Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 Fréttir nv Rannveig Rist verður stjórnarformaður Landssímans: Laun til stjórnar- manna tvöfölduð - fráfarandi formaður gagnrýndi þingmenn og fjölmiðla harðlega Ný stjórn var kosin á fjöl- mennum aðalfundi Landssíma íslands hf. síðdegis í gær. Er stjómin skipuð 5 mönnum samkvæmt tillögu Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra og verður Rannveig Rist, forstjóri ísal, þar stjórn- arformaður. Kemur hún í stað Friðriks Pálssonar sem gaf ekki kost á sér áfram. Á fundinum var samþykkt breyting á samþykktum félags- ins um að fækka stjórnar- mönnum úr sjö í fimm. Einnig var samþykkt að tvöfalda laun vegna stjómarsetu úr 65 þús- undum króna í 150 þúsund og laun stjórnarformanns úr 150 þúsundum í 300 þúsund krón- ur. Var tillaga þess efnis borin upp á fundinum, en í prentuð- um gögnum og fundarboði var hins vegar gert ráð fyrir óbreyttum launum stjórnar- manna. Vakti það mikinn kurr meðal fundarmanna og var þetta m.a. gagnrýnt harð- lega af „litla símamanninum" svokallaða, Halldóri Egilssyni. Þau orð máttu sín þó lítils gegn yfir- gnæfandi atkvæðavægi eignarhluta ríkisins sem var i höndum ráð- herra. Hagnaður Landssímans á síðasta ári var rúmur milljarður króna, Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað varð um 6.800 millj- ónir króna og veltufé frá rekstri um 5.600 milljónir króna. í ljósi þessar- ar stöðu var samþykkt á fundinum að greiða 12% arð til hluthafa á ár- inu 2002, eða samtals 850 milijónir króna. Rannveig Rist nýr formaður Skipt var um alla stjómarmenn Landssímans og taka þar nú sæti í aðalstjóm Rannveig Rist, sem for- maður, Friðrik Már Baldursson hagfræðingur, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri, DV-MYND E.ÓL Þau hverfa öll frá stjórn Landssímans Jónina Bjartmarz, Flosi Eiríksson, Magnús Stefánsson, varaformaöur og Sigrún Benedikts- dóttir. Einnig ganga úr stjórn Svafa Grönfeidt, Gunnar Ragnars og stjórnarformaðurinn Friðrik Pátsson, sem gagnrýndi fréttamenn og alþingismenn harðiega í kveðjuræðu sinni á aðalfundinum í gær. Tómas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs þjónustustöðva Olís, og Öm Gústafsson viðskiptafræð- ingur. í varastjóm sitja Kristján Haraldsson, framkvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða, Drífa Sigfús- dóttir, Bjarni Sveinbjörn Jónsson, Sigriður Finsen og Hallur Magnús- son. í fráfarandi aðalstjóm sátu Frið- rik Pálsson, stjórnarformaður, Magnús Stefánsson, varaformaður, Flosi Eiríksson, Gunnar Ragnars, Jónina Bjartmarz, Sigrún Bene- diktsdóttir og Svafa Grönfeldt. Föst skot Nokkur eftirvænting ríkti fyrir fundinn vegna ræðu Friðrik Páls- sonar sem fráfarandi stjómarfor- manns Landssímans. Kom hann víða við og skýrði þar m.a. greiðsl- ur sem hann fékk fyrir utan venju- eins og sumir þingmenn og fjölmiðlar hafa látið sér sæma.“ Þá skaut hann fostum skot- um að alþingismönnum og sagði að stjómarandstæðingar hefðu séð sér leik á borði tii að koma höggi á samgönguráð- herra og aðra pólitíska and- stæðinga. Gilti þá einu hver varð fyrir höggi um leið. „Jafnvel var í skjóli þing- helgi talað um sjálftöku undir- ritaðs, sem í raun er ekkert annað en hátíðlegt orð yfir þjófnað." Síðar í ræðu sinni beindi hann spjótum aftur að þing- mönum og sagði: „Flest þau atriði sem ég hef nefnt hér að framan, og skýrt í löngu máli, hafa verið til um- ræðu á hinu háa Alþingi og þar hafa menn hvergi dregið af sér i gífuryrðum. Óhróður- inn hefur verið tekinn fram yfir sannleikann og pólitísku moldviðri þyrlað upp í klass- ískum átökum meiri- og minnihlutans á þingi.