Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Blaðsíða 16
16 + 25 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Cræn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plótugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk„ Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Flokkar úrfókus Einn stjórnmálaflokkur hefur rnnfram aðra flokka landsins ástæðu til að hafa áhyggjur af fylgiskönnunum á miðju kjörtímabilinu. Samfylkingin er eini stjórnmála- flokkurinn, sem mælist langt undir síðasta kjörfylgi í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri. Áhyggjur Framsóknarflokksins hljóta líka að vera nokkrar. Hver skoðanakönnunin á fætur annarri sýnir lakari stöðu hans en var í síðustu alþingiskosningum, sem voru flokknum þungbærar. Aðrir hlutar íslenzka fjór- flokksins eru í sæmilega traustum fylgismálum. Samfylkingin var stofnuð upp úr Alþýðuflokki, Alþýðu- bandalagi og Kvennalista með þeim yfirlýstu væntingum, að þetta yrði að minnsta kosti 40% flokkur. Niðurstaðan í kosningunum varð þó ekki nema 27%. Síðan hefur fylgið oftast mælzt 1&-18% í skoðanakönnunum. Meðan rólegum og miðlægum vinstri flokkum vegnar vel víðs vegar um Evrópu, þar á meðal í höfuðrikjunum Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi, fellur miðlægi vinstri flokkurinn á íslandi algerlega í skugga jaðarsins, eins og hann birtist í kannanafylgi vinstri grænna. Að nokkrum hluta er vandamál Samfylkingarinnar svipað og Framsóknarflokksins. Þessir flokkar hafa ekki gætt veiðilendna sinna á rauða og græna jaðrinum og leyft nýjum flokki eindreginna og harðra sjónarmiða að hala sig á tveimur árum upp úr 9% í 25% fylgi. Hefðbundnar kenningar segja, að flokkar eigi að stunda veiðiskap á miðjunni, af því að þar séu þorskarnir flestir. Þetta virðist síður eiga við á íslandi en í nágrannalöndun- um, nema þá að miðjan hafi færzt til, án þess að Samfylk- ing og Framsókn hafi áttað sig á vilja kjósenda. Græn sjónarmið eru ekki lengur jaðarmál. Þetta hafa systurflokkar Framsóknarflokksins á Norðurlöndum skil- ið og eru þar grænastir allra flokka. Hér á Framsókn við það skrítna böl að stríða að vera tveimur öldum of seint að reyna að troða íslandi gegnum iðnbyltinguna. Málið er ekki svona einfalt hjá Samfylkingunni, sem ætti að geta hossað sér á ýmsum stórmálum, sem fanga hugi þjóðarinnar i trássi við ríkisstjórnina. En fólk treyst- ir bara ekki Samfylkingunni til að hindra Kárahnjúka- virkjun og afnema gjafakvótann í sjávarútvegi. Spurning kjósandans er einfaldlega sú, hvort það taki því að falla frá stuðningi við stjórnarflokk og ánetjast ótraustri Samfylkingu á forsendum slíkra hitamála. Menn telja, að hún sé svo miðlæg, að hún muni fórna stóru hita- málunum í samningum um nýja ríkisstjórn. Forustuvandi hrjáir báða flokkana. Formaður Fram- sóknar hefur átt einstaklega erfitt með að segja flokksfólki sínu, hvernig hann vilji láta skipa trúnaðarstöður og ráð- herrastóla. Ennfremur er hann þungt haldinn af iðnbylt- ingar-sérvizku og smíðavinnu við gjafakvótann. Málið er ekki svona einfalt hjá Samfylkingunni, sem hefur hvorki lagað stöðuna né spillt henni með því að skipta um formann. Ljóst er þó, að nýi formaðurinn virk- ar ekki á þann mynduga hátt, sem kjósendur ætlast senni- lega til af leiðtoga stjórnarandstöðunnar á þingi. Samfylkingin þarf að gera borgarstjórann í Reykjavík að formanni. Gallinn er bara sá, að hún þarf ekki að verða formaður, af því að hún er betur sett sem borgarstjóri Reykjavíkur, þar sem hún hefur einnig framsóknarmenn og vinstri græna undir víðum vængjum sínum. Skoðanakannanir staðfesta, að Framsókn og Samfylk- ing eru langt út úr fókus og eiga mikið verk fyrir höndum á þeim helmingi, sem lifir af kjörtimabilinu. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 12. JUNI 2001 ÞRIÐJUDAGUR 12. JUNI 2001 Óttinn við að vera hallærislegur Arni Bergmann rithöfundur Lítill pistill í blaði: það er ijallað um sjónvarps- dagskrá um þjóðhátíðar- dag Norðmanna og sá sem skrifar huggar sig við að Norðmenn séu áreiðanlega jafnmikilir sveitamenn og við sjálfir með sína karlakóra, ætt- jarðarlög, náttúrudýrkun og fortíðarhyggju. Þeir eru semsagt hallærislegir og það er það versta sem hægt er að hugsa sér í -...........- heimi flottra ímynda. íslendingar eru reyndar sem lamaðir af skelfileg- um ótta við að vera halló, púkó, sveitó og einhvernveginn út úr sam- tímanum. Það er því ekki nema rétt að sýna þá manngæsku að benda þeim á að það sem þeir óttast er ekki þeirra einkamál. Og heldur ekki eitthvað sem þeir eiga sameiginlegt með Norðmönnum. Allt sem menn kvarta yfir sem íslenskri sveitamennsku, einangrunarhyggju, þjóðrembu - allt er þetta að finna í ríkum mæli og enn ríkari hjá þeirri þjóð sem vold- ugust er og einmitt þeirri sem setur öðrum þjóðum helst fyrirmyndir um það hvað það sé að kunna á samtím- ann. - Ég á vitanlega Bandaríkjamenn. við Kanar og við Bandaríkjamenn eru vissu- lega fullir af aðdáun á sínum forfeðrum (hinum djarfa ,,landnemaanda“), þeir eru heilmiklir fánadýrkendur, þeir marséra með bumbu- slætti á við hvaða herstjórnar- ríki sem er. Þeir eru fullir af sjálfumgleði: ef nokkrir menn eru vissir um að allt sé best hjá þeim þá eru það þeir. Þeir búa í guðs eigin landi og hafa sérstöku hlutverki að gegna í heiminum. Margir hér halda að okkar efnahags- kerfl sé ónýtt og úrelt vegna þess að við beitum vemdartollum og styrkj- um til matvælaframleiðslu. Bandaríkjamenn eru á fullu i þessu öllu, hvað sem líður svardög- um þeirra um alfrjálsa verslun: nú síðast voru þeir að bæta 9000 epla- bændum í hóp þeirra sem fá ríkis- styrk (þeir eru búnir að fá sem svar- ar tiu miljörðum króna i styrki og ætla sér að fá fimmtíu nú i ár). Marg- ir halda að við séum að drukkna í boðum og bönnum, en okkur dettur þó ekki í hug að banna einstæðu for- eldri að baða ungbarn sitt af gagnstæðu kyni án þess að vitni séu nærstödd, eða reka sjö ára dreng úr skóla fyrir að kyssa átta ára telpu, svo nokkur sérstæð bandarísk dæmi séu nefnd. Margir halda að það sé meginglæpur að ætlast til þess að innflytjendur til ís- lands læri íslensku, en ég veit ekki betur en banda- rískan ríkisborgararétt fái menn ekki nema þeir stand- ist próf í stjórnarskrá lands- ins sem heimtar að menn kunni ensku dável. Hér heima heyrum við oft skrýt- inn ótta við einangrun ís- lendinga frá umheiminum og hans menningarstraum- um. Hvað mættu Bandaríkja- menn segja? Þeir vita svo lítið um umheiminn, fylgj- ast svo illa með honum, þýða svo lít- ið af bókum, eru svo lélegir í tungu- málum að í samanburði við þá eru íslendingar sannir heimsborgarar með útsýn til allra átta. Bandaríkja- menn kunna ekki einu sinni að horfa á erlenda kvikmynd - ef þeim líst vel „Margir halda að það sé meginglœpur að œtlast til þess að innflytjendur til Islands læri ís- lensku en ég veit ekki betur en bandarískan rik- isborgararétt fái menn ekki nema þeir standist próf í stjómarskrá landsins sem heimtar að menn kunni ensku dável.