Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2000, Blaðsíða 32
32 4^" LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2000 * 't 41 « Helgarblað DV DV Helgarblað . wmmffígM ■ :... ‘V , , , . • 0VMVNI5 HllMaR ÞOn Húsavík viö Skjálfandaflöa Undirskriftalistinn med undirskriftum 113 bæjarbún til stuðn- ings. dæmdum nauðgara hefur rist djúp sár í samfelagiö sem erfitt \'eröur aö græða. Einnig má telja vist aö blettur falli á imynd Húsavíkur i augum annarra. . . ■<" Vv i. Hvað segja þeir sem skrifuðu undir? Þvílík öndvegissála - þrýstingurinn mestur frá krökkunum Hvernig varð listinn til? Pískur á götuhornum og leynimakk - presturinn reyndi að koma í veg fyrir birtingu en tókst ekki Undirskriftalisti meö nöfnum 113 Húsvíkinga sem lýsa stuðningi við dæmdan nauðgara hefur vakið mikla athygli en einsdæmi í tengsl- um við sakamál síðari tíma. Venju- lega heyrast raddir þess efnis að dómstólar taki of vægt á slíkum mál- um og á íslandi eru nokkur dæmi um háværa gagnrýni fyrir hönd fómarlambsins og opinskáan stuðn- ing við það. Að hópur fólks lýsi stuðningi við sakboming er fáheyrt og vekur að vonum athygli. Það er því ekki úr vegi að líta aðeins á tilurð listans. Dómur Héraðsdóms Norðurlands yfir Ævar Þór Ævarssyni féll 30. desember 1999 og fljótlega eftir ára- mótin fer undirbúningur af stað til þess að hleypa söfnuninni af stokk- unum. Þetta mun hafa farið leynt i fyrstu og einkum verið umtalað inn- an þröngs hóps. Séra Sighvatur Karlsson, sóknar- prestur á Húsavík, frétti af undir- skriftalistanum þegar hann var nær tilbúinn og gerði ítrekaðar tilraunir til að koma í veg fyrir að hann birt- ist opinberlega. Þegar það tókst ekki birti Sighvatur bréf til Húsvíkinga í Skránni næstu viku á eftir þar sem meðal annars segir: „Að gefnu tilefni vill undirritaður biðja menn að gæta varúðar og still- ingar í umfjöllun um nýgenginn dóm í Héraðsdómi þar sem við sögu koma húsviskir einstaklingar sem eiga mæður og feður, systkini, afa, ömmur og aðra ættinga. Leitumst við að sýna þeim öllum nærgætni í orði og verki. Verum minnug hinn- ar gullnu reglu þar sem segir: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skulið þér og þeim gjöra.“ Sighvatur sagði í samtali við DV að hann tryði á sáttargerð og að enn mætti ná sáttum milli aðila og sagð- ist hafa íhugað hvort rétt væri að leita aðstoðar fagaðila eins og sál- fræðinga í þeim efnum. Urðum vör við lygasögur „Við fréttum af þessum lista fyrst frá sóknarprestinum skömmu áður en hann birtist. Við renndum ekki i grun að fólk myndi gera eitthvað þessu líkt,“ sagði móðir fórnarlambsins í samtali við DV. „Þegar leið á sumarið 1999 urðum við vör við lygasögur um þetta mál sem gengu um bæinn, eins og t.d. að við hefðum neytt hana til að kæra, bannað henni að draga kæruna til baka og þar fram eftir götunum. Ekk- ert af þessu er rétt. Við vorum ekki í bænum þegar þessi atburður geröist en flýttum okkur að sjálfsögðu heim. Ég vil minna á að í þessu máli standa ekki aðeins orð gegn orði heldur vitn- isburður annarra." Varð einhver úr fjölskyldunni eða fórnarlambið fyrir aðkasti áður en dómurinn féll? „Hjá Stígamótum vitum við hversu erfitt það er fyrir stúlkur að leita réttar síns í nauðgunar- málum. Hafi þetta mál eitthvert fordœmisgildi felst það fyrst og fremst í því að stúlkur munu enn síður kœra nauðg- anir hér eftir en hingað til.