Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2001, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 6 Fréttir 3>V Rannsóknarnefnd flugslysa birtir skýrslu um flugslysið í Skerjafirði: Eldsneytisskortur líklegasta skýringin - ótal margt athugavert viö viðhald og skráningu vélarinnar í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa á flugslysinu i Skerjafirði í byrjun ágúst síðastliðinn, sem varð fimm manns að bana og veitti hinum sjötta alvarlega áverka, segir að nefndin telji líklegustu orsök slyssins vera þá að hreyflinum barst ekki nægt eldsneyti með þeim afleiðingum að hann missti afl. Síð- an telur nefndin að flugmaðurinn hafi misst stjórn á flugvélinni sem ofreis og féfl svo í bröttu gormaflugi ofan í sjóinn. Auk þess kemur fram að margt var athugavert við viðhald og skráningu flugvélarinnar, sem var í eigu Leiguflugs ísleifs Ottes- ens hf. Jafnframt var farþegalisti vélarinnar mjög ónákvæmur, flug- vélin var þyngri viö flugtak en leyfi- legt var og þyngdarmiðjan var aftan við leyffleg mörk. Föðurnöfn vantaöi Flugið örlagaríka var 22. ferð vél- arinnar þennan dag og hafði flug- maðurinn unnið samfleytt í rúma 13 tíma, mun lengur en heimilt er í vinnutímareglum flugmanna. Jafnframt kemur fram í skýrsl- unni að skráningar hafi ekki verið fyrir hendi um þær 22 ferðir sem vélin fór þennan dag, sem og að Flugslysiö í Skerjafiröi Lítil flugvél hrapaöi í sjóinn hinn 7. ágúst 2000 meö þeim afleiöingum aö fimm létust og sá sjötti liggur enn þungt hald- inn á sjúkrahúsi. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur nú lokiö viö skýrslu um slysiö, tæpum átta mánuöum eftir slysiö. Skýrslan skoðuö Friörik Þór Guömundsson, faöir eins fórnarlambs flugslyssins í Skerjafirði í ágúst sl., sést hér skoöa skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa. Leiguflug ísleifs Ottesens hf. skilaði ekki inn eldsneytis- og olíuskrá þeg- ar gögn vélarinnar voru færð rann- sóknamefndinni. Eiganda flugvéla ber lagaleg skylda til þess að halda þessa skrá. Aðrar skrár leiguflugs- ins voru ófullnægjandi, þar með tal- in nafnaskrá farþega, en fóðurnafns 300 farþega, sem fluttir voru með vélinni þennan dag, er einungis get- ið í 37 tilvikum. Leiðbeiningar til flugmanna varð- andi ýmsar breytingar sem gerðar höfðu verið á flugvélinni vantaði, sem og fleiri gögn og merkingar í vélina, svo sem upprunalegar við- haldsbækur hennar, yfirlit yfir við- gerð á hjólabúnaðinum sem fram- kvæmd var sama dag og slysið varð, hleðsluskrár og jafnvægisútreikn- inga og fleira. Fram kemur í skýrslunni að öðr- um flugmönnum sem flugu þessari vél fyrir hönd leiguflugsins var ekki kunnugt um að þær breytingar sem framkvæmdar höfðu verið á flugvél- inni hefðu haft áhrif á leyfðan há- marksflugtaksþunga hennar. Þessir flugmenn staðfestu jafnframt að þeir teldu eldsneytismæla vélarinn- ar óáreiðanlega. Rannsóknarnefndin segir að skoðun flugvélarinnar sem fram- kvæmd var áður en flugvélin var samþykkt inn í evrópskt flugum- hverfl hafi ekki verið fullnægjandi og telur að Flugmálastjórn heföi átt að ganga eftir frekari upplýsingum varðandi endurnýjun viðhalds- gagna vélarinnar. Fleiri rannsóknir í gangi Skýrslan var birt í gær, sjö og hálfum mánuði eftir slysið. Útkomu hennar hefur ítrekað verið frestað, en skömmu eftir flugslysið sögðu