“Böm innflytjenda á íslenskunámskeiði. á eina slíka kaupa þeir söguna og endurgera hana með amrískum per- sónum, tilsvörum og umhverfi. Vanmat og ofmat Þessi samanburður er ekki gerður til þess að láta að því liggja að það sé Er dauðadómur ósiðlegur? Um leið og ég óska Sigmundi Erni Rúnarssyni heilla sem aðstoðarrit- stjóra DV vil ég gagnrýna forystu- grein 1/6. Þar fordæmir hann dauða- dóma í Bandaríkjunum sem hann ein allra ríkja tekur til bæna - gerir það með ágætum stílbrigðum og má því kallast verðugur að takast á við í rökræðu. Nú bíð ég spenntur að heyra for- dæmingu hans á dauðarefsingum í Kína; þar skipta þær þúsundum á síðustu árum en 683 hafa hlotið dauðarefsingu í Bandaríkjunum á 25 árum (sem jafngildir því að á íslandi væri einn maður tekinn af lífi á 37 árum). Hann gæti í leiðinni fordæmt dráp Kínverja á saklausum bömum fram að fæðingu, já í fæðingunni sjálfri þegar kollurinn birtist. Ég er viss um að ef minn ágæti Sigmundur kynnti sér það mál fyndi réttlætis- kenndin sér verðugra viðfangsefni en að verja fjöldamorðingjann Timothy McVeigh. Landlæg þráhyggja En þetta er staðreynd: skáldið okk- ar á DV ver eindregið lífsrétt McVeighs sem hann kallar þó „djöful í mannsmynd". En „réttur manna tU lífsins getur og má aldrei verða forgengi- legur“ segir Sigmundur, að vísu án rökstuðnings. Þegar menn rökstyðja mál sitt lítt eða ekki, en vænta samt undirtekta, má ætla að þeir höfði til tízkuhugsunar eða fyrir- framafstöðu lesenda. Á íslandi ýta „frjálslyndir" vinstrimenn undir land- læga Bandaríkjaþrá- hyggju, sem finnur sér farveg í fordómafullu háði og lítilsvirðingu. Þótt Sigmundur sé laus við slíkt fá orð hans hljómgrunn hjá þeim , . sem eru spilltir af þess- „Guð hefur sannarlega matt til að gefa um hugsunarhætti. mönnum iðrun og fyrirgefningu, meðan Hvernig væri að reyna á tími þeirra er ekki útrunninn. Sú von t>anÞ°llð 1 vinstraliðinu stendur ollum til boða. Jafnvel þeim réttarkerfí í greina- ógœfusama Timothy McVeigh.“ fiokki, í réttu hlutfam Jón Valur Jensson cand. theol. við margfaldan fjölda dauðadóma í því landi? En Sigmundur kaus að snupra Bandaríkin og sá ekki smekkleysu þess að verja lífsrétt mesta fjöldamorð- ingja seinni ára. Undirstöðuna vantar Vissulega notar Sigmund- ur rök í víðri merkingu, t.d. höfðar hann til þess að fjöldi ríkja hafi afnumið dauðarefsingar. En slikt er vafasöm skírskotun til „al- mannaróms", ekki efnisrök. Flest sem hann styður mál sitt með eru einberar fullyrðingar, m.ö.o.: Sig- mundur ætlast til þess að dauðinn sé „ekki verkfæri valdhafa í siðuðum ríkjum"; dauðarefsing „dragi landið aftur á miðaldir" (af hverju ekki fornöld eða nýöld? - dauðadómar hafa aldrei verið fleiri en á 20. öld). „Rétturinn til lífsins á að ráða gerðum manna“; „siðferði hlýtur að felast í því að hlúa að lífinu og vemda það hvað sem á gengur“. Sem hljómar vel, en það vantar undir- stöðuna: að sanna að mannslífi megi aldrei eyða. Hvað með stríð? Var rangt af Bretum og Frökkum að berj- ast gegn Hitlers-Þýzkalandi? En ef Sigmundur fellst á að þjóðir megi verja sig, þótt margir saklausir falli, viU hann þá halda því fram að Núm- berg-dauðadómarnir yfir glæpahyski Hitlers hafi verið óréttlátir? Ef sú er trú hans, hver gaf honum þessa æðri sýn á siðferði? Gagns- laust er að höfða til Gamla eða Nýja testamentisins því að bæði staðfesta réttmæti dauðarefsinga (en ekki án takmarkana). Gegn orðum Sigmund- ar: „Með dauðarefsingu er verið að réttlæta þann verknað að maður megi annan mann vega“, segir Biblían: „Hver sem úthellir