“ „Ekki umfram þetta umtal sem ég nefndi og hún heyrði alveg eins og við. Það var sameiginleg ákvörðun okkar að hún færi úr bænum. Okkur fannst ekki koma til greina að hún sækti þennan litla skóla hér eftir þetta. Hún hefur alltaf verið afburða- nemandi, fékk verðlaun í 10. bekk t.d. og er jafnvíg á aOar námsgreinar. Sem betur fer gengur henni vel í skólanum og virðist ekki ætla að láta þetta hafa áhrif á sig.“ Móðirin segir að það hefði ekki ver- iö fyrr en eftir að undirskriftalistinn birtist sem veruleg ólga varö í bæn- um. „Það var auðvitað piskrað á götu- homum en fáir höfðu kjark til að tala beint við okkur og sumir hættu alveg að heilsa manni. Þetta er stór fjölskylda sem stendur að baki þess- um lista. Við eigum stóran hóp skyldfólks og ættingja hér á Húsavík en við ákváðum að tjá okkur ekki um þetta mál, töldum rétt að láta dómstóla um það. Sem betur fer eru þessir 113 lítill hluti af íbúum Húsa- víkur og við getum vonandi leitt þetta fólk alveg hjá okkur í framtíð- inni. Þó mér sé sagt að sumir sjái eft- ir því að hafa skrifað á listann þá hefur enginn þeirra haft samband viö okkur til að biðjast afsökunar eða neitt slíkt. Ég veit um fólk sem neitaði að skrifa en sennilega hefur það verið betur gefið en þeir sem skrifuðu sig á listann." Nauðgun næst morði „Nauðganir era á eftir manns- morði einhveijir alvarlegustu ofbeld- isglæpir sem framdir eru. Sl. 8 ár hafa rúmlega þúsund konur leitað til Stígamóta vegna nauðgana. í fæstum tilfellum voru nauðganimar kærðar en í þeim tilfellum sem það var gert var oftast um sýknu að ræða. Hingað til höfum við ekki haft ástæðu til þess að efast um sekt í þeim fáu mál- um þar sem sakfellt er því sönnunar- byrðin er gífurlega ströng," sagði Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og kynn- ingarfulltrúi Stígamóta, í samtali við DV um þetta mál. „í Húsavíkurmálinu var tvídæmt í málinu. I báðum tilfellum var piltur- inn dæmdur sekur. Erfitt er að segja til um það hvort undirskriftalistarn- ir hafi haft áhrif á dóminn, skaða- bætur voru hækkaðar um 100.000 kr. í Hæstarétti en samtímis var dómur- inn skilyrtur þannig að maðurinn sleppur við að sitja hann af sér. Fyrst og fremst er um persónuleg- an harmleik að ræða en óhuggulegt er til þess að vita þegar heil bæjarfé- lög skiptast í lið vegna mála sem fæstir hafa raunverulega þekkingu á. Hjá Stígamótum vitum við hversu erfitt það er fyrir stúlkur að leita réttar síns i nauðgunarmálum. Hafi þetta mál eitthvert fordæmisgildi felst það fyrst og fremst í því að stúlkur munu enn síður kæra nauðg- anir hér eftir en hingað til,“ sagði Rúna að lokum. Áhrif og ímynd Ljóst er af samtölum við Hús- víkinga að djúp gjá hefur myndast milli fylkinga í þessu máli og mik- il reiöi og beiskja er uppsöfnuð á báða bóga. Vandséð er