“ Friðrik Pálsson. Rannveig Rist. bundin laun stjórnarformanns. Varðandi samning hans þar að lút- andi við ráðherrann sem stjómin var ekki upplýst um sagði Friðrik: „Enda þótt stjómin sé bundin af ákvörðunum hluthafa, hefði farið betur á því að stjóminni hefði verið skýrt frá þessu samkomulagi. Ég harma þau mistök, eins og þegar hefur komið fram á opinberum vett- vangi, þetta var vissulega yfirsjón en fráleitt að tengja það lögbroti, Baunað á fjölmiðla Fjölmiðlar fengu einnig sinn skerf í ræðu Friðriks sem talaði m.a. um krossferð öflugs fjölmiðils, án þess að nefna hann þó á nafn. „Öllum er þegar orðið ljóst að þeir hafa gengið afar iangt í við- leitni sinni til að koma höggi á Sím- ann og nokkra einstaklinga sem honum tengjast. Einskis hefur verið látið ófreistað til þess að þyrla mál- inu upp og í einu tilviki hefur bein- línis verið hvatt til lögbrota til þess að komast yfir upplýsingar sem unnt yrði að gera tortryggilegar. - Vald fjölmiðlanna hefur eina ferð- ina enn komið í ljós. Ábyrgð þeirra sem þeim stýra er um leið afar mik- il. Engum dylst hve stutt er á milli raunverulegra frétta og innistæðu- lauss áróðurs." -HKr. Hugsanleg breyting á æðstu stjórn Símans: Fjármálaráðherra fari með hlut ríkisins - samgönguráðherra vill láta meta það á næstunni Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra og æðsti yfirmaður Landssím- ans, sagði i ræðu sinni á aðalfundi Símans í gær að hann teldi eðlilegt að meta á næstunni hvort fjármála- ráðherra ætti í framtíðinni að fara með eignarhlut ríkisins í Símanum. „Þar með fengist undirstrikaður sá vilji minn að ekki ríki tortryggni annarra fjarskiptafyrirtækja i garð samgönguráðuneytisins. Hlutverk ráðuneytisins verði enn sem fyrr að móta stefnu á svið fjarskipta og upp- lýsingatækni." Sagði ráðherrann að með irtækið er að fara í gegnum. fækkun stjórnarmanna úr Bæði vegna einkavæðingar- sjö í fimm væri verið að innar og nýrra verkefna. Ég leggja áherslu á sterkari að- ^ ^ tel að síminn þutíi að takast komu allra stjómarmanna m á við það mikilvæga verk- á stefnumörkun og stjórnun M efni að tryggja tengingu Landssímans. Þótt einka- V okkar við umheiminn með væðingin hefði ekki gengið ■ sæstreng. eins og vonir stóðu til þá Það þarf að vinna að því væri Síminn enn til sölu. g. . að nýta ijósleiðarakerfið og „Hlutverk nýrrar stjóm- Böðvarsson. allan tæknibúnaðinn sem ar er að sjálfsögðu að fara * Síminn á nú þegar og er yfir stöðu mála og móta stefnuna í ekki fullnýttur í þágu sjónvarps- þessu mikla breytingaferli sem fyr- sendinga með starfrænu tækninni. Þetta er afar mikUvægt og þarf að skoða tU að átta sig á hvemig best verði að staðið. Auk venjulegra við- fangsefna þarf síðan að búa fyrir- tækið undir þriðju kynslóð far- síma.“ - Verður áfram lögð mikU áhersla á söluna? „Það er í höndum einkavæðingar- nefndar og hún mun vinna áfram að þvi máli,“ sagði Sturla Böðvarsson sem kvaöst ánægður með mikla mætingu á aðalfund fyrirtækisins í gær. -HKr. Tveir af fjórum sakborningum dæmdir í svokölluðu sjóþotumáli í Seyðisfirði: Skilorð fyrir á þriðja kíló af hassi í Norrænu - hafði áður framið líkamsárásir og verið dæmdur fyrir annað fíkniefnabrot 23 ára Reykvíkingur, Ólafur Hreggviðsson, hefur verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi skUorðsbundið fyrir að hafa veriö höfuðpaur í að kaupa 2,1 kUó af hassi ytra, henda þvi fyrir borð farþegaferjunnar Nor- rænu í ágúst síðastliðnum og fá það flutt í land með sjósleða. Sakbom- ingurinn þarf engu að síður að sitja inni þar sem hann var dæmdur í tveggja mánaða óskUorðsbundið fangelsi rúmum mánuði áður en at- vikið varð. í því máli var hann sakfeUdur fyrir tvær líkamsárásir, þar af aðra stórfeflda. Hann var þá einnig dæmdur í 5 mánaða skUorðsbundiö fangelsi sem „dæmt var upp“ með hassmálmu. Sjö mánaða