Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Fimmtudagur 11. maí 1967 - 48. árg. 103. tbl, - VER9 7 KK.
Danir sækja
um aðild
Kaupmannahöfn 11. maí (NTB
-RB). — Markaðs og verzlunar
málaráðherra Dana, Tyge Dahl-
gaard skýrði frá því í dag að ef
samþykki þingsins fengist mundi
danska stjórnin sækja um aðild.
að Efnahagsbandalaginu, Euratom
og Kola- og stálsamsteypu Evr
ópu. Búizt er við að danska þing
ið samþykki með miklum meiri
bluta ákvörðun dönsku stjórnar
innar um að sækja um aðild.
Dahlgaard lagði áherzlu á að
samráð yrði haft við stjórnir
hinna Norðurlandanna, en Danir
tnundu fagna því ef Norðmenn
sæktu um aðild etins og búizt
er við að þeir geri fljótlega. Dan
ir munu styðja tilraunir Svia og
Finna til að koma á tengslum við
EBE.
NÝIR MÖGU-
LEIKAR Á
NÝTINGU
LÝSIS
Fjölmörg merk erindi voru
flutt á ráðstefnu Verkfræðingafé-
lags íslands um vinnslu sjávaraf
urða. Fjölluðu þau bæði um hina
ýmsu þætti vinnslu sjávarafurða
og framtíð þess iðnaðar, sem hér
á landi kann að stóraukast, ef ís
lendingum lærist að nýta þau hrá:
efni, sem fiskur býður upp á. í
Þrándheimi hafa. farið fram víð
tækar rannsóknir á nýtingu lýsis
Lýsið hefur verið sundurgreint í
efnaflokka með gjörólíkum efna
eiginleikum. Þessir efnaflokkar
eru síðan notaðir í hinum ýmsu
þáttum efnaiðnaðar, til dæmis við
framleiðslu á málningarolíum,
lökkum, sápum, plastefnum snyrt
vörum o.fl.
Niðurstöður þessar benda til
þess að nýjar leiðir kunni að mark
ast hvað nýtingu íslenzks lýsis
varðar i náinni framtíð. Er mikil
Framhald á 14. Bíðu
VERKFALL LYFJ
FRÆDINGA RANN
I gær voru sett bráða-
birgðalög, þar sem verk
fall lyf jafræðinga er bann
að og segir þar að kjara-
samningur lyfjafræðinga
skuli gilda áfram, meðan
lögin um verðstöðvun séu
í gildi, og séu vinnustöðv
anir lyfjafræðinga óheimil
ar á þeim tíma.
Dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
ið sendi í gær út fréttatilkynn
ingu um bráðabírgðalög þessi og
fer hún hér á eftir og síðan
bráðabirgðalögin sjálf í beinu
framhaldi.
Kjarasamningur Apótekarafé
lags islands og Lyfjafræðingafé-
lags íslands féll úr gildi hinn 1.
janúar sl„ eftir uppsögn hinna
síðarnefndu aðila á samningnum
með tilskyldum fyrirvara. Kjara
deilunefnd er starfar samkvæmt
lyfsölulögunum og sáttasemjari rík
isins reyndu árangurslaust sáttatil
raunir fyrir áramótin og fram
um mánaðamót janúar og febrú
ar sl.,  og skyldi  boðað verkfall
í Reykjavík
Borgarráð samþykkti á fundi
sínum í fyrradag að kjörstaðir
við alþingiskosningarnar 11. júní
verði þessir: Álftamýrarskólinn,
Austurbæjarskólinn, Breiðagerðis
skólinn, Langholtsskólinn, Mela-
skólinn, Miðbæjarskólinn og Sjó-
mannaskólinn. Auk þess verða
kjördeildir í Elliheimilinu Gruhd
og Hrafnistu.