hvernig standa má að sátt um málið um- fram það sem tíminn vinnur. Margir Húsvíkingar eru reiðir vegna þess bletts sem þeir telja aö málið setji á ímynd sveitarfélags- ins út á við. „Það er ljóst að opinber umfjöll- un um svo erfitt og viðkvæmt mál hefur ákveðin neikvæð áhrif á ímyndina og er óheppileg fyrir samfélagið," sagði Reinhard Reyn- isson bæjarstjóri í samtali við DV. Aðrir töluðu um svartan blett á samfélaginu, sár sem aldrei myndu gróa og fleira í þeim dúr en vildu ekki koma fram undir nafni. -PÁÁ DV leitaði svara hjá nokkrum þeirra Húsvikinga sem settu nafn sitt á umræddan undirskriftalista og fara svör þeirra hér á eftir. „Ástæðan fyrir því að maður skrif- aði undir þessa stuðningsyfirlýsingu var sú að fólk sem vissi hvernig mál- um var háttað þetta kvöld, sem nauðgunin átti að hafa átt sér stað, var mjög ósátt við úrskurð héraðs- dóms á Akureyri. Ef menn lika vissu málavexti þá vissu menn að málið var ekki eins og það leit út. Strákur- inn hefði eins geta kært nauðgun sjálfur ef hann hefði orðið á undan. Þetta var vörn hjá stelpunni vegna þess að kærasti hennar kom þarna að. Að dæma drenginn í fangelsi í eitt og hálft ár var því rosaleg refsing. Það að hún hafi þurft að flýja bæ- inn var bara út af krökkunum, jafn- öldrum hennar. Það vissu allir að málið var ekki svona. Það urðu allir brjálaðir þegar dómurinn kom og fólk fordæmdi stelpuna almennt í bænum. Þegar búið er að kæra nauðgun þá ráða menn ekkert við það. Málið bara æðir áfram í kerfínu. Ég vissi auðvitað ekkert meira en mér var sagt. Þessi drengur var starfsmaður hjá mér og ég þekki hann mjög vel. Þetta er þvílik öndveg- issála. Þrýstingurinn var mestur frá krökkunum í bænum að styðja dreng- inn. Það voru félagamir, sem vissu hvemig þetta var, sem gengu í hús og báðu fólk að skrifa undir. Ég setti nafn mitt þar vegna þess að mér fannst þetta ósanngjamt,“ sagði Þegar listinn með nöfnum 113 Hús- víkinga, sem skrifuðu nöfn sín til stuðnings Ævari Þór Ævarssyni í janúar sl. eftir að héraðsdómur hafði dæmt hann fyrir nauðgun, er skoðað- ur nánar koma innviöir lítils samfé- lags betur í ljós. Stúlkan sem stóð fyrir undir- skriftasöfnuninni sagði f samtali við DV í gær að ekki hefði verið gengið með listann 1 hús heldur hringt i þá sem talið var að vildu skrifa undir og greiða 300 krónur fyrir nafnið til þess að standa straum af birtingu listans í Skránni á Húsavík. Húsavík er, eins og flest önnur samfélög, sett saman af nokkrum stórum fjölskyldum. Ættin sem er hvað mest áberandi á þessum lista Gunnlaugur Hreinsson, fram- kvæmdastjóri Fiskverkunar GPG á Húsavík. „Það var almennt viðhorf í bænum að þetta hafi ekki verið svona. Ég vissi ekki hvernig tildrögin voru en ég þekki til þeirra beggja. Ég veit þó ekk- ert fyrir vist hvað gerðist og það veit sennilega enginn,“ sagði Guðrún S. Grétarsdóttir. „Æ, ég vil ekki tjá mig um þetta,“ sagði Halla Hallgrímsdóttir sem var ein þeirra 113 Húsvíkinga sem skrif- aöi undir stuðningsyfirlýsinguna við Ævar Þór Ævarsson og fjölskyldu. „Mér fannst að strákurinn ætti að njóta vafans,“ segir Arndís