Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Blaðsíða 22
34 Islendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson MÁNUDAGUR 25. MARS 2002 DV 95 ára Guömundur Gíslason, Spítalastfg 3, Hvammstanga. 90 ára Sesselja Pálsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavfk. 80 ára Ingibjörg J. Ingimundardóttir, Klausturhólum 2, Kirkjubæjarklaustri. 75 ára Björn Karlsson, Blesugróf 7, Reykjavík. Friöþjófur Sturla Másson, Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum. Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, Lambey, Rangárvallasýslu. Stefán Vilhelmsson, Vesturtúni 27b, Bessastaöahreppi. Þorvaldur Pétursson, Stórholti 4, Akureyri. 70 ára Olöf Þóranna Hannesdóttir, Sléttuvegi 15, Reykjavík. 60 ára Helga Axelsdóttir, Uröarteigi 14, Neskaupstað. Jón B. Sigvaldason, Öldustíg 7, Sauöárkróki. Þorleifur Óli Jónsson, Smyrlahrauni 45, Hafnarfirði. 50 ára Einar Jóhannesson, Lambastekk 14, Reykjavfk. Ingólfur Vestmann Ingólfsson, Öldutúni 3, Hafnarfiröi.. Jón Ingi Ingimarsson, Melbæ 39, Reykjavík. Ragnhildur Ása Gunnarsdóttir, Tjarnarmýri 1, Seltjarnarnesi. Sturla Sigtryggsson, Keldunesi 2, Kópaskeri. Þórir Jónsson, Fagrahvammi 14, Hafnarfirði. 40 ára Asgerður Asgeirsdóttir, Heimalind 5, Kópavogi. Eggert Már Sigtryggsson, Einbúablá 42, Egilsstööum. Hermann Kristjánsson, Brekkubyggö 30, Garðabæ. Nusret Hoti, Meistaravöllum 9, Reykjavík. Páil Snæbjörnsson, Hábæ 34, Reykjavík. Sigrún Gylfadóttir, Skaftahlíð 31, Reykjavík. Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Barmahlíð 39, Reykjavík. Sigurborg Garöarsdóttir, Heiöarbraut 5h, Keflavík. Sigurjón Þór Friöþjófsson, Rauðarárstíg 13, Reykjavík. Steinlaug Kristjánsdóttir, Grundargeröi 8b, Akureyri. Yogi Shanti Desai á íslandi 10.-15. apríl 11. og 12. apríl - Námskeið fyrir jógakennara af öllum hefðum með áherslu á hugleiðslu og hugmyndafræði. Einungis 12 pláss eru í boði. Námskeiðið kostar 19.900 kr. 13. og 14. apríl - Námskeið fyrir jógaáhugamenn. Helgarnámskeið sem býður öllum jógaáhugamönnum dýpri skilning á jógafræðunum og hjálpar þeim að koma reglu á jógaástundun sína. Einungis 14 pláss í boði. Námskeiðið kostar 19.900 kr. Námskeiðin verða haldin í stöðinni Jóga hjá Guðjóni Bergmann í Ármúla 38, 3. hæð (gengið inn frá Selmúla). Skráning er í síma 690 1818 eða á www.gbergmann.is. DV-MYNDIR EINAR J. Ungur maöur á uppleiö Vanir klifurmenn sýndu listir sínar við opnun Klifurhússins i Skútuvogi á föstudaginn. Sýning um ævi og störf nóbelsskáldsins: Fegurðin ríkir ein í Þióðarbókhlöðunni íslendingar minnast þess með margvíslegum hætti í ár að öld er liðin frá fæðingu nóbelsskáldsins Halldórs Kiljans Laxness. Á laugar- daginn var opnuð í Þjóðarbókhlöð- unni sýning helguð ævi og störfum skáldsins undir yfirskriftinni Þar ríkir fegurðin ein - Öld með Hall- dóri Laxness. I tilefni opnunarinnar var haldin sérstök hátíðardagskrá þar sem Pétur Gunnarsson rithöf- undur, Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Islands, og Einar Sigurðsson, landsbókavörður fluttu ávörp. Þá fluttu leikararnir Stein- unn Ólina Þorsteinsdóttir, Felix Bergsson og Jakob Þór Einarsson ljóðadagskrá með aðstoð Kristins Ámasonar gítarleikara. Hamrahlíð- arkórinn flutti einnig tónlist við ljóð eftir Halldór Laxness og að lok- um opnaði Tómas Ingi Olrich sýn- inguna formlega. Vigdís flallar um Halldór Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti ísiands, flutti ávarp við opnun sýningarinnar. DV-MYNDIR EINAR J Nafnar heilsast Einar Sigurðsson landsbókavörður tekur á móti nafna sínum, Einari Laxness, syni skáldsins. Rýnt í skrif skáldsins Á sýningunni gefur að líta ýmsa muni úr eigu rithöf- undarins, svo sem bréf, drög að skáldsögum og bókakápur. Þverpóiitísk samstaða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra klipptu í sameiningu á borðann og sýndu þar með að sjálfstæðismenn og samfylkingarmenn geta unnið saman þegar á reynir. Klifurhúsið opnað: Klifurkettir kætast Príl og klifur er yfirleitt illa séð af foreldrum sem brýna fyrir bömum sínum að láta slíkt og þvílíkt eiga sig. Þrátt fyrir boð og bönn eiga margir erfitt með að halda aftur af klifurþörfmni og nota hvert tæki- færi til að príla upp á fjöll, húsveggi eða vinnupalla. Nú hafa Islenski Alpaklúbburinn og Sportklifurfélag Reykjavíkur opnað sérstakt Klifur- hús sem ætti að vera hinum ólækn- andi prilurum þessa lands sannkall- að ánægjuefni. Þar geta þeir óhræddir klifrað upp um loft og veggi án nokkurra vandkvæða og ef þeir detta veitir stærðardýna þeim mjúka lendingu. Húsið var formlega opnað á fóstudaginn þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra klipptu í sameiningu á borða og buðu þaulvönum klifurköttum að gjöra svo vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.