Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.2000, Blaðsíða 1
13
Rúnar til Lokeren
Rúnar Kristinsson, landsliðsmaður í knattspymu,
hefur skrifað undir þriggja ára samning við belgíska
liðið Lokeren. Rúnar, sem leikið hefur með norska
hðinu Lilleström sl. þijú ár, á eftir að gangast undir
lækniskoðun sem hann vonast að verði síðar I vik-
unni.
„Ég er mjög ánægður með samninginn og hlakka
til að leika á nýjum vettvangi. Það er spuming
hvenær ég byrja að æfa og leika með liðinu en félög-
in eiga eftir að komast að niðurstöðu um hvenær ég
losna undan samningi eða hvort ég leik með Lille-
ström út tímabilið sem lýkur í lok október. Það var
einfaldlega kominn tími til að breyta til og hugur
minn stefndi að leika eitthvað sunnar í Evrópu. Val-
ið stóð á milli Lokeren og Grazer AK en belgiska liðið varð ofan á því fjöl-
skyldan taldi þægilegra að aðlagast lífinu í Belgíu og ekki er verra að þrír aðr-
ir íslendingar leika með liðinu á næsta tímabiii,“ sagði Rúnar Kristinsson.
Rúnar hefur leikið í um fimm og hálft ár á Norðurlöndum en áður en hann
fór til Lilleström lék hann í tvö og hálft ár með sænska liðinu Örgryte. Auk
Rúnars munu þeir Auðunn Helgason og Amar Grétarsson ganga til liðs
við Lokeren en fyrir hjá félaginu var Arnar Þór Viðarsson. -JKS
Orn á nú 50 Islands-
*
■ Öm Arnarson, sundmaður frá Hafnarfirði, náði merkum
árangri á fyrsta degi Evrópumótsins í sundi sem fram fer í
Helsinki í Finnlandi.
Öm sló met frænds síns Amars Freys Ólafssonar í 400
metra skriðsundi og eignaðist þar með sitt 50. íslandsmet. Örn
á 19 gildandi íslandsmet í 25 og 50 metra laug og svo 31 met í
pilta- og drengjaflokki, alls 50 met.
Örn á 12 íslandsmet karla í 25 metra laug og þetta var sjö-
unda íslandsmet hans í 50 metra laug. Örn á 10 piltamet í 50
metra laug og 15 piltamet í 25 metra laug og loks sex drengja-
met i 25 metra laug. Flest þessara meta hefur Örn sett í skrið-
sundi eða 19, sautján em í baksundi, níu í fjórsundi og fimm í
flugsundi.
A ÓÓJ
og aldursflokkamet
Rush og Neville spila
með Þrótti í Dalnum
- í leik Þróttar gegn eldri landsliðsmönnum
Hinir kunnu og heimsþekktu knattspyrmunenn Ian Rush og Neville Southall, sem eru
annars vegar markahæsti og hins vegar leikjahæsti landsliðsmaður Wales frá upphafl,
munu leika með í „heiðursleik“ fyrir Ásgeir Elíasson, þjálfara Þróttar, sem fram fer I
næstu viku.
Leikurinn mun fara fram á Valbjamarvelli funmtudaginn 13. júlí og er hann í tengsl-
um við knattspymuskóla Ians Rush sem er i gangi hjá Þrótti. í leiknum eigast við kunn-
ir kappar fyrri tíma hjá Þrótti í bland við núverandi leikmenn liðsins gegn liði skipuðu
fyrnun íslenskum landsliðsmönnum. Rush og Southall munu leika með Þrótti en það er
Hörður Hilmarsson hjá ÍTR-ferðum sem velur og kallar saman „íslenska landsliðið".
Knattspymuskóli Ians Rush mun vera í gangi 10. til 14. júlí með þátttöku Southall og
Rush, þar mun Rush kenna ungum knattspymumönnum landsins listina á bak við að
koma boltanum i netið og nú fá menn tækifæri með þessum heiðursleik til þess að sjá
hvort þessir knattspymukappar hafa nokkru gleymt í knattspymunni. -ÓÓJ
Umíjöllun um íslenska innrás í Englandi:
Sky Sports skoðar
íslenska boltann
- menn til landsins í tengslum við skóla Rush
íslensk knattspyma er farin að vekja mikla athygli í Bretlandi, ekki síst vegna þeirra
fjölmörgu fslensku knattspymumanna sem hafa streymt í enska boltann siðustu mánuðina
og nú hefur hin þekkta enska sjónvarpsstöð Sky Sports ákveðið að gera þátt um íslenska
knattspymu og koma menn frá stöðinni til íslands í tengslum við Knattspymuskóla Ian
Rush hjá Þrótti sem hefst í næstu viku og stendur frá 10. til 14. júlí.
David GriSIths hefur séð um uppbyggingarstarfssemi hjá Þrótti og sýna þeir Sky-menn
mikinn áhuga á starfl hans hér og eins hvort það sé bara heppni hversu margir góðir
knattspymumenn em að koma frá landinu eða hvort við íslendingar höfum fundið upp
einhverja töfralausn við framleiðslu snjallra knattspymumanna.
Það er ljóst á útbreiðslu þessarar gervihnattastöðvar að þetta er mikil auglýsing fyrir
íslenska knattspymu og íslenska atvinnumenn sem gætu jafnvel orðið fleiri eftir að þessi
þáttur fer í loftið hjá Sky Sports. -ÓÓJ