Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLI 2002
29
Sport
Júgóslavi
tilÍR
ÍR-ingar
halda áfram
að styrkja sig
fyrir mæsta
vetur og ætla
sér greinilega
stóra hluti í
Epson-deild-
inni. Þeir
hafa gengið Alexandar Cucic.
frá samningi við Alexandar
Cucic frá Júgóslavíu og á sá að
styrkja liðið inni í teig. Cucic er
204 cm á hæð og 105 kg. Hannlék
í annarri deildinni í Júgóslavíu
síðasta vetur og var með tæp 11
stig í leik og níu frákóst. Hann er
27 ára og kemur í gegnum landa
sinn Branislav Bojovic sem leik-
ur með Haukum.
Þá hafa ÍR-ingar framlengt
samning sinn við Eirik Önund-
arson og eins og DV-Sport sagði
frá fyrir skömmu er búið að
semja við Bandaríkjamanninn
Eguene Christofers sem er bak-
vörður.                -Ben
KFÍ ræður
þjálfara
ísfirðingar
hafa gengið
frá ráðningu
þjálfara fyrir
meistara-
flokka félags-
ins. Hrafn
Krisrjánsson
mun  þjálfa
Kristjáns- karlaliðið
áfram
en
Hrafn
son.
hann og Baldur Jónasson hafa
þjálfað liðið saman.
Þá mun Shiran Þórsson þjálfa
kvennaliðið en KFÍ féll niður i 2.
deild síðasta vetur.  -Ben
Lýður heim í
heiðardalinn
Lýðir
Vignisson,
sem leikið
hefur með
Haukum síð-
ustu tvö ár,
hefur sam-
kvæmt heim-
ildum DV
ákveðið að leika með Snæfelli
næsta vetur. Lýður er úr Stykk-
ishólmi og lék með Snæfelli upp
yngri Qokkana og er núna kom-
inn heim í heiðardalinn. Lýður
var með 6,4 stig í leik síðasta
tímabil.
Það er ljóst að Haukar mæta
með töluvert breytt lið en fyrir
höfðu Jón Arnar Ingvarsson,
Guðmundur Bragason og Bragi
Magnússon yfirgefið herbúðir
Hauka.                -Ben
Mirko áfram
í Breiðabliki
Mirko Viri-
jevic, sem lék
með Breiða-
bliki siðasta
vetur, verður
áfram í her-
búðum liðs-
ins. Mirko
stóð sig vel
með Blikum á síðasta tímabili og
átti stóran þátt í velgegni liðsins á
sínu fyrsta áti í efstu deild. Mirko
skoraði 13,4 stig í leik og tók 10
fráköst.
Hann lék með Snæfelli í 1.
deildinni áður en hann gekk til
liðs vil Blika. Til stóð að hann
léki í Bandarikjunum næsta vetur
en hefur nú endurnýjan samning
sinn við Blika.
-Ben
Guðbjorg ekki
meira með
- þarf að fara í aðgerö
Guðbjörg
Gunnarsdóttir,
markvörður FH
í   knattspyrnu,
leikur ekki meir
með  liðinu   i
sumar.    Guð-
björg fór úr axl-
arlið í leik með
17 ára landslið-
inu gegn Hollandi í þriðja sinn á
ferlinum og þarf að fara í aðgerð.
Guðbjörg er án efa efnilegasti
markvörður landsins og því mikill
missir fyrir FH að missa hana út
tímabilið.
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir hefur
staðið sig með prýði í fjarveru
Guðbjargar.               -Ben
Tore Andre Flo:
Nef ið í íagi
Eftir að hafa verið gagnrýndur
harðlega af stuðningsmönnum
Glasgow Rangers á síðasta
keppnistímabili virðist Norð-
maðurinn Tore Andre Flo tilbú-
inn að gefa allt sitt í næsta tíma-
bil. Hann gekk nefnilega nýverið
undir aðgerð á nefi þar sem
hann hafði átt í öndunarörðug-
leikum sem gerði það að verkum
að hann gat ekki gefið sig 100% í
leikinn.
