Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2002, Blaðsíða 1
AZ1003 Öflugt FERÐATÆKI með FM/LW útvarpi geislaspilara, segulbandi og Dynamic Bass. Heimilistæki TILBOÐ 11.995 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Verð áður 14.995 JOLATRE, MARKAÐUR OG iNNING Á HRESSÓ. BLS. 21 DAGBLAÐIÐ VISIR 280. TBL. - 92. ARG. - FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 VERÐ I LAUSASOLU KR. 200 M/VSK t 4 MAGASIN I 85.000 EINTÖKUM: Vegleg Jólagjafa- handbók fylgir Magasíni Bab|s KVENNALIÐ KA/ÞORS LÍTIÐ SÉST HEIMA: Sjö úti- leikir i roð am Skeifan 8, sími: 568 2200, www.babysam.is Bóksölustríðið í stórmörkuðum komið út í öfgar að mati formanns bókaútgefenda: Gefa nær þúsundkall með hverri jólabók Stórmarkaðir sem selja bækur fyr- ir jólin selja margar tilboðsbækur langt undir kostnaðarverði og greiða umtalsverðar upphæðir með hverri seldri bók. Dæmi eru um að greidd- ar séu hátt í eitt þúsund krónur með hverju eintaki tUtekinnar bókar. Samkvæmt heimUdum DV er þetta herkostnaður sem menn eru meira en tUbúnir að bera í feikiharðri sam- keppni um viðskiptavini. Kaupmenn sem DV hefur rætt við viðurkenna að margir bókatitlar séu seldir undir kostnaðarverði fyrir þessi jól en þó yfirleitt í skamman tíma í senn. Neytendur sem eru vakandi yfir tU- boðum geta hins vegar gert feikigóð kaup í bókum fyrir jólin. „Verðstríð á bókum er að ganga út í öfgar þegar stórmarkaðimir borga með bókunum eins og við höf- um ótal dæmi um. Ljóst er að bæk- umar em notaðar tU að laða fólk í þessar verslanir tU að kaupa eitt- hvað annað,“ sagði Sigurður Svav- arsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, við DV í morgun. Sigurður sagði útgefendur ekki bera skarðan hlut frá borði í þessu stríði nema afslættir tU söluaðUa væru því meiri. Um stöðu bóksal- anna sagði Sigurður ljóst að það væri ógerlegt fyrir þá að greiða með bókunum. „Bækur eru meginsölu- efni þeirra á þessum tíma og því hefur þetta verðstríð áhrif á afkomu heUsársbókaverslana, jafnvel þó þær séu að standa sig mjög vel með afsláttum tU neytenda og sérhæfðri þjónustu." -hlh NANARI UMFJOLLUN Á BLS. 2 í DAG Viöbúnaður var við Reykjavíkurhöfn í morgun og bátaeigendur hugðu að bátum sínum. Veðurstofan hefur varað við stormi sem á að ganga yfír landið í dag. Stormurinn mun að líkindum ná hámarki sunnan- og vestanlands um hádegisbil. Árni Hauksson svarar fyrir kaup á Húsasmiðjunni: Persónulegur harmleikur „Þetta er persónulegur harmleikur Boga og ég kýs að tjá mig ekkert frekar um mál- ið,“ sagði Árni Hauksson, for- stjóri Húsasmiðjunnar, um ásakanir Boga Þórs Sigurodds- sonar, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins. Bogi Þór sakar Árna og Hallbjöm Karlsson, núverandi framkvæmdastjóra sölusviðs Húsasmiðjunnar, um að hafa keypt Húsasmiðjuna á bak við sig. HaUbjöm hafl á þeim tíma starfað í Kaupþingi og komið að sölumálum Húsa- smiðjunnar á þeim vettvangi. Sjálfur kveðst Bogi Þór hafa staðið í þeirri trú að hann og Árni væru að kaupa fyrirtæk- ið. Sú vinna hafi verið í gangi eftir því sem hann hafi best vit- að. Hann hafi svo verið staddur erlendis þegar Jón Snorrason, stjórnarformaður Húsasmiðj- unnar, hefði hringt í sig og tjáð sér að búið væri að selja Húsa- smiðjuna. Þau tíðindi hafi komið sér gjörsamlega í opna skjöldu. Bogi Þór hefur skrifað bók um eigendaskiptin á Húsa- smiðjunni undir titlinum Fjandsamleg yfirtaka. „Ég hef ekki lesið bók Boga Þórs og veit ekkert hvað stend- ur i henni,“ sagði Hallbjöm Karlsson við DV í morgun. „Meðan svo er kýs ég að tjá mig ekki um málið.“ -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.