forráðamenn rannsóknarnefndar- innar að vinnan við skýrsluna myndi taka nokkrar vikur. Mikil úlfúð hefur risið á mifli rannsókn- araðila og aðstandenda fórnar- lambanna vegna skýrslugerðarinn- ar, en aðstandendur fórnar- lambanna hafa gagnrýnt störf nefndarinnar harðlega. Rannsókn nefndarinnar er gerð til þess að stuðla að flugöryggi á íslandi og koma í veg fyrir frekari flugslys, og leggur hún fram ýmsar tillögur til úrbóta í skýrslu sinni. Skömmu eftir slysið fóru aðstand- endur fórnarlambanna fram á lög- reglurannsókn á slysinu, þar sem niðurstöður rannsóknamefndarinn- ar eru ekki gildar fyrir dómstólum. Rannsókn lögreglunnar á málinu stendur enn yfir. Eftir helgina má búast við því að birt verði niður- staða sjálfstæðrar rannsóknar á slysinu sem aðstandendur fórnar- lambanna hafa unnið að. -SMK „Velkomnir eða óvelkomnir í eigin landi“ - ráðstefna á Húsavík: „Skrattinn er óskemmtilegt veggskraut" - sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra „Velkomnir eða óvelkomnir i eig- in landi?“ var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var á Húsavík í gær, þar sem fjallað var um þjóðgarða og friðlýst svæði og búsetu og atvinnu- sköpun á og í grennd við slík svæði. Andstæð sjónarmið og árekstrar hafa verið nokkrir í málum sem þessum og nægir að benda á Mý- vatnssveit í því sambandi. Á fundin- um voru ráðherrar, þingmenn, sveitarstjórnarmenn, sérfræðingar og fufltrúar ýmissa náttúruverndar- samtaka, sem reifuðu málin frá mis- munandi sjónarhornum. „Ég vona að þessi umræða leiði okkur skref fram á við í þá átt að samræma bú- setu og náttúruvernd," sagði Pétur Snæbjörnsson, stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sem stóð fyrir þessari ráðstefnu. Augljóst var að þarna voru til umfjöllunar mál sem brenna á mörgum. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra setti ráðstefnuna og ræddi um afstöðu manns til náttúrunnar og manninn í náttúrunni á ýmsum tímum. „Öldum saman þótti sú nátt- úra ein fögur sem gaf fyr- irheit um góða upskeru og skjólgóða byggð,“ sagði Davið og kvað ís- lendinga eiga allt undir því að vemda náttúruna og nýta hana um leið. „Ég er þeirrar skoðunar að aldrei verði skilið á milli náttúruverndar og nýtingar okkar mann- anna á náttúrunni. Heil- brigð náttúruvernd hlýt- ur alltaf að horfa til gró- andi þjóðlífs og efnalegr- ar framþróunar.“ Davíð minntist á marg- vísleg óhæfuverk manns- ins gagnvart náttúrunni, sérstaklega í austan- tjaldslöndunum, „en slík óhæfuverk gefa mönnum ekki frítt spil til aö mála skrattann á vegginn. Skrattinn er óskemmti- legt veggskraut. Æ ofan í æ spá sjálfskipaðir umhverfisvitringar því að mannkynið sé nú endanlega DV-MYND BRINK Ráðstefna á Husavík Fjallað var um vinnu og búsetu í nágrenni þjóögaröa og friðlýst svæði. komið fram á ystu brún. Jafn oft hafa slíkar spár verið afsannaðar." Og Davíð benti á að ný tækni og nýir orkugjafar hefðu komið fram og leyst aðra af hólmi. „Steinöld lauk ekki vegna þess að það skorti steina og grjót, heldur vegna þess að menn fundu hagkvæmari og betri aðferðir til að smíða verkfæri." Á fundinum fluttu þeir Peter Prokosch frá Noregi og Roger Crofts frá Skotlandi fyrirlestra um þjóðgarða á norðurhjara og í Skotlandi með hlið- sjón af umræðunni á Is- landi sem þeir voru báðir vel kunnugir. Ræddar voru hugmyndir