Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 150. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						,
ÞRIDJUDAGUR 3. JULI 2001
13
r>v
Menning
Tvíkynhneigð kvöld-
stund með Júlíu
Fröken Júlía er eitt af sígildum verkum leik-
bókmenntanna, skrifað árið 1888 af August
Strindberg. Undirtitill verksins er Natúralísk-
ur harmleikur. Verk Strindbergs segir frá sam-
skiptum greifadótturinnar fröken Júlíu, sem er
25 ára, við Jean, þrítugan þjón, og Kristínu, 35
ára eldabusku. Jean og Kristín eru par en verk-
ið fjallar um samdrátt Júlíu og Jean sem auð-
vítað endar með ósköpum.
í sýningu Einleikhússins, Fröken Júlía - enn
og aftur alveg óð, er Jean orðinn Jenný og
Kristín orðin Kristinn og hið forboðna ástaræv-
intýri orðið lesbískt og því enn forboðnara, sé
tekið mið af íhaldssömum sálum.
í leikskrá segir að leikhúsið sé vettvangur
tilrauna og það megi líta á það sem „tilrauna-
stöð eða rannsóknarstofu". Með þessum orðum
tekur leikhópurinn upp þráðinn frá formála
Strindbergs að Fröken Júlíu þar sem hann seg-
ir: „Ég hef gert tilraun, hafi hún mistekist, þá
er nægur tími til að endurtaka hana." Enn
fremur segir í leikskrá að leikhópurinn setji sí-
gild yrkisefni verksins og ódrepandi persónur
undir smásjá og nálgist það á nútímalegan og
persónulegan hátt.
Leiklist
Eins og áður segir er undirtitill verks Strind-
bergs Natúralískur harmleikur en í leikskrá
segir að undirtitill sýningarinnar gæti „hugs-
anlega verið Draumur - eða jafnvel martröð - á
Jónsmessunótt". Ástæðan fyrir því er sú að
hvað leikstíl varðar freistaði leikhópurinn þess
að sniðganga natúralismann en taka þess í stað
mið af seinni tíma hugleiðingum Strindbergs
sem birtast í formála hans að Draumleik.
Leikstjóri Fröken Júlía - enn og aftur alveg
óð er Rúnar Guðbrandsson. Hann sýndi hæfi-
leika sína eftirminnilega í Ofviðrinu eftir
Shakespeare sem var sýnt í Nemendaleikhús-
inu í vetur. Honum hefur nú tekist að skapa
mjög skemmtilega og forvitnilega sýningu. Um-
gjörð sýningarinnar er mjög sterk og oft nær
sýningin að grípa mann með inn í atburðarás-
ina, neitar að sleppa - likt og alvöru martröð.
Stundum gufar draumurinn hins vegar upp og
natúralíski harmleikurinn nær yfirhöndinni.
Sú ráðstöfun að gera Jean að Jenný og Kristínu
að Kristni er skemmtilegt krydd í tilraunina.
Leikarar eru þrír í sýningunni. Pálina Jóns-
DV-MYNDIR EINAR J.
Tilraunastöð Einleikhússlns
„ Umgjörö sýningarinnar er mjög sterk og oft nær sýningin aö grípa mann meö inn í atburðarásina,
neitar aö sleppa - líkt og alvöru martröö."
dóttir leikur fróken Júlíu. Hún var skemmti-
lega fordekruð í leik sínum og sýndi bæði losta
frökenarinnar og smæð. Sigrún Sól Ólafsdóttir
leikur Jennýju. Sigrún Sól er mjög sterk leik-
kona og skapaði mjög sannfærandi Jennýju,
fulla af krafti með sterkt aðdráttarafl. Árni Pét-
ur Guðjónsson leikur Kristin, hinn kokkálaða
kokk. Árni Pétur var vægast sagt mjög
skemmtilegur í hlutverki sínu. Hann tók áhorf-
endur með sér inn í martröð hins kokkálaða
þar sem bældar tilfmningar fá útrás í öskrum
og dansi.
Leikmynd Móeiðar Helgadóttur, lýsing Egils
Ingibergssonar og búningar Krístínu R. Berm-
an leika stórt hlutverk i andrúmslofti sýningar-
innar. Leikmynd Móeiðar er mögnuð og með
lýsingu Egils er leikhúsið orðið að tilrauna-
stofu með ótal krukkum með hjörtum. Tónlist
Pálma J. Sigurhjartarsonar var stundum
skemmtileg og viðeigandi en i sumum atriðum
var eins og henni væri ofaukið.
í heildina tekið var þetta afskaplega ánægju-
leg kvöldstund með fröken Júlíu; kraftmikil,
erótísk, átakanleg og fyndin. Og getur maður
beðið um meira?
