Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 8. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						'.' i
stölurlaugardagiíin: 09. 01
Vinnlngar	vlnnlnga	Vinnings-upphaúö
1. 5af 5	0	3.210.740
2.4af5*<$«     1		85.020
3. 4 af 5	50	5.850
4. 3 af 5	1.502	530
7 4  7  1

FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MANUDAGUR 11. JANUAR 1999
Eurovision 1999:
Selma til
ísraels
Selma Björnsdóttir.
Selma Björns-
dóttir, söngvari og
dansari, fer til
ísraels í vor og tek-
ur þátt í
Eurovision söng-
lagakeppninni fyr-
ir íslands hönd.
Ríkisútvarpið og
Selma hafa ekki
skrifað    undir
samninga en það mun verða gert i dag
eða næstu daga.
Selma hefur rætt við Sigurð Val-
geirsson, dagskrárstjóra Sjónvarpsins,
einu sinni en Sigurður sagði í gær að
fram undan væru samningar. í kjölfar-
ið verður samið íslenskt Eurovisionlag
og texti og sviðsframkoman æfð.
Selma hefur vakið mikla athygli fyr-
ir frammistöðu sína í Grease og þar
áður 1 Ó-inu i sjónvarpinu.
Islendingar voru ekki með í fyrra í
keppninni í Birmingham en fá tæki-
færi núna að nýju. Sigurvegari í fyrra
var Dana International, ísraelsk drag-
drottning.               -JBP
Þingstörfin í vetur:
Kjördæmamálið
langstærst
i  Kjördæmabreyting-
in verður langstærsta
málið  sem  Alþingi
hefur  til  meðferðar
eftir þinghlé, að sögn
Ólafs G. Einarssonar,
forseta Alþingis.  ¦
Sjávarútvegsfrum-
varpið kemur til um-
ræðu í þinginu í dag.
Er gert ráð fyrir að
Alþingi afgreiði það annað kvöld. Að
því búnu verður gert tveggja vikna
hlé á þingstörfum.
Ólafur sagði að sér væri ekki kunn-
ugt um nein stór mál sem enn væru
ókomin frá ríkisstjórninni. Allmörg
mál hefðu verið í þingnefndum og
kæmu til meðferðar, en engin flokk-
' uðust undir stór mál. Fyrirhugað er
að ljúka þingstörfum 10. mars.  -JSS
Steingrímur
með
Aðfararnótt föstudags þurfti lög-
reglan á Hvolsvelli að fara að
vistheimilinu Gunnarsholti og fjar-
lægja þaðan Steingrím Njálsson,
þann sem margsinnis hefur veriö
dæmdur fyrir kynferðisafbrot gegn
ungum drengjum. Steingrímur hafði
þar verið drukkinn og með óspektir
en sem kunnugt er hýsir Gunnarsholt
drykkjumenn sem ákveðið hafa að
snúa af villu sins vegar og er meðferð
'áfengis þar bönnuð. Lögreglan sótti
Steingrím og flutti á Selfoss hvaðan
hann tók leigubíl til Reykjavíkur.
Það er ekki verra að eiga hugmyndaríkan pabba þegar snjóþotan finnst ekki, eða er kannski biluð. Pabbinn nær þá
í gamla bílslöngu í geymslunni. Þær renna enn hraðar. Þessir feðgar voru á fleygiferð niður Breiðholtshálendið í
gærdag. Sá stutti unir sér vel og geislar af ánægju en pabbinn er, ja, dálítið hugsi yfir hraðanum.   DV-mynd ÞÖK
Breiðdalsvík:
Nýtt félag og
veiðiheimildir
- efst á blaði ráöamanna
Stofnun félags um rekstur frysti-
hússins á Breiðdalsvík og öflun
veiðiheimilda eru efst á blaði for-
ráðamanna staðarins í baráttu
þeirra fyrir því að koma rekstri
frystihússins af stað á nýjan leik, að
sögn Rúnars Björgvinssonar sveit-
arstjóra. Enginn afli berst nú til
frystihússins á Breiðdalsvík þar
sem forráðamenn Búlandstinds hf.
vinna allan afla fyrirtækisins á
Djúpavogi. Frystihúsið hefur ekki
verið starfrækt síðan um miðjan
desember.
Hreppsnefndin hélt í síðustu viku
til Reykjavlkur þar sem hún hitti
þingmenn kjördæmisins og gerði
grein fyrir stöðunni.„Það er verið
að fara yfir alla þætti málsins og
það ætti að skýrast I byrjun vikunn-
ar," sagði Rúnar við DV I gærkvöld.
Guðmundur Hallvarðsson óhress með tillögu sjávarútvegsnefndar en samþykkir þó:
Þingmenn brugðust
- og endalaust brask fram undan, segir Hálfdán Kristjánsson trillusjómaður
Guðmundur Hallvarðsson alþing-
ismaður í meirihluta sjávarútvegs-
nefndar þar sem sitja sjö stjórnar-
liðar og tveir úr minnihluta segist
ekki hafa verið talsmaður þess að
aflaheimildir væni framseljanlegar
og þjóðareignin þannig gerð að
verslunarvöru. Hann er engu að síð-
ur í meirihluta sjávarútvegsnefndar
og afgreiðir málin að því er virðist
gegn betri vitund.