J. Þor- steinsdóttir. tilheyrir hópi sem í munni Húsvik- inga em kallaðir „Ollarnir". Nafn- giftin er dregin af ættföðumum 01- geiri Sigurgeirssyni sem er elstur þeirra sem skrifa á listann, 76 ára gamall. Synir hans eru þeir Sigurð- ur, Kristján, Hreiðar og Jón og einnig em á listanum sonur Sigurð- ar, Olgeir, og eiginkonur þeirra og venslamenn. Olgeir er bróðir Aðal- geirs Sigurgeirssonar en hann og niðjar hans hafa einnig verið um- svifamiklir í atvinnulífl Húsavíkur en fáir tengdir þeim legg skrifa á list- ann. Sigurður Olgeirsson er útgerðar- maður Geira Péturs ÞH og er jafn- framt annar eigandi að Fiskverkun GPG sem verkar flskinn sem Geiri „Hann er búinn að vera vinur minn og systur minnar frá því að ég man eftir mér og ég bý þar að auki í sama húsi og hann,“ segir Ása Birna Aðal- steinsdóttir. „Við sem skrifuðum undir vitum að hann nauðgaði ekki stelpunni. Ég þekki hann og ég veit upp á hár að hann myndi aldrei gera neitt þessu Péturs leggur upp. Meðeigandi Sig- urðar í Fiskverkun GPG er Gunn- laugur Hreinsson framkvæmdastjóri sem einnig er á listanum ásamt eig- inkonu sinni. Tvö systkini sem skrifa sig á list- ann, þau Pétur og Hulda Skarphéð- insböm, eru systkinaböm við syni Olgeirs sem áður eru nefndir. Hulda er gift Ómari Vagnssyni sem rekur sorphirðu á Húsavík. Geiri Péturs ÞH ræður yfir 539 þorskígildistonnum og þar eru 4-7 í áhöfn en hjá Fiskverkun GPG vinna 18-22 starfsmenn eftir árstímum. Hinn dæmdi hefur verið starfsmaður GPG og faðir hans sér um bókhald fyrirtækisins. Þessi fjölskylda sem heimamenn líkt,“ segir Ásta Hermannsdóttir. „Ég trúi ekki að hann hafi gert þetta. Hann er bara þannig strákur. Hún hefur aftur á móti sýnt takta á hinn veginn,“ sagði Erna Hauksdóttir á Húsavík, ein þeirra sem ritaði nafn sitt á listann. „Okkur fannst þetta mál ekki nógu vel rannsakað. Það var ekki talað við alla þá krakka sem komu við sögu. Þarna var fullt af krökkum. Það þarf að athuga og ræða betur hvort krakk- ar sem eru að fagna skólalokum og eru fullir frá miðjum degi langt fram á nótt viti yfirhöfuð hvað þeir eru að gera. Þetta er ástæðan fyrir því að ég skrifaði undir,“ sagði Guðný Jósteins- dóttir á Húsavík. „Hann er góður vinur minn og ég þekki hann alveg, ég var bara að styðja hann.“ segir Hermann Þór Pálmason og bætir við að hann sjái „alls ekki“ eftir að skrifa undir list- ann. „Ég gerði þetta vegna þess að mér fannst þetta harkalegt á sínum tíma... Það litla sem ég vissi af þessum strák var að hann gerði ekki svona, þetta var bara eitthvað á milli unglinga... Ég sé ekkert eftir þessu en ég var ekk- ert að setja út á stelpugreyið. Manni fannst þetta bara harkalegt," sagði Hreiðar Olgeirsson. H.Kr./HG/ótt kalla „Ollana" er því ákaflega um- svifamikil í atvinnulífi og félagslífi á Húsavík og teygir anga sína t.d. inn i bæjarstjóm en eiginkona eins bæjar- fulltrúa er á listanum og annar bæj- arfulltrúi er bróðir Skarphéðins- systkinanna sem áður eru nefnd. Ekki er að efa að rekja mætti nán- ari og þéttari tengsl milli þess fólks sem ritaði nöfn sín á listann. í litlum plássum