. I Ásbyrgi verða Lúdó og Stefán. Annað kvöld tekur hljómsvelt Geirmundar Valtýssonar við og á sunnudaginn verður svo jólaball Bylgj- unnar frá þrjú til fimm. Fritt inn fyrir alla. Að vanda skemmtir Llz Gammon gestum Café Romance og Óperu fram eftir kvöldi. Hljómsveitin Hersveltin leikur á Catalinu í Kópavogi alla helgina. Gömlu dansarnir veröa á skemmtistaðnum Álafoss föt bezt I Mosfellsbæ I kvöld. Harm- óníkuhljómsveitin Léttir sprettlr leikur fyrir dansi og annað kvöld ætlar vestmannaeyska hljómsveitin Dans á rósum að rokka feitt. Og það verður meira um að vera I Mosfells- bæ. í Ásgaröl verður ball I kvöld meö hljóm- sveit Blrgis Gunnlaugs. Á sunnudagskvöld verður svo dansað með Caprí-tríólnu. Pras úr The Fugees gaf nýlega út sólóplötuna „Ghetto Superstar" og varð með því síðasti Fúgarinn til að gera sóló á árinu en hin eru öll búin að vera að hamast við þá yðjuna með vægast sagt ágætis árangri. Pras toppar að vísu félagana því nú er stefht að því að gera bíómynd samnefnda plötunni og fer Pras með aðalhlutverkið en Wyclef Jean og Lauryn Hill koma einnig við sögu í einhverjum hlutverkana. Það verður allavega enginn svikinn af því að sjá Lauryn á sviði, hún myndast allavega vel og hefur þokkalega þétta rödd stelpan. Myndin fjallar um rappara (ótrúlegt en satt) sem reynir eins og hann getur að rappa sig út úr einhæfa lífinu í fátækrahverfum New York-borgar. Allt mjög heillandi og týpískt rappa eitthvað. En þessir rapparar eiga auðveldast með að leika hlutverk sem eru mjög nærri þeim í raunveruleikanum. Ætli Lauryn verði ekki með barn á brjósti í myndinni og rapparinn lætur sig kannski dreyma um að halda tónleika i Laugardalshöll íslands. Það væri kannski of orginal. Það er Madguy, kvikmyndafyr- irtæki Madonnu, sem sér um framleiðsluna og hefjast tökur á komandi vori. Þá ætti myndin líklegast að koma í hús árið 2000 og tveimur árum seinna verður ísland fíkniefnalaust (bara svo fólk sé með það á hreinu). Rorniie í slagtogi með rokkurum Ronnie, í slagtogi með rokk- urum Ronnie Spector, var for- ingi The Ronettes á þeim tíma er „girl-group“ tónlistin ríkti í poppinu. Sveitin varð heimsþekkt fyrir slagarann „Be my baby“ sem hinn goðsagnakenndi Phil Spector, eiginmaður Ronnie, samdi. Það eru 35 ár síðan Ronettes var á toppnum en Ronnie er enn að og enska rokkút- gáfan Creation gefur út með henni nýtt efni í jan- úar. Creation er þekktast fyrir að hafa Oasis á sínum snærum. Platan með Ronnie verður 4-laga og hefur m.a. að geyma Beach Boys-lagið „Don't Worry Baby“. Aðalsprauta Fjörulall- anna samdi það einmitt fyr- ir Ronnie á sínum tima en var of hrædd við eiginmann hennar til að bjóða henni afnot af laginu. Lagið heyrðist síðast sem bútur í lagi með Gar- bage. Gamla Ramones- rörið Joey Ramone hljóðvann þessa plötu Ronnie og sú gamla mun troða upp í London í janúar. LS 3 L e n V) k 1 l i s t i N n| NR. 302 Sæti Vikur LAG vikuna 11.12-18.12. 