skUorðs- dómur er því í raun niðurstaða hér- aðsdóms í Norrænumálinu hvað varðar höfuðpaurinn sem einnig hlaut sekt fyrir annað fikniefnabrot árið 2000. Annar ungur maður hlaut 3 mánaða skUorðsbundið fangelsi fyrir sína aðUd að málinu. Ekki hef- ur náðst að rétta yfir tveimur öðr- um sakborningum og var ákveðið að aðskilja þeirra þátt frá og dæma síðar. Ólafur keypti efnin í Danmörku, fór með þau um borð í Norrænu og flutti þau með sér um Svíþjóð og Noreg áður en komið var tU íslands. Utarlega í Seyðisfirði henti hann tösku með hassinu fyrir borð. Ann- ar ungur maður kom þá á sjósleða, hirti töskuna upp og sigldi með hana tU Mjóafjarðar þar sem aðrir tveir menn biðu. Lögðu þremenn- ingamir af stað með hassið en lög- reglan stöðvaði för þeirra á Mjóa- fjarðarheiði. Þá höfðu þeir falið hassið en lögreglan fann það. Með dómi héraðsdóms var sjó- sleðinn sem lögreglan lagði hald á dæmdur upptækur tU ríkissjóðs. í máli fjórmenninganna hafði komið fram að hann hafði verið fluttur frá Reykjavík tU Mjóafjarðar gagngert tU að fremja framangreint brot. -Ótt Eldur í Logalandi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt að raðhúsi við Logaiand síð- degis í gær. Eldur logaði í kjallara- íbúð og barst reykur upp á efri hæð. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu gekk slökkvistarf vel en reykræsta þurfti báðar hæðir hússins. Eldri kona var ein heima og var hún flutt á sjúkrahús til skoðunar. Mikið tjón varð af völdum eldsvoðans á báðum hæðum raðhússins. Féll í jökulsprungu: Heppinn aö vera ekki inn- ar á jöklinum Björgunarsveitimar á Homafirði og í Öræfum voru kaUaðar út á sunnudagskvöld vegna manns sem fallið hafði í sprungu á Svína- feUsjökli. Fimm menn höfðu haldið á jökulinn á laugardag og gengið á Hrútsfjall. Voru þeir á leiðinni ofan af jöklinum og áttu um 400 metra eftir að bUastæðinu þegar óhappið varð. Björgunarmönnum gekk greiðlega að ná manninum upp úr sprungunni og koma honum í sjúkrabU sem flutti hann tU Reykja- víkur. Talið var að maðurinn hefði ökklabrotnað. Einar Sigurðsson í Hofsnesi sem rekur Öræfaferðir og hefur verið leiðsögumaður í ferðum á jöklana tU margra ára og þekkir manna best aðstæður á þessum slóðum kom fyrstur á slysstaðinn. „Mennirnir höfðu samband við mig áður en þeir fóru á jökulinn tU að fá ráð um ferðina og ég var bú- inn að vísa þeim á aUt aðra og betri leið en þeir svo fóru,“ sagði Einar. „Þama er jökuUinn mjög erfiður yf- irferðar á þessum árstíma og ef slys- ið hefði orðið innar á SvínafeUsjökl- inum hefði ekki verið hægt að bera manninn á börum þar sem þar eru skarpir, háir og flughálir hryggir. Það voru ekki nema um fimm metr- ar niður á fast land þegar mannin- um skrikaði fótur og datt og lenti í sprungunni sem er um tíu metra djúp,“ sagði Einar. Þegar lengra kemur fram á vorið og á sumrin segir Einar að þessi leið sé greiðfær því þá sé yfirborð jökulsins orðið aUt öðruvísi og ekki hált. -JI Rugvélin Vélin var flutt til Reykjavíkur í gær þar sem hún veröur rannsökuö ásamt því að fara í viðgerð. Stóri-Kroppur: Flugvél hafn- aði á hvolfi Flugkennari og flugnemi sluppu ómeiddir þegar flugvél þeirra hvolfdi á Stóra-KroppsflugveUi síð- degis í gær. Flugvélin, sem er af Cessna 152 gerð, tveggja manna og eins hreyfils, skemmdist nokkuð við óhappið. Vélin hélt úr Reykjavík um fimmleytið og var fyrirhugað að fljúga í háifa aðra klukkustund. Stundarfjórðungi fyrir sex fékk flug- umferðarstjórn tilkynningu um að vélinni hefði hvolft á veUinum þeg- ar tvímenningarnir voru að æfa snertUendingu. Orsakir slyssins eru ókunnar og fóru bæði lögreglumenn frá Borgamesi og rannsóknarnefnd flugslysa á vettvang í gær. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.