Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2002, Blaðsíða 2
20 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2002 21 Sport Sport Körfuboltaunnendur fá ósk slna um draumaleik uppfyllta í Höllinni um helgina þegar bikarúrslitaleikur karla milli KR og Njarðvíkur fer fram á laugardaginn klukkan 17.00. Tvö allra bestu lið landsins og þau sigursælustu í bikarsögunni mætast þá í úrslitaleik en liðin eru sem stendur í öðru og þriðja sæti úrvals- deildarinnar þar sem munar aðeins einum sigurleik á liðunum. Njarðvíkingar eru núverandi ís- lands- og Kjörísbikarmeistarar en KR-ingar unnu íslandsmeistaratitil- inn árið á undan og síðustu fimm tímabil hefur annaðhvort þessara liða tekið að minnsta kosti einn stóran tit- il. Undanfarið ár hafa leikir þessara tveggja liða staðið upp úr sem bestu leikir tímabilsins og auk frábærra til- þrifa hefur spennan ekki verið síðra aðdráttarafl en aðeins hefur munað 15 stigum samtals á liðunum í síðustu fimm leikjum. Auk karlaleiksins mætast sömu lið í kvennaflokki sem gerir daginn enn merkilegri fyrir körfuboltann en slikt hefur aðeins gerst einu sinni áður. DV-Sport mun fjalla ítarlega um leikina tvo í dag og á morgun og hér í opnunni má finna viðtöl við nokkra leikmenn liðanna en á morgun má flnna itarlegan samanburð á liðunum sem og viðtöl við þjálfarana. -ÓÓJ Nóg aö gera - hjá Keith Vassell sem þjálfar kvennalið KR og spilar með karlaliðinu Það er í nógu að snúast hjá Keith Vassell þessa dagana en hann á tvo bikarúrlitaleiki fyrir höndum, fyrst sem þjálfari kvennaliðs KR og síðan sem leikmaður karlaliðsins. Hann er þó hvergi banginn og ætlar sér að vinna báða leikina. „Ég geri auðvitað mitt besta á báðum vígstöðvum. Það fer þó meiri tími í það hjá mér að hugsa um kvennaleikinn og síðan mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að vinna karlaleikinn. Njarðvík hefur styrkst gríðarlega með því að fá Ebony Dickinson til liðs við sig. Hún kemur með fleiri vopn í sóknina og það er nákvæm- lega sem liðið þurfti. Njarðvík er hávaxið lið og ég þykist vita að Njarðvík spili svæðisvörn allan leikinn. Ef við hittum illa utan af velli gæti þetta orðið langur leikur hjá okkur. Ég er viss um að það er ekki van- mat hjá mínum stelpum þrátt fyrir að við eigum að teljast sterkari aðil- inn í leiknum. Stelpurnar eru þó fullar sjálfstrausts eftir gott gengi að undanfornu og er ég mjög sáttur við hvenig liðið hefur verið að leika. Það er samt alltaf hættulegt þegar einn leikur ræður úrslitum eins og í bikarnum og því verðum við að vera á tánum allan tímann, “ sagði Vassell um kvennaleikinn. Erum meö hæfileikaríkari leikmenn Vassell er bjartsýnn á sigur í karlaleiknum og segir að KR sé með hæfileikaríkari leikmenn en Njarð- vík. „Síðast þegar við fórum í úrslita- leikinn töpuðum við eftir að hafa haft leikinn í okkar höndum. Við ætlum að vinna þennan og ég er viss um að þetta verður frábær leik- ur. Litlu hlutirnir koma til með að ráða miklu og menn verða að vera tilbúnir að berjast um hvern einasta lausa bolta. Ég er á því að við séum með hæfileikaríkari leikmenn og meiri breidd. Þeir þurfa að hafa áhyggjur af mörgum leikmönnum í okkar liði. Við þurfum að stoppa Brenton og passa að Teitur komist ekki gang. Á móti kemur að leikmenn Njarð- víkur þekkja hver annan mjög vel og byrjunarliðið hefur spilað mikið saman á meðan við notum bekkinn mikið.