Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2001, Blaðsíða 10
 í skugga ‘málaferla TVausti Júlíusson komst að því að ekki er tekíð út • með sældirmi einni að vera undrabarn eins og LeAnn Rimes. Það vakti athygli þegar söngvakeppni grunn- skólanna fór fram fyrir skemmstu að lög með LeAnn Rimes voru langvinsælust á meðal þátttakenda. Vinsældir þessarar 18 ára söng- konu, sem sendi frá sér slna fyrstu sólóplötu þegar hún var 11 ára og hlaut Grammy-verð- laun sem besti nýliðinn þegar hún var 15, virð- ast ekkert vera að dvína. En rifjum aðeins upp sögu stelpunnar. Sló í gegn með þjóð- söngnum ^ LeAnn Rimes er fædd 28. ágúst 1982 í Jackson í Mississippi en ólst upp í Garland í Texas. Hún var byijuð að syngja áður en hún náði tveggja ára aldri og tók þátt! sinni fyrstu söngvakeppni og sigraði í henni þegar hún var fimm ára. I kjölfarið kom hún fram í leikhúsum og sjónvarpsþáttum og vakti líka mikla athygli fyrir acapella-útgáfuna sína á ameriska þjóð- söngnum sem hún söng iðulega fyrir heima- leiki Dallas Cowboys. Fyrsta sólóplatan hennar hét All That, en hún kom út hjá litlu plötufyrirtæki í Dallas þegar LeAnn var ellefu ára. Platan seldist ekki mikið en nóg til þess að vekja athygli hjá plötufyrir- tækinu Curb, sem í framhaldinu gerði samning við hana. LeAnn sló fljótlega í gegn með laginu Blue sem höfundur þess, Bill Mack, hafði samið fyrir Patsy Cline, en Patsy dó áður en hún náði að hljóðrita það. Rödd LeAnn þótti minna mikið á rödd Patsy. í upphafi sló LeAnn i* fyrst og fremst í gegn sem kántrísöngkona þó að kántríið hennar hafi alltaf verið mjög popp- aö. Síðan Blue kom út hefur LeAnn selt helling af plötum og hlotið ótal verðlaun. Lögin hennar í kvikmyndinni Coyote Ugly hafa verið mjög vin- sæl að undanförnu og eiga stóran þátt I vel- gengni þeirrar plötu. Ástralska hljómsveitin Avalanches vekur mikla athygli þessa dagana fyrir sína fyrstu plötu, „Since I Left You“. Tlrausti Júlíusson kynnti sér hljómsveitina sem m.a. notar brot úr lögum Boney M, Madonnu, Kid Creole og Osmonds á plötunni sem er nýkomin í verslanir. A n d fætlingar með áhugavert bland í pokci Ein af þeim plötum sem poppspekú- lantar hafa verið að bíða eftir með hvað mestri eftirvæntingu síðustu mánuði er platan Since I Left You með áströlsku hljómsveitinni The Avalanches. Platan er að mestu unn- in úr hljóðbrotum sem þeir félagar hafa samplað, klippt og skorið af mik- illi list. Þeir nota alls yfir 900 sömpl á plötunni, bæði óþekkjanlega tóna (gamalt neðanjarðar-diskó, house, popp, hip-hop og alls konar aðra tón- list) en einnig má heyra kunnugleg brot: Söngleikurinn Cabaret, Ma Baker með Boney M, Stool Pigeon með Kid Creole, Holiday með Madonnu og Tell Me When You Need It Again með Isley Brothers, svo dæmi séu tekin. Allt er þetta fullkom- lega samansett hjá þeim svo úr verða 18 lög sem þó renna hvert saman við annað, þannig að það er líka hægt að hlusta á plötuna eins og eitt samfellt verk. Það tók þá rúm tvö ár að full- vinna plötuna en hugmyndina fengu þeir þegar mix-spólurnar sem þeir tóku upp hver fyrir annan urðu sífellt flóknari og flóknari. Stemningunni á Since I Left You hefur verið líkt við Paul’s Boutique með Beastie Boys. Þetta er partíplata en frekar flókin og hlaðin af ólíkum hlutum eins og flókn- ustu Funkadelic eða Beach Boys plöturnar. Avalanches: „Okkar tónlist gengur út á að finna það fallega í því sem fólk losar sig viö.“ Áhrif úr ólíkum áttum. Avalanches er skipuð sex náung- um. Þeir heita Robbie Chater, Dar- ren Seltmann, Jimmy De La Cruz, Tony Diblasi, Gordon McQuilten og svo plötusnúðurinn DJ Dexter en hann er hvorki meira né minna en DMC Ástralíumeistari í mixi. Þeir eru frá Melbourne og eru aldir upp við alls konar tónlist. Þeir voru t.d. Sonic Youth- og Fall-aðdáendur og þegar Robbie og Darren stofnuðu fyrsta bandið sitt fyrir nokkrum árum var það undir miklum áhrifum frá japönsku pönki. í dag nefna þeir jafn- ólíka listamenn og Wu Tang Clan, Neil Young og Van Dyke Parks, hinn goðsagna- kennda sam- starfsmann Brian Wil- son á Smile-plötu Beach Boys, sem hafa haft áhrif á þá. Van Dyke Parks hefur reyndar samþykkt að syngja á næstu Avalanches plötu sem þeir fé- lagar eru löngu farnir að huga að, enda kláruðu þeir þessa fyrir tæpum tveimur árum. Tónleika og partíferð um Evrópu. Avalanches eru gefnir út á XL, sem er fyrirtækið sem