Sigtryggur Magnason
Einleikhusið sýnir í Smiðjunnl vio Sölvhólsgötu 13:
Fröken Júlía - enn og aftur alveg óö, byggt á Fröken
Júlíu eftir August Strindberg. Lelkmynd: Móeiöur
Helgadóttir. Búningar: Kristína R. Berman. Lýsing: Eg-
ill Ingibergsson. Tónlist: Pálmi J. Sigurhjartarson.
Leikstjóri: Rúnar Guöbrandsson.
Bókmenntir
Utanferð Niálu
^NJWRLHJJ.GASON
Höfundar
Njálu
Hs^* j mmhN bóimr^UM^j
Bókin Höfundar
Njálu er sjálfstætt
framhald Hetjunnar
og höfundarins sem
Jón Karl Helgason
sendi frá sér fyrir
þremur árum. Bæði
þessi rit fjalla um við-
tökur Njálu á seinni
öldum. Segja má að rit
Jóns Karls um Njáluhefðina séu land-
námsrit svokallaðra viðtökufræða á ís-
landi. í fyrstu bókinni beindi hann sjón-
um að Njáluhefðinni á íslandi en nú er
haldið út í heim.
Kannski er bókinni best lýst sem
hálfgerðu smásagnasafni. I henni eru
átta sögur um átta leiðir nútímamanna
að hinu forna riti. Þarna koma meðal
annars við sögu þýðandinn George
Webbe Dasent, barnabókahöfundurinn
Allen French, skáldkonan Dorothy Ro-
berts og hin kunna danska skáldkona
Thit Jensen. Sjónum er einkum beint
að Danmörku, Englandi og Bandaríkj-
unum en að lokum er ferðinni heitiö til
íslands og seinasta verkið sem tekið er
til umfjöllunar er hin framsækna kvik-
mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar
sem kveikt var í útgáfu Nóbelsskálds-
ins á sögunni.
Eins og í fyrri bók sinni gefur Jón
Karl sjálfum sér lausan tauminn og nið-
urstöðurnar eru í ljóðformi. Hann er mótaður
af nýjum straumum í bókmennta- og menning-
arfræðum. Inngang sinn nefnir hann Njála er
ekki til - og visar þá til að hvorki sé til frum-
texti sögunnar né endanlegur texti. Sjálfur
nálgast hann sóguna sem „viðfeðma og lifandi
menningarhefð, safn margvíslegra texta, tákn-
mynda og hugmynda sem kvíslast frá óljósri
DV-MYND HILMAR ÞÓR
„Jón Karl skrifar skemmtilegan stíl sem er á mörkum hlns fræðilega og
skáldlega
Njáluheföin varpar Ijósi á menningarsógu seinustu alda. Við erum miklu nær
um hana eftir lestur þessar bókar en ekki um Njálu sjálfa og ég vil nú halda
því fram að hún sé til og veröi sundurgreind frá hefðinni og endurritununum,
að vísu aldrei með fullkomnu öryggi um höfundarætlun eða frumtexta," seg-
irÁrmann Jakobsson um bókina Höfundar Njálu eftirJón Karí Helgason.
upsprettu um ólík tímaskeið og menningar-
svæði."
Þetta er áhugaverð nálgun en ekki sú eina og
raunar er full ástæða að hvetja rannsakendur
til að eiga við textann frá 13. öld og gleyma
túlkunum seinni alda. í fyrsta kaflanum er
mikið rætt um endurritanir Njálu en sú um-
fjöllun er of einhliða. Njála er ekki aðeins sí-
breytileg; hún breytist líka
furðu lítið og það má líka ein-
blína á það sem ekki breytist.
Það er ógrandi að kalla þýð-
endur, barnabókahöfunda og
leikskáld sem þýtt hafa og unnið
úr Njálu „höfunda Njálu" en
kannski er þá skautað á þunnís.
Á einum stað segir um Heroes of
Iceland eftir Allen French aö
hún sé „ekki hefðbundið höfund-
arverk - heldur endurritun á
Njáluþýðingu" (33). Auðvitað
veltur hér margt á orðinu „hefð-
bundið" en varla er ætlunin að
halda því fram að French sé
ekki höfundur Heroes of Iceland
en hins vegar einn höfunda
Njálu.
Báðar bækurnar eru
skemmtilegar og fróðlegar í
senn og íslenskir lesendur hafa
nú verið að kynnast hinum
spennandi viðtökufræðum. Jón
Karl skrifar skemmtilegan stíl
sem er á mörkum hins fræði-
lega og skáldlega. Njáluhefðin
varpar ljósi á menningarsögu
seinustu alda. Við erum miklu
nær um hana eftir lestur þessar
bókar en ekki um Njálu sjálfa
og ég vil nú halda því fram að
hún sé til og verði sundur-
hefðinni og endurritununum, að
með fullkomnu öryggi um höf-
greind frá
vísu aldrei
undarætlun eða frumtexta
Ármann Jakobsson
Jón Karl Helgason, Höfundar NJálu: Þrœöir úr vest-
rænni bókmenntasögu. Mál og menning/Heimskringla
2001.