“ -Ben Kvennalið Njarövíkur hefur komið mörgum á óvart með góöri frammistöðu í bikarkeppninni í vetur og urðu fyrstu nýiiðar í kvennaflokki til að komast í Höllina. Hér til vinstri sjást þau Auður Jónsdóttir fyrirliði, Einar Árni Jóhannsson þjálfari og Ebony Dickinson, erlendur leikmaður liösins, meö fangið fullt af bikurum en það kemurí Ijós á laugardaginn hvort þau verða jafn fengsæl í Höllinni. DV-mynd Hari Spila fótbrotinn Körfuknattleikslið KR varð fyrir miklu áfalli í fyrradag þegar besti leik- maður liðsins, Jón Amór Stefánsson, meiddist illa á ökkla og er óvíst hvem- ig ástandi hann verður í á laugardag- inn þegar KR leikur gegn Njarðvik í bikarúrslitaleik KKÍ og Doritos. Jón Arnór segir sjálfur að hann verði með, sama hvernig staðan verði og einhver meiðsli muni ekki koma í veg fyrir aö hann spili sinn fyrsta bikarúrslitaleik i meistaraflokki. „Ég verð hjá sjúkraþjálfara fram að leik en eins og staðan er núna þá get ég stigið í löppina en er alveg frá æfmg- um. Ég myndi spila þennan leik fót- brotinn og því eru þessi meiðsli ekki að stoppa mig frá því að spila bikarúr- slitaleikinn." Þá er ljóst að Ólafur Ormsson verð- ur ekki orðinn klár fyrir leikinn á laugardaginn og verður ekki í leik- mannahópi liðsins. Það er ljóst að nóg verður að gera hjá Keith Vassell þenn- an dag en hann er bæði að spila sjálfur og að þjálfa kvennaliö KR sem mætir Njarðvík fyrr um daginn. Ingi hefur áhyggjur af Vassell DV-Sport spurði Inga Þór Steinþórs- son, þjálfara karlaliðsins, hvort ekki væri slæmt að lykilmaður liðsins gæti ekki einbeitt sér eingöngu að karla- leiknum. „Það að Vassell er að þjálfa kvennaliðið á undan breytir undirbún- ingi okkar töluvert. Þeir sem hafa þjálfað vita að það tekur mikla orku frá manni en ég vona að hann nái að skipta úr þjálfarahlutverkinu yfir í leikmannahlutverkið því við þurfum svo sannarlega á honum að halda. Ég get ekki neitað því að ég hef áhyggjur af þessu þar sem hann þarf að einbeita sér að báðum leikjunum og það gæti tekið frá honum á báðum vígstöðvum," sagði Ingi. -Ben Herbert Arnarson leikur sinn fyrsta bikarúrslitaleik tlokki og bæði hafa þau fagnað bikarnum, Framar- ar unnu KR 1982 og ÍR vann Hamar í fyrra. KR-konur œttu aó vera i lykilstödu eftir að hafa slegið Stúdínur út í undan- úrslitunum. Það liö sem hefur slegið út ÍS í bikar- keppninni hefur unnið bikarinn síðustu fjögur ár og alls i tólf skipti á síö- ustu 18 árum. Tvö þeirra sex ára sem þetta hefur ekki ræst fóru Stúdínur alla leið sjálfar og unnu bikarinn. Keith Vassell verður um helgina áttundi maðurinn til að koma að báöum bik- arúrslitaleikjunum. Keith þjálfar kvennalið KR og er fyrirliði karlaliðsins. Sig- uröur Ingimundarson er sá eini sem hefur náð þess- um árangri í tvígang en hann kom að öllum fjórum bikarsigrum Keflavíkur 1993 og 1994. Alls hafa þjálf- arar kvennaliðs níu sinn- um leikið karlaleikinn strax á eftir og hafa þeir í öll níu skiptin stjórnað kvennaliðinu til sigurs en aðeins flórum sinnum fagnað titlum sjálfir. -ÓÓJ Herbert Arnarson er einn af níu leikmönnum í sögunni sem náð hafa að spila 100 landsleiki fyrir Islands hönd og er hann jafnframt núverandi fyrirliði landsliðsins. Þrátt fyrir langan og góðan feril er Herbert nú kominn