„Mér líður sífellt betur og get
loksins andað eðlilega," sagði
Flo við Daily Record. „Þetta hef-
ur hrjáð mig lengi en ég fékk
aldrei tækifærið til að láta fram-
kvæma aðgerðina á mér i fyrra.
Stærsta vandamálið var að ég
var sífellt kvefaður og gat í raun
ekki hrist það af mér í heila 6
mánuði," sagði Flo.       -esá
KR semur við Flake
- var með 70% skotnýtingu síðasta vetur
Epson-deildarlið KR hefur samið
við erlendan leikmann fyrir næsta
tímabil. Sá heitir Darrell Flake og
er 192 cm á hæð og spilar inni í
teig. Hann útskrifaðist í vor frá
McKendree-háskólanum í Banda-
rikjunum sem leikur í NAIA-deild-
inni þar i landi og var Flake valinn
í     úrvalslið     deildarinnar.
McKendree-skólinn fór í undanúr-
slit sl. vetur.
Fáheyrö skotnýting
Flake var með 23,7 stig í leik og
var næststigahæstur í NAIA ásamt
því að taka 9,0 fráköst í leik líka.
Hann nýtti skot sín einstaklega vel
utan af velli og var með 70% nýt-
ingu sem er fáheyrt og var með
bestu skotnýtinguna í NAIA deild-
inni.
Ingi Þór  Steinþórsson  sagðist
ánægður með að vera búinn að
ganga frá erlendum leikmanni fyr-
ir næsta vetur. „Þetta er maður
sem er sterkur inni í teig og það er
það sem við höfum verið að leita
að. Ég hef trú á því að hann styrki
okkur þar. Hann er með fínar töl-
ur, úr góðum skóla og á efiaust eft-
ir að hjálpa okkur mikið næsta vet-
ur.
Hugur í mönnum
Við höfum fengið Magnús Helga-
son frá Stjórnunni og Baldur Ólafs-
son verður með okkur ef hann fer
ekki i atvinnumennsku. Annars
lítur þetta bara vel út og við erum
bjartsýnir á næsta vetur. Við erum
að æfa á fullu og það er hugur í
mönnum að standa sig," sagði Ingi
Þór í gærkvóld.
-Ben
Gamalt og nýtt á Tour de France
Bandaríkjamaöurinn Lance Armstrong hjólar hér á Tour de France í gær fram hjá manni sem leiöir gamalt tvímenningshjól.
Armstrong vann sig upp í 2. sætið í gær og þykir ansi sigurstranglegur en næstu daga taka viö fjallaleioirnar þar sem hann
hefur vanalega mikla yfirburði. Spánverjinn Igor Gonzalez Gaideano er þó í 1. sæti sem stendur, 26 sekúndum á undan Arm-
strong.                                                                                            Reuters
Tveir á HM ung-
linga á Jamaíku
I dag hefst heimsmeistarmót ung-
linga, 19 ára og yngri, 1 frjálsum
íþróttum í Kingston, höfuðborg
Jamaíku. ísland sendir tvo keppend-
ur á mótið, þau Björgvin Víkings-
son, sem keppir í 400 metra grinda-
hlaupi, og Sigrúnu Fjeldsted spjót-
kastara. Bæði keppa fyrir hönd FH
hér á landi og bæði hefja keppni á
mótinu í dag.              -esá
Rio mun ákveða sig í dag
Öll spjót standa á enska varnar-
manninum Rio Ferdinand en mikið
hefur verið fjallað um hugsanlega
sölu hans frá Leeds til Manchester
United. Talið er að mál þetta hafi
leikið stórt hlutverk í því að David
O'Leary lét af stórfum sem stjóri
liðsins fyrir nokkrum vikum. Gamli
jaxlinn Terry Venables hefur tekið
við stjórn liðsins.