„Ég hef sagt mönnum að þetta sé
alveg í andstöðu við mína hugsun i
þessum efnum. Og ég tala nú ekki
um þegar á líka að láta krókabátana
selja fram hjá kvótaþingi. Svona
gengur þetta fram og við tökum
Guðmundur
Hallvarðsson.
Hálfdán
Kristjánsson.
þetta til umræðu i þingflokknum á
morgun. Við erum nokkrir sjálf-
stæðismenn ekki yfir okkur hrifnir
af framgangi þessara mála en við
sjáum bara ekki aðra leið en þessa,
sem er þó mjög óásættanleg," sagði
Guðmundur í gærkvöldi.
Jafnvel grásleppan er að verða
verslunarvara. „Minnstu ekki á
það. En ráðherra mun setja reglu-
gerð um hvernig á því öllu verður
haldið," sagði Guðmundur. „Eini
ljósi punkturinn í öllu saman eru
endurskoðunarákvæðin á lögunum.
Maður treystir þvi bókstaflega að
ráðherra setji fljótlega á fót starfs-
hóp til að fara yfir allt sviðið. Allt er
þetta orðið þvílíkt fenómen og vit-
leysa að það hálfa væri nóg. Hér
rekur sig allt á hvert annars horn.
Væntanlega verður það ekki fyrr en
eftir kosningar," sagði Guðmundur.
„Fram undan er brask, endalaust
brast. Og miðað við orð Einars Odds
á fundi með okkur trillubátasjó-
mönnum hér fyrir skemmstu er ég
undrandi á hans afgreiðslu í sjávar-
útvegsnefndinni. Og miðað við orð
sem Kristinn H. Gunnarsson lagði
fram á Alþingi í fyrra sem alþýðu-
bandalagsmaður þá er ég stórund-
andi á hans vinnubrögðum sem
framsóknarmaður í sjávarútvegs-
nefnd í dag. Þingmenn Vestfirðinga
hafa i heild sinni gjörsamlega
brugðist bátasjómönnum," sagði
Hálfdán Kristjánsson, trillusjómað-
ur á Flateyri, í gærkvöldi.
Nánar á bls. 4.          -JBP
Skoteldur að f lugvél
Farþegum og áhöfh fokkervélar
Flugleiða var mjög brugðið í gær-
kvöld þegar stór flugeldur, sem
skotið var á loft úr miðbænum,
sprakk með látum hættulega ná-
lægt vélinni. Flugvélin var í að-
flugi, að koma frá Akureyri og var
yfir Hjómskálagarðinum þegar
flugeldurinn sprakk. Að áliti flug-
manns vélarinnar er það vítavert
gáleysi að skjóta upp flugeldum á
þessum stað og segja sjónarvottar
það mikla mildi að ekki hlaust slys
Ómar Ragnarsson, frétta- og flug-
maður, var einn sjónarvotta. Hér
skýrir hann lögreglumönnum frá því
sem hann sá.       DV-myndir HH
af. Flugmenn eiga
vitaskuld ekki von á
slíku eftir þrettánd-
ann.
Enn hefur engin
formleg kæra borist
lögreglunni en að sögn eru starfs-
menn flugturnsins mjög óhressir
með málið. Varðsrjóri lögreglunnar
í Reykjavik sagði að nokkuð hefði
verið um að skotið hefði verið upp
flugeldum í miðbænum án tilskil-
ins leyfis hina síðustu daga. Varð-
Fokkervélin lent á Reykjavíkurflugvelli.
stjóri sagði ennfremur að ekki
væru til nein skráð lög um hvenær
ársins má skjóta á loft flugeldum en
hefð væri fyrir því á íslandi að
standa ekki í slíkri skothríð nema
á gamlárskvöld og þrettánda. -þhs
Veðrið á morgun:
Kólnandi
veður
Á morgun verður hvöss norð-
vestan- og vestanátt og snjó-
koma norðan til. Él verða suð-
vestan- og vestanlands en úr-
komulítið suðaustanlands. Veð-
ur fer kólnandi.
Veðríð í dag er á bls. 45.
V
#   *  hB *
\*    *    #    *
';^^í    i  *     *     *
*;  *
¦"!",,-*
. *. i *  \*
^-3°
V
-2^
*   *
-IV
v
v
3
V  *
V
^
Maggí
-gœði, úrval og gott verð
MERKILEGA MERKIVELIN
brother p-r-220 ný véi
íslenskir stafir
Taska fylgir
8 leturgeröir, 6 stæröir
6, 9, 12, 18mmboröar
Prentar [ 4 Ifnur
Aðeins kr. 10.925
Nýbýlavegi 28  Slmi S54 4443
Veffang: www.if.is/rafport
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48