Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1999, Blaðsíða 6
40 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 I stuttu máli: Þetta er draumabíll, ótrúlega íjölhæfur. Viltu virðulegan fólksbíl? M5. Viltu þægilegan heim- ilisbíl? M5. Viltu sportbíl? M5. Viltu bíl með fjölbreyttum aukabúnaði? M5. Þessi bíll hagar sér eins og þér þóknast og er aldrei yfirgengilegur. Vissulega eru 400 hestöfl i vélarhús- inu til þjónustu reiðubúin ef/þegar þér sýnist. Hins vegar er bíllinn í svo góðu jafnvægi að beiting hest- aflanna verður alltaf í fullkomnu jafnvægi og ef til þarf að taka er hemlakrafturinn í fullu samræmi við upptaktinn. Bíllinn stöðvast á undraskömmum tíma, 38,6-39,2 m frá 100 km hraða eftir hitastigi, meðan t.d. 540 týpan er með 40,1^40,4 m í sambærilegri hemlun. Undirritaður hefur áður tekið í BMW með M-merkinu. Það var þristur og nú er allnokkuð umliðið síðan það var og tæknin hefur held- ur en ekki bætt við sig. Á þeim tíma voru M-bílarnir handsamsettir í Múnchen og rafeindatæknin rétt að byrja; nú eru M-bílarnir settir sam- an á færibandi í Dingolfing og raf- eindatæknin í algleymingi. Samt var þessi þristur afar lífleg græja og einkum það; ég man ekki að maður fyndi í honum eiginleika „venju- legs“ fólksbíls, hvað þá karakter heimilisbílsins. Ég man ekki hvað hann var mörg hestöfl, en þau voru mörg, né heldur hestaflafjöldinn í BMW 850 - minnir samt að þau hafi verið eitthvað yfir 300, ekki þó 400 eins og í M5, og snúningsvægið var áreiðanlega ekki 500 Newtonmetrar, svo það var fremur varlega af stað fariö þegar ég tók við M5-bílnum uppi í Breiðholti á dögunum. Fágaður vekringur En M5 er ekki ótemja heldur fág- aður vekringur. Það er hægt að láta hann gera næstum hvað sem er á næstum hvaða hraða sem er en jafn- M5 byggist á grunngerð 5-línunnar og hefur því að mestu sama útlit. Mestur munur er á framenda þar sem M-inn hefur sérstakan klýfi í svuntu undir stuðara og er síðari framan við framhjól en hefðbundnir 5-línu bíiar. Að aftan er klýfir aftast á skottloki. M5 - tæknilegar upplýsingar Vél: V8, 4941 cc, 400 hö. v. 6600 sn. mín., snúningsvægi 500 Nm v. 3800 sn. mín. Hröðun 0-100 5,2 sek., hámarkshraði tak- markaður rafeindavirkt við 250 km/klst. Annars yfir 300 km/klst. Eyðsla skv. megin- landsstaðli 9,8-21,1, meðaltal 14,0. 6 gíra kassi, handskiptur. Lengd-breidd-hæð: 5784-1800-1432 mm, hjólahaf 2830 mm. Farangursrými: 460 1. Eigin þyngd: 1793 kg. Hjólastærð: 245/40ZR18 fram- an, 274/35ZR18 aftan. Umboð: Bifreiðar og landbún- aðarvélar. ið í topp þegar við 3800 sn. mín. og það skilar sér í verulegum sveigjan- leika í öllum gírum. Sportstilling M5 er búinn stöðugleikastýringu (DSC) sem ásamt sportfjöðrun og af- burða veggripi gerir það að verkum að bíllinn svínliggur í öllum beygj- um, að minnsta kosti á þeim hraða sem undirritaður sá sér færi á að prófa. Jafnvægið er ótrúlegt og akst- urinn fyrirhafnarlaus. í mælaborð- inu er takki fyrir sérstaka sportstill- ingu í akstri. Meginmunurinn er þyngra stýri og stífari íjöðrun ásamt sneggri svörun í bensíngjöf sem næst vegna þess að bensíngjöf- in er rafeindastýrð, ekki með barka eða teini. Sportstillingin nýtur sín líklega best á hraðbrautum; við ís- lenskar aðstæður verður breytingin á stýrinu heldur til óþurftar. En Rafstillt framsæti með minni, stillanlegt á alla vegu. Líka hægt að lengja setuna. Vatnskassar • Vatnskassaviðgerðir Millikælar • Iðnkælar • Skiptivatnskassar Miðstöðvarelement • Okukælar vægið og stjórnhæfnin er slík að ökumaðurinn flnnur sig alltaf hafa hann gjörsamlega á valdi sínu. Það er eins og heilar ökumanns og bíls séu beintengdir. Ef maður vill aka settlega innan- bæjar, með tilflnningu sunnudags- bílstjórans með hattinn, er það afar þægilegt. Ef dálítill galsi hleypur í mann og löngun til að sýna öðrum vegfarendum bílinn aftan frá er M5 fyrirhafnarlaust til í tuskið. Ef að- stæður eru tO að beita farartæki sínu eins og sportbíl koma eigin- leikar sportbílsins til kastanna - því M5 er, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki síst hannaður með sportbílinn í huga. Stafurinn M stendur einmitt fyrir Motorsport, og það var líka upphaf- legur tUgangur með gerð M-bílanna að gera fólki kleift að slá tvær flug- ur í einu höggi, hafa sportbílseigin- leika i hversdagsbílnum. Gegnum tíðina hafa M-bimmarnir verið lægri, með lægri þyngdarpunkt, áberandi vindskeið undir stuðaran- um að framan og síðari bretti fram- an við framhjól, með vindskeið aft- ast á skottlokinu og lágbarðadekk á háum felgum. Þetta, fyrir utan hið táknræna M-merki, er enn í dag þau ytri kennimerki sem skilja M-bíll- inn frá „hefðbundna“ bílnum. Öll stjórntæki liggja vel við og stjórnhnappar á stýrishjóli stýra skriðstilli, síma og útvarpi. Síðan koma at- riði eins og sport- fjöðrun og meira afl. Núverandi M5 er með V8 vél, 5 litra að rúmtaki, 6 gíra kassa. Eins og gefur að skilja þarf ekki sífellt að vera að skarka í gírunum í þetta aflmiklum bU, með þessu mikla snúningsvægi. Há- marksafl í hestöflum næst við 6600 sn. mín. en snúningsvægið er kom- svörun bensíngjafarinnar verður óneitanlega enn skemmtilegri á sportstiUingunni. Sem fyrr greinir er fjöðrun M-bíl- Á gluggum afturhurða eru gluggatjöld sem dregin eru fyrir handvirkt og krækt á festur efst eða aftast, eftir því hvort er á aðalrúðu eða smárúðunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.