Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2002, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 161. TBL. - 92. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Fjármálagoð í fjölmlölaljósi Alan Greenspan, seölabankastjóri Bandaríkjanna steig fram í sviðsljósiö í gær eftir óreiöuna á Bandaríkjamarkaði undanfarnar vikur og mælti nokkur vel valin orö til forkólfa efnahagslífsins. Eins og fréttin hér til hliöar ber meö sér dugöu orö hans skammt til aö rétta viö vísitölurnar vestra. * í * é i Offjárfestingar virðast vera í kjúklingasláturhúsum: Ríkisbanki í harðri sam- keppni í kjúklingaframleiðslu - vonast til að geta selt Reykjagarð, segir bankastjóri Árni Tómasson, bankastjóri í Bún- aðarbanka, segir að ástæða fyrir eign- arhaldi bankans á stórum rekstrarað- ilum í kjúklingarækt og skyldum greinum hafi verið sú að verið var að reyna að gæta hagsmuna bankans og til að afstýra útlánatöpum. „Bankinn hefur verið aö vinna að því að koma félögunum í rekstrarhæft form og styrkja stöðu þeirra svo hægt sé að selja þau aftur. Ég geri mér vonir um að það takist að selja Reykjagarð áður en langt um liður." Sú staða er nú uppi í kjúklinga- framleiðslu landsmanna að Búnaðar- bankinn, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, er í ráðandi stöðu í greininni sem eigandi Reykjagarðs, stærsta kjúklingabúsins, og sem við- skiptabanki Móa sem er næststærsta búið. Móar reka dýrasta og stærsta kjúklingasláturhús landsins í Mos- fellsbæ, sem slátrar fyrir báða aðil- ana, en samt er Búnaðarbankinn að byggja upp á ný sláturhús á Hellu fyr- ir Reykjagarð. Mun Reykjagarður væntanlega hætta viðskiptum við kjúklingasláturhús Móa í Mosfellsbæ þegar sláturhúsið tekur á ný til starfa á Hellu. Telja kunnugir að þar með sé bankinn að stuðla að verulegri offjár- festingu og setja um leið sláturhús Móa í uppnám. Þá er Búnaðarbankinn einnig með veruleg ítök i rekstri fóðurstöðva sem eigandi Fóðurblöndunnar hf. en tvær stöðvar skaffa um 70% kjúklinga-, eggja- og svínakjötsframleiðenda fóð- ur. Á sama tíma og fyrirtæki þessa rikisbanka tilkynnir um hækkaö verö á kjúklingum eru settar verulegar skorður við innflutningi á mun ódýr- ara kjúklingakjöti. - Er ekki of í lagt að byggja upp sláturhúsið á Hellu á ný verandi með stórt sláturhús viðskiptavinar bank- ans í Mosfellsbæ? „Það er búið að fara í gegnum þá hluti fram og til baka og menn hafa velt fyrir sér kostum og göllum. Þegar litið var á heildarmyndina töldu menn hagstæðast að gera þetta með þessum hætti. Meðvirkandi í þessu var að samkeppnisyfirvöld höfðu miklar athugasemdir við það að Móar og Reykjagarður færu saman. Það stóð til fyrir um ári síðan að láta þessi bú renna saman og kom bankinn að því til að reyna að hagræða í þessari grein. Mönnum þótti það skynsamlegt til að tryggja báðum félögunum betri afkomu. Segja má að þessi niðurstaða samkeppnisyfirvalda hafi breytt öll- um okkar forsendum og hafi komið okkur í þessa erfiðleika og þessa stöðu sem við erum að vinna okkur út úr núna. Við ætlum okkur ekki að vera i neinu nema fjármálastarfsemi,“ sagði Ámi Tómasson. -HKr. ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 4 í DAG Greenspan nær ekki að rétta við markaðinn Alan Greenspan, seðla- bankastjóri Bandarikjanna, sem þekktur er fyrir að geta umbylt mörkuðum með einni setningu, náði ekki að stöðva langvarandi hlutabréfahrun á Wall Street sem nú hefur lík- lega sinn áttunda dag. Green- span ávarpaði bankanefnd öld- ungadeildar bandaríska þings- ins í gær og voru áhrif hans fljótlega ljós þar sem Dow Jo- nes-vísitalan hækkaði um 70 stig meðan hann talaði um batamerki efnahagslífsins. Visitalan lauk hins vegar deg- inum í gær í tæplega tveggja prósenta lækkun. Greenspan fordæmdi græðgi bókhaldssvikara og sagði þá vera sýkingu í við- skiptalífinu. Hann sagði efna- hagslífið ekki geta virkað sem skyldi ef fjárfestar glata trúnni á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og mark- aði. Þar vísar hann til fjár- málahneyksla í kringum stór- fyrirtæki á borð viö Enron og WorldCom. Auk þess hefur ekki bætt úr skák að bæði Bush forseti og Cheney vara- Greenspan fordœmdi grœðgi bókhaldssvik- ara og sagði þá vera sýkingu í viðskiptalíf- inu. Hann sagði efna- hagslífið ekki geta virkað sem skyldi ef fjárfestar glata trúnni á þeim reglum sem gilda um fyrirtœki og markaði. forseti hafa verið bendlaðir við bókhaldssvik. Vextir eru nú í 40 ára lág- marki í Bandaríkjunum, eða 1,75 prósent. Lítil verðbólga gefur Bandaríska seðlabank- anum svigrúm til að halda vöxtum lágum og er ætlunin að halda því svo þar til efna- hagslifiö hefur rétt úr kútn- um. Mikil spenna er á mörkuð- um heimsins þessa stundina, en í morgun hófust verðbréfa- viðskipti í London á skarpri hækkun bresku FTSE-vísitöl- unnar. Er mál manna aö hvað sem er geti gerst og miklar sviptingar geti orðið með mín- útnamillibili. ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 12 í DAG ÁTTA SÍÐNA SÉRBLAÐ UM FERÐIR INNANLANDS: Hálendið er eins og að keyra í gegnum listasaf n MARKVARSLAN í SÍMADEILD KARLA: Þórður hefur varið 84% skotanna 35 www.intersport.is VINTERSPORT W0% SPORT BlLDSHÖFÐA SMÁRALIND SELFOSSI s. 510 8020 s. 510 8030 s. 482 1000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.