mannsblóði, hans blóði skal af manni úthellt verða. Því að eftir Guðs mynd gjörði hann manninn" (1. Mós. 9,6). Helgi mannlegs lífs er vernduð og lög- helguð með refsingunni skv. þessu, sem gerir setn- ingu Sigmundar að öfug- mæli. Vilji hann vísa í heimspekinga, þá eru þeir fleiri klassísku heimspekingarnir sem hafa réttlætt dauðadóma til varnar almannahag. Iðrun og fyrirgefning Þótt menn fyrirgeri rétti til lifs með óheyrilegum glæpum, einkum fjöldamorðum, ber að nota dauða- dóma afar sparlega (t.d. er engin sýnileg þörf á þeim hér á landi) og aðeins þegar sekt er sönnuð ótvirætt - eins og í tilfelli McVeighs. Hins vegar mega kristnir menn ekki láta réttláta reiði verða til þess að hatur á nokkrum manni festi rætur í þeim. Það þýðir ekki að við höfnum refs- ingum, en við viljum ekki að þær gangi lengra en menn eiga skilið, og þegar einliverjir fá verðskuldaðan dauðadóm, þá ber hinum trúuðu að innifela þá í bæn fyrir eilífri velferð allra. Guð hefur sannarlega mátt til að gefa mönnum iðrun og fyrirgefn- ingu, meðan tími þeirra er ekki út- runninn. Sú von stendur öllum til boða, jafnvel þeim ógæfusama Timothy McVeigh. Jón Valur Jensson allt í lagi hjá okkur fyrst við erum í sumum grein- um jafnmiklir „sveita- menn“ og Amríkanar, eða þá meiri „heimsmenn" en þeir í öðru. Heldur til að minna á þetta hér: íslensk vanmetakennd er reist á því að mönnum finnst fyrirfram allt úr liði hér heima, en taka alls ekki eftir því að svipuð fyrir- bæri eða hegðun eru áberandi í fari einnig þeirra sem gefa öðrum tóninn í samtíðarsöngn- um vegna stærðar sinnar og valds. Mestu varðar að Kanar og Rússar, íslendingar og Norðmenn séu ekki feimnir við sérvisku sína eða sérkenni. Miklist ekki af þeim heldur. Forðist þá þjóðrembu sem skapar fyrirlitningu á öðrum, þá vanmeta- kennd sem skapar sjálfsfyrirlitningu - en leggi sig fram um að rækta sín þjóðlegu tilbrigði við mannlífið í heiminum og gera hann þar með auðugri og skemmtilegri. Áriii Bergmann Ummæli Hlutlægir umhverfissinnar „Ég er sannfærð- ur um, að takist að koma hinum vísinda- legu rökum að baki ákvörðun um að hefja hvalveiðar að nýju á framfæri með málefnalegum og skipulegum hætti, geti hlutlægir umhverfissinnar ekki lagst gegn þvi, að veiðar hefjist að nýju. Ég segi hlutlægir umhverfissinnar vegna þess að með því höfða ég til þeirra, sem gera kröfu um, að aðrir virði vísindaleg rök þeirra við ákvarðanir í þágu umhverfisins. Hitt er svo annað mál, að endalaust má deila um vísindalegar aðferðir á þessu sviði eins og öðrum og ... full ástæða er til mikillar varkárni." Björn Bjarnason á heimasíöu sinni. Úrræðin og andhverfan „Gera má ráð fyr- ir að nokkur þúsund manns á Eyjafjarðar- svæðinu eigi afkomu sína undir því að rekstur sjávarútvegs- ins gangi vel... Ef stjómmálamenn telja að úrræði til að bjarga landsbyggð- inni felist í því að taka aflaheimild- ir frá fyrirtækjum á stöðum eins og Akureyri og dreifa til annarra byggðarlaga í þeirri von um að efla byggð í landinu þá mun aðgerðin hæglega geta snúist upp í andhverfu sína.