Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2000, Blaðsíða 10
vikuna 22.12-29.12 2000 51. vika Töffarinn Eminem heldur toppsætinu á íslenska listanum eftir að hafa skotist á toppinn með hæfilegu rakki á mömmu sína og fleiri. Hin herfi- lega leiðinlega hljómsveit Creed fer af einhver- jum óskiljanlegum ástæðum i annað sætið með enn einn „smellinn" en strákarnir í Westlife eru farnir að hrapa niður töfluna. Lagið Trouble hel- dur ungu mönnunum í Coldplay enn ofarlega, en þeir eiga vei upp á pallborðið hér eftir að lagið Yellow var samið til söngkonunnar Elízu M. Geirsdóttur í Bellatrix. Topp 20 Vikur 01 Stan Eminem i lista X 2 02 With arms wide open Creed T 3 (03) My Love Westlife 4 6 04 Trouble Coldplay ; H 5 05 Kids Robbie Williams& Kylie Minogue 4, 5 06 Shape of my heart Backstreet Boys T 5 07 Overload Sugarbabes 'í' 6 (08) Independent Women Destiny’s Child | 4» 6 09 Stronger Britney Spears T 3 (10) Every little thing Selma T 3 (11) My Generation Limp Bizkit 4- 6 (12) She Bangs Ricky Martin f 5 (73) Aldrei Buttercup T 4 74) Again Lenny Kravitz |4 9 ( 75 Ekki nema von Sálin hans Jóns míns 4 9 16) Notthatkind Anastacia t 3 ; (77) Cruisin’ Gwyneth Palthrow & Huey Lewis 4 7 18 Æði Skítamórall T 2 (19) Original Prankster Offspring X 4| 20) Mundu mig Jóhanna Guðrún X 1: Sætin 21 til 40 (á) lopplag vikunnar Body II Body Samantha Mumba , ■ir 7 i( J háslökkvari vikunnar Pollýana Bubbi Mortheins t 3 ; f Sigurjón Digri L&Synir & Sigurjón 4,10 nýtt á iistanum Walking away Craig David X 1 : K Spanish guitar Toni Braxton X 7 ; stendurístað Don’t mess with... Lucy Pearl 4, 8 A hækkarsigtrá Give me just one... 98 Degrees | 4,10 T síðustu viku Get along with you Kelis 19 lækkarsigfrá On a night like this Kylie Minogue j 4-10 siðustu viku Why does my heart.. Moby 4-8 ? fall vikunnar Who let the dogs out Baha men T 2 ‘ 4> 8 Body Groove Architecs feat. Nana Yellow Coldplay j 4>15 When I dream... Marc Anthony 4, 4 Hennar leiðir Sóldögg X 1 I Come on over Cristina Aquilera 4-12 Með þér Skítamórall j «Þ17| La Fiesta Club Fiesta 4 9 (, Hollar Spice Girls j 4-11 Let the music play Barry White feat 4-10; fókus íslenski listinn er samstarfsverkefni DV og FM 957 og birtist vikulega í Fókus. Listinn er fluttur á FM i umsjá Einars Ágústs Víðissonar. I Islandsvinirnir Masters at Work fagna tíu ára starfsafmæli á árinu sem er að líða. Af því tilefni hefur breska plötufyrirtækið BBE gefið út tvo fjögurra diska pakka sem hvor um sig inni- heldur yfir 5 tíma af tónlist. Trausti Júlíusson kynnti sér feril þessara miklu áhrifamanna í danstónlist síðustu ára. Tíu ár af flottri tónlist og framsækinni hugsun Þeir Louis Vega og Kenny Gonzales eru báðir New York búar af púertóríkönskum uppruna. Louis er frá Bronx og Kenny frá Brooklyn. Louis er fæddur 1965 og er alinn upp mitt í kraumandi tón- listarlífi borgarinnar. Eldri systur hans voru miklar djamm-gellur og stunduðu staði eins og The Loft, The Gallery og Paradise Garage af miklum krafti. Þegar Louis var lít- ill var hann stundum með í bílnum þegar þær voru keyrðar á staöinn og sá allan spenninginn í fólkinu sem beið eftir því að komast inn. Hip hop, diskó, house Louis bjó nálægt Bronx River Projects en það var þar sem hip hop-tónlistin komst á legg með partíum Africa Bambaataa, Jazzy Jay og Red Alert. Louis, sem alla tíð var smávaxinn eftir aldri og hlaut þar af leiðandi viður- nefnið „Little" Louis Vega, lifði sig sterkt inn í þessi hip hop-partí. Hann komst fyrst inn á Paradise Garage árið 1980 og fylgdist með Larry Levan trylla lýðinn. Og gapti af aðdáun. Hann var líka fastagestur á Funhouse þegar Madonna var aö skapa sér nafn í upphafi ferilsins. Á níunda ára- tugnum byrjaði hann sjálfur að spila sem plötusnúður og skipu- leggja partí og klúbbakvöld. Þegar Studio 54 var endurstofnað árið 1987 varð hann fastaplötusnúður þar (og fyrirmyndin hans, Larry Levan, líka). Á þessum árum kynntist hann öllum helstu plötu- snúðum New York, (David Mora- les, Francois Kevorkian o.fl.). Kynntust í gegnum Todd Terry Louis var alinn upp á latin, salsoul, hip-hop, garage og diskói en þegar house-tónlistin fór að láta til sín taka seint á níunda áratugn- um tók hann henni opnum örmum. Hann hitti Kenny Gonzales í gegn- um Todd Terry árið 1989 en þá ætl- aði Louis að remixa lagið Salsa House sem Kenny hafði gert og Todd bauðst til þess að kynna þá tvo. Kenny er fæddur í Brooklyn áriö 1970. Hann kynntist hip hop-tón- listinni í götupartíum í hverfinu en hlaut tónlistarlegt uppeldi sitt þegar hann byrjaði að vinna í plötubúð 1985. Þá kynntist hann bæði rokkinu (hjá eigandanum sem var mikill Led Zeppelin mað- ur) og house-tónlistinni sem þá var að ryðja sér til rúms með plötum Mr Fingers, Marshall Jefferson og öðrum afurðum Trax-útgáfunn- ar í Chicago sem seldust grimmt í búðinni. Hann fór á þessum tíma líka að vinna sem plötusnúður og fór að fikta við að búa til tónlist sjálfur eftir að hann kynntist Todd Terry. Fyrstu bítin sem hann bjó til voru gerð á trommuheila sem Todd lán- aði honum, en það var Frank Mendez, eigandi Nu Groove plötu- fyrirtækisins, sem gaf honum fyrsta tækifærið, keypti handa honum sampler og kom honum í útgáfu. Þegar Atlantic Records fengu Louis til þess aö safna saman fólki til þess að gera plötu hóaði hann I Kenny og síðan þá hafa þeir unnið saman undir nafninu Masters at Work. Þeir nota nafnið fyrir þá tónlist sem þeir eru að búa til en líka fyrir þau ótalmörgu remix sem þeir hafa gert saman. Á meðal þeirra sem þeir hafa remixað er Madonna, Daft Pxrnk, Soul II Soul, Neneth Cherry, Janet Jackson, St. Etienne, Dee-Lite, Björk, 4 Hero. Roni Size, Gus Gus... Nuyorican Soul Frægastir eru MAW fyrir Nu- yorican Soul-pródjektið sem þeir notuðu fyrst fyrir lagið „The Ner- vous Track“ sem þeir gerðu árið 1993. Það lag var mjög áhrifamikið fyrir house-tónlistina. Þeir voru orðnir leiðir á þessum einhæfa takti sem einkenndi house á þess- um tíma og þegar þeir voru að vinna að remixi fyrir Jamiroquai fundu þeir bít á gamalli jazz trommu-breik plötu sem þeir sömpluðu og notuðu sem gnmn. Remixinu þeirra var hafnað en þá gerðu þeir nýtt lag úr því og gáfu út á Nervous Records. Þetta lag opnaði nýja möguleika fyrir house- tónlistina, sló í gegn hjá alls konar plötusnúðum sem fram að því höfðu ekki veriö að spila house. Einn þeirra var azid jazz og groove hausinn Gilles Petersen sem stýr- ir Talkin’ Loud útgáfunni. Hann bauð þeim að gefa út heila plötu með Nyourican Soul-efni. Það varð úr og platan, sem hlaut nafnið Nu- yorican Soul og skartar gestum á borð við Roy Ayers, Jocelyn Brown, George Benson, Jazzy Jeff, Vince Montana og Tito Puente, er ein af flottustu house- plötum allra tíma og ætti að eiga vísan stað í öllum plötusöfnum með snefil af sjálfsvirðingu. Tón- listin á henni er sambland af diskó, soul, latin og djassi. 10 ára afmælisútgáfan. Það er von á nýrri Nuyorican Soul-plötu á næsta ári en þangað til ættu MAW-aödáendur (og þeir ættu að vera allnokkrir á íslandi eftir að þeir spiluðu á vegum Par- tyzone í Tunglinu 1995) að kynna sér afmælispakkana tvo sem ný- lega komu í verslanir hérlendis. „BBE Records Present Masters At Work: The Tenth Anniversary Collection" pt. 1 og pt. 2 (silfurbox- ið og gullboxið) innihalda hvor um sig fjóra diska pakkfulla af lögum með þeim félögum og remixum af lögum annarra. Silfurboxið nær yfir fyrstu fimm árin (1990-1995) en gullboxið árin 1996-2000. Þessir 10 klukkutímar af tónlist eru auðvit- að ekki tæmandi fyrir afrek MAW en flestar af þekktustu perlum þeirra eru þarna samt. Boxunum fylgir líka ítarlegur bæklingur þar sem saga þeirra er rakin í miklum smáatriðum. f 6 k u s 22. desember 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.