Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2002, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2002 35 DV Litfari, 3. v. stóöhestur undan Skjónu frá Lækjarskógi og Nökkva frá Hóimi, sem er undan Lit frá ísólfsskála. Litur er undan Litfara frá Helgadal, sem er undan Þætti frá Kirkjubæ. Litfari veröur hvítur á skrokkinn á vorin og haustin, meö steingráan haus og dökkt tagl. Sá skjótti er einnig ógelt- ur, undan Erpi -Snæ. Bjöm Baldursson á Efra-Seli í Stokkseyrarhreppi hefur um nokkurra ára skeið lagt kapp á að rækta litfórótt hross. Hann hefur haft erindi sem erf- iði því alltaf íjölgar hrossunum í hag- anum hjá honum sem era með þessum sjaldgæfa lit sem menn reyna nú með öllum ráðum að varðveita í íslenska hrossastofninum. Litfóróttum hrossum hefur farið fækkandi á síðustu áratugum. Nú er svo komið að hafa þarf vakandi auga með tækifærum til að fjölga einstak- lingum í þessum lit. Tölumar tala sínu máli og þær sýna, að árið 1930 var 1 prósent fæddra folalda litforótt. Árið 1998 var hlutfallið komið niður í 0,4 prósent og þar var það enn árið 2000. En nú er von á bjartari tíð, eins og fram kom í máli Ágústs Sigurðsson- ar hrossaræktarráðunautar á ráðstefn- unni „Hrossarækt 2002“ Hann sagði að sér hefðu borist njósnir af því að lit- fóróttir stóðhestar sem hefðu verið teknir á hús í haust lofuðu góðu. Þess má geta að verðlaunum hefur verið heitið fyrir fyrstu þrjá litforóttu stóðhestana sem ná landsmótslág- mörkum. Þau nema 300.000 krónum fyrir hvern hest og koma úr stofn- vemdarsjóði sem er undir stjórn Fagráðs í hrossarækt. Auk þess þurfa eigendur litforóttra hrossa ekki að greiða gjöld fyrir þá í kynbótasýning- um. Byrjaöi með Stássu En aftur að Bimi bónda í Efra-Seli, sem raunar er einnig flugstjóri hjá Flugleiðum, og litföróttu hrossunum hans. Hann var raunar þekktur fyrir allt annað en hrossarækt á sínum yngri árum því þá var hann knapi á þekktum hlaupahrossum i folahlaupi og lengri vegalengdum. Má þar nefna hlaupahestana Jeremías, Þrumugný, Leó, Lýsing frá Búðarhóii, Gust frá Efra-Hvoli, Létti og Rosta. Þegar hiaupatímabilinu lauk hætti Bjöm í hestamennsku, rúmlega tvítug- ur og þar til hann var rúmlega þrítug- ur upp úr 1990. Þá byijaði hann aftur og þar með hófst litförótta ævintýrið. Hann hafði gluggað í hestabækur og séð mynd af litföróttum hesti. Hann ákvað að fyrsti hesturinn sem hann fengi sér yrði litförótt hryssa. Hana fékk hann, eftir leit, á Lækjarskógi í Dölum, þar sem bræður tveir rækta litforótt hross. Þau em af svokölluðu Þorbergsstaöakyni sem komið er frá samnefndum bæ í Dölum. „Ég keypti af þeim brúnlitfórótta, ótamda hryssu," segir Bjöm. „Ég skýrði hana Stássu því hún er stássið í húsinu. Hún varð einstakt hross, bæði hvað varðar geðslag og hæfi- leika. Hún varð gæðingurinn minn. Hún er viljug, skapmikil með skínandi tölt og lyftir mikið. Hins vegar er byggingin ekki nógu góð og því hef ég ekki sýnt hana.“ Litföróttum fjölgar Aðra litfórótta hryssu eignaðist Bjöm frá Lækjarskógi. Hún heitir Sigurrós, er Kolkuóshryssa, en hálfsystir Stássu að föðumum, því þær em báöar und- an Ormari frá Erpsstöðum sem var undan Erpi frá Erpsstöðum, en þeir feðgar voru báðir litföróttir. Bjöm keypti tvær hryssur tO viðbótar frá Lækjarskógi og hefur ræktað undan og út af þeim. Sigurrósu seldi hann Húsdýragarðinum en hefur fengið að fara með hana undir hest tvö sl. ár. í fyrra fékk hann undan henni og Kor- máki frá Flugumýri hestfolald, sem ætlar að verða jarplitförótt. Þá seldi hann Kristjáni Breiðfjörð brúnlitfór- ótta hryssu undan henni. Sú heitir ír- is. Kristján vann á henni í tölti á Sörlamóti og stóð ofarlega á móti í Mosfellsbæ. Þá var hann í úrslitum á íslandsmóti á hryssunni. Nú á Bjöm sjö litförótt hross í haga. Auk Stássu og Sigurrósar á hann brúnlitföróttan, skjóttan, tví- stjömóttan, toppóttan og sökkóttan stóðhest. Sá er bróðir Stássu að móð- urinni til. Bjöm á einnig litförótta hryssu undan Stássu, sem er með mer- folaldi undan Óði frá Brún. Sú