í aðstöðu sem hann hefur aldrei komist í fyrr áður að mæta sem leikmaður i Höllina á bikarúrslitadegi. „Þetta verður fyrsti bikarúr- slitaleikurinn minn á íslandi en ég spilaði bikarúrslitaleik í Hollandi fyrir tveimur árum þar sem ég var i tapliði. Það er ekki hægt að kom- ast lengra en í bikarúrslitaleik og bikarinn bíður þarna á borðinu eftir því að annaðhvort liðið gripi hann. Þetta er fimmta tímabilið mitt á Islandi og mínum liðum hefur alltaf gengið illa í bikarnum og ég held að fyrir þetta tímabil hafi átta liða úrslit verið það lengsta sem ég hafði komist,“ sagði Herbert sem hefur þó oft sótt bikarúrslitaleikinn. „Það er fullt af leikmönnum sem komast aldrei í þennan leik. Þaö er líka erfitt að koma alltaf í Höllina sem áhorfandi en ekki sem þátttakandi og þvi hlakka ég alveg gífurlega til að spila þennan leik og ég veit að þetta verður körfuboltaveisla," segir Herbert sem hefur verið að fmna sig betur og betur í KR-liðinu og skoraði 16,3 stig að meðaltali og hitti úr 50% þriggja stiga skotum sínum í deildarleikjum janúar-mánaðar. Passa upp á spennustigið „Njarðvík er fyrir framan okkur hvað varðar reynslu og undirbún- ing og hvers er að vænta í svona leik og ég tel að við þurfum aðal- lega að passa það að spennustig okkar verði ekki of hátt i leiknum. Ég hef ekki trú á öðru en að menn verði tilbúnir í leikinn en við þurf- um að finna rétt spennustig og ég hef miklu meiri áhyggjur af því að það fara upp fyrir allt saman en að það verði of lítið. Við verðum síðan að eiga mjög góðan leik þvi þetta eru bæði mjög sterk lið. Við verðum að hægja á Njarðvikingunum og við verðum að frákasta vel í þessum leik,“ seg- ir Herbert þegar hann var spurður út í komandi bikarúrslitaleik gegn Njarðvík. -ÓÓJ Erlendir leikmenn eru í fyrsta sinn fyrirliðar bikarúrslitaliðanna og hér sjást þeir gantast meö bikarinn á blaðamannafundi. Keith Vassell hjá KR er hér til vinstri og Brenton Briminhham úr Njarðvík er til hægri. DV-mynd Hari urinn Guðni Guðnason skoraði 37 stig. Heather Corby setti þrjú bikarúrslitaleiksmet í kvennaflokki með KR í fyrra. Corby skoraöi 35 stig, tók 17 fráköst og varöi 6 skot en allt eru þetta bikarúrslitaleiksmet. Leikmenn KR eiga nú fjög- ur stærstu metin því 10 stoðsendingar Limor Mizrachi frá 1999 eru einnig met. Guöbjörg Noröfjörö er reyndasti ieikmaður kvennaleiksins hvað varð- ar fjölda spilaðra bikarúr- slitaleikja en Guðbjörg mun spila sinn níunda bikarúrslitaleik á ferlin- um, lék þrisvar með Hauk- um (1988, 1990 og 1992) og hefur fyrir þennan leik spilað fimm bikarúrslita- leiki með KR. Njaróvikurstúlkur eru fyrstu nýliðarnir í sögu efstu deildar kvenna til að komast í bikarúrslitaleik en aðeins tvö félög hafa náð þeim árangri i karla- ingar þá tvisvar sinnum bikarmeistarar á átta mánuöum, unnu ÍS, 71-68, í sept- ember og Val, 86-81, i apríl. Rögnvaldur Hreiöarsson og Rúnar Gíslason munu dæma kvennaleikinn sem hefst klukkan 15.00 í Laugardalshöll- inni á laugardaginn. Eftirlitsmaður verð- ur Erlingur Snœr Erlingsson. Dómarar karlaleiksins verða þeir Leifur Garðars- son og Kristinn Óskarsson en eftirlits- maður veröur Bergur Steingrimsson. Karlaleikurinn hefst klukkan 17.00. KR setur met bœöi í karla- og kvenna- tlokki og ekkert félag hefur leikið tleiri bikarúrslitaleiki en karlaliðið er að