Ferdinand, sem er einungis 23
ára, á enn eftir 4 ár af samningi sín-
um við Leeds en hann þótti standa
sig afar vel með enska landsliðinu á
HM í knattspyrnu í sumar. Siðan
hafa raddir þess efnis að risalið eins
og Manchester United muni bjóða
metfé í kappann, um 30-35 milljónir
punda (4-4,6 milljarðar króna) orðið
sífellt háværari. Aldrei hefur slik
upphæð verið greidd fyrir varnar-
mann.
Kappinn sagði í viðtali við The
Sun í gær að hann mundi gera grein
fyrir ákvörðun sinni í dag. „Þetta er
risaklípa sem ég er í og ég þarf að
hugsa málið vel áður en ég tek
ákvörðun," sagði Ferdinand sem
kom upphaflega til Leeds frá West
Ham í nóvember árið 2000.    -esá
Bandaríkjamaöurinn Landon Donov-
an, sem gerði það gott á HMl knatt-
spyrnu í sumar, hefur lýst því yfir að
hann hafi engan áhuga á að snúa aftur
til Bayer Leverkusen þegar lánssamn-
ingi hans hjá San Jose Earthquakes lýk-
ur. Að hann kjósi fremur að vera hjá
fjölskyldu og vinum en að snúa aftur til
BayArena-leikvangsins þar sem hann
hefur hingað til engin tækifæri fengið
með byrjunarliðinu.
Knattspyrnusamband Norður-, Mið-
Ameriku og Karíbahafs, CONCACAF,
hefur farið fram á að sambandið fái
fjórða sætið á heimsmeistaramótinu í
knattspyrnu, í ljósi frammistöðu þeirra
þriggja þjóða, Bandarlkjanna, Mexíkð
og Kostaríku, sem sóttu mótið í sumar.
Bandaríkjamönnum vegnaði best en
þeir komust í fjórðungsúrslit eftir að
hafa lagt Mexíkó í 16-liða úrslitum.
Roque Santa Cruz hefur aftur náð sér í
meiðsl á fæti eftir að hafa meiöst í leik
með paragvæska landsliðinu á HMí
knattspyrnu. Hann meiddist í æflnga-
leik með Bayern Mtinchen gegn U-19
landsliði Þjóðverja og verður frá í
nokkrar vikur, jafnvel mánuði.
Middlesborough er enn vongott aö fá
Brasilíumanninn Juninho til liðs við
sig, þá í þriðja sinn síðan 1995. Hann er
nú samningsbundinn Atletico Madrid
og hefur gengið á ýmsu í samningaferl-
inu en nú virðast báðir aðilar nálægt
því að ná ásættanlegu samkomulagi.
Villareal mun mæta Torino frá ítalíu I
3. umferð Intertoto-keppninnar en eins
og kunnugt er unnu Spánverjarnir FH í
2. umferðinni. Annar stórleikur umferö-
innar er viöureign Perugia frá !taliu og
Stuttgarts frá Þýskalandi.
Japaninn Junichi Inamoto hefur nú
fengiö sin mál á hreint eftir að hafa ver-
ið leystur undan samningi hjá Arsenal
fyrir skómmu. Hann gekk til liðs við
Gamba Osaka 1 Japan en mun leika á
næsta tímabili með Fulham i Englandi
samkvæmt lánssamningi sem félögin
gerðu með sér. Inamoto geröi þaö gott á
HM og skoraöi tvö mörk en hann fékk
þó aldrei tækifæri með Arsenal í ensku
úrvalsdeildinni á siðustu leiktlð.
Alex Manninger, markvöröurinn frá
Austurrlki, hefur fest sig I sessi hjá
spænska liöinu Espyanol og mun leika
þar næstu fjögur árin. Hann var áöur
samningsbundinn Arsenal en var á
siðasta tímabili lánaður til Fiorentina á
ítalíu.                    -esá
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32