1998 FLYTJANDI n/12 4/12 10 8 11 12 13 14 8 15 1 16 13 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 10 36 37 38 39 40 SWEETESTTHING ................................U2 FLY AWAY............................LENNY KRAVITZ DAYSLEEPER................................R.E.M. REM0TE C0NTR0L.......................BEASTIE B0YS BELIVE......................................CHER T0P 0FTHE W0RLD ..........................BRANDY SKYZ0 ............................SÚREFNI & H0SSI THE EVERLASTING ...........MANIC STREET PREACHERS BLÓMARÓSAHAFIÐ .........................NÝ DÖNSK THANKU..........................ALANIS M0RISSETTE DRAKÚLA .............................SKÍTAMÓRALL WHATS THIS LIFE F0R........................CREED ÁSTARFÁR............................LAND 0G SYNIR DREYMIR .............................LAND0GSYNIR HANDA ÞÉR ... .EINAR ÁGÚST & GUNNAR ÓLA. ( ÚR SKÍTAM.J D00 W0P (THATTHING)..................LAURYN HILL W0ULD Y0U...........................T0UCH AND G0 ÉG ER AÐ DRUKKNA.......................BOTNLEÐJA W0ULD Y0U...........................T0UCH AND G0 H0MESICK..........................DEAD SEA APPLE l'MYOURANGEL ...............R. KELLY & CELINE DI0N NEVER THERE.................................CAKE STJÖRNUR ....................SÁLIN HANS JÓNS MÍNS PRETTYFLY..............................0FFSPRING HEYN0WN0W...............................SWIRL360 BIGBIGW0RLD ..............................EMILIA I BELIEVE IN L0VE ..........HERBERT GUÐMUNDSSON G00DBYE ..............................SPICE GIRLS HUMAN BEINGS ...............................SEAL SILVERLIGHT........................... BELLATRIX GYN&T0NIC .............................SPACEDUST L0VERB0Y .....N0RTHEM LIGHT 0RCHESTRA 8, PÁLL ÓSKAR IFY0U BUYTHIS REC0RD....................TAMPERER ÉG FINN ÉAÐ..............................SUÐMENN SACREDTHINGS..........................BANG GANG GIRLS NIGHT 0UT.............................ALDA WHEN YOU’RE G0NE ............BRYAN ADAMS & MEL C. VILLTUR..................................SÓLDÖGG BABY 0NE M0RE TIME ...............BRITNEY SPEARS 0RANGE MEAD0WS .ARIA 1 2 5 - 2 1 9 - 6 6 4 3 8 8 1 II V T T 14 - 3 5 12 14 7 4 26 - 19 6 ItlVTT 10 7 18 37 22 26 32 - 23 27 13 9 33 - 25 31 20 22 IHSTT 27 28 40 - 30 - 15 13 15 11 35 35 38 40 34 - 17 12 llliTT 29 30 24 16 16 11 1IIV T T I in T T Taktu þátt í vali listans í síma 550 0044 íslenski listinn er samvinnuverkePni Bylqjunnar og DV. Hringt er f 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öllu landinu. Bnnig getur fálk hringt f sfma 550 0044 og tekið þátt í vali listans. Islenski listinn er Frumnuttur á fimmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og er birtur á hverjum föstudegi f DV. Listinn er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Ustinn^ er birtur, að hluta, f textavarpi M7V sjánvarps- stöðvarinnar. íslenski listinn tekur þátt f vali „World Chart“ sem framleiddur er af Radio Express f Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrápulistann sem birtur er f tönlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandarfska tánlistarblaðinu BiDboard. Yhrumsjén me8 sko8anakðnnun: HaTIdára Hauksdóttlr - Framkvæmd könnunan Marka8sdeild DV - Tökruvinnsla: D6d6 Handrit, heimildaröflun og yflrumsjón me8 framleiSslu: ívar GuSmundsson - Taeknistjém og framleiSsla: Forstelnn Asgeirsson og Káinn Stelnsson Útsendingastjöm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jöhannsson og Ragrtar PáH Ólafsson - Kynnir í útvarpi: ívar GuSmundsson plötudómur Sálin hans Jóns míns - Gullna hliðið: ★★ Þegar Davíð frá Fagraskógi orti Sálina hans Jóns míns varð það strax feikivinsælt og sat lengi vel á toppi X-domínóslista vinsælustu kvæða þess tíma. Því