spila Þaö er óhœtt aó segja að fé- lögin hafi byrj- aö bikarúrslita- leikjasögu sína á ólíkan hátt. KR-ingar unnu fimm fyrstu bikarúrslitaleiki sína en Njarðvíkingar unnu ekki fyrsta bikarúr- slitaleik sinn fyrr en í fimmta leik og eftir 11 ára bið. Njarðvík iék fyrsta bikarúrslitaleikinn gegn Ármanni 1976 en vann ekki bikarinn fyrr en 1987 þegar liðið vann Vai i úr- slitaleik. KR og Njarövík hafa tvisvar sinnum leikið til úrslita i bikarkeppni karla og aðeins munaði þremur stigum samtals á liðunum í þessum tveimur leikjum. KR vann leik liðanna 1977, 61-59, en Njarðvík vann leik liðanna 1988,104-103, í ótrúlegum leik þegar tveir leikmenn liðanna skoruðu yfir 37 stig. Njarðvíkingur- inn Valur Ingimundarson setti bikarúrslitaleiksmet með 45 stigum og KR-ing- sinn sextánda leik og konurnar eru komnar í fjórtánda sinn í úrslitin en kon- urnar bæta þar með met sitt og Keflavik- ur sem félögin settu er þau mættust í fyrra í sínum þrettánda bikarúrslitaleik. Þaö er einnig Ijóst að annaðhvort karla- lið KR eöa Njarövíkur eignar sér óvin- sælt met í leiknum á laugardag því bæði félögin hafa tapað sex bikarúrslitaleikj- um sem er það mesta í sögu keppninnar. Liðin er jafnframt tvö sigursælustu félög i sögu bikarkeppninnar, KR hefur niu sinnum unnið bikarinn og Njarðvíkingar hafa orðið sex sinnum bikarmeistarar á síðustu fimmtán árum. -ÓÓJ Það getur allt gerst - segir Ebony Dickinson Njarðvíkingar ákváðu að fá sér erlendan leikmann fyrir bikarúrslitaleik kvenna og sú sem varð fyrir valinu er enginn önnur en Ebony Dickinson sem lék fyrir tveimur árum meö KFÍ við góðan orðstír. Það var Brenton Birmingham sem hafði samband við Dickin- son og viðraði þá hugmynd við hana að koma og spila bikarúrslitaleikinn og ákvað hún að skella sér þrátt fyrir að aðeins um einn leik sé aö ræða. Ætlaöi alltaf aö koma aftur til íslands „Ég var búin að ákveða að koma til íslands í heimsókn og hitta Brenton sem ég þekki frá því að ég spilaði í háskóla og síðan langaði mig að heimsækja vini mína á ísafirði. Þegar Brenton hafði samband við mig varð ég áhuga- söm og eftir smá-umhugsunarfrest sló ég til. Ég lít á þetta sem gott tækifæri fyrir mig og vil hjálpa félaginu að vinna bikarinn. Ég fer síðan aftur heim á sunnudaginn." En hvemig metur Dickinson möguleika liðs- ins gegn sterku liði KR og hvernig hefur geng- ið að aðlagast liðinu á stuttum tíma. „Mér hefur gengið mjög vel að aðlagast lið- inu og stelpunum og má segja að það hafi tek- ist mun betur en ég reiknaði með á svona stuttum tíma. Mér líður vel í Njarðvík eins og ég gerði hjá KFÍ á sínum tíma en Njarðvikur- liðiö býr yfir meiri reynslu en KFÍ á sínum tíma. Mikiö umstang í kringum leikinn Ég geri mér fulla grein fyrir að KR er með gríðarlega sterkt lið sem hefur mikla hefð á bak við sig. Þrátt fyrir það tel ég að við eigum mögu- leika í úrslitaleiknum því kosturinn við körfu- bolta er sá að það getur allt gerst. Ég er fyrst núna að gera mér grein fyrir hversu stór leikur bikarúrslitaleikurinn er hér á landi og maður finnur fyrir spennunni í bæjarfé- laginu og stemningunni. Ég er farin að hlakka mikið til og þetta verður bæði skemmtun og mik- il reynsla íyrir mig og hinar stelpumar í liðinu," sagði Ebony Dickinson við DV-Sport. -Ben Bikarúrslit 2002 Þetta verður aóeins í annað sinn frá upphafi