Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2000, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000
19
Allt um
stelpurnar
á jólamóti
Katnn Gunarsdottir. Gyöa Ulfarsdottir, Harpa Vifilsdotir og
Hafdís Hinriksdottir fagna vel FH-marki í sígurieik gegn Val í 1.
deild kvenna i gær en Magnús Teitsson þjálfari er þegar farinn
aö hugsa um aö stelpurnar nái aftur upp einbeitingunni í
vörninni. DV-mynd Hilmar Pór
Stiórnarformaöur Wimbledon:
Oskar Kristjans
son er hættur aö
þjalfa kvenna
landsliöiö
körfubolta
Sam Hammam,
stj ómarformaður
enska knattspymu-
liðsins Wimbledon,
sá í gær ástæðu til
að lýsa yfir sér-
stakri ánægju með
þá leikmenn sem
norski þjáifarinn
Egil Olsen hefur
keypt til liðsins frá
* *
m
þessa
SK
ÓÓJ
Haukur hjá
Válerenga
Knattspyrnumaðurinn Hauk-
ur Ingi Guðnason hefur þessa
viku dvalið við
æfingar hjá
norska A-deild-
arliðinu Váler-
enga en for-
ráðamenn fé-
lagsins buðu
honum að
koma til félags-
ins og kynna-
sér aðstæður
hjá því.
Haukur er
samningsbund-
inn enska A-
deildarliðinu
Liverpool og á eitt og hálft ár eft-
ir af samningi sínum við félagið.
Umboðsmaður Hauks hefur und-
anfarin misseri verið að svipast
um eftir öðru félagi fyrir Hauk
enda virðist hann ekki vera inni
í framtíðarplönum Gerards
Houlliers, knattspyrnustjóra hjá
Liverpool.
Að sögn Guðna Kjartanssonar,
fóður Hauks, hefur ekki verið
rætt um kaup Válerenga á Hauki
Inga enn sem komið er en hann
verður hjá liðinu til morguns.
Guðni segir að Haukur ætli ekki
að ana að neinu enda hafi hann
það gott í Liverpool þó svo hann
hafi ekki fengið að spreyta sig
sem skyldi. -GH
Finnski körfuboltinn:
Anægður með Hermann
því hann tók við þjálfarastöðunni hjá
Wimbledon.
Hermann Hreiðarsson var á sínum
tíma keyptur til Wimbledon í stað
Chris Perry. Og Hammam lofar Her-
mann í hástert: „Hermann er miklu
betri leikmaður en Perry og þar
munar ekki litlu. Hermann er
mun fljótari en Perry, mun
sterkari í loftinu í skallaboltum
og hann er einnig yfirvegaðri
með knöttinn," sagði Hammam
meðal annars í gær og ljóst að
hann er yfir sig ánægður með
kaupin á Hermanni og frammi-
stöðu hans hjá félaginu til
Kvennalandsliðið í körfuknattleik:
Óskar hættur
Óskar Kristjánsson, þjálfari íslands- og bikarmeistara KR i kvennakörfu, hefur
ákveðið að láta af störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. Óskar hefur verið
landsliðsþjálfari í tæpt ár og stjórnaði landsliðinu til sigurs í 2 af 3 leikjum á æfingamóti
í Lúxemborg síðastliðið vor en honum og öðrum körfuknattleikskonum til mikilla
vonbrigða var hætt við tvær landsliðsferðir í haust. Þetta er mikill missir fyrir
kvennalandsliðið því Óskar hefur sannað sig sem besti þjálfari landsins og hefur KR
sem dæmi unnið 41 af síðustu 42 leikjum sínum í öllum keppnum undir hans stjóm.
Óskar lætur af störfum þar sem hans bíður vinna erlendis frá og með vorinu en tvö
verkefni eru á dagskrá hjá landsliðinu í vor, æfingaferð til Lúxemborgar og
undankeppni Evrópumóts í Austurríki. KKÍ leitar nú eftirmanns Óskars.
Falur Harðar-
son var seldur
til Honko, efsta
liðsins í
Finnlandi.
Falur seldur til
toppliðsins
Falur Harðarson hefur skipt um lið í fmnska
körfuboltanum, þvi topplið fmnsku deildarinnar,
Tapiolan Honko, hefur keypt upp samning hans
við ToPo. Það var bara ekki Falur sem fór i þessari
sölu til Honka, því þjálfari ToPo, finnski
landsliðsþjálfarinn Aaron McCarthy og fyrirliði
ToPo, Sakari Pehkonen, fóru einnig yfir til Honko.
Falur hefur leikið vel með ToPo, hefur hitt úr
47% af 3ja stiga skotum
sínum sem er það fjórða
besta i deildinni og var
kominn á gott skrið eftir
rólega byrjun.
Það er þó óvíst með stöðu
Fals hjá Honka sem hefur
unnið 15 af 18 leikjum
sínum í vetur, því liðið er
með stóran og breiðan hóp.
Ástæða þessarar sölu er
slæm fjárhagsstaöa ToPo í
kjölfar vandræða með
erlendan leikmenn og
meiðslavandræða í liðinu í
vetur. -ÓÓJ
Eiöur í aðgerð sem fyrst
Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaðurnn skæði sem leikur með
Bolton á Englandi, gæti þurft að fara í aðgerð síðar á þessu tímabili en
meiðsli í nára hafa gert vart við sig hjá Eiði. Læknar Bolton-liðsins segja
að aðgerðin þurfi ekki að eiga sér stað á allra næstu dögum eða vikum
en fyrr eða síðar þurfi að framkvæma hana.
Það mundi þá þýða að Eiður yrði frá í einhverjar vikur og það yrði
mikið áfall fyrir Bolton enda hefur Eiður leikið sérlega vel með liðinu á
leiktíðinni og er markahæsti leikmaður liðsins. -GH