Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						
15
Gaspar í Grindavík
- Sólveig aö öllum líkindum á heimleið
Kvennalið Grindavlkur í
körfuknattleik hefur fengið
góðan liðstyrk fyrir kom-
andi  tímabil.    Jessica
Gaspar, sem lék með KFÍ
síðasta tímabil, hefur geng-
ið til liðs við félagið og þá
bendir allt til þess að Sól-
veig Gunnlaugsdóttir muni
fylgja Gaspar.
Gaspar var í lykilhlut-
verki hjá spræku liði KFÍ síðasta tímabil og var með 24,1 stig, 10 fráköst, 5
stoðsendingar og 5,1 stolinn bolta að meðaltali í leik. Gaspar leikur i stöðu
bakvarðar og er hittin og einnig sterk að keyra að körfunni.
Sólveig lék með Grindavík áður en hún hélt vestur. Það er mikill feng-
ur fyrir hið unga og efnilega Grindavíkurlið að fá þessar tvær stúlkur. Að
öðru leyti er liðið óbreytt frá því i fyrra.                    -Ben
Orn Arnarson, sundkappi úr SH, er hér í góðum félagsskap á HM í sundi sem fram fer í Fukuoka í Japan. Hann er meö öörum verðlaunahöfum í 100 metra baksundskeppni en sjálfur hlaut Orn
silfur. í mi&junni er svo sigurvegarinn, Matthew Welsh frá Astralíu, og honum á vinstri hönd er Þjó&verjinn Steffen Driesen sem hlaut brons.                                       Reuters
- Örn Arnarson er fyrstur íslenskra sundmanna til að hljóta verðlaun á heimsmeistaramóti
Það er deginum ljósara að örn
Arnarson hefur skipað sér á bekk
með allra fremstu baksundsköppum
heimsins og staðfesti hann það í gær
þegar hann vann til silfurverðlauna
á heimsmeistaramótinu i sundi sem
fram fer í Fukuoka í Japan þessa
dagana. Og það í 100 metra baksundi
sem er ekki hans aðalgrein.
Örn byrjaöi þátttöku sína á þessu
móti með íslandsmeti í greininni í
undanrásum þegar hann synti á 55,63
sekúndum. Hann bætti enn um betur
í undanúrslitum og synti á 55,21 sek
og var með annan besta tímann inn í
úrslitasundið. Hann náði að halda
sætinu sínu en bætti samt sem áður
tíma sinn enn og aftur og í þetta sinn
synti hann undir 55 sekúndum, 54,75
sek.
DV-Sport hafði samband við örn
og þjálfara hans, Brian Marshall og
fékk viðbrögð þeirra við árangrinum.   Rosalegt
Sáttur viö sundiö
„Ég var mjög sáttur við sundið og
hvað tæknilega hluta þess varðar var
góð stígandi í honum
frá undanrásunum og í
úrslitasundinu var
þetta einfaldlega glæsi-
legt hjá honum. Ég
vissi það fyrir að hann
færi ekki hratt fyrri 50
m en við vissum líka
að hann er mjög sterk-
ur á síðari hlutanum,"
sagði Brian.
- Hann virðist alltaf
koma betur og betur
undirbúinn til leiks,
eru honum einhver
takmörk sett?
Brian Marshall, þjálfari Arnar.
„Síðustu tvö ár hafa gengið mjög
vel. Það komu smávandamál vorið og
sumarið 1999 en síðan hefur allt
gengið eins og í sögu
eins og sést í því að
hann hefur á þessum
tíma sett 27 Islands-
met. Það er auðvitað
rosalegt."
Þegar Örn Arnar-
son var beðinn um að
lýsa sundinu eins og
hann upplifði það var
lítið um svör.
„Ég get nú ósköp
litlu lýst, það er nú
þannig að þegar
manni gengur vel þá
man maður lítið eftir
sundinu sjálfu."
„Örn vinnur gulliö"
Guðmundur Harðarson tók af
skarið í beinni útsendingu Ríkissjón-
varpsins i gær og spáði Erni sigri í
200 m baksundskeppninni sem lýkur
á föstudagsmorgun. Hann staðfesti
þetta í samtali við DV-Sport og segist
standa fast við orðin.
„Mér sýnist að baráttan verði á
mUli Arnar, Bandaríkjamannsins
Aaron Peirsol og Matthew Welsh frá
Ástralíu sem vann í gær."
Peirsol og Welsh fengu silfur og
brons á Ólympíuleikunum í Sydney í
fyrra þar sem Örn varð fjóröi. En
Peirsol virðist ekki vera í sínu besta
formi og komst hann t.a.m. ekki í úr-
slitasundið í 100 m baksundi. Það sé
hins vegar aðalgrein Welsh og telur
því Guðmundur að Örn eigi eftir að
gera betur en hann í sinni aðalgrein.
„En þetta sést allt betur í undan-
rásunum og undanúrslitunum á
fimmtudag.
Ég reikna með að Peirsol verði ná-
lægt sínum besta tíma sem er undir 1
mínútu og 57 sekúndum en Örn á
best 1:58,99. Það kæmi mér ekkert á
óvart ef Orn bætti sinn tíma um góða
sekúndu. Því hann er þessi karakter
sem eflist við það að synda vel. Ef
eitthvað fer illa hjá honum, gengur
allt á afturfótunum.
Nú er hann aö synda vel og ef
menn nota ekki sund eins hann synti
í morgun sér til framdráttar þá er
eitthvað að. En ég held bara að það sé
ekkert að," sagði Guðmundur að lok-
um.
Viðtal við Örn er á næstu blaðsíðu.
-esá
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18