bikakeppninnar að sömu lið eig- ast við í karla- og kvennaílokki en Njarð- vík og KR munu mætast í tvígang i Höll- inni um helgina. Keflavík og KR náðu þessum árangri 1997 og höfðu þá Keflvík- ingar betur i báðum leikjum, unnu 66-63 eftir framlengdan kvennaleik og 77-66 í karlaleiknum. Njarövik gœti oröiö fjórða félagið til að vinna tvöfaldan sigur í karla- og kvenna- flokki en þeim árangri hafa KR, ÍS og Keflavik náð en Keflvikingar hafa þrisvar sinnum unnið tvöfalt, 1993, 1994 og 1997. Bikarúrslitaleikurinn í ár verður sá tí- undi í röðinni sem er spilaður á þessum tíma en veturinn 1992 til 1993 var bikar- úrslitaleikurinn færður frá lokum ís- landsmótsins og spilaður þess í stað 6. febrúar. Fyrstu fjögur ár bikarkeppninnar fór bikarkeppnin fram á hausti áöur en ís- landsmótið hófst en tímabilið 1973 til 1974 var hún færð aftur fyrir mót og urðu KR- ikur Lofar veislu í Höllinni - liðið sem langar meira í bikarinn mun vinna, segir Brenton Brenton Birmingham hefur tvisvar farið í úrslit í bikar og unnið í bæði skiptin, fyrst með Grindavík og síðan með Njarðvik. Hann er fullur tilhlökkunar og segir að fólk megi búast við hörkuleik. „Ég býst við að þetta verði harður leikur þar sem það verður tekið vel á því. Við ætlum að reyna að spila okkar leik og keyra upp hraðann. Það er okkar markmið að reyna að stjóma hraðanum og finna taktinn okkar. Við höfum verið svona upp og ofan i vetur. Það hafa komið leikir sem við höfum spilað virkilega vel en síðan hafa einnig komið leikir þar sem við höfum verið langt frá því að vera sannfærandi." Spennustigið hefur mikiö aö segja Hvernig leik má fólk búast viö, verður þetta leikur þar sem er mikið skorað eóa verður lítið skor eins í undanúrslitum Kjörísbikarsins á milli þessara liðafyrr í vetur? „Það er erfitt að segja og ég held að það velti mikið á því hvernig spennustig leikmanna verður í leiknum. Ef menn koma rólegir til leiks þá verður væntanlega mikið skorað, en ef leikmenn verða taugaóstyrkir þá má reikna með lágu skori. Annars mun barátta og vilji leikmanna ráða mestu um úrslitin og ég tel að það lið sem langar meira í bikarinn fari með sigur af hólmi." Nú er gamall vinur þinn staddur hér á landi, sem einnig er atvinnumaður, og menn hafa verió að velta fyrir sér hvort hann sé að fara að leika meó liðinu þar sem Njarðvík hefur sótt um leikheimild fyrir hann. Verður hann meó á laugardaginn? „Þetta er bara félagi minn sem spilaði með mér í háskóla á sínum tíma og hefur verið að leika um allan heim. Hann er hér í heimsókn hjá mér og er væntanlega á leiðinni til írans á mánudaginn. Ég held að ég geti fullyrt það að hann er ekki að fara að leika með okkur á laugardaginn.“ Höfum meiri hæö Hvernig metur þú KR-liðið, veikleika og styrkleika? „KR hefur mikla og góða breidd. Það þýðir ekkert að ætla að stoppa einhvern einn heldur eru margir sem geta tekið yfir í sókninni. Menn eins og Jón Amór, Vassell, Herbert, Helgi og Magni geta allir átt stórleik og þvi þurfum við að hafa gætur á mörgum mönnum. Það sem við höfum kannski fram yfir KR er meiri hæð en ég geri mér fulla grein fyrir að allir eru ekki sammála mér í því. Reyndar eru fáir veikleikar hjá KR og því ætlum við bara að einbeita okkur að spila eins vel og við getum.“ -Ben

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.