hryssa er fædd að Lækjarskógi. Ekki er útséð um hvort folaldið verður litförótt eða ekki. Þá á Bjöm brúnlitföróttan fola á 4. vetur undan Sigurrósu og Galdri frá Sauðárkróki og jarplitforótta hryssu á 3. vetur frá Lækjarskógi. Hryssan er undan litfóróttum fola frá Kaldbak í Hrunamannahreppi. „Þessi litföróttu hross eru afar auð- tamin og hreingeng á tölti,“ sagði Bjöm. „Þetta er það sem ég vil, gott geð og hreint tölt. Ég stefni að því að rækta sem mest litförótt með þessum eiginleikum, en einnig vindótt og brúnskjótt hross,“ sagði Bjöm Baldursson, flugstjóri og bóndi, í samtali viö DV. -JSS Stássa hefur gefið litforótt afkvæmi. Hryssan Stássa heilsar eiganda sínum og þakkar fyrir brauðbitann. Hún er dökk, enda komin í vetrarhárin. DV-mynd GVA Þrjú litförótt og lítill hestur undan Kormáki. Hryssan Sigurrós í miöjunni. Og svona litu þær Stássa og Sigurrós út í vor, báöar Ijósar á feldinn. Sport Góður gestur Góður gestur er nú staddur í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum. Þetta er hinn litskrúöugi stóðhestur Hjálmar frá Vatnsleysu. Hann verður trúlega til sýnis fyrir gesti og gangandi fram á vor. Þá er í bígerð að menn geti kom- ið meö hryssur sínar og haldið undir hann á staönum. Margrét Dögg Hall- dórsdóttir, deildarstjóri dýradeildar, tjáði DV að Hjálmar væri „algjör höfð- ingi“, geðgóður og prúður. Hann nyti mikilla vinsælda í Húsdýragaröinum. Tvisvar í viku væri 11 ára börnum úr grunnskólum borgarinnar boðið upp á svokallaða vinnumorgna í garðinum. Þá fengju þau aö kemba Hjálmari, teyma hann út og gefa honum. Hann væri óskaplega góður og umburðar- lyndur við krakkana, sem sýndu hon- um fulla virðingu. fE. Litadýrð í Húsdýragarði En Hjálmar verður ekki eina hrossiö sem prýðir Húsdýragarðinn i vetur. i síðustu viku voru sótt tvö hross sem Húsdýragaröurinn á. Þá komu inn grá hryssa og önnur bleikálótt. Síðar í mánuðinum bætast enn fleiri við því þá verða teknir inn móvindóttur, tví- stjömóttur hestur og annar móskjótt- ur. Eins og sjá má af þessu er mikið lagt upp úr að sýna hina ýmsu hesta- liti, séreinkenni íslenska hrossastofns- ins, og er það til fyrirmyndar hjá stjómendum dýradeildarinnar í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Ræktunarbú ársins Þau hrossaræktarbú sem þóttu hafa skarað fram úr á þessu ári og hlutu heiðurs- viðurkenningu Bændasamtaka íslands á ráð- stefnunni „Hrossarækt 2002“ eru eftir- talin: Auðsholtsþjáleiga, Gunnar og Krist- björg, Fet, Brynjar Vilmundarson, Hólar í Hjaltadal, Hólaskóli, Gísli Har- aldsson, Húsavík, Hvoll, Ólafur og Margrét, Kálfholt, Jónas Jónsson og fjölskylda, Kirkjubær, Ágúst Sigurös- son og Ijölskylda, Miösitja, Jóhann og Sólveig, Síða, Viöar Jónsson og fjöl- skylda, Þóroddsstaðir, Bjami Þorkels- son og fjölskylda og Þúfa, Indriði Ólafsson og fjölskylda. Gæðastjórnun í ár Alls 18 hrossaræktendur hlutu viður- kenningu Bændasamtakanna á ráð- stefnunni „Hrossarækt 2002“ fyrir gæðastjómun í hrossarækt á þessu ári. Þeir eru: Hólaskóli, Bjarni Mar- onsson, Ásgeirsbrekku, Haraldur og Jóhanna, Hrafnkelsstöðum 1, Guörún Bjamadóttir, Þóreyjamúpi, Jón Gísla- * son, Hofi, Ingimar Ingimarsson, Ytra- Sköröugili, Keldudalsbúiö, Keldudal, Friörik Böðvarsson, Stóra-Ösi, Þórólf- ur og Anna, Hjaltastöðum, Haraldur Þór Jóhannsson, Enni, Þór Ingvason, Bakka, Þorsteinn Hólm Stefánsson, Jarðbrú, Guðrún Fjeldsted, ölvalds- stöðum 4, Sigbjöm Bjömsson, Lund- um, Júlíus G. Antonsson, Auðunnar- stöðum, Elías Guömundsson, Stóru- Ásgeirsá, Hróðmar og Jón Hjörleifs- synir, Kimbastöðum og Þingeyrabúið, Þingeyrum. Ábendingar DV birtir nú reglulega á mánudögum umfjöllun um hestamennsku og annað það er lýtur að þessu vinsæla áhuga- máli fjölmargra landsmanna. Auk þess birtir blaðið hestafréttir á öðrum dögum eftir því sem tilefhi gefast. Þeim sem vilja koma ábendingum um viðburði eða óskum um umfjöllun sér- stakra þátta á framfæri er bent á að senda þær á netfangið: jss@dv.is. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.