um Vatnajökulsþjóðgarð, Val- gerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra fjallaði um atvinnustarfsemi á frið- lýstum svæðum og marg- hliða umræða fór fram um skipulagsmál náttúruverndarsvæða og sambúð byggðar við þjóðgarða og friðlýst svæði. -JS Ur felum Eftirað Björn Grétar Sveinsson, fyrrum forseti Verka- mannasambands ís- lands, gerði frægan starfslokasamning við sambandið var eins og jörðin hefði gleypt hann, en Björn Grétar dró sig algjörlega út úr aflri opin- berri umræðu í þjóðfélaginu. Hann „dúkkaði“ svo skyndilega upp i dægurmálaþætt: Rásar 2 á dögunun og spáði þar rét um framvindu sjómannaverkfallsins sem þá var að hefjast. Nokkrum dög- um síðar hringdi hann síðan inn í sama þátt, þegar rætt var um lög ríkisstjómarinnar á verkfallið, og vildi leggja orð í belg. Ýmislegt bend- ir því til þess að Björn Grétar hafi hug á því að komast í hringiðuna að nýju og í kastljós fjölmiðlanna. Hvað vill Steingrímur? Vinstri grænir hafa látið að því liggja að þeir ætli að vera virkir í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári og bjóða fram sem viðast. í heita pottinum voru menn að velta fyr- ir sér hvað flokk- urinn muni gera á Akureyri, en þar studdi Steingrím- ur J. Sigfússon framboð Akureyr- arlistans dyggilega fyrir kosningarnar 1998 og „grét“ á kosningavöku meö öðrum sem að þeim lista stóðu. Þrátt fyrir að Ákureyrarlistinn, sem að stóðu m.a. Alþýöubandalag og Al- þýðuflokkur, hafi ekki náð miklum árangri í þeim kosningum fór hann í meirihluta með Sjálfstæðisflokkn- um og virðist það samstarf hafa gengið ágætlega. Ásgeir Magnús- son, oddviti listans, er hins vegar „vel vinstri grænn" þannig að það verður gaman að sjá hvað gerist að ári og hvort menn ganga ekki óbundnir til kjörklefanna sam- kvæmt venju. Vinir vinna saman Lifeyrissjóður Norðurlands hefur að undanförnu látið talsvert fyrir sér fara og viðskiptafræðingurinn og fyrrum áróðursmeistari sægreif- anna, Bjarni Hafþór Helgason, sem þar hefur haf- ið störf, er greini- lega að vinna fyrir kaupinu sínu. Líf- eyrissjóðurinn hef- ur verið í herferð varðandi viðbótar- lífeyrissparnað undir stjórn Bjarna Hafþórs og fyrir nokkrum dögum gat að líta auglýs- ingar í fjölmiðlum þar sem birt var mynd af Eggerti Skúlasyni, um- sjónarmanni fjármálaþáttarins Pen- ingavit á Stöð 2, og frá því greint að Eggert ávaxti sitt pund með viðbót- arlífeyrissparnaði hjá Lífeyrissjóði Norðurlands. Fyrir þá sem ekki vita eru þeir Bjarni Hafþór og Eggert perluvinir og oft samstiga í lífinu, sem sést m.a. á þvi að báðir eru þeir í námi í vetur til að verða löggiltir verðbréfamiðlarar. Ingibjörg fékk járn Fyrsti rafræni lyfseðillinn hér á landi var afgreiddur í lyfjaverslun á Húsavík í fyrradag og var það Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra sem fékk sendan þangað lyf- seðil sem land- læknir sjálfur gaf út. I heita pottin- um voru menn að velta fyrir sér hvaða lyfi land- ■| læknir hefði „ávís- að“ á ráðherrann og var m.a. stungiö upp á blóðþrýst- ingslyfi í því sambandi. Hið rétta mun hins vegar vera að þegar land- læknir komst að því að ráðherrann hefði ekki haft tíma til sláturgerðar í haust ákvað hann að skrifa upp á járn fyrir Ingibjörgu sem sótti járnið sitt svo í lyfjabúðina, án lyfseðils.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.