Umsjön: Sigtryggur Magnason
Sumartónleikar í
Skálholtskirkju
Elsta og stærsta sum-
artónlistarhátíð lands-
ins verður haldin í
tuttugasta og sjöunda
sinn í sumar. Boðið er
upp á tónleika fimm
helgar í júlí- og ágúst-
mánuði og hefst hátíðin
næstu helgi, laugardag-
inn 7. júlí. Að vanda er
lögð áhersla á flutning
íslenskrar kirkjutón-
listar, svo og barokktónlistar.
Fyrsta tónleikahelgi sumarsins er til-
einkuð staðartónskáldi Sumartónleik-
anna, Jóni Nordal.
Dagskráin hefst laugardaginn 7. júlí kl.
14 með erindi í Skálholtsskóla en það er
sr. Gunnar Björnsson sem flytur erindið
„Hallgrímur Pétursson, skáldskapur hans
og samtími".
Tónleikahaldið byrjar svo klukkan 15
sama dag með fiutningi nýrra kórverka
eftir Jón Nordal. Sönghópurinn
Hljómeyki, undir stjórn Bernharðs Wilk-
insonar, sér um flutning verka Jóns Nor-
dal en hann er nú í fjorða sinn staðartón-
skáld Sumartónleikanna. Áður hafa verið
frumflutt eftir hann á tónlistarhátíðinni
verkin Aldasöngur (1986), Óttusöngvar á
vori (1993) og Requiem (1995). Hann hefur
einnig i þetta sinn samið verk sérstaklega
til frumflutnings á Sumartónleikunúm en
það er verkið Gæskuríkasti græðari
minn.
Á seinni tónleikum laugardagsins, eða
klukkan 17, flyturLenka Mátéová orgel-
verk eftir Petr Eben og Hljómeýki ásárnt
Lenku fiytja verkið Dýrðin og draumur-
inn eftir Richard Rodney Bennett.
Sunnudaginn 8. júli kl. 15 flytur
Hljómeykl aftur ný kórverk eftir Jón Nor-
dal, m.a. Gæskuríkasti græðari minn sem
frumflutt er daginn áður.
Orgelstund í Skálholtskirkju hefst á
sunnudeginum klukkan 16.40 með flutn-
ingi Hilmars Arnar Agnarssonar á orgel-
verkum eftir norðurþýska barpkkmeist-
ara. Messa með þátttöku Hljómeykis hefst
kl. 17. Hljómeyki flytur í messunni þætti
úr verkum Jóns Nordal.
Aðgangur er ókeypis og eru allir vel-
komnir.
Páll f rá Húsaf elli
í Chicago
Höggmynd
eftir Pál Guð-
mundsson frá
Húsafelli var.ný-
verið sett upp í
alþjóðlegum
skúlptúrgarði
Chicago Athena-
eum-stofnunar-
innar i Schaum-
burg, Illinois, og
hefur herini verið komið fyrir næst verki
hins heimsþekkta bandaríska fjöllista-
manns Dennis Oppenheim. Þessi skúlpt-
úrgarður er einn sá stærsti og þekktasti í
þessum hluta Bandaríkjanna, alls uni 20
ekrur, og er þar áð finna verk eftir lista-
menn viðs vegar að úr heiminum. Páll er
fyrsti íslenski listamaðurinn sem fenginn
er til að gera höggmynd fyrir garðinn en
þar eru fyrir verk eftir tvo Norðurlanda-
búa, Norðmennina Egil Bauck Larsen og
Jarle Rosseland.
Malmberg
í Hafnarborg
Þann 7. júlí nk. verður opnuð í Aðalsal
Hafnarborgar, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar, sýning á ljósmyndum
sænska ljósmyndarans Hans Malmberg
sem var einn fremsti ljósmyndari Svía á
sinni tíö. Myndir hans birtust í sænskum
blöðum og tímaritum eins og myndablað-
inu Se, sem var sænsk eftirlíking af Life.
Hann fór um Svíþjóð og tók myndir af
daglegu lífi og viðburðum en hann ferðað-
ist einnig um heiminn og myndaði styrj-
aldir, meðal annars í Kóreu og Víetnam,
og heimsþekkta menn eins og til dæmis
rithöfundana George Bemhard Shaw og
Ernest Hemmingway og leiðtogann Ho
Chi Min. Hann var einn af stofnendum
Tio-fotografer sem var félag ljósmyndara
byggt á líkum grunni og alþjóðlegu ljós-
myndasamtökin Magnum. Á sýningunni,
sem er í samvinnu við Þjóðminjasafn ís-
lands, verða sýndar nýjar stækkanir á ís-
landsmyndum Hans Malmberg og frum-
myndir af nokkrum íslandsmynda hans.
Sýningin er opin alla daga nema þriöju-
daga og henni lýkur 6. ágúst.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32