eins og Húsavík eru skyld- leiki og vensl manna oft mikil og margvísleg. Þannig geta myndast litl- ar blokkir eða ættarhópar sem ráða miklu i atvinnulífl og félagsmálum án þess að það hafl beinlínis verið ætlunin. Þessi listi er eitt dæmið um það. -PÁÁ Hvaða fólk er þetta? - ættarveldi „Ollanna** ber uppi listann „Þrýstingurinn var mestur firá krökkunum í baenum að styðja drenginn. Það voru félagamir, sem vissu hvemig þetta var, sem gengu í hús og báðu fólk að skrifa undir. Ég setti nafit mitt þar vegna þess að mér fannst þetta ósanngjamt.“ Aðalbjörg Árnadóttir Arndís J. Þorsteinsdóttir Arnrún Sveinsdóttir Auður Hermannsdóttir Árný Björnsdóttir Árninna Ó. Stefánsdóttir Ása Birna Aðalsteinsdóttir Ásdís Sveinbjörnsdóttir Áskell Geir Birgisson Ásta Birna Gunnarsdóttir Ásta Hermannsdóttir Ásta Sigurðardóttir Baldur Kristjánsson Berglind Ósk Ingólfsdóttir Birkir Vagn Ómarsson Brynja Elín Birkisdóttir Bylgja Steingrímsdóttir Dagný Sturludóttir Dómhildur Antonsdóttir Edda Lóa Phillips Elías Elvarsson Erla Hreiðarsdóttir Erla Sigurjónsdóttir Erla Steinþórsdóttir Erna Hauksdóttir Eva Hjaltalín Ingólfsdóttir Fríða Rúnarsdóttir Frimann Sveinsson Guðbjartur F. Benediktsson Guðný Jósteinsdóttir Guðný Reykjalín Magnúsdóttir Guöný Stefánsdóttir Guðrún Þ. Emilsdóttir Guðrún S. Grétarsdóttir Gunnar Sævarsson Gunnþór Sigurgeirsson Gunnlaugur Hreinsson Halla Hallgrímsdóttir Halla R. Tryggvadóttir Hallgrfmur Sigurðsson Hallur Jóhannesson Harpa Steingrimsdóttir Heiðar V. Hafliðason Helga Gunnarsdóttir Helga V. Aðalbjörnsdóttir Hermann Þór Pálmason Hreiðar Másson Hreiðar Olgeirsson Hróðný Valdimarsdóttir Hulda Ósk Skarphéðinsdóttir Hulda Salómonsdóttir Ingólfur Árnason Ingvar Erlingsson Ingvar Guðjónsson Jakobína Gunnarsdóttir Jóhann Gunnar Sigurðsson Jóhanna Björnsdóttir Jón G. Stefánsson Jón Olgeirsson Jósteinn Hreiðarsson Katrín Ingólfsdóttir Kristjana Sævarsdóttir Kristján Friðrik Sigurðsson Kristján Olgeirsson Lára Sigurðardóttir Lilja Hrund Másdóttir Lilja Jónsdóttir Lilja Sigurðardóttir Linda Arnardóttir Margrét Höskuldsdóttir María Guðmundsdóttir Már Höskuldsson Nanna Dröfn Björnsdóttir Olgeir Sigurðsson Olgeir Sigurgeirsson Ólafur Ingi Þorgrfmsson Ólafur V. Sigurpálsson Ómar Gunnar Ómarsson Ómar Sigurvin Vagnsson Páll Björgvinsson Pétur Skarphéðinsson Ragnheiður Jónasdóttir Ruth Sigurðardóttir Rúna Björk Sigurðardóttir Sigmar Ingólfsson Sigmar Ævar Hallsson Sigrún Sif Jónsdóttir Sigurbjörg Stefánsdóttir Sigurður Jónsson Sigurður Kristján Laufdal Guðlaugsson Sigurður V. Olgeirsson Sigurjón P. Magnússon Sólveig Ómarsdóttir Stefán Bj. Sigtryggsson Stefán Stefánsson Steingrimur Kr. Sigurðsson Svava Steingrímsdóttir Sveinn Pálsson Sylvía Rún Hallgrímsdóttir Sylvía Björk Kristjánsdóttir Sylvía Sævarsdóttir Sædís Sævarsdóttir Unnur Ósk Gísladóttir Vala Laufey Þráinsdóttir Valdimar Óskarsson Valgerður Jósefsdóttir Vilhjálmur Sigmundsson Þorbjörg Björnsdóttir Þorgrímur Sigurjónsson Þóra Erlendsdóttir Þórólfur Jón Ingólfsson Þórunn Kristjánsdóttir Þuríður Hallgrímsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.