m.a. gefur út Prodigy, Badly Drawn Boy og Ba- sement Jaxx. Þeir eru nú á tón- leikaferð i Bretlandi og hafa ráðið til gamla djassista - ásláttarhljóðfæra- leikara og blásara, til þess að gefa prógramminu meiri tónleikablæ. Tón- listin á tónleikum er samt ekki eins og á plötunni. Þeir eru með plötuspil- ara á sviðinu og spila brot af sumum plötunum sem þeir nota á diskinum en þetta er samt ekki eins agað og í stúdíóinu heldur meira eins og eitt allsherjar partí. En hvernig er svo hægt að lýsa tón- listinni? Það er frekar einfalt, eins og einhver sagði: „Það er hip-hop í þess- ari tónlist, líka popp og pönk og há- vaði og house og rokktónlist áttunda áratugarins og hljóðmyndir og piparsveinatónlist og sönglög..." SlSfc plötudómur Mínus / Jesus Christ Bobhy: ★★★* Næstum bara plús við Mínus ^ Það er næstum eins og Emma öfug- snúna (muna ekki allir eftir henni?) hafi stofnað Mínus: Hljómsveitin er hávaðasöm (Helvítis hávaði er þetta, hefði hann pabbi minn sagt...), rosa- kraftmikil og stæði því alveg undir nafni Plús mörgum sinnum í háu veldi; taktskiptingar og tilrauna- mennska eru meiri en hjá meðalrokk- bandi; textarnir eru að vísu knappir en með mannbætandi boðskap, eigin- lega pólitískum til vinstri (a.m.k. and- kapítaliskir finnst mér), ...sem mun alls ekki vera ætlun Mínus-manna; þeir vilja ekki predika yfir nokkrum manni eftir því sem mér hefur skilist ? á viðtölum við þá, sem er þá líklega mínus meðan þeir eru á þessum já- kvæðu gagnrýnisnótum... En hvað sem nafninu líður hefur Mínus þann stóra plús að vera vel leikandi og gerj- andi á tónlistarsviði sínu. Mínus-menn urðu sigurvegarar Músíktiirauna 1999. í kjölfarið kom út fyrsta platan þeirra, Hey, Johnny!, síðan Jesus Christ Bobby á síðasta jólamarkað og sýnir heldur betur framfarir liðsmanna, bæði hvað varð- ar spilun og hugmyndir. Sú fyrr- nefnda er reyndar sómaskífa en ein- hæfari og ófrumlegri en Jesus..., eins og Mínusar hafi séð sitt eigið ljós og komist við það úr skugga nokkuð klisjukenndra metaltakta sem loða við fyrri plötuna. Það er harðara og meira stingandi „sánd“ á Jesus, fjöl- breyttari útsetningar; skemmtilegir gítarfrasar skjótast út úr hátölurun- um öðru hverju. Curver sjálfur (=Bibbi=Birgir Örn Thoroddsen), sá mikli gítarsafnari og (ó)hljóðahönnuður, stjórnaði upptöku á JCB og eru færðar þakkir fyrir „a noisy help“ (hávaðasama hjálp) í skemmtilega frumlegum bæklingn- um. f Ó k U S 20. apríl 2001 Einar Örn Sykurmoli, Kuklari og Purrkur er gestur Mínusa á Jesus... og sýnir okkur hríslu af tónlista- rættartrénu: pönk blíðkast ekki bara í popp, það brjálast líka í dauða-, spítt- og metal-rokk og lætur fara vel um sig á öllum vígstöðvum ... jafnvel þótt eitthvað virðist nýtt undir sólinni leynist þar gamalt frækorn þegar betur er að gáð. Ef þið skiljið ekki hvað ég meina og eigið ekki Jesus Christ Bobby, hringið þá í einhverja útvarpsstöð og biðjið um lagið Modern haircuts. Það er nú reyndar ekki svo einfalt að hvaða stöð sem er sé svo frjáls- lynd að spila Mínus: Flestum þess- um apparötum er stjórnað af þröng- sýnum mönnum sem engan áhuga hafa á tónlist og hlusta sjaldan á heilt lag, hvað þá heilar plötur ... ég mundi veðja á Óla Palla á Rás 2 og Guðna Má á Næturvakt sömu stöðv- ar ... annars er um að gera að reyna við sem flestar, þessi oftölvustýrða tónlistarmötunarvitleysa hlýtur að ganga yfir - vonandi ... en aftur að Mínusi... Jesus Christ Bobby er sem sagt mun ferskari og nýtískulegri en Johnny og ef þróunin heldur áfram innan Mínuss ætti framtíð þeirra ívars bassaleikara, Frosta gítar- og píanista, Krumma söngvara og svuntuþeysara, Bjöms trommara og Bjarna gítarleikara að vera tryggð á tónlistarsviðinu. Svona í lokin nefni ég til gamans að Krummi, sem beit- ir rödd sinni á öllu grófari hátt en Björgvin stórsöngvari pabbi hans, hann syngur engilblíðri röddu lag sitt, Arctic exhibition, og leikur undir á kassagítar ... líkari pabba i útliti en rödd, en lagið gæti fengist spilað á fleiri stöðvum en einni... Andrea Jónsdóttir Jesus Christ Bobby er sem sagt mun ferskari og nýtískulegri en Johnny og ef þróunin heldur áfram innan Mínuss ætti framtíð þeirra ívars bassaleikara, Frosta, gítar- og píanista, Krumma söngvara og svuntuþeysara, Björns trommara og Bjarna gítar- leikara að vera tryggð á tónlistarsviðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.