“ Kristján Þór Júiíusson, bæjarstjóri á Akureyri, á íslendingur.is. Spurt og svarað Er hœtta á að sjósókn afVestfjörðum leggist að mestu af? Magnús Ólafs Hansson, markaðsstjóri í Bolungarvík. Lýður sem þarf að svœla burt „Það er ekki nokkur vafi á því að sjósókn héðan leggst að mestu af fyrr en síðar. Þetta er skoðun mín og að ég hygg vel- flestra Vestfirðinga. Eins og ráðherra leggur málið upp virðist hann ekki telja að fólk búi hér fyrir vestan, heldur einhvers konar lýður sem þarf að svæla burtu. Mér þykir miður að þurfa að segja þetta en staðföst trú mín er sú að málum sé nákvæmlega svona komið. Ráðamenn hafa unnið í þessum dúr og því miður hafa alþingismenn okkar Vest- firðinga ekki fengið rönd við reist og eru þó all- ir af vilja gerðir." Karl V. Matthíasson, þingmadur Samfylkingar. Þakkarverður skilningur „Af Vestfjörðum hefur á síð- ustu árum verið seldur hátt á annan tug togara en það sem varð byggðum til bjargar voru glufur i fiskveiðistjórnunarkerfinu sem heimil- uðu smábátamönnum að róa eftir ýsu, steinbít og ufsa. Sjávarútvegsráðherra hefur nú ákveðið að gefa steinbítsveiðar fjálsar sem þýða mun öng- þveiti á miðunum og setur mál í uppnám. Frjáls- ar steinbítsveiðar eru jafnframt rýtingsstunga í bak jjeirra útgerða sem voru nýbúnar að kaupa steinbítskvóta sem nú nýtist þeim ekki. Það er þakkarvert að forseti íslands sýni byggðum lands- ins þann skilning og stuðning sem þarf.“ Hilmar Báldursson, lögfrœðingur kvótalausra báta. Slys ef sjósókn leggðist af „Ég er þeirrar skoðunar að Vestfirðingar munu alltaf sækja sjóinn með einum eða öðrum hætti. Það er líka mjög hagkvæmt að gera út frá Vestfjöröum, fáir staðir hagkvæmari til þeirra hluta, ekki sist á grunnslóð. Það væri mikið slys ef sjósókn legðist þar af og erfitt að koma auga á að mannlifið þar muni þola það. Enginn landshluti er eins háður sjósókn og Vestfirðir. Varnaðarorð forseta íslands eru sannarlega í tíma töluð.“ . . .. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingar. Þarf að leysa málið „Ég vona að Vestfirðingar séu ekki að hætta sjósókn. Forseti sagði einnig að hann treysti þingi og þjóð til þess að viðhalda sjósókn á Vestfjörðum og flnna lausn á vandanum. Þetta er hluti af þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og þurfum að leysa til frambúðar, þ.e. fiskveiði- stjórnunina. Við verðum að treysta því að nefnd um endurskoðun um stjóm flskveiða skili einhverju af sér. Sífelldar plástursaðferðir sem stundaðar hafa verið duga ekki til langframa og em ekki góðs viti. Það er hagkvæmt og nauðsynlegt fyrir þjóðarbúið að sjósókn verði áfram frá Vestfjörðum um ókomna tíð, enda viljum við halda byggð i öllum landshlutum." Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, varpaöi þessari spurningu fram í ræðu á sjómannadaginn á ísafiröi. Skoðun Vér hórkarlar í Jesú nafni Karl Sigurbjömsson biskup á það til að tala svo eftir er tekið, vekja menn til umhugsunar og kveikja umræður í þjóðfélaginu og nægir að nefna orð sem hann hefur látið falla um græðgina og vangaveltur hans um virkjanamál og náttúruvernd. Þetta er til fyrirmyndar, kirkjan á að tala kröftugum rómi í sam- félaginu og tjá sig um álita- mál samtímans. Nýverið mun biskup hafa lýst því yflr að heimsóknir karla á svokallaða súlustaði jafngildi (eða geti jafngilt) hjúskaparbroti, væntanlega samkvæmt kristnum skilningi á hugtakinu. Þessi orð biskups hafa vakið athygli og um- ræður. Þannig voru fjórir álitsgjafar spurðir um það í DV i gær hvort þeir teldu heimsókn á súlustaði hjúskap- arbrot. Menn veltu vöngum yfir spurningunni og ágætur klerkur vitnaði í ekki ómerkari mann en Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja- forseta, sem olli miklu fjaðrafoki þegar hann sagði að það að líta aðra konu en eiginkonu sína girndarauga jafngilti framhjáhaldi. Samkvæmt skilgreiningu Carters, þá eru þeir sem sækja súlustaði og líta dansmeyjarnar gimdaraugum þar með að halda framhjá eiginkon- um