Ennfremur voru samþ. tillögur
borgarlögmanns um skipting í
kjörhverfi og kjördeildir.
koma til framkvæmda 12. febrú
ar sl. Því var þó frestað fyrir
milligöngu heilbrigðismálaráð-
herra, og var framkvæmd all um
fangsmikil kjarakönnun, að ósk
lyf jafræðinga. Sáttatilraunir sátta
semjara ríkisins hófust að nýju
í marzmánuði og leiddu enn ekki
til samkomulags; og var verkfall
boðað að nýju og hófst hinn 10.
apríl sl. Hafa lyfsalar síðan einir
staðið fyrir lyfjaafgreiðslu í lyfja
búðum og hafa fengið í því sam
bandi leyfi og undanþágur er lyf
sölulög gera ráð fyrir við slíkar
aðstæður.
Hefur ríkisstjórnin talið rétt
með hliðsjón af því hættuástandi
er skapazt kann vegna verkfaDsins
að leggja til við forseta íslands að
út verði gefin bráðabirgðalög sem
staðfest hafa verið í dag og birt
eru í blaði Stjórntíðinda, útgefnu
í dag, sem hér með fylgir.
Bráðabirgðalög um ffaialengingn
Framhald á 14. siðu
Afmæliskvebja frá Emil Jónssyni,
formanní' Alþýðuflokksins
Ejnar Gerhardsen sjötu
EINAR GERHARDSEN fyrrverandi forsætis-
isráðherra Noregs og formaður verkamanna-
flokksins þar í landi, varð sjötugur í gær. ís-
lendingar mega vel minnast þessa ágætis
manns á afmælisdegi hans svo vinsamlegur
sem hann jafnan hefir verið í garð íslend-
inga, og svo ágæta samvinnu, sem hann jafn-
an hefir átt við flokksbræður sína hér. Einar
Gerhardsen gerðist þegar á unga aldri einbeitt
ur og áhrifaríkur forustumaður norska verka
mannaflokksins, en sá flokkur hefir nú um
langan aldur verið í forsvari fyrir lýðræðis-
sinnaða jafnaðarmenn í Noregi. Auðvitað gat
hann ekki verið samstígur þýzku Nazistunum
eftir að þeir hernámu Noreg og höfðu þeir hann
því í haldi í þýzkum og norskum fangabúð-
um á meðan á styfjöldinni stóð. Er trúlegt að
hann hafi þar beðið nokkurt tjón á heilsu
slnni, sem hann • hafði aldrei fullkomlega
komizt yfir, eins og raunar vár einnig tilfell-
ið með fleiri framámenn flokksins. Strax eft-
ir stríðslokín 1945 varð hann forsætisráðherra
lands síns og gengdi því starfi, með nokkrum
stuttum frávikum ' 20 ár, til ársins  1965.
Hann hefir gegnt fjölmörgum trúnaðar-
störfum fyrir flokk sinn, og m. a. verið for-
maður hans lengi. Mun það vera sammæli
allra sem til þekkja að hann hafi verið mjög
farsæll forystumaður fyrir þjóð sína og flokk,
enda virkur og dáður af flestum.
Einar Gerhardsen berst ekki mikið á, hann
er maður hógvær, svo af ber, en hann er einn-
ig drengsskaparmaður og góðviljaður en læt-
ur að sér kveða og er fylginn sér þegar það
á við. — Hann er einnig raunsær maður og
gerir sér glögga grein fyrir hlutunum og
tekur sínar ákvarðanir að vandlega athuguðu
máli, og fylgir þeim eftir hvort sem öðrum
líkar betur eða ver. Hann er manna vingjarn
legastur og kemur ákaflega vel fyrir. Norski
verkamannaflokkurinn hefir átt afbragðsmann
þar  sem  Gerhardsen  er.
íslenzki Alþýðuflokkurinn, og ég persónu-
lega, sendum honum hugheilar árnáðaróskir á
þessum tímamótum í æfi hans. Þökkum ágæt
kynni og ágætt samstarf alla tíð, og óskum
honum og fjölskyldu hans heilla í framtíðinni.
EMIL JÓNSSON.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16