var það ekki svo galin hugmynd að nefna hljómsveit eftir ljóðabálkinum góða. Það var og gert og hefur hljómsveitin sú notið gifurlegra vinsælda frá upphafi ferils síns. Nú, tíu árum síðar, er kominn út safndiskurinn „Gullna hliðið" og inniheldur hann þrjátiu lög. Smellina alla og eitthvað af „Þess- um þungu höggum" líka, auk tveggja nýrri laga. Kætast þá væntanlega Sálarunnendur, sem sjálfsagt eru löngu búnir að spila gat á gömlu plöturnar, og einnig er hér guliið tækifæri fyrir nýrri aðdáendur að kynna sér sveitina án þess að þurfa að hlusta á lög sem þeir hafa ekki heyrt áður. Sálin byrjaði, eins og vinsældir Mosa Frænda, sem hugarfóstur Þorsteins J„ sem vantaði partí- band til að spila Blues Brothers lög í Sigtúni. Hmm. Eftir tölu- verðar mannabreytingar stóðu eftir Stefán Hilmarsson, fyrrum Sniglabandingi, og Guðmundur Jónsson, þekktur úr hljómsveit- unum Hörmung, Janus, Kikk og ekki síst Tíbet Tabú. Þeir hóuðu saman mannskap og hleyptu af stað einni mestu hittmaskínu síð- ari ára. Á íslandi. Frá soulsmellnum „Á tjá og tundri" og Mallorkastuðinu í „Kanínunni" að lifsþreytunni í „Stjörnum" er löng leið. Saga sveitarinnar er rakin í veglegum bæklingi sem fylgir plötunni. Meira um það síðar. Það er greinilegt að frá upphafl hefur Sálin átt að brynna ball- þyrstum Frónverjum með brenni- vínspyttlu í buxnastrengnum. Stuðið i öndvegi og listrænn metnaður laminn í rot fyrir utan Valaskjálf. „Kanínan" fyrrnefnda er kannski besta dæmið um það. Bandið á fullu og Stefán skrækir eins og fermingarstrákur í spreng. Með velgengninni jókst svo sjálfstraustið, „Hvar er draumurinn" hefði aldrei getað orðið annað en megahitt og þrátt fyrir að hljómurinn á því hafi elst illa gaf það tóninn fyrir það sem koma skyldi; gæðapopp með svo smitandi viðlögum að hvorki prestar né pönkarar gætu komið Það er ekki heiglum hent að tolla í tískunni árum saman. þeim út úr hausnum á sér. Að minnsta kosti ekki fyrir næstu verslunarmannahelgi. “Ábyggilega" var kannski Sálin eins og best hún gerðist. Lagið virðist allt að því fáránlega einfalt í fyrstu, með hefðbundinni bassa- línu og tralli í viðlögum en það syngur í höfðinu á manni löngu eftir að það er búið. „Sódóma" stendur einnig upp úr, frekar óvenjulegt lag fyrir Sálina og fer saman við einn besta texta Stef- áns. Það er ekki heiglum hent að tolla í tískunni ánun saman og bera sum lög mikinn lit af því hvað var vinsælt það og það árið. „Hvar er draumurinn" er ansi líkt Duran Duran og „Krókurinn" er sorglega augljós Red Hot Chili Peppers stæling. Engin dauða- synd en gefur samt í skyn að vin- sældir hafi skipt þá félaga full- miklu máli á tíðum. Það er mikið lagt í „Guilna hliðið“ og því vekur það furðu mína að í annars glæsilegum bæklingi vantar í texta á tveimur stöðum og auk þess verður „Fann- fergi hugans" að „Fanngergi" á bakhlið plötunnar. Einnig hefði verið þægilegt að hafa upplýsing- ar um af hvaða plötum lögin voru upprimalega. Hvað um það, þó „Gullna hlið- ið“ væri gullhúðað breytti það ekki þeirri staðreynd að þetta er einungis miðlungsplata popp- hljómsveitar sem nær alltaf hefur siglt lygnan sjó og haft það eitt að markmiði að vera sem vinsælust. Og þegar vinsældirnar fjara út er draumurinn búinn. Ari Eldon 12 f Ó k U S 11. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.