sínum, þ.e.a.s. þeir sem eru kvæntir og því um skýlaust hjúskap- arbrot að ræða. En Jimmy Carter er auðvitað ekki óskeikull og séra Karl Sigurbjörnsson ekki heldur. Enda er hvorugur þeirra að finna upp hjólið í þessum efnum, heldur einungis að vitna í annan mann, sem hingað til hefur verið talinn harla óljúgfróður um siðferðileg álitamál, sem sé Jesúm nokkurn Krist. Fráskildar hórur? Því ef marka má ekki ómerkari heimildamann en guðspjallamann- inn Matteus og frásögn hans af hinni rómuðu fjallræðu Jesú, þá eru þeir Karl og Carter í raun aðeins að endurtaka það sem téður Kristur sagði á fjallinu forðum: „Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór; en eg segi yður, að hver sem lítur konu með gimdarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“ Þetta sagði Jesús sem sagt og þarf því ekki að fara í neinar grafgötur um það að allir kallar, gift- ir og ógiftir, sem mæta á súlustaði með girndar- glampa í augum eru jafn- framt hórkarlar í hjarta. En Jesús sagði fleira í Fjallræðunni, m.a. orð sem af einhverjum ástæðum er ákaflega sjaldan vitnað til í stólræðum og allra síst við brúðkaup. Hann mælti: „En ég segi yður, að hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður þess valdandi, að hún drýg- ir hór; og hver sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór.“ Hórklerkar? Nú fer náttúrlega að vandast mál- ið í þjóðfélagi þar sem þriðjungur hjónabanda (eða fleiri?) endar með skilnaði. Það hafa nefnilega ýmsir skilið við konur sínar og þeir, (að dómi Jesú), eru þar með að gera þær að hórum. Og sömuleiðis erum við býsna margir í þessu landi og raun- ar um heim allan sem höfum kvænst fráskildum konur og erum með því (að mati Jesú) orðnir hórkarlar. Og fylgir auðvitað að þeir prestar sem leyfa sér að gefa saman fráskilið fólk eru um leið að stuðla að hórdómi í samfélaginu (samkvæmt skilgrein- ingu Jesú). Nú má auðvitað segja að það sé ekki sanngjarnt að vera með sparða- tíning af þessu tagi og ekki megi taka allt sem stendur í Bibliunni bókstaflega. Og þar liggja auðvitað bæði efinn og hundurinn grafnir. Bókstafstrúarmenn á borð við Snorra í Betel og Gunnar í Krossin- um gleypa allt hrátt sem stendur eins og stafur í hinni góðu bók og segja að þar verði engu haggað. Og þeir hafa auðvitað nokkuð til síns máls. Því ef trúaðir leyfa sér að draga í efa eða túlka sér í hag til- teknar ritningargreinar sem þeir eru ósáttir við, þá eru þeir um leið að setja spurningarmerki við allt sem í Biblíunni stendur. Það dugar sem sé engin hentistefna i trúmálum og þetta er sá vandi sem kristnir menn þurfa stöðugt að glíma við. Eiga íslenskir karlmenn, sem hafa skilið við eiginkonur sínar, að sam- þykkja yfirlýsingu Jesú að þar með hafi þeir gert þær að hórkonum? Og að þeir fjölmörgu sem hafa kvænst fráskildum konum séu þar með sjálf- krafa hórkarlar? Eða geta menn leyft sér að hafna þessum stóradómi frels- arans á ijallinu um hjúskaparmál- efni íslendinga, án þess um leið að kasta trúnni og fyrirgera rétti sínum til geta kallast kristnir? Spyr sá sem ekki veit, en um leið er rétt að benda á að vegir guðs og þeirra feðga beggja (eða þriggja?) eru vissulega órannsakanlegir. „Samkvæmt skilgreiningu Carters, þá em þeir sem sœkja súlustaði og líta dansmeyjamar gimdaraugum þar með að halda framhjá eiginkonum sínum, þ.e.a.s. þeir sem em kvœntir og því um skýlaust hjúskaparbrot að ræða. “ í-.jíá so aasfsaiía ,fciss ~ < t • [ A Á jitr iffssfí /ilðii:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.